Morgunblaðið - 02.12.1987, Side 61

Morgunblaðið - 02.12.1987, Side 61
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 2. DESEMBER 1987 61 • Bæta þá aðstöðu til líkams- þjálfunar sem fyrir er og bjóða starfsfólki fría aðstöðu. • Ræsting unnin eftir uppmæl- ingu og/eða að vinnutími sé gefinn frjáls, þannig að t.d. skólafólk geti sinnt þessum störfum. Teljum við að þessar leiðir til úrbóta muni skila sér í stöðugra starfsmannahaldi og þar af leið- andi ánægðari starfsmönnum. Heimilismenn ættu þá jafnframt að fá betri og stöðugri þjónustu en stöðugleiki og fastmótað lífsform er talinn vera einn veiga- mesti þáttur í allri ummönnun okkar skjólstæðinga. Tillaga þroskahjálpar Ekki er hægt að ræða um Kópa- vogshæli án þess að minnast á að nýlega komu fram í fjölmiðlum til- lögur frá Landssamtökunum Þroskahjálp varðandi framtíð Kópavogshælis. Þroskahjálp er öflugur þrýstihópur, sem hefur beitt sér fyrir úrbótum í málefnum fatlaðra, en er þó ekki samkvæmt lögum eða reglugerð sá aðili sem á að móta framtíðarstefnu stofn- unarinnar. En allar umræður og tillögur má nýta sér. Enginn drengur í efa að stjómendur Þroskahjálpar beri hag okkar skjólstæðinga fyrir bijósti. Við vilj- um öll koma þeim áfram til aukins þroska og hag þeirra viljum við sem mestan og bestan. En þurfa þá ekki allar umræður og tillögur að vera uppbyggilegar og vel unnar? Sú tillaga sem ný- lega kom fram birtist okkur sem á Kópavogshæli störfum fyrst í íjölmiðlum. Skaðar það starfsmenn lítið en það fólk sem býr á Kópa- vogshæli fréttir það í sjónvarpi að loka eigi heimilum þeirra. Þessa aðferð er varla hægt að telja faglega og teljum við að hér hafí Þorskahjálp orðið á stór mis- tök. Má segja að samtök eins og þessi með góðar hugmyndir og málstað hinn besta eigi ekki að láta svona hálfunnar tillögur frá sér fara. Ef starfsfólk Kópavogshælis hefði fengið þessar tillögur í hend- ur áður en þær birtust í fjölmiðlum hefðum við getað rætt við okkar heimilisfólk og gert þeim grein fyrir málavöxtum og þá komið í veg fyrir alla þá óvissu og óöryggi sem þessari umfjöllun fylgdi. Sem dæmi um þá óvissu, sem greip heimilismenn, má nefna að einn heimilismaður okkar fór að pakka niður. Annar spurði hvort rífa ætti Kópavogshæli. Fram kom í tillögu þessari að fólk utan af landi ætti að flytja í heimabyggð sína. En við spyijum, hver er heimabyggð þeirra sem hafa búið á Kópavogshæli t.d. síðastliðin 30 ár? Trúlega eru allir, sem vinna að þessum málum, sam- mála um að sambýli sé árang- ursríkasta leiðin og það lífsform sem stefna á að. Aldraðir, sem búnir eru að dvelja á Kópavogs- hæli síðastliðin 30 ár, teljum við að ættu að fá að eyða ævikvöldinu þar. Á efri árum á fólk erfiðara með að laga sig að nýjum aðstæð- um, ekki síst vangefnir. Teljum við því að eðlilegur réttur þeirra sé að eyða ævikvöldinu í þekktu um- hverfi, en ekki taka sig upp og flytja þó að í sambýli væri. Sú til- laga Þroskahjálpar um að fækka heimilisfólki á Kópavogshæli í 25—30 á átta árum nær lengra en kveðið er á um í reglugerð um Kópavogshæli sem tók giidi í júní 1986. Þar segir að á næstu tíu árum skuli unnið að því að út- skrifa á sambýli 75 heimilismenn þannig að ekki skuli vistaðir á stofnuninni fleiri en 100 einstakl- ingar miðað við núverandi húsa- kost. Til að vel takist til við flutning héðan teljum við nauðsynlegt að dagvistunarmál og öll félagsleg þjónusta verði strax tekin til endur- skoðunar og línur verði lagðar í þeim málum þannig að þjónustan verði fyrir hendi þegar að flutning- um heimilismanna kemur. Lokaorð Eins og fram hefur komið hefur mikil uppbygging á faglegri vinnu átt sér stað undanfarin ár á Kópa- vogshæli. Hún verður að halda áfram þó svo fækkun heimilis- manna muni eiga sér stað. Til þess þurfum við gott og hæft starfs- fólk, bæði almennt sem og faglært. Því segjum við að þá launastefnu sem ríkt hefur hjá ríkisstofnunum verði að endurskoða og að ríkis- valdið sjái hag sinn sem og metnað í því að gera vel fyrir sitt starfs- fólk eins og aðrir launagreiðendur ættu að gera. Höfundar eru þroakaþjálfar á Kópavogshæli. Kína náttfot - Kung Fu sloppar Klæðið börnin smekklega. Ykkar stolt um alla framtíð. „Lengi býr að fyrstu gerð“. Borðlamp* RONNING heimilistækl - KRINGLUNNI Hjá RÖNNING heimilistækjum finnur þú flest þau tæki sem nauðsynleg þykja til heimilisstarfa og áratuga reynsla RÖNNINGS á sviði rafbúnaöar tryggir þér góða þjónustu. _______________ émá WBML w* Cyttnda ASEa Kr. 20.805,- stgr. Hitachi örbylgjuofn ASEA bvottavel Kr. 16.990,- stgr. Hitachi útvarp m/2 hátölurum Kr. 5.900,- stgr Hitachi útvarp Aromatic kaffivel Röskur heimilis- þjónn á frábæru verði: Kr. 5.900.- 1000watta ^ Hitachi ryksugan - „litla trölliö11 með inndreginni snúru og 3 burstum Standlampar KRINGLUNNI - SÍMI 68S868

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.