Morgunblaðið - 04.03.1988, Síða 25
, MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 4. MARZ 1988
25
Krabbameinsfélag Islands opnar rannsóknarsstofu í dag:
Aformað að opna
endurhæfíngarsfcöð
Herferð til fjáröflunar
SETT hefur verið upp rannsóknarstofa í sameinda- og frumulíf-
fræði á vegum Krabbameinsfélags íslands. Rannsóknarstofan er
hluti af kerfi sem koma á upp til að vinna á krabbameini frá sem
flestum vígstöðum, að sögn Snorra Ingimarssonar, forstjóra Krabba-
meinsfélags íslands. Rannsóknarstofan verður til húsa að Skóg-
arhlíð 8, en þar er einnig fyrirhugað að koma upp endurhæfingar-
stöð fyrir krabbameinssjúklinga. Hafin er herferð til fjáröflunar í
gegnum Visa-ísland til styrktar þessum verkefnum.
Morgunblaðið/Þorkell
Laufey Ámundadóttir, líffræðingur, við störf á nýju rannsóknar-
stofu Krabbameinsfélags íslands.
„Á rannsóknarstofunni skapast
meðal annars aðstaða til að þróa
nýjar aðferðir við leit að krabba-
meini,“ sagði Snorri. „Þar verða
jafnframt skilgreindir áhættuhópar
í þjóðfélaginu og það fólk, sem er
hættara við að fá krabbamein en
gengur og gerist. Þannig verður
hægt að fylgjast betur með þeim
en ella.“
Síðastliðið haust voru stofnuð
samtök krabbameinssjúklinga og
aðstandenda þeirra. Eitt af baráttu-
málum samtakanna er að koma á
endurhæfingarstöð fyrir krabba-
meinssjúklinga og eru uppi hug-
myndir um að slík endurhæfingar-
stöð geti tekið til starfa síðla næsta
sumar. „Þetta fólk er mjög duglegt
að beijast fyrir samtökin þrátt fyr-
ir að mörg þeirra séu sjálf með
krabbamein og í meðferð. Samtökin
eru enn ein þáttaskilin í baráttunni
gegn krabbameini hér á landi. Einn
af ötulustu forvigismönnum þessara
samtaka var Óskar Kjatansson gull-
smiður, sem lést í fyrrinótt. Honum
entist ekki aldur til að sjá drauma
sína rætast en margar hendur verða
til að bera það ljós áfram, sem
hann og félagar hans tendruðu,"
ÞRIÐJI bekkur Leiklistarskóla
íslands frumsýnir föstudaginn
4. mars barnaleikritið „Með álf-
um og tröllum" eftir Staffan
Vesterberg í Lindarbæ.
Þýðandi er Ulfur Hjörvar. Leik-
stjóri er Kári Halldór. Leikmynd og
búninga gerir Messíana Tómas-
dóttir og lýsingu annast Ólafur Örn
Thoroddsen.
Þetta er ævintýraleikrit og ijallar
sagði Snorri. „Frá þeim kom mjög
skýr áskorun til félagsins um að
beita sér fyrir því að komið yrði á
endurhæfingu fyrir krabbameins-
sjúklinga. Þá er ekki eingöngu átt
við líkamlega endurhæfingu heldur
einnig andlega en það er mikið áfall
fyrir fólk að fá vitneskju um að það
er með krabbamein. Sumir komast
ekki yfir það og aðrir bera þess
aldrei bætur að hafa gengið í gegn-
um þessi ósköp en flestum, sem
læknast tekst að lifa eðlilegu lífí
að mestu leyti.
Það er greinilegt að við höfum
verið mjög langt á eftir með and-
lega aðhlynningu og uppbyggingu
fyrir þetta fólk og þá ekki síst fé-
lagslega uppbyggingu. Oft vill fara
svo að þegar besti vinurinn eða
ættingi fær krabbamein þá veit fólk
ekki hvernig á að umgangast sjúkl-
inginn og hann einangrast. Þetta
er það, sem fer hvað verst með
sjúklinginn hvað við erum full um-
hyggjusemi um að láta þá í friði
en það er ef til vill það sem við
eigum alls ekki að gera. Það þurfa
allir á aðstoð og handleiðslu að
halda svo við vitum hvemig við eig-
um að koma fram og taka á þessum
um strákinn Jóakim og ferð hans
gegnum ævintýralönd og huldu-
heima þar sem hann hittir tröll,
álfa, prinsessur og aðrar furðuver-
ur.
í 3. bekk Leiklistarskólans eru
Bára Magnúsdóttir, Christine Carr,
Elva Ósk Ólafsdóttir, Helga Braga
Jónsdóttir, Ólafur Guðmundsson,
Sigurþór Albert Heimisson, Steinn
Ármann Magnússon og Steinunn
Ólafsdóttir.
málum.
Þá má minna á að á áttunda
hundrað einstaklingar greinast ár-
lega með krabbamein en um 4000
manns eru nú á lífi sem hafa geng-
ið í gegn um þessa reynslu. Haldi
sama þróun áfrm er 'búist við að
rúmlega 1000 manns greinist með
krabbamein á ári um næstu alda-
mót. Við verðum því að efla Heima-
hlynningu félagsins til mikilla muna
ef við eigum að geta sinnt þessu
verkefni því ekki getur allt þetta
fólk komist inn á sjúkrastofnanir.“
Áætlaður kostnaður við breyting-
ar á húsnæði fyrir endurhæfingar-
stöð, er rúmlega 2 milljónir króna.
Hefur stjórn Krabbameinsfélagsins
samþykkt að veita til þeirra fram-
kvæmda af því fé, sem safnaðist í
þjóðarátaki gegn krabbameini árið
1986. En síðan þarf rekstrarfé og
hefur verið leitað til Visa-íslands
um aðstoð við fjáröflun. „Herferðin
til fjáröflunar er hugsuð sem leið
til að fá inn ákveðnar tekjur í stað
JAFNRÉTTISNEFND
Reykjavíkurborgar er þessa dag-
ana að fara af stað með könnun
á aðstæðum kvenna sem starfa
hjá Reykjavíkurborg, en 70%
starfsfólks borgarinnar er kon-
ur. Illa hefur gengið að halda
konum í starfi hjá Reykjavíkur-
borg og að ráða í hin hefðbundnu
kvennastörf og því var ákveðið
að í könnuninni verði lögð
áhersla á atriði sem talin eru
skipta megin máli fyrir almenna
líðan og veru á vinnustað. Jafn-
framt verður reynt að komast
að því hverjir eru kostir og gall-
ar vinnustaða að mati kvenna.
Jafnréttisnefnd mun skoða að-
stæður karla sem vinna hjá borg-
inni á sama hátt við fyrsta tæki-
færi.
Jafnréttisnefnd Reykjavíkur-
borgar hefur fengið þær Hansínu
B. Einarsdóttur og Herdísi D. Bald-
vinsdóttur til að framkvæma könn-
unina. í samtali við Morgunblaðið
sögðu þær að allar konur sem eru
á launaskrá hjá Reykjavíkurborg
Kindur fund-
ust frosnar
niður
Mývatnssveit.
FARIÐ var héðan úr Mývatns-
sveit á þriðjudag inn í Herðu-
breiðarlindir og var erindið að
svipast eftir kindum. Ekið var á
bíl þjóðveginn austur undir Jök-
ulsá á Fjöllum með aftanívagn
og fjórþjól. Farið var þaðan á
hjólinu sem leið Iá suður í Lindir.
Færið var frekar erfitt. Tók ferð-
in frá þjóðvegi inn að Þorsteins-
skála um 5 klukkutíma en það eru
um 60 kílómetrar. Við skálann
fundust þrjár kindur. Tvær voru
dauðar og er fullvíst talið að þær
muni hafa frosið niður. Eitt lamb
var hinsvegar lifandi og virtist líta
vel út. Það var flutt til byggða en
eigandi þess var Ármann Pétursson
í Reynihlíð.
f vetur hefur fundist óvenju
margt fé hér í afréttinni og yfirleitt
verið vel á sig komið.
Kristján
happdrættis áður,“ sagði Snorri
„Við byggjum á sníkjum og stuðn-
ingi frá almenningi og þetta er leið,
sem við viljum reyna og kanna;
hvort korthafar Visa vilji styðja
geti lent í úrtakinu, en þær eru
4.300 talsins. Auk þess verða karl-
menn sem vinna hefðbundin
kvennastörf, þ.e.a.s. fóstrur, hjúk-
runarfræðingar og fleiri með í úr-
takinu.
Úrtakinu er skipt niður í 13 hópa
sem valdir voru eftir stærð starf-
stétta en auk þess verð hópar sem
að einhveiju leyti skera sig úr.
Skiptist úrtakið í eftirfarandi hópa:
Ræstingarkonur í Verkakvennafé-
laginu Framsókn, konur í Verka-
kvennafélaginu Sókn, gæstukonur
á leikvöllum, sjúkraliðar, skrifstofu-
fólk, hjúkrunarfræðingar, fóstrur,
uppeldisfulltrúar, konur í efstu
launaflokkunum, konur í karla-
störfum, karlar í kvennastörfum,
konur með háskólamenntun og
blandaður hópur, þ.e. þær sem ekki
flokkast undir sérhópana.
Alls lenda 900 konur í úrtakinu,
eða 20% af öllum hópunum. Þá
lenda tveir hópar í heild sinni í úr-
takinu. Það eru konur í karlastörf-
um og karlar í kvennastörfum.
Rétt þótti að taka helming þeirra
kvenna sem eru í efstu launaflokk-
unum með í úrtakið, en þar er um
fáa einstaklinga að ræða.
Spurt verður um vinnutíma, að-
búnað á vinnustað, samskipti á
BÆNDUR og búfræðingar úr
Reykjadal og víðar fóru um
síðustu helgi á vélsleðum upp í
Öskju. Veður var fagurt og
fjallasýn góð og fögur. Það
óhapp varð að tveir sleðar
skemmdust í ferðinni en þar er
um dýr tæki að ræða því að full-
kominn vélsleði með lórantækj-
um og slíkum útbúnaði kostar
3-400 þúsund krónur.
Ég hitti nýlega bónda úr Köldu-
kinn og spurði hann tíðinda. Hann
sagði stormasamt í landbúnaði og
mætti þar margt um segja. Lands-
virkjun tekið við hlutverki kúnna
en upphitun frá henni þykir dýr.
Aukabúgreinar eru ekki alltaf eins
auðskapandi og búist var við og
Krabbameinsfélagið með lítilli upp-
hæð mánaðarlega til þessara verk-
efna. Þeir sem ekki eru korthafar
geta lagt inn á gíró- reikning eins
og nokkrir hafa þegar gert.“
vinnustað, vinnu og launakjör,
hvort konur séu í stjómunarstörfum
og hvort þær hafi möguleika eða
áhuga á slíkum störfum, möguleika
á tilfærslum eða stöðuhækkunum,
hvað boðið er upp á í sambandi við
félags- eða fræðslustörf og hvort
konur hafi möguleika á að taka
þátt í þeim. Auk þess verður spurt
um ýmsa utanaðkomandi þætti, svo
sem samfelldan skóladag, dagvist-
unarrými, sveigjanlegan vinnutíma
og fleira.
Spurningalistamir verða sendir
heim til þeirra kvenna sem lenda í
úrtakinu einhvem næstu daga. Er
gert ráð fyrir að konumar sendi
svörin til baka eftir nokkra daga í
umslagi sem fylgir með.
Gert er ráð fyrir að niðurstöður
könnunarinnar liggi fyrir í lok júlí.
Þær Hansína, Herdís og Þórunn
Gestsdóttir formaður Jafnréttis-
nefndar Reykjavíkurborgar sögðu
að miklu máli skipti að þátttaka í
könnuninni yrði góð. Því fleiri svör
sem bærast, því marktækari yrðu
niðurstöðumar. Sögðu þær að
könnun þessi væri einstök að því
leyti að hún fjallar bæði um hug-
læga og hlutlæga þætti í sambandi
við konur á vinnumarkaði.
bændur hvattir af búvélainnflytj-
endum til fjárfestinga strax í vélum
sem ekki koma til nota fyrr en eft-
ir ijóra til fimm mánuði. Þeir era
þá ekki minntir á fjármagnskostn-
aðinn sem þó er mikið talað um
núna.
Bóndinn sagðist hafa gengið á
fjöll í haust og tekið eftir því að
spor fjallarefsins hefðu stækkað
síðan loðdýraræktin fór að ryðja sér
til rúms fyrir alvöra í íslenskum
landbúnaði. Umbeðinn leyfði hann
mér að heyra'síðustu vísuna sína:
Ágerist nú fréttaþuður,
fysnin virðist engu lík,
konan mín er komin suður,
klofast nú um í Reykjavík.
- Fréttaritari
Ævintýraleikrit
sýnt í Lindarbæ
Jafnréttisnefnd Reykjavíkurborgar:
Aðstæður kvenna sem starfa
hjá borginni verða kannaðar
Bændur úr Reykjadal á
vélsleðum upp í Öskju
Húsavík.