Morgunblaðið - 04.03.1988, Page 20
20
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 4. MARZ 1988
Reyktur silunqur,
rækjur og
salat.
FRIGG
JVIjólkursamsalan
■■ '
FYRIR GLER OG SP<
úðuúði er hreinsilög-
ur fyrir gler og
oegla. Hann er i handhæg-
um umbúðum með sprautu-
tappa. Með Rúðuúða verður
spegillinn glerfínn og glerið
spegilgljáandi.
UOi Hl
ÚðU
PvúðuRúðiftúðu
Oði úði Oði
*>
Svona leit norðvesturhorn Tjarnarinnar út, þegar uppdráttur að
Kvosarskipulagd var kynntur almenningi í ársbyrjun 1987. Þá var
ekkert ráðhús sjáanlegt.
Sama horn, á uppdrættinum sem féiagsmálaráðherra staðfesti í árs-
byijun 1988. Ráðhúsið hefur verið sett inn, að beiðni borgarstjóra.
Kristín Á. Ólafsdóttir
Siðlaust og tæpast löglegt
eftir Kristínu A.
Ólafsdóttur
„Ég mun horfa á þær og setja
síðan i skjalasafnið en borgarstjórn
stendur við fyrri ákvörðun." Þessi
orð hefur Morgunblaðið eftir borg-
arstjóranum, Davíð Oddssyni,
þriðjudaginn 23. febrúar sl. Þennan
sama fyrirlitningartón hafði borg-
arstjórinn sent Reykvíkingum á öld-
um ljósvakans daginn áður. Það var
daginn sem félagsmálaráðherra fór
fram á það við borgarstjóra, að
skipulag ráðhúsreitsins fengi við-
bótarkynningu og að almenningi
yrði gefinn kostur á að bera fram
athugasemdir við skipulagið. „Að
því loknu verði skipulag ráðhús-
reitsins ásamt athugasemdum og
umsögn skipulagsnefndar um þær
lagt fyrir borgarstjóm til endan-
legrar ákvörðunar." (Tilvitnun í
bréf ráðherra til borgarstjórnar
Veldu Kópal
með gljáa við hæfi.
Reykjavíkur 22. febrúar, letur-
breyting mín — KAÓ.)
Daginn eftir að' ráðherrabréfið
barst, notuðu sjálfstæðismennirnir
í borgarráði til þess að ítreka enn
frekar að skoðanir Reykvíkinga
skipta þá ekki máli. Þeir ákváðu
að gengið skyldi til samninga við
verktaka um byggingu bílakjallara
ráðhússins. Vegna mótatkvæða
okkar Ingibjargar Sólrúnar er sú
ákvörðun ekki endanleg fyrr en
borgarstjórn hefur úrskurðað á
fundi sínum. Sá borgarstjórnar-
fundur hefur ekki enn farið fram
þegar þetta er skrifað, en ef að
líkum lætur mun meirihlutinn stað-
festa ákvörðun borgarráðsmanna
sinna.
Framkvæmd á undan
ákvörðun
Tilboð verktakans, sem semja
skal um, hljóðar upp á tæpar 180
milljónir króna, þótt líklegt sé að
sú upphæð eigi eftir að hækka,
m.a. vegna fjölgunar bílastæða. Og
það er ekki verið að tala um að fá
nú leyfi til að semja einhvern
tímann seinna við þennan verktaka.
Það á að gera strax, enda upplýsti
borgarverkfræðingur á fundi borg-
arráðs að framkvæmd verksins
ætti að hefjast í Iok mars. Endan-
leg ákvörðun borgarstjómar um
ráðhúsbygginguna verður hins veg-
ar tekin 5. maí.
Orðin ein nægja sem sagt ekki
til þess að tjá borgarbúum fyrirlitn-
ingu valdhafanna, verkin skulu gera
það líka. Orð og æði sem þetta
heitir á mannamáli valdníðsla. ís-
lendingar eru ýmsu vanir varðandi
ábyrgðarleysi og yfirgang valdhafa,
en þó efast ég um að í langan tíma
hafi verið jafn langt gengið út fyrir
siðferðismörkin, og borgarstjómar-
meirihlutinn leyfir sér nú.
Siðleysi Reykjavíkurvaldahaf-
anna í ráðhúsinu ætti að vera öllum
ljóst. Menn greinir hins vegar á um
hvort hér sé einnig verið að brjóta
lög. „Lagalegir þverbrestir í deili-
skipulagi" er fyrirsögn í Morgun-
blaðinu sl. þriðjudag. Þar skrifar
Jónatan Þórmundsson, lagaprófess-
or, um kvosarskipulag og ráðhús-
reit m.a.: „Engum, sem les skipu-
lagslögin og reglugerðina, getur
blandast hugur um, að við hina lög-
formlegu kynningu á umræddu
deiliskipulagi vantaði nokkur
grundvallaratriði, sem lögum
samkvæmt eiga að liggja fyrir,
þegar deiliskipulag er kynnt.“
Lagaprófessorinn kveðst hafa
ráðlagt félagsmálaráðherra að stað-
festa deiliskipulagið með fyrirvara
um ráðhúsreitinn. Það hefði knúið
borgaryfirvöld til þess að fara að
skipulagslögum við nýja kynningu
og athugasemdafrest, auk þess sem
endanleg staðfesting ráðherra hefði
Kristín Á. Ólafsdóttir
„Ýmsir virðast halda,
að deilanum hvort lög-
lega haf i verið staðið
að kynningu Kvosar-
skipulagsins sé smá-
smuguháttur um form,
sem skipti almenning
ekki máli. Þetta er mis-
skilningur. I Skipulags-
lögunum er réttur al-
mennings til þess að
hafa áhrif á umhverfi
sitt tryggður, og þá um
leið lögboðið, að ráða-
menn skuli leita eftir
skoðunum almennings
áður en þeir taka end-
anlegar ákvarðanir um
tiltekin skipulagsmál."
ekki legið fyrir, fyrr en lögboðnu
ferli væri fullnægt.
„Kynngikraft“ beitt
Meirihlutinn í Reykjavík hefur
nú ákveðið að fara ekki að skipu-
lagslögum við hina nýju kynningu,
og skákar í því skjólinu að ráðherra
hafí staðfest skipulagið, ekki með
fyrirvara, heldur athugasemd. Um
þá gjörð ráðherrans segir Jónatan
í fyrrnefndri grein: „Staðfesting
deiliskipulagsins með jafnalvarleg-
um ágöllum og raun ber vitni hlýt-
ur að setja félagsmálaráðuneytið í
mjög erfiða aðstöðu í framtíðinni,
siðferðislega og lagalega, gagnvart
öðrum sveitarfélögum, sem vilja
láta slaka á kröfum laganna, en
hafa ekki pólitískan kynngikraft
til að knýja fram slíka lausn" (let-
urbreyting mín — KAÓ.). „Kynngi-
krafturinn" leiðir hugann að frétt-
um um stormasama helgi í lífí Jó-
hönnu Sigurðardóttur, þegar ekki
færri en þrír samráðherrar hennar
ku hafa haft afskipti af deiliskipu-
lagi í einu sveitarfélagi landsins.
Helgin sú er sögð hafa endað við
kaffiboð á heimili forsætisráðherr-
ans. Félagsmálaráðherra virðist
hafa afþakkað það kaffiboð (skyldi
nokkum undral), en ekki er ólíklegt
að staðgengill hennar hafi þar feng-
ið að kynnast sameinuðum kynngi-
krafti borgarstjóra, borgarritara,
forsætis- og íjármálaráðherra. Ég
læt lesendum eftir að dæma um
siðferði þeirra sem beita krafti
sínum á þann hátt sem hér virðist
hafa verið gert.
Það er ekki hægt að draga aðra
ályktun af því sem fyrir liggur úr
fjölmiðlum en þá, að Jóhanna Sig-
urðardóttir hafi verið beygð í ráð-
húsmálinu. Ráðherrann sagði að-
spurður í útvarpi að það væri „al-
veg augljóst" að á skorti að lögum
og reglum hafi verið framfylgt við
kynningu á deiliskipulaginu. Fyrst
ráðherrann er þessarar skoðunar
er óskiljanlegur sá gjörningur að
staðfesta skipulagsuppdráttinn án
fyrirvara um ráðhúsreitinn. Hefði
Jóhanna hins vegar komist að þeirri
niðurstöðu að kynning á Kvosar-
skipulaginu samræmdist lögum, var
athugasemdin um viðbótarkynn-
ingu óþörf. Sú ályktun, að Jóhanna
Sigurðardóttir hafi bognað undan
ófyrirleitnum „kynngikrafti“ Sjálf-
stæðisflokksins, er hryggðarefni
mörgum sem bundu við hana mikl-
ar vonir.
Fólk svift lögvernduðum
rétti
Ýmsir virðast halda, að deilan
um hvo'rt löglega hafí verið staðið
að kynningu Kvosarskipulagsins sé
smásmuguháttur um form, sem
skipti almenning ekki máli. Þetta
er misskilningur. í Skipulagslögun-
um er réttur almennings til þess
að hafa áhrif á umhverfi sitt
tryggður, og þá um leið lögboðið,
að ráðamenn skuli leita eftir skoð-
unum almennings áður en þeir taka
endanlegar ákvarðanir um tiltekin
skipulagsmál. Aðferðin við að leita
eftir skoðunum almennings er skil-
greind í 17. gr. laganna. Uppdrætt-
ir ásamt fylgiskjölum skulu vera
almenningi til sýnis eigi skemur en
6 vikur og tími til þess að skila inn
athugasemdum verður að vera
a.m.k. 8 vikur. Þeir sem ekki gera
athugasemdir innan tilskilins frests,
teljast samþykkir skipulagstillög-
unni. Um hverja athugasemd sem
berst, ber sveitarstjórn síðan að
gera umsögn, og að því loknu getur
hún tekið endanlega afstöðu til
skipulagsins og sent til skipulags-
stjórnar ríkisins, sem útbýr málið í
hendur ráðhera til staðfestingar.
Menn skulu ekki halda að ákvæði
laganna um kynningu og athuga-