Morgunblaðið - 22.03.1988, Side 16

Morgunblaðið - 22.03.1988, Side 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 22. MARZ 1988 Kindum hefur fækkað um 25%, aðallega á „réttum svæðum“: — en Stór-Reykvíkingar eru fastheldmr á sauðfé... eftir ÓlafH. Torfason Missögn á fundi og í blaði í opnu Morgunblaðsins 23. febr- úar sl. birtist ískyggileg frásögn af fundi um umhverfísmál á vegum aðila innan Sjálfstæðisflokksins. Frummælandi úr Fossvogi boðaði gestum pefnilega dapur í bragði að „sauðfé hefði... fækkað mest á jaðarsvæðum, en ekki þar sem gróðureyðing væri mest“, að sögn blaðsins. Ræðumaðurinn er í hópi þeirra nemenda í Háskóla íslands sem hafa ref í merki sínu og stað- festi síðar að rétt væri eftir haft. Þetta væri alvarlegt mál, ef satt reyndist, og öfugt við stefnuna sem nú er uppi. Hér var aðeins misskiln- ingur á ferðinni hjá velmeinandi ungum manni. Það er samt íhugun- arefni hve litlu það virðist stundum skipta í orðaleikjum borgarinnar, að bændur fái að njóta sannmælis fyrir þau verkefni sem þeir hafa nú með höndum til hagsbóta fyrir landið og eru ekki vandræðalaus fyrir þá sjálfa. Orð Fossvogsbúans unga eru sér- lega óviðeigandi fyrir þá sök að á höfuðborgarsvæðinu fækkar sauðfé hægar en í flestum sambærilegum héruðum „úti á landi". Stór-Reylqavíkurbændur metta þúsund manns Miðað við höfðatölu kinda eru POTT- ÞETTAR PERUR AGOÐU Allar RING bílaperur bera merkið © sem þýðir að þær uppfylla ýtrustu gæðakröfur E.B.E. Reykjavík og nágrannabæir sterkt vígi sauðfjárræktar. Niðurskurður er í gangi um land allt, en hér syðra fækkar hlutfallslega minna en ann- ars staðar í þéttbýli á íslandi og ekki nóg með það: Seltjamames er eina sveitarfélagið á landinu okkar þar sem sauðfé fjölgaði á undan- fömum áratug, og um hvorki meira né minna en 100%. Þar var ekkert sauðfé 1977, en 1986 skráðar 10 kindur. Fjárstofn Reykvíkinga var árið 1986 samtals 598 vetrarfóðraðar kindur, (eða um 1V2 fjölskyldubú), en Kópavogur, Garðabær og Hafn- arfjörður höfðu þá samanlagt 1179 §ár á fóðmm. Þessi 4 kostahémð gefa af sér árlega nokkum veginn mátulega í matinn af kindakjöti í heilt ár fyrir alla íbúa Dalasýslu, ef miðað er við meðalafurðir og neyslu núna. Hér fylgja sýnishom af misjafn- lega hraðfara hnignun sauðfjárbú- skapar í þéttbýli. Njarðvíkingar em komnir lengst, alveg búnir að út- rýma Ovis Aries, en íbúar höfuð- borgarsvæðisins em vitaskuld fastari á fé en flestir aðrir. Fækkun sauðfjár í nokkmm kaup- stöðum 1977—1986: Njarðvík 100% Siglufjörður 74% Eskifjörður 69% Akureyri 66% Sauðárkrókur 63% Seyðisfjörður 59% Neskaupstaður 58% Vestmannaeyjar 53% Akranes 47% Höfuðborgarsvæðið 45% Stór-Reykjavík á samt ekki met- ið, eins og nú er sagt. Fimm sauð- fjárelskir kaupstaðir eiga sýnu erf- iðara en höfíiðborgarsvæðið með „að laga búvömframleiðsluna að innanlandsþörfum", eins og bændur hafa stefnt að skv. Búvörulögunum frá 1985: Grindavík, Bolungarvík, ísafjörður, ÓlafsQörður og Húsavík, en þar er fækkun alls staðar innan við þau reykvísku 45% á 10 ámm. Tölur fyrir 1987 em ekki komnar. Sauðfé fækkar mest á Suðurlandi Umskiptin em mikil: Undanfar- inn áratug hefur fjórðungurinn af sauðfjárstofni íslendinga horfíð af yfírborði jarðar (24,62), en hlut- fallslega minna á jaðarsvæðum" heldur en annars staðar. Vetrar- fóðmðum hausum fækkaði á ámn- um 1977—1986 um 220 þúsund. (Ýmsa furðar á því að kjöt af full- orðnu skuli hafa lagst til á sama tíma.) Sauðfénu fækkar minnst, eða um 20,99% á Vestfjörðum í heild. 12,72% í A-Skaftafellssýslu. 11,61% í Dalasýslu. 11,1% í V-Skaftafellssýslu. 8,82% í A-Barðastrandarsýslu. 7,22% í Strandasýslu. Þetta em aðeins dæmi. Samtals hefur fækkað um tæplega 45 þús- und vetrarfóðraðar kindur á ofan- greindum jaðarsvæðum" á 10 K Timamót í Ijósritun aCQhf SKIPHOLT117 105 REYKJAVlK SÍMI: 91 -2 73 33 Ólafur H. Torfason „Miðað við höfðatölu kinda eru Reykjavík og- nágrannabæir sterkt vígi sauðfjárræktar. Niðurskurður er í gangi um land allt, en hér syðra fækkar hlut- fallslega minna en ann- ars staðar í þéttbýli á íslandi.“ ámm. Sumt var skorið vegna riðu- veiki, svo raunfækkun er minni, því þar á bæjum geta menn tekið fé aftur eftir ákveðinn tíma. Samdrátturinn í sauðfjárrækt er því einkum annars staðar, eins og hér sést á töflu og korti: Kindaeign hefur minnkað um 42,5% á Reykjanessvæði í heild. 59,24% í Gullbringusýslu. 37,24% í Kjósarsýslu. 35,22% í Ámessýslu. 29% í Eyjafírði. 27,57% í Mýrasýslu. 24,84% á Norðurlandi vestra. 23,87% í Rangárvallasýslu. • Samtals hafa gufað upp af ofan- greindum svæðum tæplega 115 þúsund vetrarfóðraðar kindur á áratug. Mestu munar á Suðurlandi, um rúmlega 48 þúsund fjár. Hvað þýðir þetta? Létt hefur á beitilöndum sem svarar matarlyst 220 þúsund full- orðinná kinda síðustu 10 ár. Auk þess hafa bændur í auknum mæli kyrrsett fé í heimahögum allt árið, hætt að reka á fjall. Akveðinn há- marksfjöldi fjár (ítala) er tilgreindur á 7 afréttum. Beitartími á fjöllum hefur verið styttur, nú er víða rekið seinna sumars og smalað fyrr. Tímamótaárið 1987 1) Landgræðslustjóri og fleiri hafa lýst það tímamót, að 1987 var sauðfjárbændum sem vilja fækka boðin 15% hærri greiðsla fyrir kvót- ann á þeim svæðum, þar sem ástæða er til fækkunar af land- og gróðurvemdarástæðum. (Gráu flet- imir á kortinu.) 2) Sauðfjáreigendum í þéttbýli em nú líka boðin sérstök kjör ef þeir losa sig við allt sauðfé. Sauðfé í bæjum hefur reyndar fækkað örar en í sveitum, eða um 49% frá árinu 1977. í þéttbýli em nú um 1,4% af heildarfjölda fjár í landinu, eða 9500 vetrarfóðraðar kindur af 674 þúsundum alls. 3) Ásetningur fjár í landinu á þessum vetri er enn ekki tiltækur, þó er ljóst að áfram er um vemlega fækkun að ræða, etv. 6—8%. Hver er vilji bænda? Stofnfundur Landssamtaka sauðfjárbænda 1985 túlkaði við- horfíð með samhljóða ályktun: „Sauðfjárbændur ... lýsa fullum vilja sínum til að koma beitarmálum í það horf að landið bíði ekki hnekki af, enda beint fjárhagslegt atriði að land sé hóflega nýtt. Bændur vilja lifa í sátt við land sitt og þjóð.“ Aðalfundur Stéttarsambands bænda 1987 samþykkti í samhljóða ályktun: „Fundurinn skorar á alla bændur að sýna (gróðurvemdunarmálum) fullan skilning og mæta með vel- vilja og skilningi sjónarmiðum þeirra sem af einlægni vilja stuðla að hóflegri nýtingu gróðurs og vemdun náttúru." Höfundur er forstöðumaður Upp- lýsingaþjónustu landbúnaðarins. Fækkun kaupstaöakinda Sauðfé eftir Fækkun í % Höfuöborgarsvæðið Njarðvík Siglufj. Eskifj. Akureyri Sauöárkr. Seyðisf. Nesk. Vestm. Akranes Höfuðb.sv. UPPLÝSINGAÞJÓNUSTA LANDBÚNAÐARINS 1988 FÆKKUN SAUÐFJAR 1977-1986 Á gráu svæðunum er sauðfjárbændum boðin 15% hærri greiðsla fyrir fullvirðisrétt, efþeirhætta. FÆKKUN A LANDINU ÖLLU: 220 ÞÚS.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.