Morgunblaðið - 04.03.1988, Síða 56
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 4. MARZ 1988
06
ÍÞRÓTTIR UNGLINGA / HANDKNATTLEIKUR
Lið Hattar ásamt Sigurði Ananíassyni þjálfara og Karli Erlingssyni liðsstjóra.
Morgúnblaðiö/Andrés
„Mætti vera meiri
stuðningur við okkur
heima á Egilsstöðum"
- segir Hörður Guðmundsson, fyrirliði 4. flokks Hattar
HÖTTUR frá Egilsstöðum hefur
komið á óvart með þennan eina
flokk, 4. flokk karla, sem þeir
senda til keppni á íslandsmóti
í þetta skiptið. Þeir eru sem
stendur í öðru sæti í sínum riðii
og hafa veitt efsta liðinu, Þór,
harða keppni.
Við ræddum við Hörð Guð-
mundsson fyrirliða liðsins um
árangur liðsins: „Við lögðum KA
og Völsung í síðustu umferð og
. .*■■■■■ ætlum að reyna að
*Andrés leggja Þórsara að
Pétursson velli í þetta skiptið,“
skntar (viðtalið tekið áður
en 2. umferðin fór
fram) sagði Hörður í byijun: „Það
eru 11 strákar sem æfa þannig að
við getum ekki spilað úr jafn stórum
hóp og liðin héðan frá Akureyri."
Annars eru allir strákamir í bæði
handbolta og fótbolta og einmitt
núna um þessa helgi er Austur-
landsmótið í fótbolta innanhúss. Við
getum því ekki stillt upp okkar allra
sterkasta liði þó svo að flestir leik-
mennimir hafi valið handboltann í
þetta skiptið."
Er mikill stuðningur við liðið heima
á Egilsstöðum? „Boltaíþróttirnar
em mjög vinsælar heima og það
eru nokkrir sem standa dyggilega
við bakið á okkur. Þar má fyrst og
fremst nefna þjálfarann okkar, Sig-
urð Ananíasson, og liðsstjóranna
Karl Erlingsson'. Þeir vinna frábært
starf í sjálfboðavinnu með okkur
og án þeirra myndi Höttur ekki
senda neinn flokk til keppni í hand-
bolta. Hinsvegar mætti vera meiri
stuðningur við okkar af bæjarbúum
t.d. með því að mæta á leiki hjá
okkur.“
Með þessum orðum þökkuðum við
Herði Guðmundssyni fyrirliða Hatt-
ar fyrir spjallið.
„Við spiluðum illa og
kerfin gengu ekki upp“
- segir Leó Örn Þorleifsson, fyrirliði 5. flokks KA
Blaðamaðurinn fylgdist með leik Þors og KA í 5.
flokki. Leikurinn var nokkuð harður en spenn-
andi og greinilegt að bæði liðin lögðu allt í sölurnar.
Þórsstrákarnir voru þó sterkari allan leikinn og unnu
■■■■^^■l öruggan sigur, 15:9. Þcirra bestu menn
Andrés voru Ómar Kristinsson og Sigurgeir
Pétursson Aðalsteinsson. Hjá KA bar mest á þeim
skrifar Heiga Þór Arasyni og Ómari Am-
grímssyni. Einnig átti fyrirliðinn Leó
Örn Þorleifsson ágætan leik. Við ræddum við Leó
Öm eftir leikinn og spurðum hann um ástæðuna fyr-
ir tapinu. „Við spiluðum illa og kerfin gengu ekki
upp,“ sagði Leó*Om. „Annars er Þórsliðið með gott
lið en á góðum degi eigum við að geta staðið í þeim.
Hjá KA æfa þetta milli 20—30 strákar að meðaltali.
Flestir strákamir eru líka í fótbolta en mér finnst
persónulega skemmtilegra í handboltanum."
Við þökkuðum Leó Erni fyrir spjallið en þess má
geta að hann er sonur hins gamalkunna leikmanns
og núverandi liðsstjóra KA-liðsins, Þorleifs Ananías-
sonar, þannig að enn sannast það að eplið fellur sjald-
an langt frá eikinni.
Leo Örn Þorlelfsson.
Árni Páll Jóhannsson:
„Eigum að
geta unnið
þennan riðil“
órsarar em með sterkt lið í 4.
flokki og fyrirliði þessa flokks
er Ámi Páll Jóhannsson. Við spurð-
um hann hvort þeir byggjust við
að komast í úrslit. „Við unnum alla
leikina í fyrstu umferð og ættum
líka að geta unnið alla leikina núna.
Þetta er stór og öflugur hópur sem
æfir hjá okkur, 25—30 manns, og
kjaminn hefur æft saman síðan í
5. flokki. Þá komumst við í úrslit
og náðum þá 2. sætinu.
Við stöndum hinsvegar ekki 'jafn
vel og liðin fyrir sunnan út af æf-
ingaleikjum. Við höfum mun færri
tækifæri til að spila við sterk lið
og það háir okkur þegar í úrslita-
keppnina er komið."
Ert þú í öðmm íþróttum með hand-
boltanum?
„Á sumrin spila ég fótbolta með
Þór. Það kemur stundum til
árekstra milli þessara tveggja
íþróttagreina. Maður getur stundað
báðar greinarnar þegar maður er
svona ungur en ég held að maður
verði að velja þegar komið er inn
í meistaraflokk. Hvora íþróttina ég
mundi velja er erfitt að segja á
þessu stigi málsins. Þær em báðar
mjög skemmtilegar og ég held ég
láti það bara ráðast.“
Morgunblaöið/Andrés
Árni Páll Jóhannsson fyrirliði 4.
flokks Þórs.
Þórsstelpurnar Dóra Sif Sigtryggsdóttir og Harpa Frímannsdóttir.
„Kristján Arason
er bestur og svo
er hann líka
svo sætur“
— segja Þórsstelpurnar Dóra Sif
og Harpa Frímannsdóttir
Við hliðarlínuna á leik Þórs og Að sögn þeirra æfa um 20 stelpur
KA í 3. flokki kvenna hitti hjá Þór undir handleiðslu Ingu
blaðamaðurinn tvær hressar Huldar Pálsdóttur meistaraflokks
stelpur úr 4. flokki Þórs. Þær leikmanns, og Birgis Björnssonar.
heita Dóra Sig. Sigtryggsdóttir Þær em líka í knattspymunni og
og Harpa Frímannsdóttir og em segja að báðar íþróttirnar séu
þær báðar 12 ára. Þær kváðust mjög skemmtilegar. Þegar þær
hafa verið að spila við KA og vom spurðar hver væri uppá-
urðu að viðurkcnna að KA vann haldsleikmaðurinn svömðu þær
leikinn. báðar að það væri Kristján Aran-
Þær sögðu að úrslitin hefðu verið on. Hann væri bestur og svo væri
óheppni og ætluðu þær sér að hann líka svo sætur, bættu stúlk-
vinna síðasta leikinn í riðlinum. umar við og hlógu.