Morgunblaðið - 04.03.1988, Síða 4
4
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 4. MARZ 1988
VEÐUR
Geir Geirsson, endurskoðandi SIS:
Athugun á launa-
málum Guðjóns
gengur eðlilega
Heimild: Veðurslofa íslands
(Byggt á veðurspá kl. 16.15 í gær)
Arnarflug leigir
Boeing 737-200
farþegaþotu
Verður tekin í notkun eftir mánuð
ARN ARFLUG hefur tekið á leigu
Boeing 737-200 farþegaþotu hjá
fyrirtækinu Aviation Sales í
Bandaríkjunum. Leigusamning-
urinn var undirritaður í gær og
gildir hann í sex mánuði. í samn-
ingnum er gert ráð fyrir að eftir
þann tíma verði mögulegt að
framlengja hann. Sé sá framlen-
inginarréttur nýttur er jafn-
framt í samningnum ákvæði um
að Arnarflug öðlist að þremur
árum liðnum rétt til að kaupa
vélina. Arnarflug tekur vélina í
notkun í byrjun apríl.
Kristinn Sigtryggsson fram-
kvæmdastjóri Amarflugs sagði í
samtali við Morgunblaðið í gær að
þessi vél sé samskonar og Amarflug
notar nú. Sagði hann að vélin væri
vistleg og falleg farþegavél með
breiðþotuinnréttingum. Hún er að
því leyti frábrugðin gömlu vélinni
að hún er eingöngu ætluð til far-
þegaflutninga og ekki er hægt að
breyta henni til fraktflutninga.
Eldri vélin verður því notuð til frakt-
flutninga og leiguflugs fyrir ferða-
skrifstofur en nýja vélin verður
notuð í áætlunarflugi.
Ákveðið hefur verið að setja 112
sæti í nýju vélina og verður rýmra
um þá en í hinni vélinni þar sem
hámarksfjöldi farþega er 130.
„Þessi samningur er liður í því
að bæta ímynd fyrirtækisins og
þjónustu við farþega. Á mestu ann-
atímunum, sérstaklega á sumrin,
var svo komið að við gátum ekki
annað farþegaflutningum svo þetta
var nauðsynlegur kostur," sagði
Kristinn Sigtryggsson.
? 9
?
___. ? 5 ’
í DAG kl. 12.00:
Morgunblaðið/Þorkell
Fulltrúar eigenda og starfsfólks frystihúsanna sem fengu viðurkenningu í félagsskap Halldórs As-
grímssonar sjávarútvegsráðherra að lokinni afhendingu gripanna.
Fyrirmyndar frysti-
hús fá viðurkenningu
NÍU frystihús og fiskvinnslustöðv-
ar fengu viðurkenningar á ráð-
stefnu Sjávarútvegsráðuneytisins
um gæðamál og ímynd íslensks
sjávaiTÍtvegs, sem haldin var á
Hótel Sögu í gær. Þau voru heiðr-
uð fyrir gott ástand gæðamála á
öllum sviðum, góðan aðbúnað
starfsfólks og umhverfi til fyrir-
myndar.
Halldór Asgrímsson sjávarútvegs-
ráðherra afhenti viðurkenningarnar,
heiðursskjal og sérstaklega slípað
fjörugijót úr Borgarfirði eystra með
áletruninni „Hvatning til dáða“.
Frystihúsin voru valin eftir niður-
stöðum úttektar Ríkismats sjávaraf-
urða og fékk eitt hús í hveiju kjör-
dæmi viðurkenningu. Fulltrúar frá
eigendum og starfsfólki veíttu viður-
kenningunum viðtöku. Hermann
Sveinbjömsson aðstoðarmaður sjáv-
arútvegsráðherra óg ráðstefnustjóri
sagði þetta vera í fyrsta sinn sem
slík viðurkenning er veitt, nú ætti
að hvetja til dáða fremur en að refsa,
„við höfum valið jákvæðu aðferðina,
sýna gulrót frekar en vöndinn", sagði
Hermann þegar hann kynnti verð-
launin.
Frystihúsin sem hlutu viðurkenn-
ingúna eru Haraldur Böðvarsson &
Co á Akranesi, íshússfélag ísfirðinga
á ísafirði, Fiskiðja Sauðárkróks, Ut-
gerðarfélag Akureyringa, Hrað-
frystihús Fáskrúðsfjarðar, Hrað-
fiystihús Vestmannaeyja, Grandi hf
og sérstaka viðurkenningu hlaut lítið
frystihús á Snæfellsnesi, Hraðfrysti-
stöðin Búrfell hf, fyrir miklar endur-
bætur.
VEÐURHORFUR í DAG, 4.3.88
YFIRLIT í gær: Við suðvesturströnd Noregs er 980 mb djúp lægð
en 1032 mb hæð um 1200 km suðsuðvestur af landinu. Á Græn-
landssundi er aðgeröalítið lægðardrag sem þokast norðaustur.
SPÁ: Hægviðri eða suðvestangola með dálítilii þokusúld vestan-
lands og 0—3° hita en þurrt og bjart veður austantil og vægt frost.
VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA
HORFUR Á LAUGARDAG: Sunnan- og suðvestanátt, dálítil súld
eða slydda um sunnan- og vestanvert landið en þurrt norðaustan-
lands. Hiti víðast 0—4°
HORFUR Á SUNNUDAG: Vestan- og suðvestanátt með éljum um
vestanvert landið en björtu veðri austanlands. Heldur kólnandi í bili.
-| 0 Hitastig:
10 gráður á Celsíus
ý Skúrir
*
V El
= Þoka
= Þokumóða
’ , ’ Súld
OO Mistur
—Skafrenningur
[T Þrumuveður
TAKN:
O ► Heiðskírt
Léttskýjað
Hálfskýjað
Skýjað
Alskýjað
x Norðan, 4 vindstig:
'' Vindörin sýnir vind-
stefnu og fjaðrirnar
vindstyrk, heil fjöður
er 2 vindstig.
/ / /
/ / / / Rigning
/ / /
* / *
f * r * Slydda
/ * /
* * *
* * * * Snjókoma
Styð ákvörðun Guðjóns, segir
verksmiðjustjórinn sem hætti
VEÐUR VÍÐA UM HEIM
kl. 12:00 í gær að ísl. tíma
Akureyri Reykjavík hltl +7 +2 veður alskýjað skýjað
Bergen 3 skúr
Helsinki +5 þokumóða
Jan Mayen +15 hálfskýjað
Kaupmannah. 2 þokumóða
Narssarssuaq 0 skýjað
Nuuk 7 rigning
Osló 2 rigning
Stokkhólmur +2 skýjað
Þórshöfn 0 snjóél
Algarve 12 skúr
Amsterdam 3 rigning
Aþena vantar
Barcelona 12 hálfskýjað
Berifn 4 hálfskýjað
Chicago +3 alskýjað
Feneyjar 9 heiðskírt
Frankfurt 4 skýjað
Glasgow 4 skýjað
Hamborg 2 skýjað
Las Palmas 18 alskýjað
London 6 rigning
Los Angeles 11 léttskýjað
Lúxemborg 1 skýjað
Madrid 6 alskýjað
Malaga 13 alskýjað
Mallorca 12 skýjað
Montreal +12 skýjað
New York 8 skýjað
París 4 skýjað
Róm 10 léttskýjað
Vfn 1 snjóél
Washington 9 alskýjað
Winnipeg +12 léttskýjað
Valencia 11 skýjað
GEIR Geirsson, endurskoðandi
SÍS, sagði í sambandi við Morgun-
blaðið í gær að hann gæti ekki
sagt um hvenær athugun hans á
launamálum Guðjóns B. Ólafsson-
ar frá þeim tíma sem hann var
forstjóri Iceland Seafood yrði lok-
ið, þar sem hann hefði ekki feng-
ið öll gögn í málinu. Geir sagði
að það tæki tfma að afla þessarra
gagna og að hann teldi að athugun
sín gengi eðlilega fyrir sig og
enginn óeðlilegur dráttur hefði
orðið á sendingu gagnanna.
William Gramlich, fyrrverandi
verksmiðjustjóri í Iceland Seafood
sem sagði upp störfum síðastliðið
sumar, sagði í samtali við Morgun-
blaðið að hann væri sammála ákvörð-
un Guðjóns B. Ólafssonar um að
segja Eysteini Helgasyni og Geir
Magnússyni upp störfum. Að öðru
leyti sagðist hann ekki vilja tjá sig
um málið, en hann sagðist hafa gert
Guðjóni B. Ólafssyni skriflega grein
fyrir ástæðunni fyrir uppsögn sinni.
Geir Geirsson, endurskoðandi,
sagðist hafa fengið greinargerðir um
launamál Guðjóns frá Erlendi Einars-
syni og endurskoðendum Iceland
Seafood, Laventhol og Horwath, auk
upplýsinga frá stjóm Iceland Seafo-
od. Hann sagðist nú bfða eftir gögn-
um úr bókhaldi fyrirtækisins í
Bandaríkjunum, sem hann hefði beð-
ið um fyrir hálfum mánuði. Aðspurð-
ur sagði Geir að það hefði verið ósk-
að eftir því að athugun hans yrði
flýtt eins og kostur er, en ekki hefði
verið nefnt sérstaklega við hann að
reyna að ljúka henni fyrir næsta
stjórnarfund Sambandsins, sem
væntanlega verður haldinn síðar í
þessum mánuði.
Geir Magnússon, fyrrverandi að-
stoðarforstjóri Iceland Seafood, vildi
ekkert segja um brottrekstur hans
frá fyrirtækinu þegar Morgunblaðið
talaði við hann í gær, og sagði að
lögfræðingur sinn hefði ráðlagt sér
að tala ekki um málið við fjölmiðla.
27 sælga um
tvær stöður
aðstoðar-
bankastjóra
TUTTUGU og sjö umsóknir hafa
borist um þijár nýjar stöður að-
stoðarbankasljóra við Lands-
banka íslands en umsóknarfrest-
ur rann úr um mánaðarmótin.
Að sögn Björgvins Vilmundar-
sonar bankastjóra, er tuttugu og
ein umsókn frá starfsmönnum
bankans. Fjallað verður um um-
sóknirnar á fundum bankaráðs á
næstu vikum.