Morgunblaðið - 09.12.1987, Page 47

Morgunblaðið - 09.12.1987, Page 47
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 9. DESEMBER 1987 47 Þingflokkur Samtaka um kvennalista: Ný uppskrift af fisk- veiðikvóta MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi fréttatilkynning frá þingflokki Kvennalistans: „Núgildandi fiskveiðistjómun hef- ur ekki skilað tilætluðum árangri. Heildarþorskaflinn hefur á hveiju ári farið langt fram úr því sem fiski- fræðingar hafa ráðlagt og stjómvöld lagt til. Fiskiskipum hefur fjölgað og ný skip eru í flestum tilvikum stærri en þau sem lagt er. Sjávarafl- inn er illa nýttur og miklu kastað á glæ í orðsins fyllstu merkingu. Kjör starfsfólks í sjávarútvegi em óviðun- andi. Einstaklingar hafa hagnast um hundruð milljóna á sölu kvóta sem þeir fengu úthlutað gefins. Kvennalistakonur telja því nauð- synlegt að fara nýja leið í stjórnun fiskveiða. Þær kynntu tillögur sínar á fundi í ráðgjafanefnd um stjómun fiskveiða 11. nóv. sl. og skömmu síðar í þingmannanefnd um sama mál. Ennfremur birtist grein í Morg- unblaðinu 17. nóv. sl. þar sem tillög- ur Kvennalistans voru kynntar. Meginefni þeirra er eftirfarandi: 1. Árlegur heildarafli verði eftir sem áður ákveðinn af sjávarútvegs- ráðherra að fengnum tillögum Hafrannsóknastofnunar. 2. 80% heildaraflans verði skipt milli byggðarlaga með hliðsjón af lönduðum afla síðustu 5 ára. Vilji byggðarlag halda sínum hlut miðað við fýrri ár beri því að greiða fyrir það sem á vantar. 3. Gjald byggðarlaga renni í sér- stakan sjóð, sem varið verði til fræðslu í sjávarútvegi, rannsókna tengdum sjávarútvegi og verðlauna til handhafa aflamarks. fyrir sér- staka frammistöðu í nýtingu og meðferð sjávaraflans eða lofsverðan aðbúnað starfsfólks. 4. Byggðarlög ráði því að mestu sjálf, hvemig þau ráðstafa sínum afla og hvert gjald þau taka fyrir, en eðlilegt væri, að tekjur sveitarfé- laga af framleigu kvótans yrðu notaðar til þess að bæta aðstöðu í höfnum og auka þjónustu við sjávar- útveginn. Markmiðið með þessum tillögum er að halda heildarafla meira í skefj- um, draga.úr ofstjóm og miðstýr- ingu og taka tillit tii byggðasjónar- miða, efla rannsóknir, hvetja til betri nýtingar og bættrar meðferðar sjáv- araflans og búa betur að starfsfólki í sjávarútvegi." V> ítaJskur mADMXJR ítölsk rúmteppi frá (fejvoftlor sérstæð, efnismikil, fislétt - draumateppi Mikið úrval af teppum á hjónarúm og barnarúm. Þú gengur að gæðunum vísum. Sérverslun með listræna húsmuni Borgartúni 29 Simi 20640 &TDK OGHAFÐUALLTÁ HREINU VELDU ÞITT NÚMER VERÐ KR. 300.00 SÍMAHAPPDRÆTTI STYRKTARFÉLAGS LAMAÐRA OG miðinr.: ?????? FATLAÐRA 1987 Vinningar: 11 BIFREIÐAR SAMTALS AÐ VERÐMÆTI 5 MILLJÓNIR KRÓNA 1. vinningur VOLVO 244 '* 2. -6. vinningur NISSAN SUNNY SEDAN 7.-11. vinningur NISSAN MARCH GL. 5 IMIS5AN SUIVIMY 5 NtSSAN MICRA GL DREGIÐ 24. DESEMBER1987 UPPLÝSINGAR í SÍMA 686690 OG Á SKRIFSTOFU FÉLAGSINS í SÍMA 849&9 DRÆTTI HEFUR ALDREI VERIÐ FRESTAÐ

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.