Morgunblaðið - 22.03.1988, Page 17

Morgunblaðið - 22.03.1988, Page 17
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 22. MARZ 1988 17 Ferðamál á f slandi: Hvalfjörður eftir Einar Þ. Guðjohnsen Fróðlegt er að fygljast með um- ræðum og skrifum um göng eða brú yfir utanverðan Hvalfjörð. Nú síðast grein í Morgunblaðinu 9. mars þar sem uppdrættir fylgja. Það er langt síðan að fyrst var farið að tala og skrifa um þessi mál. Friðrik Þorvaldsson á Akra- borginni, eins og hann gjama var nefndur, skrifaði nokkrar greinar og birti tölur um kostnað við brúar- gerð, en lauslega kostnaðaráætlun hafði hann látið erlenda fagmenn gera. Þær tölur voru alls ekki svim- andi háar, en stjómmálamenn höfðu ekki áhuga og umræður féllu niður. Nú er málið komið aftur á dag- skrá og meira að segja „arðsemi“ reiknuð jákvæð. Hvalfjörðurinn er ákaflega fallegnr og allt umhverfi hans, en hann er langur og tafsam- ur ef menn em að flýta sér lengra áfram. Þess vegna er allt þetta tal um brú eða göng mjög mikilvægt fyrir samgöngur og ferðamál. Lítum aðeins á þessa hugmynd að vegi og veggöngum sem birtist í mbl. 9. mars. Einhvem veginn finnst mér þetta rislágt og vafasamt mannvirki og ekki sú gerð, sem gleður auga ferðamannsins. Hinum 4 km breiða Hvalfírði er nánast lokað og eftir skilið 700 m breitt hlið sem á að verða færst stærstu skipum. Það er nokkuð ljóst, að sjávarfalla- straumar verða geysilega öflugir í þessu hliði og verður að vera vel gengið frá veggstokki og fyllingum, ef ekki á undan að láta. Og hvað með fískigengd í fjörðinn? Frá miðj- um fírði og upp undir land að norð- an er um 1,5 km breið og 30—40 „Brú yfir utanverðan Hvalfjörð hefir lengi verið nauðsynleg- sam- göngubót og hlýtur að koma innan fárra ára.“ m djúp renna, sem yrði lokað að hálfu með mikilli fyllingu. Mjög svipað verður dæmið ef farið er aðeins utar, eða um Hnausa. Það er samt mun æski- legra vegna Akraness, því að auð- vitað verður vegurinn að liggja vest- an Akrafjalls til þess að þjóna betur þéttbýlinu. Síðan heldur vegurinn áfram yfir Ósa og á núverandi veg nálægt Fiskilæk. Falleg mannvirki eru meðal þess eftirsóknarverðasta að skoða fyrir ferðamenn hvar sem er í heiminum. Brýr eru í þeim flokki og þess vegna eru brýr miklu æskilegri en göng yfir firði og ár, ef um svipaðan kostnað er að ræða. í Noregi hafa verið byggðar brýr yfir fjöldamarga firði og sund, margar þeirra glæsileg mannvirki, sem heimamenn eru stoltir af og ferðamenn dást að. Frægar eru brýmar við Tromsö, þar sem aðeins búa liðlega 50 þús- und manns. Önnur brúin er 1016 m löng og hin 1220 m, og báðar standa á fjöldamörgum stólpum eða súlum og 38 m yfir vatnsflötinn þar sem hæst er. Þessar brýr eru glæsi- leg mannvirki. Skammt frá Hammerfest, sem aðeins hefír um 8.000 íbúa, er hengibrú yfir Kvalsund með 525 m haf milli stólpa. Hér eru aðeins nefndar þrjár af fjöldamörgum brúm Noregs og það er alveg ljóst, að „arðsemi“ getur ekki alltaf verið hvati að brúargerð- inni. Nauðsyn situr í fyrirrúmi og Utanríkisráðherra heim- sækir Svíþjóð og Noreg OPINBER heimsókn Steingríms Hermannssonar utanríkisráð- herra til Svíþjóðar hófst í gær og stendur fram á miðvikudag 23. mars. Steingrimur fer i boði Sten Andersons utanríkisráðherra Svíþjóðar. Að heimsókninni lok- inni situr Steingrimur utanrikis- ráðherrafund Norðurlanda i Tromsö i Noregi dagana 23-24. mars og fer síðan til Olsó og dvel- ur þar i boði Torvald Stoltenberg utanríkisráðherra Noregs 24-25. mars. í Svíþjóð munu utanríkisráðherr- amir fjalla um ástand og horfur í alþjóðamálum, samvinnu Norður- landanna og samskipti íslands og Svíþjóðar. Jafnframt mun Steingrím- ur ræða sérstaklega við utanríkisráð- herranna og Anitu Gradin utanríki- sviðskiptaráðherra um fríverslum með fisk og fiskafurðir innan EFTA. Steingrímur mun einnig ganga á fund Karls XVI Gústafs Svíakon- ungs. A utanríkisráðerrafundinum í Tromsö verður m.a. rætt um ástand alþjóðamála, afvopnunarmál, Sam- einuðu þjóðimar, öryggi og samvinnu í Evrópu, ástandið fyrir botni Mið- jarðarhafs, Suður-Afríku, Mið- Ameríku, umhverfismál og kjama- vopnalaust svæði á norðurslóðum. Utanríkisráðherra mun einnig sitja sérstakan fund þeirra ráðherra Norð- urlandanna sem fara með þróunars- amvinnumál. Þar verður rætt um stofnun samstarfsráðs ráðherranna, norræna þróunarsamvinnusjóðinn, svæðisbundna samvinnu við Mið- Ameríku og ástandið í suðurhluta Afríku. í Osló munu utanríkisráðherrar íslands og Noregs eiga fund um sam- skipti landanna og um alþjóðamál Einnig mun Steingrímur Hermanns- son ganga á fund Ólafs V Noregs- konungs og ræða við fulltrúa úr ut- anríkismála- og stjómarskrámefnd norska stórþingsins. Viðbót við verslunarinn- réttingar Gínurog útstillinga- vörur í miklu úrvali á mjög hagstæðu verði. WVF.OFNASMIIJAN SÖLUDEILD HÁTEIGSVEGI7. S: 21220 Séð til Akrafjalls frá Reynivallahálsi. samtenging allra byggða landsins. f Malaysiu hafa þeir byggt 13,5 km langa brú, Penang-brúna, alla á stólpum og með hengibrú á miðri leið. Ekki held ég að Malaysia telj- ist samt til ríkra landa. Brú yfir utanverðan Hvalfjörð hefir lengi verið nauðsynleg sam- göngubót og hlýtur að koma innan fárra ára. Leiðin kringum Hvalfjörð heldur samt áfram að vera eftirsótt ferðamannaleið og verður kannski mun eftirsóttari þegar umferðar- þunginn er horfinn. Góðar samgöngur eru eitt mikil- vægasta mál þjóðarinnar og stór þáttur í jafnvægi í byggð landsins. Það er því leitt til þess að vita hve skammsýn stjómvöld em þegar þrengist í búi og draga þarf saman seglin. Alltaf er fyrst ráðist á út- gjöld til vegamála. Það er margt annað, sem skera má niður áður en komið er að vegamálunum. Höfundur er ferðamálafrömuður. 3+1+1 kr. 66.460,- 3+2+1 kr. 72.570,- Teaund: PANDÚA NÝSENDING Vorum að taka inn nýja sendingu afhinum þýsku PADÚA sófasettum sem klædd eru með hinu geysivinsæia gervi- efni LEÐUR-LÚX. Efnið, sem er mjög slitsterkt og endingar- • gott, er svo líkt ekta leðri að undrun sætir. Fœst í 7 litum. Pantana óskast vitjað. GreiÖslukjör MSA® húsgagnsriiöllin REYKJAVlK

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.