Morgunblaðið - 04.03.1988, Side 19

Morgunblaðið - 04.03.1988, Side 19
AUK/SlA K109-48 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 4. MARZ 1988 19 Margir ökumenn kunna ekkí að nota tjónstilkynningar Kynningu ábótavant segja lögreglumenn Morgunblaðið/Þorkell Lögreglan við leiðbeiningarstörf. Benedikt Lund lögreglumaður útskýrir fyrir ökumanni, hvernig fylla á út tjónstilkynningu. l kennslustund hjá Benedikt Ltmd lögreglumanni. „Hvor er A og hvor er B — í hvaða reiti á að skrifa?“ Tjónstilkynningin reynist mönnum erfið við fyrstu sýn og að sögn lögreglumanna má gera ráð fyrir að þeirra störf verði að miklu leyti svipuð þessu á næstunni. ÞEGAR nýju umferðarlögin tóku gildi þann 1. mars sl., áttu um leið að vera komnar svo- nefndar tjónstilkynningar í all- ar bifreiðir. Við minniháttar óhöpp og þegar ekki verða slys á fólki er nægjanlegt að fylla þessar tilkynningar út og þarf ekki að kalla til lögreglu. Til þess að kanna hvernig þessar tilkynningar hafa komist til skila og hvort ökumenn viti hvernig á að nota þær, slóst Morgunblaðið í för með lög- reglunni í Reykjavík þegar far- ið var á vettvang vegna minni- háttar umferðaróhappa á mið- vikudaginn. Þessi óhöpp voru dæmigerð fyrir atvik, þar sem ekki þarf að kalla til lögreglu, heldur nægir að fylla út tjón- stilkynningu og afhenda trygg- ingarfélagi. Fyrstu tveir dagarnir, sem nýju umferðarlögin gilda,' voru ein- dæma rólegir hjá slysarannsókna- deild lögreglunnar, að sögn þeirra lögreglumanna sem blaðið hafði tal af. Höfðu útköll yfirleitt verið vegna smávægilegra óhappa, þar sem nægt hefði að fylla út tjónstil- kynningar. Lögreglan tók hefð- bundna skýrslu um atvik og leið- beindi síðan fólkinu með útfyll- ingu eyðublaðanna. Töldu lög- reglumenn ekki óeðlilegt, að óhöpp væru fá fyrstu dagana eft- ir lagabreytinguna, fólk færi var- legar, líkt og í upphafi vetrar. Síðan mætti búast við fleiri óhöpp- um þegar menn teldu sig orðna öruggari og hættir að vera óvissir á hinum nýju reglum. Morgunblaðið fór með í útkall vegna tveggja árekstra. Þegar á staðinn var komið í fyrra sinnið, stóðu bílamir óhreyfðir frá því að þeir höfðu verið stöðvaðir eftir áreksturinn. Þetta var lítilsháttar árekstur og sást tjón á frambretti annars bílsins, engin meiðsli höfðu orðið á fólki. Hvorug kvennanna sem óku bílunum höfðu tjónsskýrslu í bflnum, en vissu hins vegar um tilvist þeirra. Þær vissu ekki hvemig fylla skyldi út þessi eyðu- blöð og því þurftu lögreglumenn- irnir að leiðbeina þeim við það, að lokinni vettvangsrannsókn að hefðbundnum hætti. Það var aug- ljóst, að tjónstilkynningin kom konunum ókunnuglega fyrir sjón- ir, enda höfðu þær ekki kynnt sér innihaldið. „Það má ekki opna þetta, er það?“ spurði önnur þeirra og síðan komu spurningamar hver af annarri: „Hvemig á að fara að þessu?“ „Hvað á að skrifa hér?“ „A að fylla bæði eintökin út?“ „Hvað á svo að gera við þetta?" Þar sem ekki var ágrein- ingur með ökumönnum, gekk greiðlega að fylla út tjónstilkynn- inguna og lögreglan gat snúið sér að öðrum árekstri, sem á meðan hafði orðið í nándinni. Þar var sama uppi á teningnum. Smá- vægilegt nudd tveggja bíla og ökumenn, sem að þessu sinni vom karlar, vildu fá lögreglu á vett- vang. Þar endurtók sig sama at- Dæmigerður árekstur fyrir þá, sem lögreglan þarf ekki að sinna, ef ökumenn hagnýta sér tjónstilkynningarnar: Lítið tjón, engin meiðsli á fólki og hreinar línur um atvik. Tjónstilkynningar þarf að fylla út, jafnt þótt lögregla sé kvödd á vettvang. skýrsluna út. Lögreglumennirnir sögðust eiga von á, að fyrsta kastið yrði mikið um slík atvik sem þessi. Það tæki fólk líklega nokkum tíma að átta sig á að í mörgum tilvikum nægir að fylla út tjónstil- kynningu á vettvangi og óþarft að kalla til lögreglu. Það léttir mjög á störfum lögreglunnar segja þeir, en tóku fram, að mjög skorti á, að tryggingafélögin hefðu kynnt almenningi nægilega vel þessar tilkynningar. Þeir sögð- ust hafa orðið þess varir, að öku- menn vissu ekki hvort þeir ættu að nota tjónstilkynningamar, enn síður hvemig á að fylla þær út. Með tjónstilkynningunum fylgja leiðbeiningar, sem em læsi- legar þótt ekki hafi verið tekið utan af þeim hlífðarplastið. í þess- um leiðbeiningum er sagt til um, hvenær á að kveðja til lögreglu, en auk þess er lögreglan ætíð reiðubúin til að koma á vettvang, ef um vafamál er að ræða, eða ef málsaðilar vilja fá lögreglu- skýrslu um málið, að sögn lög- reglumanna, sem blaðið ræddi við. Það eru ekki eingöngu stórtjón, sem lögreglan er kvödd til að taka skýrslu um. í tilvikum sem þessum, nægir að fylla út tjón- stilkynningu og koma henni til tryggingafélags, ekki er nauð- synlegt að kalla til lögreglu. burðarás, lögreglumenn rannsök- uðu vettvang, afhentu ökumönn- unum eintök af tjónsskýrslu og sýndu þeim hvemig á að fylla ÞAD BÝR MARGT í SKEIFUNNI Ég ætla aö segja ykkur frá nýju bílasölunni sem í Skeifunni býr. Hún nefnistTOYOTA BÍLASALAN og þar er gott val notaðra bíla af öllum tegundum. Langi ykkur til að skoða gripina, takið þá eftir stóra nýja húsinu sem stendur austan við Hagkaup... eða: vinstra megin við aðalinngang Hagkaups. Þar gangið þið inn í nýtt fyrirtæki, T0Y0TA BÍLASÖLUNA sem byggir þó á langri reynslu og öruggri þjónustu Toyota. Verið velkomin alla virka daga milli kl. 9:00 og 19:00 og laugardaga milli kl.10:00 og 17:00. TOYOTA SKEIFUNNI 15, SÍMI 687120

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.