Morgunblaðið - 04.03.1988, Síða 12

Morgunblaðið - 04.03.1988, Síða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 4. MARZ 1988 DAÐISYNIRI GALLERÍ BORG Myndlist Valtýr Pétursson Daði Guðbjömsson er sýningar- glaður málari. Hann hefur nýlokið við að sýna verk sín í sambandi við húsgagnasýningu, og nú er hann aftur kominn fram á sjónarsviðið með verk sín í Gallerí Borg við Austurvöll. Það er af sem áður var, þegar það tók yfirleitt íjögur ár að undirbúa sýningu hjá mynd- listarmönnum. Breyttir tímar til hins betra, ef gæðin eru hin sömu. Annar hraði, ef menn vilja leggja þann skilning í hlutina, og það gild- ir fyrir alla þætti listarinnar, stíl og stefnur og hlutverk hvers lista- manns fyrir sig. En látum slíkar hugrenningar lönd og leið, og snú- um okkur að líðandi stund. Daði Guðbjömsson er einn þeirra ungu listamanna, sem bundnar hafa verið vonir við. Hann hefur sýnt góð tilþrif í málverkinu, en nokkuð hefur hann byggt á skreytingum í verkum sínum og gerir enn. Hann hefur næma tilfinningu fýrir með- ferð lita, samhljómi þeirra og eðli, en hann beitir sér ef til vill um of að því að fylgjast með í róti tímans til að gefa sér tóm til að koma sam- an heilsteyptri myndbyggingu, og þá vill stundum verða heldur skrautlegt á myndfletinum. En ég efast ekki um, að að baki þessa spilverks blundar málari sem hefur þá hæfileika, sem til þarf, svo að til verði verðugt myndverk. Það hefur bara ekki brotizt fram í dags- ljósið enn sem komið er. Sanngjam- ast væri því að segja um verk Daða í Gallerí Borg, að þau sanni fyrst og fremst, að hann sé enn í mótun sem málari, en lofi góðu. Það eru drjúgir sprettir í þessum verkum, og viss glettni gerir vart við sig í flestum málverkum Daða. Hann virðist einnig miklu meir í essinu sínu í málverkinu en í þeirri grafík, sem sézt hefur eftir hann að und- anfömu. Á sýningunni í Gallerí Borg em öll verkin — tuttugu og fímm talsins — unnin með olíu á striga. Að undanfomu hefur verið mikil gróska í sýningum hér í borg. Ung- ir menn hafa staðfest umbrot og þroska með verkum sínum, og það er eins og nú sé að skila sér viss þroski, sem sjaldséður var í eina tíð. Þetta er sannarlega til hins betra, en ef til vill var maður orðinn lang- eygur eftir að sjá eitthvað áþreifan- legt gerast. Það fer ekki framhjá neinum, að málverkið hefur tekið mikið stökk til hins betra hvort það er kallað nýlist eða eitthvað annað. Af skrifum mínum upp á síðkast- ið má sjálfsagt sjá, að ég er ánægð- ari en oft áður með það, sem er á ferðinni. Það em hlutir að gerast, sem áreiðanlega eiga eftir að skilja slóða eftir sig. Þetta er ágætt, og þannig á þetta að vera. Endurnýj- unin er nauðsynleg, en hún verður að vera rökrétt og í fullum tengslum við það, sem á undan er gengið. Þetta er lífleg sýning hjá Daða og skemmtilegt að líta þar inn. GÆÐI og GLÆSILEIKI OPiÐ LAUGARDAGA FRÁ KL. 10-16 M-9B-V HERRADEILD BAUMLER Athugasemd um fulln- ustu launa í Morgunblaðinu þann 1. mars síðastliðinn er frétt þar sem haft er eftir Úlfari Ágústssyni að tíu- menningarnir sem dæmdir voru fyrir rekstur ólöglegrar útvarps- stöðvar á ísafirði í verkfalli opin- berra starfsmanna haustið 1984 hafi ætlað að mótmæla dómi Hæstaréttar með því að neita að greiða sekt og láta í stað þess reyna á vararefsingu sem var 8 daga varðhald. (9 dagar skv. frétt Mbl.) Mér, sem einum þessara tíu- menninga, kom þessi frétt mjög á óvart af eftirtöldum ástæðum: 1. Af fréttinni verður ekki annað ráðið en að Úlfar tali fyrir munn allra þeirra tíu sem dæmdir voru, en til þess hafði hann ekki mitt umboð, enda var það aldrei ásetningur minn að sitja sektina af mér í fangelsi. 2. Þótt ég hafi ekki ætlað að sitja af mér sektina var ég ekkert að flýta mér að greiða hana og þar kom að ég fékk senda kvaðningu um að mæta í afþlánun á til- teknum degi í síðasta mánuði. Það virðist því ekki gilda sama um mig og aðra sem dæmdir voru fyrir sama brot samkvæmt því sem haft er eftir Úlfari í umræddri frétt. Ég þurfti hins- vegar ekki að fara í steininn þar sem ég borgaði áður en að því kom. Eg sé engar skýringar á því að aðrar aðferðir skuli hafð- ar við að framfylgja dómi mínum en hinna, aðrar en þær að ég bý nú í öðru lögsagnarumdæmi og því kom það í hlut bæjarfó- getans á Akureyri að framfylgja dómnum yfir mér. En ég hélt að það giltu sömu lög'á Akur- eyri og Isafírði. í ljósi þess sem að framan grein- ir og fréttarinnar í Morgunblaðinu frá 1. mars sl. sýnist mér það vera verðugt verkefni fyrir Morgunblað- ið að leita skýringa á því hjá bæjar- fógetanum á ísafírði og dómsmáia- ráðuneytinu hvort vararefsing vegna dómssektar sé bara fyrir suma eða hvort það sé undir geð- þótta embættismanna komið hvem- ig Hæstaréttardómum er framfylgt. 4

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.