Morgunblaðið - 04.03.1988, Qupperneq 59

Morgunblaðið - 04.03.1988, Qupperneq 59
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 4. MARZ 1988 #S' KORFUKNATTLEIKUR / BIKARKEPPNIN Jafnt í Seljaskóla ■ ALFREÐ Gíslason skoraði 5 mörk í fyrrakvöld er Essen sigraði 2. deildarliðið Fredenbeck í 64-liða úrslitum vestur-þýsku bikarkeppn- innar í handbolta 25:23 á útivelli. ■ ÞAÐ er nú orðið nokkuð ör- uggt að Juri Klimov, aðstoðar- landsliðsþjálfari Sovétríkjanna, hættir sem þjálfari vestur-þýska úrvalsdeildarliðsins Milbertshofen eftir þetta keppnistímabil. Hann tók við liðinu í haust en ekkert hefur ÞAÐ er ekki á hverjum degi sem leikir enda með jafntelfi í körfuknattleik, enda er það ekki leyfilegt nema í bikar- keppninni. Það var þó svo í gær er IR og Gindavík gerðu jafn- tefli, 63:63, ífyrri leik liðanna í 8-jiða úrslitum í bikarkeppni KKÍ. Tveir leikir voru til við- bótar í bikarkeppninni, báðir í Njarðvík. Heimamenn sigruðu Breiðblik 96:51 og Haukar sigr- uðu B-lið Njarðvíkinga 51:71. Leikur ÍR og Grindavíkur var mjög harður og vamarleikurinn var í fyrirrúmi. Grindvíkingar skor- uðu tvö fyrstu stigin, en eftir það tóku ÍR-ingar við og leiddu lengst af með 6-10 stigum. I hálfleik var staðan 34:28, ÍR í vil. Grindvíkingar söxuðu á forskot ÍR-inga í síðari hálfleik, en tókst ekki að jafna fyrr en á síðustu sek- úndunum. Þegar tvær mínútur voru til leiksloka var staðan 63:59, ÍR- ingum í vil, en Grindvíkingum tókst að jafna á síðustu sekúndunum. Síðustu körfu leiksins skoraði Guð- mundur Bragason þegar örfáar sek- úndur vom til leiksloka. Stig ÍR: Karl Guðlaugsson 19, Jon Öm Guðlaugsson 16, Ragnar Torfason 13, Björn Steffensen 8, Johannes Sveinsson 5 og Vignir Hilmarsson 2. Stig UMFG: Guðmundur Bragason 15, Rúnar Ámason 15, Eyjólfur Guðlaugsson 11, Hjálmar Hallgrímsson 6, Steinþór Helgason 5, Jon Páll Haraldsson 5, Ólafur Þ. Johannesson 4 og Guðlaugur Jóhannsson 2. Auðvett hjá meisturunum Njarðvíkingar unnu auðveldan sig- ur yfir botnliði Breiðbliks, 96:51. Það voru reyndar aðeins átta Blikar sem mættu til leiks og áttu aldrei möguleika gegn meisturunum. Njarðvíkingar náðu strax góðu for- skoti og í hálfleik var staðan 47:27. Breiðablik skoraði svo ekki stig fyrstu sex mínúturnar í síðari hálf- leik og þá breyttist staðan í 61:27 og það sem eftir var leiksins var aðeins formsatriði. Þrír bræður léku í liði Njarðvíkur, þeir Teitur, Sturla og Gunnar Ör- lygssynir og stóðu sig vel. Stig UMFN: Valur Ingimundarson 16, Teit- ur Órlygsson 14, Ámi Lárusson 12, Helgi Rafnsson 10, Hreiðar Hreiðarsson 10, Ell- ert Magnússon 10, Sturla Örlygsson 9, Frið- rik Ragnarsson 7, Gunnar Órlygsson 6 og Jóhann Sigurðsson 2. Stig UBK: Hannes Hjálmarsson 17, Guð- brandur Stefánsson 10, Kristján Rafnsson 8, Ólafur Adolfsson 6, Óskar Baldursson 4, Sigurður Bjamason 4 og Kristinn Al- bertsson 2. Þá gömlu skorti úthald B-lið Njarðvíkur, sem var að mestu skipað gömlum stjörnum, sýndi oft skemmtileg tilþrif gegn Haukum. Þeir gömlu höfðu engu gleymt, nema kannski úthaldinu og eftir góða byijun urðu þeir að sætta sig við tap, 51:71. I liði Njarðvíkur voru m.a. Guð- steinn Ingimarsson, Brynjar Sig- mundsson og Gunnar Þorvarðarson. Þeir byijuðu vel og höfðu forystuna framan af, en smám saman náðu Haukar undirtökunum og í hálfleik var staðan 27:33, Haukum í vil. Munurinn jókst smám saman í síðari hálfleik og sigur Hauka var öruggur. Þorsteinn Bjarnason var allt í öllu í liði Njarðvíkur og átti rríjög góðan leik. Henning Henningsson átti góð- an leik hjá Haukum og Pálmar Sig- urðsson átti góðan kafla í síðari hálfleik, en þá skoraði 4 þriggja stiga körfur, en það voru reyndar einu stigin hans í leiknum. Stig UMFN b: Þorsteinn Bjarnason 22, Júlíus Valgeirsson 7, Stefán Bjarkason 6, Brynjar Sigmundsson 5, Gunnar Guð- mundssson 4, Gunnar Þorvarðarson 4, Guð- steinn Ingimarsson 3. Stig Hauka: Henning Henningsson 20, ívar Ásgrímsson 15, Pálmar Sigurðsson 12, Skarphéðinn Eiríksson 9, Tryggvi Jonsson 6, Rúnar Guðjónsson 4, Sveinn Steinsson 3 og Ingimar Jónsson 2. Pátur Pétursson. Mm FOLK ■ ÞRÍR leikmanna KR í knatt- spymu eru nú famir til Hollands þar sem þeir munu dvelja við æfing- ar hjá Excelsior í Rotterdam. Þetta eru Björn Rafnsson, Heimir Guðjónsson og Pétur Pétursson. Það má segja að Pétur sé þarna á heimavelli Feyenoord, sem hann lék á sínum tíma með við frábæran orðstír, er einmitt frá Rotterdam. ■ WAYNE Gretzky, sem talinn er besti leikmaður ísknattleiksdeild- arinnar í Bandaríkjunum setti met í fyrrakvöld. Hann gaf sendingu á finnska félaga sinn Jari Kurri og hann skoraði fyrsta markið í leik Edmonton Oilers gegn Los Ange- les Kings. Það merkilega við þessa sendingu var að hún var 1.050. stoðsending Gretzky og þar með sló hann gamalt met Gordie Howe sem var 1.049 sendingar. Gretzky hefur aðeins leikið í 9 ár í deild- inni, en átta sinnum verið kosinn besti leikmaður deildarinnar. Þess má geta að það tók Gretzky aðeins 681 leik að ná metinu, en Howe hafði notað 1.707 leiki til að setja það. Eftir leikinn óskaði Howe Gretzky til hamingju með metið og sagði að hann hefði ekki viljað sjá neinn annan slá metið. gengið og liðið er í botnbaráttu. Þá eru einnig allir líkur á að so- véski leikmaðurinn Júri Gagín, sem er hjá Milbertshofen snúi aft- ur heim. Hann hefur lítið sýnt í vetur. Nú er rætt um rúmensku stórskyttuna Vasili Stinga sem líklegastan eftirmann Gagíns. I BLACKPOOL keypti í gær miðvörðinn Larry May frá Sheffi- eld Wednesday á 100 þúsund pund. May er 29 ára og kom til Sheffield Wed. frá Barnsley í fyrra. ■ BRYAN Robson verður í liði Manchester United gegn Nor- wich um næstu helgi. Robson meiddist fyrir skömmu, en hefur nú náð sér að nýju og útlit er fyrir að nái fleiri leikjum en hann hefur náð þau sex keppnistímabil sem hann hefur verið hjá Manchester United. Hann hefur nú Ieikið 29 leiki, en hann hefur aldrei leikið fleiri en 33 leiki á einu keppnistíma- bili. I MICHEL Platini, knatt- spymukappinn góðkunni, var meðal áhorfenda á leik Bayem Miinchen og Real Madrid í fyrrakvöld. Hann lýsti leiknum fyrir frönsku sjón- varpsstöðina Canal PIus. Platini notaði tækifærið og bauð tveimur leikmanna Bayem, þeim Pfaff markverði og miðvallarleikmannin- um Lothar Mattheus sæti í heims- liði sem hann velur og á mæta sér- stöku úrvalsliði Platinis í Nancy 23. maí í vor. Það verður opinber kveðjuleikur leikmannsins, en hann hóf einmitt ferilinn með liði Nancy. IR kærir jafnteflið viðUMFG „KKÍ geturekki breytt alþjóðaregl- um,“ sagði Einar Bollason, þjálfari ÍR, eftir leikinn í gærkvöldi IR-INGAR hafa kært úr- slitin í leik þeirra gegn Grindavík ígær. Leiknum lauk með jafntefli, 63:63, en samkvæmt alþjóð- legum körfuknattleiksreglum geta leikir ekki_ endað með jafnt- elfi. Stjórn KKÍ ákvað hinsvegar í haust að gera undantekningu frá þessari reglu í bikarkeppninni. Þetta mun vera í fyrsta sinn sem leik í bikar- og deildakeppni í körfuknattleik lýkur með jafn- tefli, en venjan er að framlengja þar til annað liðið hefur náð að knýja fram sigur. „Leikir eiga ekki að geta endað með jafntefli í körfubolta og KKÍ getur ekki breytt alþjóðareglum,“ sagði Einar Bollason, þjálfari ÍR, í samtali við Morgunblaðið eftir leikinn í gærkvöldi. „Þetta er í fyrsta sinn á íslandi sem leik lýk- ur mað jafntefli í körfubolta á íslandi og jafnvel í heiminum og það brýtur greinilega í bága við alþjóðareglur.“ ÍR-ingar skrifuðu athugasemd á leikskýrsluna og hún mun líklega fara fyrir fund KKÍ síðar í vikunni. KNATTSPYRNA Halldór leikur með Brann í dag Tekursvo þátt íinnanhússmóti meðfélaginu á sunnudaginn HALLDÓR Áskelsson frá Þór á Akureyri hélt í gærmorgun til Bergen í Noregi þar sem hann dvelst fram yfir helgi og æfir með liði Brann. Halldór æfði með okkur í dag og spilar æfingaleik með okkur gegn 2. deildarliði á morg- un [í dag],“ sagði Teitur Þórðar- son, þjálfari Brann, í samtali við Morgunblaðið í gærkvöldi. Æfingaleikurinn átti að vera á laugardag, en var færður fram. „Strákamir eiga frí á laugardag- inn en við tökum þátt í innan- hússmóti hér nálægt Bergen á sunnudaginn og Halldór leikur með okkur þar. Síðan æfír hann með okkur á mánudaginn áður en hann fer heim aftur," sagði Teitur. Halldór Áskelsson. Ásgeir Sigurvlnsson. hsSm FOLK ■ ASGEIR Sigurvinsson verður með Stuttgart gegn Köln í þýsku úrvalsdeildinni á morgun. Hann er orðinn góður af meiðslum í öxl sen^^ hrjáðu hann. ■ JOHAN Cruyff, sem hefur verið orðaður sem arftaki Luis Aragones sem þjálfari Barcelona, segir að hann hafi ekki áhuga' á starfínu. Cruyff, sem lék á sínum tíma með Barcelona, var meðal áhorfenda á leik Barcelona og Bayer Leverkusen í Evrópu- keppninni í fyrra kvöld. ■ SIGURÐUR Sveinsson og félagar í Lemgo nældu í mjög dýr- mætt stig í þýsku úrvalsdeildinni í a vikunni er þeir gerðu jafntefli, 22:22, gegn Wallau Massenheim á útivelli. Sigurður lék mjög vel og skoraði sex mörk. ■ LÖGREGLUMENN á leikjum í knattspymunni í Bretlandi kostar drjúgan skilding. Á síðasta keppn- - istímabili þurftu liðin í Englandi og Skotlandi að borga samtals 3.5 miljónir punda, um 235 miljónir ísl. kr. Það var skoska liðið Celtic sem borgaði mest, 1.28 miljón pund. Chelsea, Liverpool, Manchester United og Arsenal borguðu öll yfir 100.000 pund, Chelsea þó mest eða um 114.000 pund. Það var þó 2. deildar liðið Millwall sem borgaði mest hlutfallslega, pund á hveija 1.000 áhorfendur. ■ JÓHANN Ingi Gunnarsson, fyrrum þjálfari vestur-þýska meist- araliðsins Tusem Essen, lenti í þriðja sæti í kjöri þjálfara ársins í Þýskalandi að þessu sinni. Frá þessu var greint .í nýjasta hefti handboltablaðsins Handball Magaz- ine, en lesendur blaðsins kjósa. Petre Icvanescu, landsliðsþjálfari, fékk flest atkvæði, um 3.000, Heine Brand, þjálfari Gummers- bach, varð annár og Jóhann Ingi þriðji með um 1.500 atkvæði. Fjórði var svo þjálfari Páls Ólafssonar og félaga hjá Diisseldorf, Bred- emayer. Til gamans má geta þess að Jóhann Ingi var kjörinn þjákí-__ ari ársins í fyrra. „Ég er ánægður með útkomuna nú miðað við að ég var sendur snemma í sumarfrí!" sagði Jóhann Ingi í gær. JUDO íslandsmót unglinga á Akureyri - ÆT Islandsmót í júdó, fyrir 21 árs og yngri, verður haldið á Akureyri um helgina. Keppt er í flokkum drengja 15 ára og yngri, 16-18 ára og 19-21 árs og í kvennaflokki. Motið héfst í fyrramálið kl. 11.00 í íþróttaskemmunni á Oddeyri. keppendur eru skráðir.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.