Morgunblaðið - 22.03.1988, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 22.03.1988, Blaðsíða 1
96 SIÐUR B tfgnnH*fr!fe STOFNAÐ 1913 68. tbl. 76. árg. ÞRIÐJUDAGUR 22. MARZ 1988 Prentsmiðja Morgunblaðsins Persaflóastríðið: 51 maður talinn af Ósló, Reuter. ÓTTAST er að 51 sjómaður hafi farist er íraskar orustuþot- ur gerðu árás á tvö írönsk olíu- flutningaskip sem lágu við Kharg-eyju á Persaflóa. Mun þetta vera mannskæðasta árás sem gerð hefur verið á olíuskip það sem af er Persaflóastríðinu. Aage Holstad talsmaður útgerð- arfélagsins Viking Management sem hefur aðsetur í Singapúr og gerir út annað skipið sagði í sam- tali við norska útvarpið í gær, að 51 maður væri talinn af. Þeirra á meðal er einn sænskur yfírmaður auk þess sem fjórir Filippseyingar lifðu árásina af en hún var gerð á laugardag. Skotið var á skipin við Kharg- eyju þar sem verið var að dæla olíu í tanka þeirra. Skipin eru að hluta til í eigu norskra aðila og að sögn þeirra féllu tugir írana í árásinni. Litlar fregnir hafa borist af árásinni og er talið að íranir vilji ekki að fréttir af henni berist út vegna mikilvægis Kharg-eyju fyrir olíuútflutning þeirra. Þetta er í fyrsta sinn sem staðfest er að írakar hafi valdið umtalsverðu tjóni í íran frá því Persaflóastríðið braust út fyrir tæpum átta árum. Reuter Bandarískir hermenn við æfingar i Hondúras skammt frá landamær- um Nicaragua. Æfingarnar hófust i gær og taka hermenn frá Hond- úras einnig þátt i þeim. 3.200 bandariskir hermenn eru i landinu en áætlað er að æfingarnar standi yfir í þijá til fjóra daga. Sovétríkin: Mótmæli Armena o g Krím-tatara Moskvu, Reuter. ÞÚSUNDIR manna flykktust út á götur Jerevan, höfuðborgar Arm- eníu, í gær til að mótmæla fréttum í sovéskum fjölmiðlum sem þóttu gefa til kynna að ekki yrði gengið að kröfum Armena um yfirráð yfir landbúnaðarhéraðinu Ngorno-Karabakh. Um 2.000 Krím-tatarar gengu fylktu liði um götur borgarinnar Simferopol á sunnudag og kröfðust þess að fá að snúa aftur til heimalands sins á Krim-skaga. Heimildarmenn fteuíers-frétta- stofunnar sögðu um 7.000 manns hafa safnast saman í miðborg Jere- van til að andmæla fréttaflutningi Prövdu, málgagns sovéska komm- únistaflokksins í gær. Grein sem birt- ist í blaðinu í gær þykir gefa til kynna að ekki verði gengið að kröfum Arm- ena í deilu þeirra og Azerbajdzhana, sem kostaði 32 menn lífið í síðasta mánuði. Andófsmaðurinn Alexander Podrabinek, sem ritstýrir tímariti einu er nefnist Express-Khronika, sagði í gær að 2.000 Krím-tatarar hefðu safnast saman í borginni Sim- feropol á sunnudag og krafist þess að fá að snúa aftur til heimalands sfns. Jósef Stalín, þáverandi leiðtogi sovéska kommúnistaflokksins, lét flytja Krím-tatara nauðungarflutn- ingum frá heimalandi sínu á árum síðari heimsstyijaldarinnar eftir að hafa sakað þá um að eiga samvinnu nasista. Sjá einnig: „Pravda segir ... “ á bis. 35. Kontra-skæruliðar og sandinistar hefja friðarviðræður í Nicaragua: VoDnahlé boðað á meðan viðræðumar fara fram Tegucigfalpa, Sapoa, Managua, Sameinuðu þjóðunum, Reuter. FRIÐARVIÐRÆÐUR stjórnar sandinista og kontra-skæruliða hóf- ust í gær í Sapoa í Nicaragua. Fulltrúar hinna stríðandi fylkinga hafa náð samkomulagi um að hætta hernaðaraðgerðum á meðan friðarviðræðurnar standa yfir. Bandarískar liðsveitir hófu í gær heræfingar nærri landamærum Nicaragua og sögðu bandarískir þingmenn sem fylgdust með þeim að þeir hefðu fengið fullgildar sannanir fyrir því að hermenn sandinista hefðu farið inn yfir landa- mæri Hondúras. Bandarísk þyrla hrapaði i gærkvöldi í Hondúras um 60 kílómetra norður af landamærum Nicaragua og sagði í tilkynningu bandarisku herstjórnarinnar að orsök hrapsins væri ekki kunn. og slösuðust þeir allir. Talsmaður- inn sagði ekki vitað af hvaða sök- um þyrlan hefði hrapað en unnið var að rannsókn málsins. Sjá einnig „Óvefengjanlegar sannanir. . . á bls. 34. Noregur: Hugðust ræna sex milljörðum Osló, frá Rune Timberlid, fréttaritara Morgimblaðsins. LÖGREGLAN í Osló handtók um lielgina par á þrítugsaldri, sem reynt hafði að fremja stærsta bankarán i sögu Nor- egs. Fólkið hugðist ræna rúm- um sex milljörðum íslenskra króna með þvf að færa fjár- munina inn á bankareikning i Sviss. Fólkið starfaði við reiknistofn- un norsku bankanna sem á degi hveijum sér um reikningsfærslur sem samtals nema um 30 til 35 milljörðum fsl. króna. Rænin- gjamir höfðu opnað 13 banka- reikninga í Noregi og einn f Sviss og hugðust færa milljarðina sex inn á þann reikning. Ætlaði parið sfðan flytjast til Spánar og lifa þar í vellystingum. Við reglubundið eftirlit sáu starfsmenn reiknistofnunarinnar að ekki var allt með felldu. Þá höfðu ræningjamir hætt störfum og vom komnir til Sviss. Þegar þeim varð ljóst að peningamir höfðu ekki verið yfirfærðir ákváðu þeir að snúa aftur heim til Nor- egs. Þar var fólkið handtekið og hefur það nú verið dæmt í fjög- urra vikna varðhald. Þetta er í fyrsta skipti sem frið- arviðræður skæruliða og stjóm- valda fara fram í Nicaragua frá því hinir fyrmefndu hófu að beij- ast gegn sandinistum fyrir um sjö ámm. Talsmaður skæruliða til- kynnti skömmu áður en viðræðum- ar hófust að ákveðið hefði verið að ekki yrði ráðist á stjómar- hermenn á meðan viðræðumar stæðu yfir. Skömmu áður hafði Humberto Ortega, varnarmálaráð- herra Nicaragua, birt viðlíka yfir- lýsingu á blaðmannafundi í Sapoa. Bandarískir hermenn sem sendir hafa verið til Hondúras að ósk stjómvalda þar hófu í gær æfingar í Jamastran, skammt frá landa- mæmm Nicaragua. Sjö banda- rískir þingmenn sem fylgjast með æfingunum sögðu á blaðamanna- fundi í gær að stjómvöld í Hondúr- as hefðu lagt fyrir þá gögn, m.a. loftmyndir, sem sýndu greinilega að hersveitir sandinista hefðu ráð- ist inn yfír landamærin í síðustu viku er hafín var ný sókn gegn kontra-skæruliðum. Talsmaður herstjómar Hondúras skýrði frá því í gærkvöldi að svo virtist sem hermenn sandinista væru allir á brott úr landinu. Hermenn frá Hondúras væru komnir til átaka- svæðanna við landamærin og hefðu þeir ekki séð til hermanna frá Nicaragua. Hins vegar væri ekki óhugsandi að hermenn leynd- ust á þessu svæði sem er mjög erfitt yfirferðar og yrði leit haldið áfram úr lofti. Talsmaður bandaríska vamar- málaráðuneytisins skýrði frá því í gærkvöldi að bandarísk herþyrla hefði f gærkvöldi hrapað til jarðar skammt frá landamærum Nic- aragua. Níu manns voru í þyrlunni Reuter Fjöldamorða minnst Hundmð þúsunda svartra íbúa Suður-Afríku lögðu niður störf í gær til að heiðra minningu 69 blökkumanna sem lögreglumenn myrtu í Sharpville, skammt frá Jóhannesarborg, árið 1960. Hefur þessa dags ævinlega verið minnst með andófsaðgerðum og verkföll- um. Stjómvöld hafa lagt bann við verkföllum af pólitískum toga en þrátt fyrir það lagðist atvinnulíf að mestu niður í hverfum blökku- manna f og við Jóhannesarborg. Hins vegar mun þátttakan hafa verið lítil í Durban og Höfðaborg. Myndin var tekin við Witwater- strand-háskólann i Jóhannesarborg f gær en þar minntust námsmenn hinna látnu með því að koma fyrir 69 krossum á skólalóðinni. Kyn- þáttastefna hvíta minnihlutans var fordæmd og á spjöldunum sem mennimir á myndinni halda á seg- in „Drápunum linnir ekki“.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.