Morgunblaðið - 04.03.1988, Qupperneq 47
47 '
Hetjulegri baráttu ungrar konu,
móður þriggja barna er lokið. Við
kveðjum Björgu í dag harmi slegin
yfír slíkum örlögum sem henni voru
búin. Ekkert þráði Björg heitar en
að geta verið lengur samvistum við
eiginmann sinn og litlu börnin. En
tími þessarar góðu stúlku hér á
meðal okkar er á enda og það er
erfítt að sætta sig við þá miskunn-
arlausu staðreynd.
Kynni okkar Bjargar hófust þeg-
ar hún og frændi minn, Gústaf,
byrjuðu búskap sinn í lítilli íbúð hjá
ömmu okkar og afa í Hafnarfirði.
Björg var seintekin og vör um sig
gagnvart fólki, en ákaflega heil-
steypt og.trygg þeim sem hún tók.
Þegar tímar liðu fram tókst góð
vinátta milli okkar. Þau ár sem hún
og Gústaf bjuggu í sambýli við
gömlu hjónin, reyndist hún þeim
frábærlega vel og mikið þótt þeim
vænt um hana. Náið samband
myndaðist milli Bjargar og ömmu,
sem ekki var allra. Á heimili Bjarg-
ar og Gústafs var þá sem og síðar
gott að koma. Þau voru samstillt
að byggja upp hamingjuríkt líf.
Mesta hamingja Bjargar var þegar
hún eignaðist börnin sín þrjú. Þeim
helgaði hún allan sinn tíma og
þreyttist aldrei á að sitja með þeim,
föndra, spjalla við þau og kenna
þeim góða siðu. Enda bera börnin,
þó ung séu að árum, góðri móður
fagurt vitni. Þau eru ákaflega
þroskuð og vel að sér til munns og
handa. Missir jafn ástríkar móður
er óbætanlegur. Þegar ég með
síðustu skiptunum heimsótti Björgu
á sjúkrahúsið sat hún upp í rúm-
inu, þrotin að kröftum, og var að
ljúka við að sauma klukkustreng
fyrir Sillu litlu.
Við sem fylgdumst með sjúk-
dómsstríði hennar fylltumst aðdáun
á hugrekki hennar og einlægum
baráttuvilja. Við munum minnast
hennar sem hetju.
Kæri frændi, missir þinn er mik-
ill en ég vona að þér takist með
stuðningi fjölskyldu þinnar að halda
áfram að hlúa að velferð bama
ykkar. Þau eru dýrmætasta minn-
ingin um framúrskarandi konu.
Hildur Hilmarsdóttir
Björg, vinkona mín fæddist á
Siglufirði 10. apríl 1948. Ekki kann
ég að rekja sögu hennar í æsku,
það gera eflaust aðrir sem betur
þekkja til.
Eg sá Björgu í fyrsta sinn hjá
sameiginlegri vinkonu okkar.
Bjögga, eins og hún var alltaf köll-
uð, vakti strax athygli mína, virtist
sterkur persónuleiki, fáguð í fasi
og framkomu. Síðar tókust með
okkur góð kynni, sérstaklega eftir
að við vomm orðnar nágrannar á
Sléttahrauninu, hér í Hafnarfirði.
Ég rölti stundum yfir til hennar á
kvöldin og við spjölluðum saman
fram á rauða nótt. Oft vomm við
prjónandi, Bjögga prjónaði fallegar
peysur á bamið sitt, ég hélt mér
við lopann. Heimiliskettinum líkaði
aldeilis lífið að rekast á lopahnykil
á gólfinu og tætti hnykilinn í sund-
ur ef af honum var litið. Úti fyrir
var veðrið yndislegt, hásumar, sólin
svo syíjuð að hún visi varla hvort
hún ætti að rísa eða hníga. Indælar
stundir í minningunni.
Bjögga og Gústi fluttu síðan í
stærra húsnæði að Breiðvangi og
barnahópurinn stækkaði. Þar á
heimilið vom komin þrjú lítil börn
og hamingjan virtist brosa við fjöl-
skyldunni, þegar uppgötvaðist hjá
Bjöggu meinsemd í brjósti og eitl-
um. Upphófst nú mikið stríð við
veikindin og hart var barist þar til
yfír lauk.
Það sem einkenndi Bjöggu einna
helst var takmarkalaus ást á dýmm
og raunar öllu sem lifir, þ.m.t.
plöntur, allt dafnaði og óx í návist
hennar. Ekki mátti vita af nokkmm
svöngum ketti í grenndinni. Hann
var tekinn inn og honum gefið,
dúfum gefið á svölunum, jafnvel
vom þær teknar inn á baðherbergi
í stórhríðum. Fuglum gefið fyrir
utan sumarbústað, þannig að eftir
nokkurra daga dvöl þar, vom fugl-
amir mættir, því þeir vissu sér vísan
mat í gogginn, þar sem húsmóðirin
var.
Síðastliðið sumar fómm við og
fjölskyldur okkar saman í sumarhús
til Hollands. Ferðin var indæl, en
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 4. MARZ 1988
það urðu okkur öllum ákaflega mik-
il vonbrigði að veikindin mögnuðust
upp, með veldisvísi sínum að því
er okkur fannst. Það var því lítið
annað til ráða en að leita hjálpar.
Fararstjórar staðarins reyndust
okkur afbragðs vel og pöntuðu tíma
hjá sérfræðingi í geislalækningum
á sjúkrahúsinu í Eindhoven. Okkur
var afar vel tekið af starfsliði
sjúkrahússins og þótt komið væri
fram yfir lok vinnudags hjá þeim,
þá var samt allt sett í gang með
að fínna hvort nokku'r breyting
væri orðin á sjúkdómnum. Jú, mein-
varp fannst á tveimur stöðum og
strax var hafist handa við að geisla
á blettina. Mér er minnisstætt þeg-
ar við stóðum fyrir framan stórt
og mikið tæki, sem kallast línuhrað-
all. Þá hafði Bjögga á orði að von-
andi kæmi fljótt að því að Islending-
ar gætu tekið samskonar tæki í
gagnið. Áfram liðu dagarnir í Hol-
landi. Ekki get ég þrætt fyrir að
hafa verið fegin að stíga fæti á
íslenska jörð við heimkomuna og
að við værum öll saman, eins og
áður en við fórum.
Ég sakna vináttu hennar, hlát-
ursins og húmorsins, samverunnar,
gestrisni hennar. Ég kem einnig til
með að sakna skapillskunnar, en
það er kannski afsökun fyrir minni.
Ég sakna gróandans í kringum
hana og mannkærleikans. Veri hún
sæl, hafi hún þökk fyrir samfylgd-
ina. Hvíli hún í friði.
Öllum aðstandendum, ættingjum
og vinum, eiginmanni, Gústaf
Magnússyni, börnunum, þeim
Heiðu Björg, Ágúst og Sillu litlu,
votta ég og fjölskylda mín, okkar
dýpstu samúð.
Kristín Guðmundsdóttir
í dag, föstudaginn 4. mars„verð-
ur mágkona mín, Björg Helga Sig-
mundsdóttir, til moldar borin eftir
langa og erfíða sjúkdómslegu. Hún
hefði orðið fertug á þessu ári.
Björg kom inn í fjölskyldu mína
fyrir um það bil tuttugu árum. Þá
fluttu þau bróðir minn, Gústaf
Magnússon, og hún í kjallarann hjá
afa ogömmu á Suðurgötu 58, Hafn-
arfirði. Þar hafði ég einmitt búið
sumarlangt á undan þeim. Sam-
skipti okkar urðu ekki náin á þess-
um árum enda var ég þá mikið á
faraldsfæti. Þannig hófust hin eig-
inlegu kynni okkar Bjargar ekki
fyrr en haustið 1983, er ég fluttist
aftur heim til Islands eftir nokkurra
ára búsetu erlendis. Þá tengdumst
við líka sterkum böndum í gegnum
bömin okkar, en börn þeirra Bjarg-
ar og Gústafs eru fædd ’78, ’80 og
’83. Umræðuefnin hjá okkur voru
nær óþrjótandi, enda ung börn eilíf
uppspretta umfjöllunar og vanga-
veltna. Velferð barnanna var okkur
ávallt ofarlega í huga ekki síst
Björgu. Dáðist ég ósjaldan að þeirri
þolinmæði og nærgætni sem hún
sýndi í umgengni sinni við börn sín
og annarra. Enda var það stöðugt
tilhlökkunarefni á mínu heimili að
fara í heimsókn til frændsystkin-
anna á Breiðvanginum, og ófá tárin
kostaði það að þurfa að kveðja „eft-
ir svona stutta stund“. Það um-
ræðuefni sem okkur Björgu var þó
hugleiknast var bóklestur, og rædd-
um við það oft hvers konar bækur
við ættum að velja fyrir börnin.
Nú er Björg farin frá okkur. Hún
hefur sofnað svefninum langa. Frá-
fall hennar er mikið áfall fyrir okk-
ur öll sem hana þekktum. Én þung-
bærast er það þó fyrir börnin henn-
ar þijú, því skarð móður er vand-
fyllt. Ekki síst móður sem helgaði
sig nær eingöngu uppeldi barna
sinna. Ef til vill er það samt hugg-
un að hún hafí loks fengið hvfld
eftir þá þrotlausu baráttu sem hún
hefur háð, að því er virtist æðru-
laus, undanfarin ár við erfíðan og
kvalafullan sjúkdóm.
Gott er sjúkum að sofa,
meðan sólin er aftamjóð,
og mjallhvítir svanir syngja
sorgblíð vögguijóð.
Gott er sjúkum að sofa,
meðan sólin í djúpinu er,
og ef til vill dreymir þá eitthvað,
sem enginn í vöku sér.
(Davíð Stefánsson)
Bróður mínum, Gústaf Magnús-
syni, og bróðurbömunum mínum
Heiðu Björgu, Ágúst og Sigurlínu
sendum við okkar innilegustu sam-
úðarkveðjur.
Lilja Guðmundsdóttir
og fjölskylda.
SVAR
MITT
eftir Billy Graham
Ég veit að þú hefur stundum haldið því fram að
stjörnuspeki væri af hinu illa. Ég held að stjörnu-
speki sé gjöf sem Guð hefur gefíð okkur til að
hjálpa okkur að breyta vel. Hvers vegna heldur
þú að hún sé andstæð kristinni trú?
Margir gefa gaum að stjörnuspeki um þessar mundir og
ýmislegri annarri dulhyggju. En það er nauðsynlegt að öllum
sé vel ljóst að Biblían bannar allt slíkt afdráttarlaust —
þeim sem vilja fylgja Guði. Sums staðar gerir Biblían gys
að þeim sem hallast að þessari speki því að hún veitir enga
örugga leiðsögn. Um þetta geta menn sannfærst t.d. ef
þeir líta á spár svonefndra stjörnuspekinga um eitthvert til-
tekið ár. Annars staðar fordæmir Biblían hörðum orðum
allar iðkanir í þessar veru. Sjá t.d. 5. Mósebók 18,9-14.
Hvemig stendur á þessu? Ein ástæðan er sú að stjörnu-
speki er sprottin úr fornum, heiðnum trúarbrögðum. Þar
átti að tilbiðja falsgoð í stað þess að tilbiðja hinn eina, sanna
Guð og þjóna honum. En Guð hefur birt okkur allt sem við
þurfum að vita og við getum komist að raun*um sannindi
hans með því að lesa Biblíuna, sem er orð Guðs. Við þurfum
ekki að skoða stjörnurnar til að fínna lausn á vandamálum
lífsins því að Kristur hefur komið til að hjálpa okkur og frelsa.
Biblían segir ennfremur að Guð elski okkur og vilji sýna
okkur vilja sinn daglega ef við horfum til hans. Ég bið þig
að taka eftir að þetta fólk sem er að spá um framtíðina,
hvort sem er úr stjörnunum eða á annan hátt, skírskotar
nær alltaf til eigingirni okkar í ýmsum myndum, eins og
ágimdar. Okkur fýsir að þekkja framtíðina af því að við
viljum ráða yfir henni eða hagnast á henni í eigingjörnum
tilgangi. En Kristur kallar okkur til að fylgja sér og lifa
sér. Við eigum að þjóna honum, ekki okkur sjálfum.
Leitaðu leiðsagnar hjá Guði. Lærðu að ganga með honum
á hveijum degi er þú lest orð hans og heimfærir sannindi
þess til lífs þíns, í krafti heilags anda. Þá öðlastu gleðina af
því af að eiga náið samfélag við Krist og af því að hann
gefur hverjum degi tilgang.
t
SIGRÍÐUR EINARSDÓTTIR
frá Neskaupstað,
verður jarðsungin frá Fossvogskirkju föstudaginn 4. mars kl.
13.30. Fyrir hönd vandamanna,
Baldvin Þorsteinsson.
t
Eiginmaður minn og stjúpfaðir okkar,
ÞORVALDUR SÆMUNDSSON,
Heiðmörk 9,
Hveragerði,
verður jarðsunginn frá Hveragerðiskirkju laugardaginn 5. mars
kl. 14.00.
Guðrún Lovisa Hannesdóttir og börn.
t
GÍSLI HÓLMBERGSSON,
Ísafirði,
verður jarðsunginn frá ísafjarðarkapellu laugardaginn 5. mars kl.
14.00.
Kristmundur Gislason,
Anna Gisladóttir,
Hólmberg Gfslason,
Fríða Gisladóttir,
Páll Sturlaugsson,
bamabörn og
Friðgerður Sigurðardóttir,
Sturlaugur Jóhannsson,
Sóley Gestsdóttir,
Pétur Blöndal,
Emma Rafnsdóttir,
barnabarnabörn.
t
Móðir okkar, tengdamóðir og amma,
JÓHANNA ÓLAFSDÓTTIR,
Hólmgarði 41,
Reykjavík,
verður jarðáungin frá Dómkirkjunni föstudaginn 4. marz kl. 13.30.
Þeim sem vildu minnast hennar er vinsamlega bent á Krabba-
meinsfélagið.
Gunnar Kristjánsson,
Guðriður Kristjánsdóttir,
Hanna Karen Kristjánsdóttir,
Ólafur Barði Kristjánsson,
og barnabörn.
Helga Loftsdóttir,
Helgi Geir Valdimarsson,
Þórir Georgsson,
Helga Kristinsdóttir
t
Þökkum auðsýnda samúð við andlát og útför
GUÐRÚNAR KRISTÍNAR BENEDIKTSDÓTTUR
frá Suðurkoti,
Vogum.
Sœrún Jónsdóttir,
Ólafur Þ. Jónsson,
Sigriður S. Jónsdóttir,
Guðmundur M. Jónsson.
t
Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og vinar-
hug við andlát og útför móður minnar,
GUÐRÚNAR JÓNSDÓTTUR,
Safamýri 44,
Reykjavík.
Sérstakar þakkir færum við læknum og hjúkrunarfólki Borgar-
sjúkrahússins i Reykjavik.
Óskar Rafn Þorgeirsson
og aðstandendur.
t
Innilegustu þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlý-
hug við andlát og útför hjartkærrar eiginkonu minnar, móður
okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu,
GUÐLAUGAR HELGADÓTTUR,
Hátúnf 8,
Reykjavík.
Ragnar Elíasson,
Hanna Ragnarsdóttir, Árni S. Jónsson,
Guðlaug Ragnarsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
t
Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug
við andlát og útför
FRIÐSEMDAR BÖÐVARSDÓTTUR,
Sætúni, Eyrarbakka.
Sérstakar þakkir fá læknar og starfsfólk Vífilsstaðaspitala fyrir
góða umönnun.
Kjartan Einarsson,
Jónfna Kjartansdóttir, Gestur Karlsson,
Einar Kjartansson, Þórhildur Gisladóttir,
Bryndís Kjartansdóttir, Guðlaugur Þórarinsson,
börn, barnabörn
og barnabarnabörn.