Morgunblaðið - 02.12.1987, Blaðsíða 63

Morgunblaðið - 02.12.1987, Blaðsíða 63
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 2. DESEMBER 1987 63 Styrkár Snorra- son — Minning Fæddur 27. maí 1981 Dáinn 24. nóvember 1987 Elskulegur frændi minn, Styrkár Snorrason, verður til moldar borinn í dag, miðvikudag- inn 2. desember. Harmur er snögglega kveðinn að fjölskyldu minni og öllum þeim er þekktu þennan ljúfa dreng. Hver hefði trúað því, að lífdagar hans yrðu svo stuttir; hann sem bar lífið með sér hvert sem hann fór. Skólaganga hans var nýhafín, en hennar hafði hann beðið með mikilli eftirvæntingu, og þótt skólavistin yrði stutt hafði hann þegar getið sér gott orð sem námsmaður. Ekkert virtist þess- um unga frænda mínum um megn, og þegar hinar margvís- legu hindranir lífsins voru útlist- aðar fyrir honum, spurði hann einfaldlega: Af hvetju? Því lífíð var til að lifa því og hindranir til að sigrast á. Svo einfalt var þetta í hans huga. En lífsgleðin og einlægt fjör hans báru hann stundum af braut. Svo var þetta örlagaríka síðdegi, er hann hélt ótrauður á vit nýs ævintýris með vini sínum. Á örskotsstundu snerist litla æv- intýrið í martröð. Grimmar nornir urðu á vegi og meina honum nú aðgöngu að fleiri ævintýrum. Eftir stöndum við hnípin og spyrj- um, eins og hann: Ai hveiju? En svarið sem hann beið ætíð svo eftirvæntingarfullur eftir, kemur ekki í þetta sinn. Spumingin mun hljóma af vörum okkar út í tó- mið á erfíðum stundum er við minnumst okkar elsku vinar. Styrkár kveikti ljós í hjörtum foreldra sinna, Snorra bróður míns og Dagrúnar Magnúsdóttur, er hann fæddist og blikaði ávallt skært. Þegar leiðir foreldra hans skildu varð hann eftir hjá föður sínum og um tíma studdu þeir hvor annan, þeir tveir. Samrýmd- ari feðgar hafa áreiðanlega fáir verið til. Þegar Kristrún Ragn- arsdóttir sameinaðist ykkar litlu fjölskyldu vann Styrkár hug hennar allan með fjöri sínu og blíðu. Missir þeirra þriggja er mikill. Megi almættið styrkja þau á þessum erfíðu stundum; um annað er víst ekki hægt að biðja, úr því sem komið er. Hvíli elsku frændi minn í friði. Auður Styrkársdóttir Sú sorglega frétt barst um Hlíðaskóla miðvikudaginn 26. nóvember sl. að Styrkár Snorra- son nemandi við skólann hefði látist af slysförum kvöldið áður. Það er erfítt fyrir sex ára böm að skilja að bekkjarbróðir þeirra. sé dáinn og komi ekki aftur í hópinn. Margar spumingar vakna um lífíð og tilgang þess. Það er erfítt að skilja hvers vegna hann svo ungur skuli vera hrifinn í burtu. Styrkár var duglegur og lífsglaður drengur, sem ætíð þurfti að hafa nóg að starfa. Þó samvera okkar yrði ekki löng fengum við að kynnast honum sem góðum félaga og hversu fljótur hann var að ná valdi á viðfangsefnum skólastarfsins. Hann vildi fá svör við mörgu. Hann var einnig blíður í lund og við minnumst kærleika hans til dýranna og þar var kisan hans fremst í flokki. Ég og bekkjarsystkini hans munum geyma minningu hans í hugum okkar. Við biðjum góðan Guð að styrkja foreldra og aðstandendur í sorg þeirra. Kennari og bekkjarsystkini. SVAR MITT eftir Billy Graham Er Guð reiður? Ég trúi staðfastlega á Guð, en satt að segja blasir hann þannig við mér að hann sé sífellt reiður vegna þess að við hlýðum honum ekki nákvæmlega í einu og öllu. Ég er mjög hræddur við Guð. Er þetta réttur skilningur? Biblían leggur áherslu á tvenn sannindi um Guð og þar verður að ríkja jafnvægi. Annað er að Guð er heilagur og réttlátur. Þar sem við erum allir syndarar ber okkur að hafa ríkt í huga að hann mun kveða upp dóm. „Allir munum vér verða að koma fram fyrir dóm- stól Guðs“ (Róm. 14,10). En Biblían boðar önnur mikil sannindi með jafnmiklum þunga: Guð er líka Guð elsku og hefur komið því til vegar að við getum komist undan dómi hans. Á þetta er lögð áhersla í Jóh. 3,16—17, einhvetjum kunnustu versum Biblíunnar: „Því að svo elskaði Guð heiminn að hann gaf son sinn eingetinn til þess að hver sem á hann trúir glatist ekki heldur hafí eilíft líf. Því að ekki sendi Guð soninn í heiminn til þess að dæma heiminn, heldur til þess að heimurinn skyldi frelsast fyrir hann.“ Taktu eftir hvað Guð hefur gert: Hann hefur sent son sinn til þess að færa okkur hjálpræði. Hvemig gerðist það? Það gerðist þegar Kristur dó á krossinum. Við, þú og ég, verðskulduðum fyllilega dóm Guðs. En Guð elskaði okkur svo heitt að Kristur kom af himnum ofan til þess að deyja í okkar stað. Kristur var saklaus af allri synd. En í kærleika sínum til þín og mín tók hann á sig dóminn sem við höfðum unnið til. í viss- um skilningi hafa syndir okkar þegar verið dæmdar, því að Kristur tók þær á sig. En taktu líka eftir hvers er vænst af þér: Að þú trúir, og það merkir ekki aðeins að þú trúir því að Kristur hafí dáið fyrir þig og risið aftur upp frá dauðum, heldur áttu að treysta honum og helga líf þitt honum sem frelsara og drottni. í fyrirheiti Biblíunnar segir: „Ef þú játar með munni þínum drottin Jesúm og trúir með hjarta þínu að Guð hafi upp vakið hann frá dauðum muntu hólpinn verða" (Róm. 10,9). Guð elskar þig og hann þráir að þú gerir þér grein fyrir þeirri miklu staðreynd með því að ganga Jesú Kristi á hönd, og þú vaxir síðan andlegum vexti með því að lesa sannindi orðs Guðs, Biblíunnar. Það er rétt að óttast dóm Guðs. En opnaðu líka augun fyrir fyrir- gefningu hans og náð sakir Jesú Krists. Blóma- og skreytingaþjónusta hvert sem tilefnió er. GLÆSIBLÓMIÐ GLÆSIBÆ, Álfltcimum 74. sími 84200 Birting af- mælis og minningar- greina Morgunblaðið tekur af- mælis- og minningargreinar til birtingar endurgjaldslaust. Tekið er við greinum á rit- stjórn blaðsins á 2. hæð f Aðalstræti 6, Reykjavík og á skrifstofu blaðsins f Hafnar- stræti 85, Akureyri. Athygli skal á því vakin, að greinar verða að berast með góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðviku- dagsblaði að berast sfðdegis á mánudegi og hliðstætt er með greinar aðra daga. Við birtingu afmælisgreina gildir sú regla, að aðeins eru birtar greinar um fólk sem er 70 ára eða eldra. Hins vegar eru birtar afmælisfréttir með mynd í dagbók um fólk sem er 50 ára eða eldra. Mikil áhersla er á það lögð cð handrit séu vel frá gengin, vélrituð og með góðu línubili. Helstu þættir í þróun húsagerðar og heimila á íslandi, síðustu tuttugu árin, raktir og studdir ríkulega myndskreyttum dæmum og samræmdum grunnteikningum. Tímamótaverk um (slenskan arkitektúr. Pétur H. Ármannsson arkitekt er höfundur verksins. Ljósmyndir tóku Guðmundur Ingólfsson, | Kristján Magnússon og Ragnar Th. L Sigurðsson, allir í fremstu röð ^ meðal íslenskra Ijósmyndara \goobok -
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.