Morgunblaðið - 02.12.1987, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 02.12.1987, Blaðsíða 56
56 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVTKUDAGUR 2. DESEMBER 1987 Aðstoðarmenn Kasparovs eru frá vinstri: Azmaparashvili, (al- þjóðlegur meistari frá Tbilisi), Dorfman (stórmeistari, hefur aðstoðað Kasparov i öllum einvígjunum gegn Karpov)., Dolmatov (stórmeistari frá Moskvu) og Nikitin (alþjóðlegur meistari frá Moskvu, hefur þjálfað Kasparov lengst allra), Ungveijinn An- dras Adorjan er einnig á Spáni, en Kasparov hefur oft farið í smiðju til hans og fengið nýjar hugmyndir. Það eru breyttir timar frá því fyrrverandi heimsmeistarar og frægir stórmeistarar þóttust menn að meiri fyrir að fá að dvelja við hirð Karpovs. Honum til aðstoðar eru nú frá vinstri: al- þjóðlegu meistararnir Podgaets (Moskvu), Ubilava (Tbilisi), og stórmeistararair Igor Zaitsev (Moskvu) og Lerner (Odessa). Za- itsev er nú hvað öflugastur í liðinu, en á árum áður var talið að starfi hans væri sá að bera æðri hirðmönnum samlokur og svaladrykki. Hver skák er nú úrslitaskák Skýk Margeir Pétursson Nú dregur væntanlega senn til tíðinda í heimsmeistaraein- víginu í skák í Sevilla. Aðeins sex skákir eru til loka og stað- an er jöfn. Bæði Gary Ka- sparov, heimsmeistari, og Anatoly Karpov, áskorandi, hafa hlotið níu vinninga. Ka- sparov nægir jafntefli, 12-12 til að halda titlinum. Tauga- spennan er í algleymingi í Sevilla og skákáhugamenn ættu að fylgjast grannt með lokabaráttunni. Þótt heims- meistaraeinvígi hafi verið teflt á hveiju ári síðan 1984 munu liða þijú ár til þess næsta. Nú er þvi verið að tefla um það hvor heldur krúnunni fram til ársins 1990. Næstu daga verðum við vitni að lok- um heils kapítula í skáksög- unni. Um endinn er ekki hægt að spá. Miðað við gang tveggja síðustu einvígja ætti sá sem næstur verður til að vinna skák að fara með sigur af hólmi. Keppendumir tveir em svo jafn- ir að pressan á þann sem lendir undir verður næstum óbærileg. Þrátt fyrir að Kasparov haldi titlinum á jöfnu og nægi því 3-3 í lokin má segja að möguleikam- ir á þessari stundu séu álfka góðir. Því má ékki gleyma að Karpov er með vindinn í bakið eftir góðan sigur í sextándu ská- kinni, er hann jafnaði metin. Sá meðbyr ætti að vega forgjöf heimsmeistarans upp. Kasparov hefur slakað * a Svo við riijum gang einvígis- ins upp þá tók Karpov forystuna með sigri í annarri skákinni, en Kasparov jafnaði í þeirri flórðu. Karpov vann þá fímmtu og náði forystunni, en þá fór í hönd slæmur tími hjá áskorandanum. Heimsmeistarinn vann áttundu og elleftu skákimar og komst í fyrsta sinn yfír. Þá héldu marg- ir að úrslitin væm ráðin, en Kasparov hélst illa á forystunni. Hann hefur vart rejmt að vinna Ræðst við fyrir upphaf fjórða einvígisins. Af svipnum að dæma virðast þeir vera orðnir hálfleiðir á hvor öðrum. skák síðan og eyddi jafnvel öðr- um af sínum þremur dýrmætu frestum, alveg að ástæðulausu, að því er virtist. Þetta er ný og dapurleg hlið á Kasparov og eft- ir Qögur litlaus jafntefli í röð vann Karpov sextándu skákina ogjafnaði metin. Sautjánda skákin sl. miðviku- dag endaði með jafntefli og eftir hana ákvað Karpov að taka sinn annan frest. Átjánda skákin var því ekki tefld fyiT en á mánudag- inn og í henni hélt Kasparov uppteknum hætti. Hann valdi afbrigði sem er orðið gjörsam- lega útþvælt í höndum þeirra félaga og hefði getað sagt sér það fyrirfram að niðurstaðan yrði jafntefli. Fyrir einvígið spáði ég því að Karpov myndi vinna I2V2-IIV2, einkum vegna þeirra neikvæðu sálrænu áhrifa sem sú tilhugsun hefði á heimsmeistarann að fá ekki tækifæri í þijú ár ef hann tapaði. Hvort sem þetta hefur reynst rétt eða ekki, þá er það víst að heimsmeistarinn beitir sér ekki að fullu.og hann verður að hrista af sér slenið ef hann á að halda titlinum. Með sama áframhaldi hlýtur hann fyrr eða síðar að tapa skák. Það má líka segja að það sé tæplega samboð- ið heimsmeistara að reyna ekki að vinna og ætla að hanga á titlinum ájöfnu. Nítjánda skákin verður tefld í dag og það er Anatoly Karpov sem stýrir hvítu mönnunum. Það gæti orðið skákin sem ræður úrslitum. Við skuium líta á ganginn í átjándu skákinni á mánudaginn og jafnframt rifja upp fyrri skákir þar sem þetta útjaskaða afbrigði hefur sézt. Kappamir hafa nú nærri því tæmt mögu- leika þess, svo það getur ekki talist djarftnannlegt af Kasparov að beita því. 18. einvígisskákin: Hvítt: Gary Kasparov Svart: Anatoly Karpov Drottningarbragð 1. c4 - e6 2. Rc3 - d5 3. d4 - Be7 4. Rf3 - Rf6 5. Bg5 - h6 6. Bh4 Afbrigðið 6. Bxf6 — Bxf6 7. e3 0-0 8. Hcl hefur gefíst Ka- sparov vel í fyrri einvígjum við Karpov, en síðan þá hefur það verið rannsakað ýtarlega og mesti stingurinn tekinn úr því. 6. - 0-0 7. e3 — b6 Hið fræga Tartakover af- brigði. Af einvígjum Karpovs og Kasparovs að dæma, virðist það eina rétta svarið gegn drottning- arpeðsbyijun. 8. Be2 - Bb7 9. Bxf6 - Bxf6 10. cxd5 — exd5 11. b4 — c5 12. bxc5 - bxc5 13. Hbl - Bc6 Karpov reyndi hér 13. — Da5 í 40. einvígisskákinni 1984, en byijun hans misheppnaðist: 14. Dd2 — cxd4 15. Rxd4 — Bxd4 16. exd4 - Bc6 17. Rb5! og Karpov var heppinn að hanga á jafntefli í 70 leilgum. 14.0-0 - Rd7 15. Bb5 - Dc7 Þetta er í sjötta skiptið sem þessi staða hefur komið upp í einvígjum Karpovs og Ka- sparovs. Öllum skákunum hefur lokið með jafntefli, eftir mism- ikla baráttu. 16. Dd3 Kasparov reyndi hér fyrst 16. Dd2 í 12. einvígisskákinni 1984, en henni lauk með stuttu jafn- tefli. Næst beitti hann afbrigð- inu í 38. skák þess einvígis. Eftir 16. Dc2!? - Hfd8 17. Hfcl — Hab8 18. a4 - Dd6 19. dxc5 — Rxc5 20. Bxc6 — Dxc6 21. Rb5 - Be7 22. Df5 - De8 23. Re5 - Hb7 24. Rd4 - Hc7 25. Rb5 — Hb7 var samið jafntefli. Karpov endurbætti síðan tafl- mennsku Kasparovs í næstu skák á eftir og lék: 22. Rxa7! — Da6 23. Rb5 - Dxa4 24. Dxa4 — Rxa4 25. Rfd4, en varð að fallast á jafntefli eftir 48 leiki. í skákinni Salov-Jóhann Hjartarson á stórmótinu í Belgrad í haust reyndi hvítur nýjan leik, 16. Da4!? Þar varð framhaldið 16. — Rb6 17. Da5 — cxd4 18. exd4 — Hfc8 19. Bxc6 — Dxc6 20. Hb3 og hvíta staðan er örlítið þægilegri. Salov ætti að vita sínu viti um af- brigðið, því hann hefur verið Karpov til aðstoðar. 16. - Hfc8 í áttundu skákinni 1985 lék Kasparov 16. — Hfd8 sem leiddi til hálfgerðs mets í uppskiptum: 17. Hfdl - Hab8 18. Bxc6 - Dxc6 19. Hxb8 — Hxb8 20. dxc5 — Bxc3 21. Dxc3 — Dxc5 22. Dxc5 — Rxc5 og skákin endaði í 49 leikjum með jafntefli. 17. Hfcl - Hab8 18. h3 - g6 19. Bxc6 - Hxbl 20. Dxbl - Dxc6 21. dxc5 — Dxc5 22. Re2 — Df8 Þetta er nokkuð dæmigerð staða fyrir afbrigðið. Hvítur get- ur teflt eins lengi gegn stöku peði svarts og hann lystir, en með beztu vöm hlýtur skákin að enda með jafntefli. Afbrigðið er því einkar hentugt fyrir þá sem viija tefla langar skákir án þess að þurfa að hætta neinu. Síðan þegar skákin er búin geta þeir barið sér á bijóst og sagst hafa verið með betra allan tímann. Skákmenn sem vilja vinna alvörusigra ættu hins veg- ar að leita á önnur mið. 23. h4!? - Re5 24. Rxe5 - Bxe5 25. Hdl - Dc5 26. h5 - Dc2! 27. Dxc2 - Hxc2 28. Hxd5 - Hxe2 29. Hxe5 — Hxa2 30. hxg6 — fxg6 31. He7 — a5 32. Ha7 - a4 33. g3 - h5 34. Kg2 - a3 35. e4 - g5 36. Kf3 - g4+ 37. Ke3 - Hal 38. Kf4 - Hfl 39. Kg5 - Hxf2 40. Kxh5 — He2 og hér var samið jafn- tefli. JÓLABINGÓ Verðmæti vinninganna er- 750 ÞÚSUND KRÓNUR -
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.