Morgunblaðið - 02.12.1987, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 02.12.1987, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 2. DESEMBER 1987 17 Á SLÓÐUM MORMÓNA Bókmenntir Sigurjón Björnsson Krislján Róbertsson: Gekk ég yfir sjó og Iand. Saga íslenskra mormóna sem fluttust til Vesturheims. Bókaforlag Odds Björnssonar, Akureyri. 1987. 232 bls. Séra Kristján Róbertsson hefur tekið sér fyrir hendur að rekja meira og minna týndar slóðir þeirra íslendinga sem tóku mormónstrú og fluttust til Utah í Bandaríkjunum frá því laust eftir miðja 19. öld og fram undir síðustu aldamót. Hann hefur bersýnilega lagt mikla alúð og elju við þessa leit sína og dvaldi t.a.m. sumarið 1985 í Utah við heimildaöflun. Árangur iðju hans er þessi ágæta bók sem er allt í senn nýstárleg, fróðleg og skemmti- leg aflestrar. Fyrstu átta kaflar bókarinnar eru ágrip af sögu mormónahreyfingar- innar í Bandaríkjunum og stiklað er á fáeinum kennisetningum þeirra, m.a. er nokkuð vikið að fjöl- kvænismálum. Þetta ágrip er mjög æskileg byijun til að setja lesand- ann inn í efnið. En að því búnu snýr höfundur sér að íslenskum efnum. Þar er fyrst yfirlitskafli um trúboð mormóna á íslandi frá 1851 til 1914. Eftir það féll trúboð nið- ur, þar til það var upp tekið á ný fyrir fáum árum. Síðan fer að segja frá íslenskum útflytjendum. Ræki- legast er sagt frá fyrstu útflytjend- um og fyrstu landnemum í Utah, þ.e. fram til 1860. Sérstakir þættir eru um tvo áhrifamenn meðal KALLI Bókmenntir Sigurður Haukur Guðjónsson Kalli kaldi Höfundur: Indriði Úlfsson Teikningar: Bjami Jónsson Prentverk: Prentsmiðja Björns Jónssonar, Akureyri Endurprentun: Dagsprent hf. Útgefandi: Bókaútgáfan Skjald- borg Ég man, hvað hún gladdi mig þessi bók, 1971, er hún kom út fyrst, var einn þeirra ljósgeisla, er kennarar sendu frá sér inní það myrkur vanvirðingarinnar, sem íslenzkum unglingum var oft sýnd með því erlenda drasli, sem reynt var að telja þeim trú um að væru bókmenntir við þeirra hæfi. Já, sú var tíð, að allt var nothæft í „krakka- skrílinn", og ef við sögðum sannleik- ann, gagnrýnendurnir, þá var málsókn hótað. Bréfin sum, blaða- greinamar og símtölin, sem gagn- rýni okkar kallaði yfir okkur, væri vissulega efni í merka bók. En nú er öld öll önnur, útgefendur, flestir, leggja metnað sinn í að vanda bama- og unglingabækur sínar, og við höf- um eignazt höfunda, sem aðrar þjóðir mega öfunda okkur af. Einn þeirra er Indriði. Hrifandi fímleiki í stíl, rammíslenzkt tungutak og fá- dæmaleikur hans á hláturtaugar lesandans, gera hann að afburða höfundi. Sumar bækur hans ættu vissulega erindi við aðrar þjóðir. Ein þeirra er Kalli kaldi, svo sammennsk er hún, Kalli og Siggi em ekki að- eins í bijóstum íslendinga, heldur allra manna, þeirrar menningar- heildar sem við emm brot af. Mikið hló ég 1971, er ég las um græskulaus strákapör þeirra félaga Kalla kalda og Sigga svarta, og ekki minna nú, svo jafnvel falskar tennur vom í hættu. Að vekja kött með sinnepi; mæta í kirkju, við skólasetningu, með mús í penna- stokknum; breytast í draug í kirkju- íslenskra mormónatrúboða: Þór Diðriksson og Guðmund Guð- mundsson. Að því búnu er gerð grein fyrir öllum þeim útflytjendum sem höfundur hafði spumir af frá ári til árs fram undir aldamót. Athyglisvert er að iangflestir út- flytjenda úr einstöku byggðarlagi koma frá Vestmannaeyjum. Aðrir em flestir af Suðurlandi. Mjög fáir virðast hafa komið af Austurlandi, Norðurlandi og Vesturlandi. Er þetta allmikið frábmgðið landfræði- legum uppmna þeirra sem fluttust til Kanada á síðustu öld. Enda þótt allmikið hafí verið um Vesturfara ritað á undanfömum áratugum hafa Utah-farar orðið illa útundan. Er að sjá sem mun minna samband hafí verið við þessa byggð í vestrinu en aðrar. Ég held að ég fari rétt með það, að þessi bók sr. Kristjáns sé fyrsta íslenska bókin, sem fjallar um þessa íslendinganýlendu í vestrinu. Hann hefur því vissulega unnið þarft og gott verk. Mætti segja mér að í kjölfar þessa rits komi aukin sam- skipti milli íslendinga hér heima og í Utah. Ég fæ ekki betur séð en höfundur hafí vandað verk sitt prýðilega vel, enda þótt ég geti að sjálfsögðu ekki sannreynt heimilda- meðferð hans. Sr. Kristján er ljómandi vel ritfær maður. Hann ritar fallegan, hreinan og lifandi stíl, sem yfírleitt er skemmtilegur og viðfelldinn aflestrar. Hann ritar af góðum mannskilningi og for- dómaleysi og er frásögn hans einkar vel fallin til að eyða margvíslegum hleypidómum, sem hafa viljað loða við þennan hóp útflytjenda. KALDI glugga; tjóðra bíl bæjarstjórans við ameríska tryllitækið hans pabba; hjálpa hundi til þess að gerast pólitískur flóttahundur, og halda til orrustu við bæjaryfirvöld, ásamt góðvininum Báta-Manga, til þess að veija rétt hundeigenda. Allt eru þetta hversdagslegir atburðir í lífí hinna tápmiklu stráka. Dularfullir brunar æða um sviðið, og bæjarstjór- inn gengur í lið með strákunum, bjargar þeim og hundum frá bráðum bana, reynist jú annar en strákarnir hugðu hann, það reyndist líka Kobbi veslingurinn á kassanum. Sem sé æsispennandi saga, löngu uppseld, og því fagna ég, að hún skuli á söluborðum á ný. Hér þarf ekkert bamablabla, til þess að halda athygli lesandans, svo hann slepgir ekki bókinni fyrr enn hún er öll. Eg hef sagt áður, og segi enn, slíkur stíll á erindi inní kennslustofur skól- anna. Teikningar Bjama em meistara- verk, svo bráðlifandi sumar, að þæi þjóta af síðunum og taka að ræða við lesandann. Villur? Hvað eru þrisvar tvíteknii punktar? Hafí útgáfan þökk fyrir frábæra bók. Sr. Kristján Róbertsson Vel er að útgáfunni staðið að flestu leyti. Prófarkir virðast hafa verið vel lesnar og góð nafnaskrá er í bókarlok eins og vera ber. Let- ur fínnst mé að vísu í smæsta lagi til þess að vera þægilegt aflestrar. Þá hefði óneitanlega verið gaman að því að hafa nokkuð af myndum í bókinni, t.a.m. frá helstu stöðum vestra, sem fjallað er um í bókinni. Sjálfsagt er líka eitthvað til af myndum af'húsum sem íslendingar byggðu sér áður fyrr. Og gaman hefði verið að sjá myndir af eldri vesturfömm. Versti og raunar eini veralegi annmarki bókarinnar er þó sá að engin heimildaskrá skuli vera. Þetta er mér nokkurt undranarefni, þar sem um ræðir fræðirit sem að öðra leyti er vandað. Þetta hefði verið þeim mun æskilegra þar sem búast má við að allur þorri heimildanna sé flestum ef ekki öllum hér heima ókunnur. Á ég þá bæði við handrit á söfnum og í einkaeign og prentuð rit sem fáir hér vita um. Líklegt er að einhveijir vilji halda áfram vinnu sr. Kristjáns eða kynna sér nánar efni það sem hann fjallar um. Þar hefði heimildaskrá komið að góðu gagni. Leggnr og skel Békmenntir Sigurður Haukur Guðjónsson Ævintýri eftir Jónas Hallgríms- son og H.C. Andersen Myndskreyting og útlit: Gunnar J. Straumland Setning, umbrot og litgreining: Korpus hf. Prentverk: Kassagerð Reykjavíkur hf. Útgefandi: Svart á hvítu. Ég kipptist við af gleði, er ég sá þessa „bók“ á borðinu hjá mér, svo undurfögur er hún, meistaralega gerð og unnin, að íslenzkri útgáfu er mikill sómi að. Myndir Gunnars era listavel gerðar, segja jafnvel ævintýrið einar og óstuddar, og hugkvæmni hans við gerð bókarinn- ar er slfk, að ég valdi henni strax stað meðal fágætustu bóka minna. Letur er stórt, læsilegt og á öragg- lega eftir að gera þessa ævintýra- perlu að vini bama og unglinga á ný. Sagt er jú, að Jónas hafi þýtt „Kærestefolkene" eftir H.C. And- ersen. En hvílíkur munur — hér sést hvemig sannir listamenn vinna. Ævintýrið hans Andersens hafði snortið streng í bijósti hins íslenzka skálds, enda oft haldið fram, að Jónas hafi fyrstur orðið til þess að koma auga á snilli hins danska skáldbróður. En Jónas settist ekki niður til þess að þræla hugsun skáldsins í íslenzk orð, aðeins, held- ur yljaði hana í hrifnæmu hjarta, skóp og meitlaði, þar til varð nýtt meistaraverk, sýnu meira og stærra en hið fyrra. Svona vann skáldið okkar Jónas. Ég minnist meistara- verksins Móðurástar, þar sem hann tekur ungt norskt skáld á hné sér og sýnir því hvemig það hefði átt að tjá hugsun sína. Það skynjar enginn lengur, að um þýðingu er að ræða, heldur ekki í sögunni Leggur og skel, svo meistaralega era þau flutt heim á okkar eigið hlað. Aðeins stórskáld geta leikið svo, skáld, sem samtíminn hefír sært inn að kviku. Já, Jónas færði þjóð sinni gjafir, dýrindis gull, var þó ekki meir metinn en svo, að honum var meinað að gerast prestur. Stundum þarf hold allt af beinum, áður en við skiljum, hver er við okkar hlið. Það væri móðgun við skáldið að rekja hér söguþráðinn, það eitt kann það tungutak er efninu hæfír. Eigir þú einhvem ungan, sem þér er mjög annt um, réttu honum þá þetta listaverk. bökfcjjtn laxár Margt hefur gerst á bökkum Laxár í Þingeyjarsýslu fyrr og síðar og á þar ýmist í hlut heimafólk eða aðkomnir laxveiðimenn. Jóhanna Álfheiður Steingrímsdóttir rifjar upp í þessari skemmtilegu bók ýmsa af slíkum atburðum, ekki síst það sem borið hefur við í grennd við Nes í Aðaldal, þar sem hún er borin og barnfædd. | bók góð bók
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.