Morgunblaðið - 04.03.1988, Síða 22
22
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 4. MARZ 1988
Villuljós nýs þingmanns
eftir Sigríði Lillý
Baldursdóttur
I Morgunblaðinu föstudaginn
27.2. birtist grein eftir Geir Haarde
þar sem hann fullyrti að ég hafi
rangfært orð hans í ræðu minni á
þingi um efnahags- og kjaramál,
sem birtist í Morgunblaðinu föstu-
daginn 20.2. sl. í ræðunni sagði ég
m.a.: „Hver eru skilaboð háttvirtra
stjómarþingmanna til láglaunafólks
í landinu? Einn þeirra, háttvirtur
17. þingmaður Reykvíkinga, Geir
Haarde, sá sérstaka ástæðu til þess
að nota tækifærið í sjónvarpsþætti
á dögunum. Hann benti viðstöddum
og sjónvarpsáhorfendum á að gera
sér grein fyrir því að ekki væri
hægt að hækka laun hinna lægst
launuðu nema til komi auknar tekj-
ur þjóðarinnar og við því væri ekki
að búast næstu misserin." í þætti
þessum sem sjónvarpað var frá
Múlakaffi var nýgerður kjarasamn-
ingur Vestfírðinga og launamál lág-
launafólks til umræðu. Úr sal bár-
ust eftirfarandi orð: „Ég vil ræða
svolítið launamismuninn á Is-
landi... Það er orðinn of stór hluti
af þjóðinni sem er með of mikið
kaup og þess vegna verður að knýja
á með láglaunahópana og koma
þeim lengra niður þvf einhverstaðar
verður að taka þetta og þá þarf að
blóðmjólka kúna.“ Hallur Hallsson
fréttamaður greip upp erindið og
sagði: „Geir, eru tvær þjóðir í þessu
landi, láglaunafólk og hálauna-
fólk?“ Geir svaraði: „Það held ég
sé nú þjóðsaga og mjög ofmælt.
Hins vegar er það auðvitað þannig,
að auðvitað vildum við gjarnan
sjálfsagt öll, að hér hefðu menn
hærra kaup almennt, en það bygg-
ist á því auðvitað að hér séu sköpuð
meiri verðmæti og að þjóðin fram-
leiði meira. Þannig verða verðmæt-
in til. Og það er það sem við verðum
að laga okkur að. Við getum ekki
eytt meira heldur en við búum til
hér í landinu öðruvísi þá en að taka
lán í útlöndum, sem þessi ríkisstjóm
Lýsing sem þú leggur á minnið
PHILIPS SOFTONE er nýjung í heimilislýsingu
sem lýsir sér best sjálf. Og eftir að einu sinni hefur
verið kveikt á perunni líður lýsingin á Softone
seint úr minni.
Mýkt birtunnar, langtímaendingin og nútímaleg
lögunin er lýsing sem hentar vel á
hverju heimili.
<í$>
—****"■•
Sigríður Lillý Baldursdóttir
er nú að binda enda á. Og þessar
staðreyndir verðum við að horfast
í augu við alveg eins og allar aðrar
þjóðir. Við getum ekki skipt meiru
heldur en við öflum sem þjóð, ekk-
ert frekar en hvert einstakt heimili
getur leyft sér að eyða um efni fram
til langframa."
Ég taldi víst að þingmenn hefðu
mætt í þennan þátt til að svara þar
spumingum fréttamanns og fólks
úr sal, en ekki til að tala almennum
orðum um það sem allir vissu, að
ekki er hægt að skipta því sem
ekki er til. í grein sinni segir þing-
maðurinn eftirfarandi: „Þess má
geta að í þættinum var farið vítt
og breitt um svið efnahags- og
kjaramála. Tilvitnuð ummæli mín
bera það með sér að þar er verið
að fjalla um þann alkunna sannleik,
að bætt lífskjör í landinu almennt
byggjast á því að þjóðartekjur auk-
ist. Þar er ekki vikið einu orði að
skiptingu þjóðartekna eða því hvort
núverandi skipting þeirra sé réttlát
eða ekki.“ Én tilvitnuð ummæli
þingmannsins vom einmitt svar
hans við spumingu um launamis-
réttið.
í upphafi svars sins dregur Geir
mjög úr þvi að launamunur sé vem-
legur í landinu og vísar síðan til
almennra launahækkana en ekki
tilfærslna á launum milli hópa.
Vegna aðdraganda orða hans hlaut
ég að skilja þau þannig að honum
fyndist að launahækkanir láglauna-
fólks skyldu fylgja almennum
launahækkunum í landinu sem auð-
vitað hljóta að kreijast aukinna
þjóðartekna.<ep><m>Vissulega var
það aldrei meining mín að snúa út
úr orðum þingmannsins eða vera
með rangfærslur varðandi orð hans.
En þar sem mér er kunnugt um
marga aðra sem skildu og skilja
orð hans á sama veg og ég, bið ég
hann nú vinsamlega að gera okkur
grein fyrir því hvort hann telji að
hækka beri sérstaklega laun þeirra
sem lægstu launin hafa. Ef svo er
og þar sem gera má ráð fyrir sam-
drætti frekar en aukningu í þjóðar-
tekjum á næstu misserum, hvar á
þá að taka peningana til þess? Hjá
hveijum á að lækka kaupið?
Höfundur er varaþingkona
Kvennalistans.
Lögreglumenn krefj-
ast verkfallsréttar
Opið bréf til fjármálaráðherra
Stjórn Landssambands lög-
reglumanna hefur beðið Morg-
unblaðið að birta eftirfarandi
bréf til Jóns Baldvins Hannibals-
sonar, fjármálaráðherra.
Lögreglumenn og samtök þeirra
hafa verið gróflega lítilsvirt af ríkis-
vaidinu með vanefndum á veiga-
mestu þáttum kjarasamnings okkar
allt frá miðju ári 1986.
Lögreglumenn hafa sýnt mikið
langlundargeð í þessu máli en nú
er komið að lokum. Einar Bjarna-
son, formaður Landssambands lög-
reglumanna, ritaði dómsmálaráð-
herra opið bréf sem birtist þann 5.
febrúar sl. í Morgunblaðinu og þar
eru raktar helstu vanefndir ríkis-
valdsins á kjarasamningi okkar.
í kjölfar bréfsins boðaði dóms-
málaráðherra forsvarsmenn Lands-
sambands lögreglumanna á sinn
fund og afhenti svarbréf sem síðan
var birt þann 11. febrúar sl. í Morg-
unblaðinu.
Dómsmálaráðherra ver sitt ráðu-
neyti og vísar á yður og yðar ráðu-
neyti, herra ijármálaráðherra, um
flest sem miður hefur farið varð-
andi kjarasamninginn. Það er því
rétt að minna yður á helstu van-
efndir á kjarasamningi lögreglu-
manna.
1. Stórfelldar vanefndir hafa
orðið á bókun I með samningnum
frá 18. júlí 1986 um eflingu Lög-
regluskóla ríkisins. Vanefndir taka
til nær allra þátta skólahaldsins.
2. Kauptryggingarákvæði
samningsins hafa aldrei verið birt.
Útreikningar Hagstofu íslands hafa
nú borist en ennþá á eftir að bæta
lögreglumönnum launamismun allt
frá 1. janúar 1987.
3. Réttindalaust fólk hefur verið
tekið framyfir fólk með bæði starfs-
menntun og starfsreynslu. (Sbr.
bókun II í kjarasamningi lögreglu-
manna frá 18. júlí 1986. „Lögreglu-
menn er lokið hafa grunnnámi frá
Lögregluskóla ríkisins skulu ganga
fyrir í föst lögreglustörf. Eigi skulu
frávik frá þessari reglu til lykta
leidd nema með samþykki stjómar
Landssambands lögreglumanna.")
4. Fólki hefur verið gert að
starfa við lakari kjör en kjarasamn-
ingur býður.
5. Misbrestur hefur orðið á að
auglýsa lausar stöður.
6. Ríkisvaldið hefur samið við
einstaklinga og starfshópa án vit-
undar Landssambands lögreglu-
manna sem þó fer með samnings-
rétt fyrir hönd stéttarinnar.
Enn mætti lengi telja en smá-
munasemi á hingað ekkert erindi,
mælirinn er þegar fullur.
Ríkisvaldið hefur eyðilagt kjara-
samning lögreglumanna og við það
verður ekki unað. Það stóð aldrei
til að gefa verkfallsréttinn enda var
samið um hann. Það var samið af
mikilli hógværð. Ekki var krafíst
annars en að lögreglumenn héldu
sínum hlut gagnvart fjölmennum
stéttarfélögum.
Nú er það eindregin krafa stjórn-
ar Landssambands lögreglumanna
að kjarasamningurinn verði efndur
þegar í stað, frá upphafí samnings-
tímans til nútíðar og honum síðan
rift. Stjóm Landssambands lög-
reglumanna krefst verkfallsréttar.
Þar sem þér, herra fjármálaráð-
herra, eruð samningsaðili f.h. ríkis-
sjóðs óskar stjóm Landssambands
lögreglumanna eftir því að þér hlut-
ist til um nauðsynlegar lagabreyt-
ingar svo þetta megi verða.
Virðingarfyllst,
f.h. stjómar og formanna
aðildarfélaga LL,
Jóhannes Jensson,
varaformaður.
Flóamarkað-
ur í Betaníu
FLÓAMARKAÐUR verður hald-
inn í kristniboðshúsinu Betaníu,
Laufásvegi 13 í Reykjavík, laug-
ardaginn 5. mars nk. og hefst
hann kl. 14. Ýmsir munir verða
á boðstólum og má nefna hús-
gögn, fatnað o.fl.
Það eru nokkar áhugakonur um
kristniboðið sem standa fyrir flóa-
markaðnum og rennur allur ágóð-
inn til starfsins í Afríku. Nú dvelja
tvenn kristniboðahjón í Kenýu á
vegum Kristniboðasambandsins og
ung hjón, sem em heima í leyfi,
gera ráð fyrir að fara öðm sinni til
Eþíópíu á þessu ári.