Morgunblaðið - 04.03.1988, Qupperneq 48
48
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 4. MARZ 1988
félk í
fréttum
MATUR
XJr skrifum
í skólastarf
Morgunblaðið/Árni Sæberg
„Borðið fisk, fiskur er veislumatur" var kjörorð þessara ungu stúlkna,
sem báru á borð nokkur kræsileg dæmi um hvernig megi matreiða
fisk.
SJÁVARÚTVEGSSÝNING í FOSSVOGSSKÓLA
Ýsa var það heillin
Nemendur í Fossvogsskóla héldu síðasta sunnudag sjávarútvegssýn-
ingu í skólanum en þeir hafa að undanförnu unnið að verkefnum
um sjávarútveg. Krakkamir voru á aldrinum 6 til 12 ára og voru við-
fangsefnin af margvíslegu tagi; matreiðsla, fiskvinnsla, veiðar ofl.
Ekki var annað að sjá á sýningunni en að vel hefði tekist til með starf
krakkana og var hún vel sótt.
Þeim leist svona rétt mátulega á „silfur hafsins“ stöllunum.
Þeir sem IÖgðu Ieið sína í Fossvogsskóla uFðu margs vísari um allan
þann fjölda fiskitegunda er hafið geymir.
Skuttogarinn vakti verðskuldaða athygli.
ingar í blað sem ekki gat staðfest
upplagstölur sínar, heldur en í blað
með mikla útbreiðslu sem hafði þar
hreinan skjöld," segir Hilmar. „Á
meðan við fengum þrjár og hálfa
heilsíðuauglýsingu í bláðið frá aug-
lýsingastofum, fengu blöð sem ekki
tóku þátt í upplagseftirliti tólf heils-
íðuauglýsingar frá stofum. Mörg
þeirra seldu auglýsingar út á þá
ætlun sína að vera með í upplagseft-
irliti, en stóðu svo ekki við neitt.“
„Eftir að Frjálst framtak keypti
Fjölni var Gestgjafinn um nokkurra
mánaða skeið eina tímaritið, auk
tímaritsins Heilbrigðismála, sem
þátt tók í upplagseftirliti Verslunar-
ráðs. En þegar við hættum með
Gestgjafann og blaðið er ekki leng-
ur með í upplagseftirliti er tæpast
hægt að tala um slíkt eftirlit með
tímaritaútgáfu á íslandi. Lesenda-
könnun Félagsvísindastofnunar í
nóvember olli heilmiklu fjaðrafoki
og gefur einhveija hugmynd um
útbreiðslu tímaritanna. Hins vegar
fást ekki önnur blöð en Morgun-
blaðið, Dagur á Akureyri og tímari-
tið Heilbrigðismál til að hleypa end-
urskoðendum í sín gögn og stað-
festa með því sölutölur."
Fiskur og lopapeysur
„Hilmar sá um að elda matinn
sem skrifað var um í Gestgjafann
og ljósmyndun auk auglýsinganna,"
segir Elín. „Ég sá hins vegar um
bókhald og áskriftir, útlit blaðsins,
vélritun og prófarkalestur." Elín
lærði skiltagerð og gluggaskreyt-
ingar í Danmörku og hefur að sögn
Hilmars gott auga fyrir ýmsu sem
lýtur að útliti hlutanna, sem kom
sér vel við útgáfu Gestgjafans.
Hilmar kveður tímaskort hafa
hindrað sig í að halda matreiðslun-
ámskeið í húsnæði Gestgjafans á
sínum tíma. „Þar höfðum við allt
sem til þurfti, en blessaðar auglýs-
ingarnar tóku ótrúlega mikinn tíma.
Annars kviknaði hugmyndin um
matreiðsluskóla fyrir tíu árum þeg-
ar ég hélt námskeið í íslenskri
matargerð fyrir útlendinga á Hótel
Loftleiðum. Við höfum einmitt hug
á að bjóða upp á námskeið í fiskrétt-
um, jafnvel lambakjötsréttum, fyrir
erlenda ferðamenn í Matreiðsluskó-
lanum okkar. Er ekki eins líklegt
að ferðamenn sem hingað koma
langi að læra réttu tökin á fiskin-
umj eins og að máta lopapeysur?"
Áður en Hilmar og Elín hófu
útgáfu á Gestgjafanum var Hilmar
veitingastjóri á Hótel Loftleiðum í
ellefu ár. Hann er nú forseti Klúbbs
matreiðslumeistara á íslandi og sit-
ur því í stjóm Félags norrænna
Hjónin Hilmar B. Jónsson mat-
reiðslumeistari og Elín Kára-
dóttir em athafnafólk. Þau fylla
þann flokk manna sem drífur í hlut-
unum og sjá sjálf um það sem gera
þarf, hvort sem staðið er í hús-
byggingu, blaðaútgáfu eða að
stofnsetja skóla. Þau rækta jafnvel
baunirnar í kaffið sitt sjálf og
brenna í eldhúsofninum.
Elín og Hilmar gáfu út tímaritið
Gestgjafann á árunum 1981-87 og
nú eftir helgina tekur Matreiðslu-
skólinn okkar til starfa að Bæjar-
hrauni 16 í Hafnarfirði. Fólk í frétt-
um heimsótti Elínu og Hilmar fyrir
skömmu og spjallaði við þau um
blaðaútgáfuna og ástæður þess að
þau hættu henni, nýja skólann og
nýstárlegar hugmyndir sem honum
tengjast.
„Arin sem við gáfum út Gestgjaf-
ann voru feikilega skemmtileg,"
segir Hilmar, „við ætluðum að
hætta á toppnum og höfum líklega
staðið við það.“ „En raunveruleg
ástæða fyrir því að við seldum Gest-
gjafann síðasta haust,“ bætir Elín
við, „er sá skortur á fagmennsku
sem ríkir í auglýsingamálum hér-
lendis. Hilmar sá um auglýsingar í
blaðinu og hafði fengið sig fullsadd-
ann á streðinu sem því fylgdi. Gest-
gjafinn er dýrt blað, allt í lit, og
oft létu auglýsendur sem þeir væru
að gera Hilmari persónulegan
greiða með því að setja auglýsingu
í blaðið."
Auglýsingamálin
lýjandi
„Auðvitað var óskemmtilegt að
betur skyldi ganga að selja auglýs-
Elín gaf Fólki í fréttum að smakka á dvergappelsínum sem vaxa í
garðhýsi heima hjá þeim Hilmari. Þar rækta þau líka kaffibaunir
og vínber.
Hilmar myndast við að setja ofn í eldhús MatreiðsJuskóIans okkar.