Morgunblaðið - 22.03.1988, Qupperneq 21

Morgunblaðið - 22.03.1988, Qupperneq 21
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 22. MARZ 1988 21 Galdrakarlarnir iyá Disney — Katzenberg og Michael Eisner. áhættu," segir Richard Frank, for- seti Disney-kvikmyndaversins og næst valdamesti maður þess, á eft- ir Katzenberg. „Outrageous For- tune varð ekki sú mynd sem við ætluðumst til, svo við gerðum tíu mismunandi útgáfur á átta vikum og leikstjórinn, Arthur Hiller, klippti og klippti. Three Men ... sló í gegn hjá kvenfólki á prufusýning- um en undirtektir karlmanna rétt þokkalegar. Svo við drógum til baka auglýsingar í Wheels of Fortune en keyptum upp knattspymutímana." Frank, sem spilar golf um helgar í stað þess að sitja fundi, hryllir sig yfir hinni „vélrænu afstöðu" Katz- enbergs til lífsins. „Ég gæti aldrei ákveðið hvem einasta miðvikudag hvaða mynd ég ætlaði að sjá klukk- an 6 á laugardegi," segir hann. Hin þráhyggjukennda umönnun smáatriða kemur berlega í ljós á markaðsfundinum á þakkargjörðar- sunnudeginum. Kvikmyndaverið hefur látið dreifa auglýsingamynd- um um næstu þijár kvikmyndir fyrirtækisins — Good Moming, Vi- etnam, endur-endursýningu Cinder- ellu og Shoot to Kill, spennumynd með Sidney Poitier og Tom Beren- ger — með hveiju einasta eintaki af Three Men ..., og skipað öllum kvikmyndahúseigendum að sýna úr þeim öllum þrem á undan sýning- um, en slíkt á sér ekki fordæmi. Um þakkargjörðarfríhelgina hefur Katzenberg fyrirskipað starfs- mönnum Disney að heimsækja öll þau 1.006 kvikmyndahús sem sýna Three Men..., til að ganga úr skugga um að auglýsingamar séu sýndar og útstillingar á góðum stöð- um. Og reyndar er „Disney-hópurinn" ekki á því að dekra við neinn. Paul Mazursky, leikstjóri og annar hand- ritshöfunda Down and Out in Be- verly Hills, fyrsta smellsins undir Katzenberg-stjóminni, varð síðar móðgaður. Disney neitaði að fjár- magna næstu mynd hans, byggða á sögu eftir Isaac Bashevis Singer um mann sem lifði af gyðingaof- sóknir Þriðja ríkisins. „Ef einhver gerir mynd sem tekur inn of§ár, á að leyfa honum að gera sína sérvitr- ingslegu, litlu mynd,“ segir Maz- ursky. Leikstjórinn og handrits- höfundurinn John Milius hefur aldr- ei unnið fyrir Disney því Katzen- berg rak hann útúr Paramount- kvikmyndaverinu. „Hann er dásam- leg mannvera ef hann er sammála þér,“ segir Milius, „en hefur enga siðferðilega samvisku og telur það kost.“ Missættið milli Miliusar og Katzenbergs hófst þegar Milius, sem framleiðandi Uncommon Valor, réð tónskáld án samráðs við Para- mount. Katzenberg vildi ekki leyfa manninum að útsetja myndina. „Ég þjáist ekki af feimni," svarar Katzenberg er hann er spurður hvað hvetji hann áfram, þó svo að augu hans séu lögð á flótta. „Ég er bara klaufskur að skoða sjálfan mig en á því betra með að sálgreina aðra. Ég veit hvort mér ber að beita einhvem þvingunum eða láta hann í friði til að fá það besta útúr hon- um. Katzenberg, sem er sonur verð- bréfasala, ólst upp einni húsaröð frá Michael Eisner á Park Avenue. Sú saga er oft sögð á hans heimili, að þegar stráksi var sex eða sjö ára, bað hann um reipi í jólagjöf. í spaugi keyptu foreldrar hans væna hönk af þvottasnúru handa snáðanum. „Hann snerti hveija gjöf,“ segir móðir hans, „lét þær allar liggja nema snúruna sem hann dundaði sér við allan daginn. Hann vissi alltaf nákvæmlega hvað hann vildi." Það sem hann þráði mest sumar- ið sem hann var 14, var að flýja unglingabúðimar í Kennebeck. Á þriðja degi sjötta sumarsins í búð- unum í Maine, þar sem samkeppnin var gífurleg, fór hnéskel hans úr skorðum. Katzenberg var ekki á því að eyða sumrinu í að fylgjast með öðrum spila tennis svo þann greip til þess ráðs að láta reka sig fyrir að spila póker uppá sælgæti. Hann eyddi sumrinu sem sjálf- boðaliði í fyrstu kosningaherferð Johns V. Lindsays fyrir borgar- stjóraembættinu í New York. „Ég hafði enga hugmynd um stjóm- málaviðhorf Lindsays," segir hann, „en þetta voru mun betri búðir en þær sem ég var rekinn úr.“ „Hann var alltaf þama. Klukkan tvö á nóttinni var hann að úða í sig öllu sem hann fann,“ segir Rich- ard Aurelio, sem varð aðstoðarborg- arstjóri í tíð Lindsay. „Þú gast ekki fullnægt geysilegum þörfum hans að vita um öll brögð, stjómunar- tækni, hemaðarlist." „Ef þig vantaði sex kaffíbolla klukkan þtjú að morgni, talaðirðu við litla montrass," segir Lindsay. „Ef þú þurftir á að halda 300 menntaskólakrökkum, gat hann útvegað þá með sólarhringsfyrir- vara — með því að lofa pizzum og gosi." Katzenberg gerði sér grein fyrir, er hann var 21 árs, að hann var enn of ungur til að vera tekinn al- varlega í stjómmálum. í kvik- myndaheiminum var aldurinn eng- inn þröskuldur, sagði Hollywood- framleiðandinn David Picker, vinur borgarstjórans. Árið 1974 var hann orðinn aðstoðarmaður Barry Dill- ers, sem þá var stjómarformaður Paramount og staðsettur í New York. Diller var einn margra, harðra kvikmyndamanna sem sáu sitt eigið upphaf í Katzenberg. „En hann var svo ágengur og ómöguleg- ur, hann ýfði svo margar flaðrir að ég gat ekki haldið honurn," segir Diller, sem sendi Katzenberg vestur til Hollywood 1977, „í markaðs- deildina, að sjá hvort hann þrauk- aði af það háskalega fólk sem þar vinnur." „Ef Katzenberg hefði lent í stöðu aðstoðarmanns forstjóra Good Year Tires væri hann á toppnum í þeim viðskiptum," segir Jerry Zucker, meðleikstjóri Airport og Ruthless People. Zucker og David bróðir hans vinna ekki lengur hjá Disney. „Við fáum engan nettóhagnað af Ruthless People," segir hann. „Við komum ekki fram í sjónvarpsþætti og kvörtum yfir hversu stóra, slæma kvikmyndaverið var vont við okkur. Við skrifuðum undir þessa samninga. En við höfum ekki áhuga fyrir að gera slíkt aftur." Um Touchstone-fullorðins-gam- anmyndaformúluna hefur Katzen- berg þetta að segja: „Eftir tvö ár verðum við ekki að gera sömu myndir og í dag. Hér ræður miklu að vera andstæður. Ef allir fara til vinstri, höldum við til hægri. Ef þeir gera tónlistarmyndir, snúum við okkur að drama. Ef þeir gera drama gerum við gamanmyndir." Fyrsta dramað frá Touchstone verður byggt á skáldsögu Sue Mill- ers, The Good Mother og fjallar um yfirráðarétt bams. Leonard Nimoy, sem allir vilja ráða þessa dagana, vegna velgengni Three Men ..., sem tekur að líkindum inn einar 200 millj. dala, hefur áhuga fyrir að leikstýra myndinni. Katzenberg opnar enn eina Diet- Coke. „Okkur á eftir að ganga illa,“ segir hann. „Fall okkar á eftir að verða mikið. Svona til þess eins að rétta af ballansinn eigum við eftir að gera eina af verstu mistökum kvikmyndasögunnar." En ekki núna, ekki alveg strax. Og ef hann getur stjórnað alheiminum, aldrei. Byggtágrein íNew York Times 7. feb. HER ER LAUSNIN HP LaserJet II gengur nú beint við IBM 36/38 =l 3 M =1 * EIMGIBOX Fyrirferparlítill „ , , w ,, , - / Hentar fyrir Ritvang 36 Smækkuo utskrift Oll útprentun/ / IBM 5219. prentara \ Hágæqaletur samhæfður Auðveldur í uppsetningu ■ , , _<■ -i' i /OO / i Ml Margar leturgerðl ★ Gott verð ★ Aukin afköst ★ Fleiri leturgerðir ★ Gengur jafnframt við PC tölvur ★ Lausnin sem IBM 36/38 notendur hafa beðið eftir Söluaðilar: GÍSLI J. JOHNSEN SF. n 1 4- % SKRIFSTOFUVÉLAR H.F. NÝBÝLAVEGI 16 • PO BOX 397 • 202 KÓPAVOGUR • SIMI 641222 Hvorfisgðtu 33, simi: 62-37-37 Akureyri:Tölvutæki-Bókval iúVv Kaupvangsstræti 4, sími: 26100 Okkar þekking í þína þágu
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.