Morgunblaðið - 02.12.1987, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 02.12.1987, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 2. DESEMBER 1987 Ætlar Alþingi enn að auka áfengisvandann Bjórfrumvarp og minnkuð framlög til f orvarna eftír Tómas Helgason I umræðum um heilsuvernd af ýmsu tagi, þar með taldar áfengis- og tóbaksvamir, eru lausnarorðin gjaman fræðsla og upplýsingar. Því miður sýnir reynslan, að illa gengur að fræða og upplýsa marga þá sem eiga að skapa fordæmi, setja lög og úthluta fé úr sameiginlegum sjóðum landsmanna. Sést þetta gieggst af því, að enn á ný hafa fjórir alþingismenn flutt frumvarp um aukið framboð áfengis í formi áfengs öls. Þetta kemur ennfremur fram í Ijárlagafrumvarpinu. Þar er ekki gert ráð fyrir neinu rekstrarfé til Afengisvamaráðs ríkisins umfram laún starfsmanna, en hins vegar nýrri Qárveitingu til greiðslu bygg- ingarkostnaðar meðferðarstofnun- ar einkaaðila. Fjármálaráðherra er þar ef til vill að sýna í verki annars vegar vantrú á áhrif fræðslu um áfengi og áfengisvamir, en hins vegar ótta við aukinn vanda af völd- um áfengisneyslu. Dæmin sýna að vísu, að slík fræðsla hefur hvorki nýst þessum fjórum þingmönnum til þess að sjá að sér og hætta við bjórfrumvarpið, né öðrum sem enn styðja það. Sem betur fer hygg ég að fjármálaráðherra vanmeti gildi upplýsinga fyrir þorra alþingis- manna og vona því, að þeir beri gæfu til að koma í veg fyrir þá vá, sem fylgir aukinni áfengisneyslu, og felli bjórfrumvarpið, en veiti stórauknu fé til Afengisvamaráðs til öflugrar fræðslu. ' Engum blandast hugur um að áfengisvandamálið er ærið hér á landi og ekki á bætandi. Það er hér mjög sýnilegt vegna þess hvemig drykkjuvenjum er háttað. Erlendis, þar sem heildameyslan er meiri, en neysluvenjumar öðm vísi, er þessi vandi oft ekki eins augljós öllum almenningi, þó að drykkjusýki og misnotkun áfengis sé síst minni þar en hér. Hins vegar em ýmsir fylgi- kvillar drykkjusýki og drykkju miklu algengari erlendis en hér. Víðast annars staðar, þar sem heild- ameysla áfengis er meiri en hér á landi, er meðalævin mun styttri. Áfengismálastefna Mestan hluta þessarar aldar hef- ur ríkt mjög skýr áfengismáiastefna hér á landi. Markmiðið hefur verið að halda heildameyslu í lágmarki, koma í veg fyrir misnotkun og að- stoða þá sem hafa orðið misnotkun að bráð. Til þess að ná þessu mark- miði var komið á áfengisbanni og eftir að það var brotið á bak aftur tók við áfengiseinkasala með fáum og lítt áberandi útsölustöðum og mjög takmörkuðum vínveitinga- leyfum. í orði kveðnu hygg ég að flestir séu sammála um markmiðin. En svo mjög greinir á um leiðir, að ekki verður hjá.því komist að draga í efa hvort samstaða sé um markmið- in, nema að ætla sumum ótrúlega fákænsku um áfengismál annars vegar og markaðsfræði hins vegar. Frá því að spánskir kaupahéðnar brutu bannið á bak aftur árið 1922 hafa aðrir, sumir e.t.v. af sömu hvötum og spánskir, haldið áfram að hola steininn með þeim árangri, að áfengisneysla hefúr vaxið jafnt og þétt í 65 ár. Greinilegt er að sumum þykir ekki nóg að gert og flytja því nú frumvarp um breytingu á ájfengislögum svo að unnt verði að framleiða og flytja inn áfengt öl. Bjórinn eykur heildarneysluna Til þess ajð auka sölu á vöru er itiíC.áíSiMÉt-t.ii’-'&.-iitíi- C k$-&&&! reynt að auglýsa hana, bjóða hana fram sem víðast, á mismunandi verði og í sem margvíslegustu formi. Með nýjum tegundum er stöðugt aukin eftirspum og leitað á ný mið til að finná fleiri neytend- ur þannig að salan aukist og ágóði seljanda og framleiðanda verði meiri. Hvers kyns reglur og tak- markanir verka í gagnstæða átt. Afengi, tóbak og önnur ávana- og vímuefni lúta þessum sömu lögmál- um. Því er bannað að auglýsa þessi efni og aðeins leyft að selja áfengi og tókbak á háu verði fyrir milli- göngu einkasölu ríkisins. Sala á öðrum ávana- og vímuefnum er bönnuð. Framleiðendur áfengis og tóbaks og umboðsmenn þeirra hafa samt ýmis ráð til að koma vöru sinni á framfæri og hagnast drjúgum. Eina tegund áfengis, sem ffarn- leiðendur og seljendur hagnast hvað mest á, er þó ekki leyft að selja hér á landi, nefnilega áfengt öl. Hafa ýmsir séð ofsjónum yfir þeim hagn- aði sem þeir fara á mis við af þessum sökum. Því hafa verið gerð- ar ítrekaðar tilraunir til að bijóta á bak aftur það ákvæði áfengis- laga, að leyfa ekki innflutning og sölu öls sem inniheldur meira en 2,25% af vínanda að rúmmáli. Á Alþingi hafa hvað eftir annað verið flutt frumvörp til að fá þessu laga- ákvæði breytt. En ýmissa annarra leiða hefur einnig verið leitað til að grafa undan þessu lagaákvæði. Má þar telja leyfí handa farmönnum til að flytja inn tollfrjálst nokkurt magn írí áfengu öli, leyfí til inn- flutnings og sölu á bruggefnum, óleyfílega sölu bjórlíkis um tíma og síðast en ekki síst að ferðamenn fá óátalið að flytja inn tollfrjálst 6 lítra af útlendum bjór og 8 lítra af inn- lendum. Það er kannski engin tilviljun að það var fyrir harðfylgi iðnrekanda, sem nú er farinn að framleiða gos- drykki og dósir fyrir drykkjarvörur, að fárið var að leyfa ferðamönnum að flytja inn áfengan bjór. Einn til- gangur flutningsmanna bjórfrum- varpsins nú er „að efla þann hluta íslensks iðnaðar sem annast fram- leiðslu á öli og gosdrykkjum". Flutningsmenn frumvarpsins nota nú þessar undanþágur, sem sumar eru lögbrot, til þess að réttlæta frumvarpsflutninginn. Annar tilgangur flutningsmanna bjórfrumvarpsins er að afla ríkisjóði tekna. Augljóst er að það verður ekki gert nema með aukinni heildar- neyslu áfengis. Flutningsmenn reyna þó að gera lítið úr þessu með því að segja „að til þess geti komið að heildaráfengisneysla á hvem íbúa aukist eitthvað við tilkomu áfengs öls“. Þó að þeir tali um verð- stýringu kemur hvergi fram að ætlunin sé að áfengt öl verði verð- lagt öðru vísi en annað áfengi, því að enn einn tilgangur flutnings- manna er að _ reyna að breyta drykkjusiðum íslendinga. Tekju- aukning ríkissjóðs verður því engin nema með aukinni heildameyslu. Fyrrverandi forsætisráðherra lét af raunsæi sínu reikna út í ársbyrjun 1985 hver yrði tekjuauki ríkissjóðs af áfengu öli. Þjóðhagsstofnun taldi þá „ekki ógætilegt" að áætla hann 600—800 millj. króna, sem þýddi aukning á heildameyslu hreins vínanda um 1,2—1,6 lítra á mann, 15 ára og eldri, á ári. Þar með mundi heildameysla á mann hér á landi verða meiri en í Noregi. Drykkjusiðum verður ekki breytt í einni svipan með því að bæta við nýrri tegund og síst í landi þar sem ölvunin er metin meira en áfengið sjálft, eins og fram hefur komið í rannsóknum hér á landi. Ef breyta á drykkjusiðum verður að breyta þessu viðhorfí, en ekki bæta við fleiri áfengistegundum. Nýjungagimi okkar íslendinga er með ólíkindum. Nýjungamar breiðast hér út með hraða skæðustu farsótta og ónæmi gagnvart þeim er jafnlítið og gagnvart farsóttum á einangruðum eyjum. Nærtæk dæmi em myndbandavæðing, fjöldi farsíma, hlustun á nýjar útvarps- stöðvar eða gláp á nýjar sjónvarps- stöðvar og aðsókn í nýja verslunar- miðstöð. Af þessum sökum m.a. er ég hræddur um að bmgðist verði við bjómum með svipuðum hætti og aukning á heildameyslu áfengis verði miklu meiri en Þjóðhagsstofn- un gerði ráð fyrir. Hugsanlega má því gera ráð fyrir að heildaráfengis- neysla íslendinga nálgist frekar það sem gerist hjá öðmm Norður- landabúum en Norðmönnum, þó að hún nái vonandi ekki Grænlending- um. Aukin heildarneysla — aukinn vandi Vandi okkar íslendinga af áfeng- isneyslu er ærinn og ekki á bætandi. Það hefur verið jnargsýnt fram á að þessi vandi eykst með aukinni heildameyslu einstaklinga og þjóða. Líklega er engin ein aðgerð meira virði til að bæta heilsufar þjóða nú, en draga úr áfengisneyslu þeirra. Því hefur- Alþjóðaheilbrigðisstofn- unin lagt til við aðildarþjóðir sínar að þær dragi úr heildameyslu áfengis um Qórðung fyrir næstu aldamót. Eins og áður var vikið að er áfengisvandi íslendinga mjög sýnilegu, annars vegai- vegna mik- illar ölvunartíðni og hins vegar vegna þess að hér er meira framboð á meðferð vegna misnotkunar áfengis en nokkurs staðar annars staðar. En það er ekkert sem bend- ir tii þess að drykkjusýki sé algeng- ari hér á landi en annars staðar. Faraldsfræðilegar rannsóknir benda frekar til hins gagnstæða. íslenskir drykkjusjúklingar em heldur ekki eins mikið veikir og hafa ekki orðið fyrir eins mikilli andlegri og líkamlegri skerðingu og drykkjusjúklingar hjá öðmm þjóðum sem drekka meira en við. Vegna mikillar ölvunartíðni kvarta íslenskir neytendur oftar um timburmenn en aðrir Norður- landabúar. Hætt er við að mörgum yrði freistingin til sjálfslækningar af þeim meiri ef bjór væri tiltækur og mundi það þá greikka leiðina til drykkjusýki. Þeir sem nú drekk,a mikið mundu drekka enn meira ef bjórinn væri tiltækur, auk nýrra neytenda sem kæmust á bragðið þá leiðina. Rétt er að minna enn Tómas Helgason „Það er mikið áhyggju- efni að á Alþingi Islend- inga skuli sitja menn sem hvorki vilja sinna viðvörunum Alþjóða- heilbrigðisstofnunar- innar né íslenskra lækna um þá hættu, sem fylgir áfengis- neyslu, né heldur hvatningu sömu aðila um að gera ráðstafanir til að draga úr neysl- unni. Þessi staðreynd sýnir betur en nokkuð annað hversu mikil nauðsyn er á að efla starfsemi Afengis- varnaráðs.“' einu sinni á, að þeim sem drekka bjór er jafnhætt við drykkjusýki og þeim sem drekka áfengi í öðru formi. Það gæti því miður orðið rétt sem frumvarpsmenn halda nú ranglega fram, að drykkjusýki hér á landi sé með því algengasta sem er í veröldinni, ef bjórinn bættist við annað áfengi sem nú er fáan- legt. Lögbrotum linni í umræðum á Alþingi hafa flutn- ingsmenn frumvarpsins talað um það eins og um væri að ræða rétt- lætismál. Þá hafa þeir vitnað til þess, að farmenn og ferðamenn hafa óátalið fengið að flytja inn áfengt öl í stað einhvers hluta þess tollfijálsa áfengis sem þeir ella ÁFENGISNEYSLA Á NORÐURLÖNDUM 1985 Danm. Finnl. Færeyj. Graenl. ísland Noregur Svíþjóð LAND hefðu mátt flytja inn. Að margra áliti er þetta lögbrot og væri því nær að taka fyrir það en lögleiða. Ekki er hægt annað en að vera sammála því sem einn flutnings- manna sagði í umræðum á þingi, að auðvitað verði' að taka fyrir þennan innflutning ef ekki sé leyfð framleiðsla og sala áfengs öls. Von- andi að það verði gert sem fyrst. Er þá náð einum tilgangi flutnings- manna, samræmingu, þannig að sumum líðist ekki að bijóta lög óátalið. 0 Afengisvarnir þarf að auka Það er mikið áhyggjuefni að á Alþingi Islendinga skuli sitja menn sem hvorki vilja sinna viðvörunum Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar né íslenskra lækna um þá hættu, sem fylgir áfengisneyslu, né heldur hvatningu sömu aðiía um að gera ráðstafanir til að draga úr neysl- unni. Þessi staðreynd sýnir betur en nokkuð annað hversu mikil nauð- syn er á að efla starfsemi Áfengis- vamaráðs. Lögum samkvæmt fer Áfengis- vamaráð með yfirstjóm allra áfengisvama í landinu. Það skal stuðla að bindindissemi, vinna gegn neyslu áfengra drykkja og reyna í samráði við ríkisstjóm, áfengis- vamamefndir og bindindissamtök að afstýra skaðlegum áhrifum áfengisneyslu. Það skal fylgjast sem best með áfengis- og bindindis- málum og veita hlutlausar upplýs- ingar um þau til blaða og annarra aðila. Áfengisvamaráði eru ætluð um- fangsmikil og veigamikil störf, sem em kostnaðarsöm og kreíjast góðra starfskrafta. Því miður hafa fjár- veitingar til ráðsins jafnan verið mjög skomar við nögl, svo að getan til að fullnægja því, sem lög ætlast til, hefur ekki verið nóg, þrátt fyrir góðan vilja. Þó tekur steininn úr nú, þegar ekki er ætlað neitt fé til áfengisvama umfram umsamin laun 4 starfsmanna. Ekki er hægt að líta á þessa tillögu í fjárlaga- frumvarpi öðru vísi en sem algjört skilningsleysi á hlutverki ráðsins og nauðsyn starfa þess að áfengis- vömum og fræðslu um áfengismál. Að vísu er í athugasemdum við §ár- lagalið dómsmálaráðuneytisins, sem varðar áfengis- og fíkniefna- mál, rætt um sérstakan tekjustofn af aðgöngumiðum vínveitingahúsa, sem renna skuli til fyrirbyggjandi aðgerða gegn áfengis- og fíkniefna- notkun, og nauðsyn að endurmeta tilhögun þess starfs sem nú er kost- að af, þessum lið. Heildarupphæð þessa fjáralagaliðar er nokkum veginn sú sama og kostnaðar vegna launa starfsmanna Áfengisvama- ráðs, eða tæplega 2 millj. króna, svo að ekki er sýnilegt að þama sé nein úrbót fyrir áfengisvamir. Vonandi bætir íjárveitinganefnd úr þessum galla fjárlagafrumvarps- ins og veitir Áfengisvamaráði að minnsta kosti jafnháar upphæðir til áfengisvama og fjármálaráðherra ætlar að veita einkasamtökum til að greiða byggingarkostnað vegna sjúkrahúss fyrir misnotendur áfengis. Heilbrigði árið 2000 Það Alþingi sem nú situr hefur einstakt tækifæri til að stuðla að markmiði Alþjóðaheilbrigðisstofn- unarinnar „Heilbrigði fyrir alla árið 2000“, án þess að kosta miklu til. Að óreyndu verður ekki öðm trúað en að alþingismenn muni nota þetta tækifæri, því að þeir eru, eins og fólk flest, velviljaðir og skynsamir. Þetta tækifæri felst í því að fella eða vísa frá frumvarpi um breyt- ingu á áfengislögum, sem ætlað er að heimila framleiðslu og sölu á áfengu öli, og með því að veita amk. 15 millj. króna til starfsemi Áfengisvamaráðs. Noti alþingis- menn þetta tækifæri nú verður eftir þeim munað fyrir raunverulegt heilsuvemdarstarf. Höfundur er dr. med., prófessor í geðlæknisfræði við Háskóla ís- lands og forstöðulæknir geðdeild- ar Landspít&l&ns.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.