Morgunblaðið - 04.03.1988, Side 49

Morgunblaðið - 04.03.1988, Side 49
t- MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 4. MARZ 1988 Morgunblaðið/Sverrir Elín Káradóttir og Hilmar B. Jónsson sitja ekki auðum höndum þessa dagana. matreiðslumeistara. Hann hefur séð um nánast alla matargerð í land- kynningum síðustu ár og allar veisl- ur forsetans erlendis, utan í síðustu ferð Vigdísar. Matreiðsluskólinn okkar Undanfarna mánuði hafa Hilmar og Elín undirbúið opnun matreiðslu- skólans við Bæjarhraun. Auk þess að skipuleggja starf skólans og út- vega kennara hafa þau verið önnum kafin við að innrétta húsnæðið. í skólanum eru tvær kennslustofur. Önnur þeirra er ætluð til sýni- kennslu en í hinni verður verkleg kennsla. Jafnframt er virðuleg borðstofa í Matreiðsluskólanum okkar, þar sem nemendur snæða að loknum verklegum námskeiðum. Að sögn Elínar verður gefín út dagskrá til tveggja mánaða í senn með þeim námskeiðum sem boðið er upp á. Fólk getur svo raðað sam- an stundarskrá að vild sinni. Til að byija með verður mest lagt upp úr sýnikennslu en mikið hefur þó verið spurt um verkleg námskeið. „Matreiðsluskólinn er ætlaður venjulegu fólki sem vill auka sjálf- straustið í eldamennskunni eða bæta við kunnáttuna," segir Hilm- ar. „Við verðum með námskeið í matargerð ólíkra landa, bakstri, súkkulaðiskreytingum, vínþekk- ingu, vali af matseðlum og dúkun borðs svo eitthvað sé nefnt. Nám- skeiðin eru mislöng; ein kennslu- stund sem tekur tvo og hálfan klukkutíma eða fleiri." Elín kveðst bjartsýn á að skólinn verði vinsæll. „Við erum á góðum stað, aðeins nokkurra mínútna akstur úr Breiðholtinu með næg bílastæði. Og svo er auðvitað komið viða við í kennslunni. Mikið hefur nú þegar borist af pöntunum. Marg- ir karlmenn vilja komast á byij- endanámskeið í matargerð, sjó- kokka langar að læra fínni elda- mennsku og eflaust koma ýmsir fyrir forvitnis sakir." Elín og Hilmar segjast vonast til þess að matreiðsluskólinn öðlist þann sess í framtíðinni að komast inn í menntakerfíð, þannig að nám í honum yrði metið til eininga í framhaldsskólum. Þau taka fram að ekki sé ætlunin að fara í nokkra samkeppni við Hótel- og veitinga- skólann og til að byija með verði engin próf í skólanum eða afhend- ing skírteina. „En hugsanlega at- hugum við með inngöngu í „Cordon Bleue", alþjóðlega keðju skóla sem segja má að útskrifi menn á næsta stigi fyrir neðan útlærða kokka,“ segir Hilmar. Hann bætir við að slíkt verði þó ekki fyrr en Mat- reiðsluskólinn okkar hafi komist á gott skrið. Hilmar segir þau hjónin hafa hug á að nýta eins vel og unnt er full- komna aðstöðu í matreiðsluskólan- um. Vel megi leigja borðstofuna, sem tekur átján manns í sæti, til veisluhalds lítilla hópa. „Við mynd- um þá sjá um matseld og þjónustu við gesti,“ segir hann. Elín er titluð framkvæmdastjóri skólans og kveðst ætla að annast jafn ólík störf og bókhald, útrétting- ar og skúringar. Auk Hilmars er einn fastráðinn kennari við skólann, Sigurvin Gunnarsson matreiðslu- meistari. Hússtjórnarkennaramir Benedikta Waage, Dómhildur Sigf- úsdóttir, Margrét Sigfúsdóttir og Guðrún Þóra Hjaltadóttir munu leiðbeina við skólann, auk Einars Thoroddsen vínsérfræðings og læknis, Birgis Pálssonar mat- reiðslumeistara og Óskars Magnús- sonar framreiðslumanns. Gott að vera gift kokki Hefur Hilmar ekki fengið nóg af eldamennskunni þegar heim kemur á kvöldin? Hann svarar því til að núorðið eldi hann oftast mat- inn heima og hafí gaman af. Elín segir hann undantekningalaust sjá um matseldina þegar von er á gest- um og bætir við að sér finnist ág- ætt að vera gift kokki, því að henni leiðist yfir pottunum. „Eg efast um að heimilisfólk hér hafi fengið sama fiskréttinn tvisvar hjá Hilmari," segir Elín, „en krökkunum þykja fiskibollumar mínar þó alltaf best- ar.“

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.