Morgunblaðið - 02.12.1987, Síða 79

Morgunblaðið - 02.12.1987, Síða 79
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 2. DESEMBER 1987 79 HANDKNATTLEIKUR / POLARCUP Jón HJaltatín, formaður HSÍ, hleypir af í landsleik á árum áður. Þjálfari Jugóslavíu segist muna vel eftir Jóni, enda var sá markvörður! „íslend- ingar verða erfiðir“ - segirAbasArsla- nagic, þjálfari Júgóslavíu „ísiendingar eiga marga snjalia handknattleiks- menn. Þeir eru geysiiega sterkir og erfiðir," sagði Abas Arsianagic, þjálfari heimsmeistara Júgósiavíu, sem mœta íslendingum hér í Polar Cup í kvöld, í sam- tali við Morgunblaðið i gœr. Abas, sem er fyrrum lands- liðsmarkvörður Júgóslavíu, tók við þjálfun heimsmeist- aranna fyrir stuttu. Arslanagic sagðist oft hafa varið mark Júgóslava gegn íslendingum, sem hafa ajltaf átt miklar langskyttur. „Ég hef ■■■■■i leikið gegn skot- FráJóni föstum leik- Óttari Karlssyni mönnum eins og iOs/ó Geir Hallsteins- syni, Jón Hjal- talín og Axel Axelssyni, sem voru skyttur á heimsmæli- kvarða," sagði Abas. „Við erum með okkar sterkasta lið hér í Noregi og höfum hug á að vinna sigur hér í Polar Cup.“ Júgósiövum er spáð sigri í Polar Cup. Norðmenn vonast til að geta veitt íslendingum og Sviss- lendingum harða keppni. 150landslelklr Jón Hjaltalín Magnússon, form- aður HSÍ, sagði í viðtali við Morgunblaðið í gaerkvöldi, að mótið hér f Noregi væri einn af mörgum liðum íslenska lands- liðsins í sambandi við undirbún- inginn fyrir Olympíuleikana í Seoul. „Við stefnum að því að meðallandsleikjaQöldi íslenska landsliðsins í Seoul verði 150 landsíeikir. Þannig verðum við með leikreyndasta landslið heims," sagði Jón Hjaltalfn, sem var eins og Abas mjög ánægður með alla aðstöðu sem leikmönn- um væri boðið upp í Olsó. Gamlir „refir“ í liði Júgó- slavíu gegn íslendingum - sem leika án Alfreðs, Kristjáns og Bjarna. „Júgóslavar sigurstrang- legri," segir Jóhann Ingi Gunnarsson, sem sá þá á Super Cup mótinu „JÚGÓSLAVAR veröa með sterkara lið í Polar Cup-keppn- inni í Noregi heldur en þeir tefldu fram hér í Super Cup í V-Þýskalandi. Hór léku þeir án gamalkunna kappa, eins og Vujovic, Vukovic, Cvetkovic, Basic og Mrkonja. Mér skilst að allir þessir leikmenn leiki með Júgóslövum f Noregi," sagði Jóhann ingi Gunnarsson, fyrrum landsliðsþjálfari íslands og þjálfari Essen í samtali við Morgunblaðið í gœr. Islendingar mæta Júgóslövum í Polar Cup í kvöld. íslenska lands- liðið verður án Kristjáns Arasonar, Alfreðs Gíslasonar og Bjarna Guð- mundssonar, sem komast ekki til Noregs fyrr en á föstudaginn. „ís- lenska landsliðinu hefur gengið vel gegn Júgóslövum undanfarin ár, enda hentar leikur liðsins íslending- Jovlca Cvetkovlc kemur á ný inn í júgóslavneska liðið í kvöld. Geysilega sterk vinstrihandar skytta. Alfreð Gfslason verður illa fjarri góðu gámni í kvöld — kemst ekki til Noregs fyrr en á föstudag. um vel. Júgóslavar leika ekki kraftahandknattleik. Þeir leika hraðan og tæknilegan handknatt- leik. Vamarleikur þeirra hentar vel' því leikskipulagi sem landsliðið leik- ur úndir stjóm Bogdans. Það er ekki slæmt fyrir íslensinga að mæta Júgóslövum í fyrsta leikn- um,“ sagði Jóhann Ingi. „Það veikir íslenska liðið aftur á móti mikið að þeir Alfreð, Kristján og Bjami leika ekki með gegn Jú- góslövum, sem tefla fram sínu sterkasta liði. Vinstrihandarskjrttan Jovica Cvetkovic, sem leikur með Dankersen, verður íslendingum ör- ugglega erfíður og eins snillingur- inn Mile Isakovic, sem skoraði 20 mörk í §órum leilqum í Super Cup, þar af 13 úr vítum. Þá er miðjumað- urinn Portner, sem skoraði 17 mörk, alltaf erfiður. Júgóslavar ^ era sigurstranglegri heldur en íslendingar," sagði Jó- hann Ingi. KNATTSPYRNA Gráta fáir þó Köpp- el hafi verið rekinn - sagði Atli Eðvaldsson, eftir að þjálfari Bayer Uerdingen hafði verið rekinn í gærdag Horst Köppel, þjálfari vestur þýska liðsins Bayer Uerding- en, sem Atli Eðvaldsson er hjá, var rekinn frá félaginu í gær. Köppel var til skamms tíma aðstoðarþjálf- ari Franz Beckenbauer með vestur- þýska landsliðið. Hann tók við liði Uerdingen í sumar, eftir að Karl- heinz Feldkamp fór til Frankfurt. „Þetta getur ekki orðið verra en það hefur verið í vetur. Það gráta öragglega fáir leikmanna liðsins þó Köppel hafí verið rekinn," sagði Atli í samtali við Morgunblaðið í gærkvöldi. Hann hefur ekki verið í náðinni hjá þjálfaranum up á síðkastið. Raunar hefur Köppel umbylt liðinu frá því í fyrra. „Hann hefur gert 8 eða 9 breytingar frá þvi fyrra. Við urðum bikarmeistarar fyrir þremur áram, í 3. sæti í deild- inni fyrir tveimur áram og í 7. sæti í fyrra. í vetur hefur svo ekkert Atli Eðvaldsson. gengið. Manni fínnst því skrýtið að fá ekki tækifæri þegar liðinu geng- ur svo illa, en málið er að þjálfarinn hefur verið að týna þá úr sem studdu Feldkamp í fyrra. Markvörð- urinn okkar sagði til dæmis um daginn að honum fíndist við spila ranga leikaðferð. Þá var hann rek- inn frá félaginu. Eftir tapið í Niimberg á laugardaginn sagði svo einn leikmannanna, Funkel, að hann væri sama sinnis og mark- vörðurinn — við lékjum ekki rétt. Þá heimtaði Köppel að hann yrði látinn fara líka. Endirinn varð svo sá, skilst mér, að þjálfarinn sagði að annað hvort færi hann eða Fun- kel, og niðurstaðan varð sú að þjálfarinn var látinn fara,“ sagði Atli. Aðstoðarþjálfari Uerdingen stýrir liðinu í síðasta leiknum fyrir jólafrí, gegn Gladbach á laugardag. Souness vill kaupa Pearce raeme Souness, stjóri skoska stórliðsins Rangers, hefur mikinn áhuga á að næla í vinstri bakvörð Nottingham Forest, Stu- art Pearce. Souness hefur þrívegis séð Pearce leika á undanfömum vikum. Hann hafði áður lýst því yfír að Rangers keypti öragglega einn góðan leikmann fyrir 15. desember, en leikmenn keyptir eftir þann tíma era ekki löglegir í Evrópukeppninni í vetur. Talið er að Forest vilji fá 650.000 pund fyrir bakvörðinn. Steve Hunt, sem á sínum tíma gerði garðinn frægan hjá Aston Villa, New York Cosmos, Co- ventry og WBA, hefur nú þurft að leggja skóna á hilluna skv. læknisráði. Hann var kominn á ný til Villa, en meiddist illa á hné fyrir fímm vikum. Tommy Smith, gamla hörkutólið frá Liverpool, er hættur sem þjálf- ari hjá utandeildarliðinu Caemar- von. Þetta var fyrsta liðið sem Smith stjórnar eftir að hann hætti að leika. POLARCUP Ekki sjón- varpað beint Nú er ljóst að ekkert verður af beinni sjónvarpsútsend- ingu ríkissjónvarpsins frá leik Noregs og íslands á Polar Cup á laugardaginn, eins og til stóð. Astæðan er sú að leiknum verð- ur lýst beint í ríkisútvarpinu, og ákvað yfirstjóm útvarpsins því að afþakka sjónvarpssending- una. „Norðmenn ætla að sýna leikinn beint hjá sér og leiktíminn var ákveðinn í samráði við mig. Norðmenn verða með beina út- sendingu úr ensku knattspym- unni síðar um daginn eins og ég, og tíminn á handboltaleikn- um var því ákveðinn með beina sendingu í huga,“ sagði Bjami Felixson, íþróttafréttamaður sjónvarps í gær. Bjami sagðist óhress með þessa ákvörðun yfír- stjómar sjónvarpsins. „Það kostar sennilega minna að fá leikinn í beinni útsendingu hing- að heim og að senda_ útvarps- manninn til Noregs. Ég ætlaði ekki utan — ég ætlaði að lýsa leiknum héðan að heiman. En útvarpið fær að vísu lýsingar á fleiri leikjum úr ferðinni," sagði Bjami. HANDKNATTLEIKUR / BIKARINN Þórsarar slegnir út Fylkismenn, sem era neðarlega í 2. deild, gerðu sér lítið fyrir og sigraðu 1. deildarlið Þórs frá Akureyri í bikarkeppni karla í hand- knattleik í gærkvöldi í íþróttahúsi Seljaskóla, 28:24. Þórsarar komust í 5:0 og 9:3 og leiddu í hálfleik, 11:14. Fylkismenn jöfnuðu svo 16:16 og sigu fram úr. Markahæstir hjá Fylki: Sigurður Haukur Magnússon 6, Jón L. Hilmarsson 6, Magnús Sigurðsson 6. Markahæstir lýá Þón Sigur- páll Aðalsteinsson 8/5, Sigurður Pálsson 6. Þjálfarar athugið! Þjálfara vantar hjá nýstofnuðu knattspyrnufélagi á Suðurlandi sem hyggst spila í 4. deild nk. keppn- istímabil. Upplýsingar í síma 99-2520.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.