Morgunblaðið - 04.03.1988, Qupperneq 2
2
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 4. MARZ 1988
Miðstjórn Alþýðusambands Islands:
Atkvæðagreiðsl-
an ekki ólögleg
MIÐSTJÓRN Alþýðusambands
íslands telur hvorki lög Dags-
brúnar né lög Alþýðusambands-
ins hafi verið brotin við atkvæða-
greiðslu um nýja kjarasamninga
Dagsbrúnar á almennum félags-
fundi á mánudaginn var. Því sé
ekki ástæða til frekari afskipta
af málinu. Atkvæðagreiðslan var
kærð til miðstjórnarinnar og
rnálið tekið fyrir á fundi hennar
í gær.
í samþykkt miðstjórnarinnar
segir að ekki sé ágreiningur um
lögmæti fundarins og boðun til hans
og mönnum beri saman um að ekki
hafi verið óskað eftir skriflegri at-
kvæðagreiðslu og hafi slík ósk ver-
ið sett fram sé ljóst að hún hafí
ekki borist til fundarstjóra, en at-
kvæðagreiðslan fór fram með
handauppréttingu. Að úrslitunum
fengnum virðist ekki hafa verið
gert tilkall til endurtalningar.
Þá segir að ekki hafi verið
ágreiningur á fundinum um val telj-
ara eða talningarfyrirkomulag.
Síðan segir: „Fram hefur komið að
talningarfyrirkomulagið er hefð-
bundið við afgreiðslur samninga í
Dagsbrún. Teljarar voru tilnefndir
af fundarstjóra án fyrirfram sam-
ráðs og ekkert hefur komið fram
sem bendir til þess að teljarar hafi
gefið upp rangar tölur og þeir stað-
festa að fundarstjóri hafi lesið upp
þær tölur sem þeir afhentu honum.
Af sjónvarpsupptöku verður ekki
annað ráðið en að atkvæðagreiðslan
var tvísýn og töluverður fjöldi fund-
armanna sat hjá.“
Danska flutningaskipið Kongsaa:
Geram kröfu um
bj örgunarlaun
— segir Róbert Guðfinnsson fram-
kvæmdastjóri Þormóðs ramma
RÓBERT Guðfinnsson, framkvæmdastjóri Þormóðs ramma á Siglu-
firði, eiganda togaranna Stálvíkur og Sigluvíkur, sagði í samtali við
Morgunblaðið að krafa yrði gerð um að Stálvík fengi björgunarlaun
fyrir að hafa bjargað danska vöruflutningaskipinu Kongsaa við
Raufarhöfn. Geir Zoega, umboðsmaður tryggingafélags Kongsaa,
British Marine Mutual, sagði í samtali við Morgunblaðið að trygginga-
félagið hefði ekkert vitað um þetta mál þegar hann hafði samband
við það síðdegis í gær þegar danska skipið Teresa Olalia hafði tek-
ið Kongsaa í tog frá Eiðisvík til Seyðisfjarðar. Geir sagði að ef
Stálvik hefði bjargað Kongsaa við Raufarhöfn teldi hann að Stálvík
ætti rétt á björgunarlaunum, ef hún hefði fært Kongsaa í öruggt var
á Eiðisvík.
Sigluvík og Þorsteinn EA buðust
til að færa Kongsaa til hafnar en
Kongsaa afþakkaði aðstoðina. Rób-
ert Guðfínnsson, framkvæmdastjóri
Þormóðs ramma, sagði að búist
væri við Stálvík og Sigluvík til Si-
gluflarðar fyrir hádegi í dag. „Það
tókst að stöðva lekann sem kom
að Stálvík vegna áreksturs hennar
og Kongsaa á Eiðisvík, með því að
blása út lóðabelg í gatið," sagði
Róbert. „Það verður gerð krafa um
að viðgerð vegna skemmda á
Stálvík, sem urðu við áreksturinn,
verði greidd. Auk þess munum við
fara fram á að fá greidd björgunar-
laun fyrir að bjarga Kongsaa við
Raufarhöfn, því ef Stálvík hefði
ekki komið skipinu til aðstoðar hefði
það strandað þar. En þetta kemur
að sjálfsögðu allt betur í ljós í sjó-
prófunum sem haldin verða vegna
þessa máls,“ sagði Róbert.
Þorvaldur Jónsson, umboðsmað-
ur eiganda skipsins, Bents Christ-
ensens í Sæby í Danmörku, sagði
að lítilsháttar leki hefði komið að
Kongsaa við áreksturinn en farmur
þess, 1.354 tonn af loðnumjöli, hefði
ekkert skemmst. Þorvaldur sagðist
búast við að Kongsaa og Teresa
Olalia yrðu komin til Seyðisfjarðar
fyrir hádegi í dag.
3Borgvmfr?flhit>
í dag
BLAÐ B BLAÐ C
ÓPERAN Don Carlos var flutt í Háskólabíói í gærkvöldi fyrir
troðfullu húsi áhorfenda. Flyljendur voru Sinfóníuhljómsveit
íslands, kór islenzku óperunnar ásamt 11 einsöngvurum undir
stjórn Klauspeters Seibels. Filippus konungur var sunginn af
J.H. Rootering, Don Carlos af G. Aristo, Elisabet drottning af
L. Bosabalian, Eboli prinsessa af M. Pawlus-Duda og Kristinn
Sigmundsson söng Posa markgreifa. Jón Ásgeirsson tónlistar-
gagnrýnandi Morgunblaðsins sagði í hléi á tónleikunum að þetta
væru frábærir söngvarar og allur flutningur hinn bezti. „í heild-
ina glæsilegur Carlos," sagði Jón Ásgeirsson.
Morgunblaðið/BAR.
Hluti kórs og hljóðfæraleikara á tónleikunum í gærkvöldi.
„Glæsilegur Carlos“
Jafnt hjá
Jóhanni og
Georgiev
JÓHANN Hjartarson gerði jafn-
tefli við Kiril Georgiev í 8. um-
ferð skákmótsins í Linares í
gær. Timman gerði jafntefli við
Júsupov en allar aðrar skákir
fóru í bið.
Timman er enn langefstur með
7 vinninga eftir 8 umferðir en næst-
ir komaJBeljavskíj og Júsupov með
4V2 vinning og Beljavskíj á auk
þess biðskák við Nunn. Nunn,
Chandler og Ljubojevic hafa 4 vinn-
inga og biðskák, og Portisch, 111-
escas, Jóhann og Georgiev eru með
3V2 vinning og biðskák. Nicolic er
með l'/2 vinning og biðskák og
Tsjiburdanidze er með V2 vinning
og biðskák.
Viðræður um
ullarvönikaup
haida áfram
Samningaviðræður við Sovét-
menn um ullarvörukaup ganga
fremur treglega, en þokast þó
heldur í áttina að sögn Jóns Sig-
urðarsonar forstjóra Álafoss hf.
Jón vildi ekki tjá sig nánar um
gang viðræðnanna, þegar Morgun-
blaðið náði tali af honum í gær-
kvöldi. Hann sagði þó ljóst, að þær
héldu áfram í dag og sennilega yfir
helgina. Viðræðurnar fara fram á
Akureyri.
Fimm fulltrúar niinni-
hlutans gengu af fundi
Dapurleg framkoma, segir borgarstjóri
BORGARFULLTRÚAR Alþýðu-
bandalags, Alþýðuflokks og
Kvennalista gengu af fundi borg-
arstjórnar í gærkvöldi er sam-
þykkt hafði verið að ganga til
samninga við ístak hf. um fyrsta
áfanga ráðhúsbyggingar við
Tjörnina. Sex mál voru þá enn
óafgreidd á dagskrá fundarins.
Magnús L. Sveinsson, forseti
borgarstjórnar, telur útgönguna
ólögmæta samkvæmt sveitar-
stjórnarlögum og lét bóka vítur
á borgarfulltrúana fimm.
Minnihlutafulltrúamir lögðu
fram bókun, þar sem segir að rétt-
arstaða fólks í Reykjavík sé skert
með því að vísa frá tillögu þeirra
um að auglýsa og kynna skipulag
ráðhúslóðarinnar með lögformleg-
um hætti, og hafi borgarbúar með
því verið sviptir rétti sínum til
áhrifa á skipulagið. Einnig segir í
bókuninni að með því að ganga nú
þegar til samninga við ístak sé
kynningin á ráðhúsinu ómerkt, þar
sem henni ljúki ekki fyrr en fímmta
maí. Borgarbúum séu með þessu
send þau ótvíræðu skilaboð, að
meirihlutinn muni hafa athuga-
semdir þeirra að engu og kynningin
sé skrípaleikur.
„Ég man ekki eftir því að þetta
hafi gerst áður,“ sagði Magnús L.
Sveinsson, forseti borgarstjómar, í
samtali við Morgunblaðið. Magnús
lét bóka á fundinum, að samkvæmt
sveitarstjómarlögum bæri borgar-
fulltrúum skylda til að sækja alla
borgarstjómarfundi nema lögmæt
forföll hömluðu því, og því teldi
hann útgönguna ólögmæta og ólýð-
ræðislega.
Sigrún Magnúsdóttir, borgarfull-
trúi Framsóknarflokksins, lét bóka
að hún teldi mótmæli fimmmenn-
inganna vantraust á félagsmálaráð-
herra, sem hefði samþykkt skipulag
Kvosarinnar. Hins vegar hefði hún
kosið að bíða með að heíja bygg-
ingu ráðhússins, þótt ekki teldi hún
það tilefni til útgöngu. „Oft hefur
okkur sviðið undan ákvörðunum
sjálfstæðismanna í borgarstjórn, en
ekki séð ástæðu til að ganga út,“
sagði Sigrún.
„Þetta er ósköp dapurleg fram-
koma,“ sagði Davíð Oddsson, borg-
arstjóri, í samtali við Morgunblaðið.
„Þama var aðeins verið að sam-
þykkja að gera ákveðinn verksamn-
ÓSKAR Kjartansson gullsmiður
lést í Landakotsspítala í gær-
morgun, 38 ára að aldri. Hann
fæddist í Reykjavík 23. apríl árið
1949, sonur hjónanna Kjartans
Ásmundssonar gullsmiðs og
Kristínar Bjarnadóttur.
Óskar lauk námi í gullsmíði frá
Goldschmiede Schule í Tforzhein í
Þýskalandi árið 1970 og stundaði
þar síðan framhaldsnám um nokk-
urra mánaða skeið. Hann starfaði
á gullsmíðaverkstæði Kjartans Ás-
mundssonar í Aðalstræti frá hausti
1970 og tók við rekstri þess að
föður sínum látnum.
Óskar átti sæti í bæjarstjórn
Mosfellsbæjar. Þá gegndi hann um
tíma forystustörfum í Félagi
íslenskra gullsmiða. Óskar sérhæfði
sig í orðusmíði og smíðaði fálkaorð-
ur fyrir forsetaembættið um
margra ára skeið.
Óskar beitti sér fyrir stofnun
samtaka krabbameinssjúklinga og
aðstandenda þeirra í fyrrahaust og
er eitt af meginmarkmiðum þeirra,
að koma á endurhæfíngarstöð. Hef-
ur Krabbameinsfélag Islands tekið
ing, sem var í samræmi við fyrri
ákvarðanir borgarstjórnar. Þessi
uppákoma var augljóslega skipu-
lögð fyrirfram, þarna var dreift
vélritaðri bókun sem var skrifuð
fyrir fundinn. Svona framkoma er
alveg óþekkt.í borgarstjórn og verð-
ur fyrirgefín í þetta sinn, en ég
vona að svona lagað gerist ekki
aftur."
Óskar Kjartansson
ákvörðun um að hún verði opnuð
síðar á þessu ári.
Óskar lætur eftir sig eiginkonu,
Herdísi Þórðardóttur, og þrjú böm.
Óskar Kjartansson
gullsmiður látinn