Morgunblaðið - 22.03.1988, Síða 38
38
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 22. MARZ 1988
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 22. MARZ 1988
39
Útgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Aðstoðarritstjóri
Fulltrúar ritstjóra
Fréttastjórar
Auglýsingastjóri
Árvakur, Reykjavík
Haraldur Sveinsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Björn Bjarnason.
Þorbjörn Guðmundsson,
Björn Jóhannsson,
ÁrniJörgensen.
Freysteinn Jóhannsson,
Magnús Finnsson,
Sigtryggur Sigtryggsson,
Ágúst Ingi Jónsson.
Baldvin Jónsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar:
Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Kringlan 1, sími 83033.
Áskriftargjald 700 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 60 kr. eintakið.
Batnandi horfur
Igærmorgun var stigið stórt
spor áleiðis til friðar í
íslenzkum þjóðarbúskap 1988.
Þá náðust samningar milli iðn-
verkafólks og verzlunarfólks —
sautján þúsund launþega — og
viðsemjenda þeirra, með venju-
legum fyrirvara um samþykki
félagsfunda. Áður höfðu ýmis
stór og stefnumarkandi félög
gengið frá samningum. Þeirra
á meðal Dagsbrún í Reykjavík
og Hlíf í Hafnarfírði. Að
ógleymdum verkalýðsfélögum á
Vestfjörðum, sem raunar brutu
ís að þeirri þjóðarsátt sem nú
sýnist í burðarliðnum.
Að samningum við iðnverka-
fólk og verzlunarfólk gerðum
ætti að vera von til að áþekkir
samningar takizt við önnur
verkalýðsfélög, sem nú eiga í
viðræðum við vinnuveitendur.
Samningurinn gerir ráð fyrir
að laun hækki um 14,3% til
15,55% á samningstímanum,
sem er til 10. apríl 1989. Við
undirskrift samninga hækka
laun um rúmar tvö þúsund
krónur, en áfangahækkanir
koma sfðar til, 3,25% 1. júní,
2,5% 1. september, 1,5% 1. des-
ember og 1,25% þann 1. marz
1989. Þá er samið um sérstaka
desemberuppbót og yfírvinnu-
taxti verður einn. Einnig eru
ný ákvæði um veikindadaga,
verkmenntanámskeið og önnur
atriði.
Þessir samningar eru gerðir
við erfíðar horfur í þjóðarbú-
skapnum. í fyrsta lagi er gert
ráð fyrir að framleiðsla sjávar-
vöru til útflutnings, sem óx um
6% 1987, dragizt saman um
0,5% 1988. í annan stað standa
spár til 2% lakari viðskiptakjara
að meðaltali 1988 í vöruvið-
skiptum við umheiminn en
1987. í þriðja lagi horfír enn
til vaxandi viðskiptahalla. Við-
skiptahalli þjóðarinnar út á við
nam um 5000 milljónum króna
á liðnu ári. Spár Þjóðhagsstofn-
unar standa til rúmlega 11.000
m.kr. viðskiptahalla 1988. Við-
skiptahalli mælir eyðslu út á
við umfram tekjur og þjmgir
erlendar skuldir þjóðarinnar.
Þá jók það á vanda við samn-
ingsgerð að ýmsar þýðingar-
miklar útflutningsgreinar glíma
við alvarlegan rekstrarhalla.
Þær hafa sætt innlendum
kostnaðarhækkunum síðastlið-
in misseri langt umfram verð-
þróun á mörkuðum erlendis.
Þær geta ekki velt kostnaðar-
hækkunum yfír í verðlag, eins
og gerzt hefur þegar fram-
leiðsla og einkum þjónusta fyrir
innlendan markað á í hlut.
Þvert á móti hafa þær í sumum
tilfellum þurft að grípa til verð-
lækkana, til að mæta sam-
keppni frá öðrum fískveiðiþjóð-
um.
Þjóðhagsstofnun spáði á
dögunum 16% verðbólgu frá
upphafí til loka árs 1988, mjðað
við að kjarasamningar VSÍ og
VMSÍ yrðu fordæmi annarra
kjarasamninga og að meðal-
gengi krónunnar haldizt óbreytt
til ársloka. Þeir samningar, sem
iðnverkafólk og verzlunarfólk
hafa gert, eru lítið eitt ofan
þessara marka. Mestu varðar
hinsvegar að þær launahækk-
anir, sem um ræðir, gangi ekki
upp allan launastigann, eins og
oft hefur gerzt, og endi í al-
mennum verðlagshækkunum.
Það er of snemmt að spá í
efnahagsleg áhrif gerðra kjara-
samninga, sem líkur standa til
að verði stefnumarkandi fyrir
þetta ár. Þeir verða þó fyrirsjá-
anlega erfíðir fyrir atvinnufyr-
irtæki, sem standa frammi fyrir
samdrætti. Þeim fylgir og
nokkur verbólguhættu. í þeim
efnum er mikilvægt að stjóm-
völd stigi á tiltæka hemla, án
þess að hverfa frá þeirri frjáls-
ræðisstefnu í atvinnu- og við-
skiptalífí, sem fært hefur sam-
félag okkar nær öðrum velferð-
arríkjum.
Þessir samningar hafa einnig
jákvæðar hliðar, bæði frá sjón-
arhóli þeirra, sem nú rétta hlut
sinn, sejn og frá sjónarmiði
heildarinnar. Þeir hafa mikla
almenna þýðingu. Þeir eru
stefnumarkandi. Með þeim er
stigið mikilvægt skref til þess
að tryggja vinnufrið í landinu
fram á næsta ár. Þrátt fyrir
verðbólguhættur, sem rangt er
að loka augum fyrir, gefa þeir
nokkurt svigrúm til vama. Og
það er mjög mikilvægt, bæði
fyrir almenning og atvinnuvegi,
að það takizt að ná verðbólgu
hér á landi niður á sama stig
og í helztu viðskipta- og sam-
keppnisríkjum okkar. Aðeins
með þeim hætti getum við
tryggt rekstrar- og samkeppn-
isstöðu íslenzkra atvinnuvega;
skapað þeim skilyrði til að þró-
ast og eflast, meðal annars til
að rísa undir batnandi kjörum
landsmanna. Dýrmæt — og
stundum dýrkeypt — reynsla
stendur og til þess, að kaup-
hækkanir reynast því aðeins
kjarabætur að verðbólgan vaxi
ekki yfir þær.
Clive Archer frá háskólanum í Aberdeen:
Sovétmenn vilja losa
um tengsl Norður-
landa ogNATOrada
SOVÉTMENN hafa áttað sig á
þvi, að i flotastefnu Bandarikja-
manna felst nú, að bandarískum
herskipum er ætlað að sækja eins
norðarlega og unnt er á hættu-
tímum. Helst vUdu Sovétmenn
auðvitað, að bandaríski flotinn
héldi sig fyrir sunnan ísland, svo
að þeir gætu sjálfir athafnað sig
fyrir norðan ísland og á Noregs-
hafi eins og þeim hentaði. Sovét-
menn hafa jafnframt áttað sig á
því að nýjar áherslur í flota-
stefnu Bandaríkjanna á norður-
slóðum mælast ekki jafn vel fyr-
ir hjá öllum í Noregi, svo að
ilmmi sé tekið. Það kemur sér
vel fyrir sovésk stjórnvöld að ýta
undir óánægju og tortryggni í
garð Bandaríkjamanna. Þau vilja
gjarnan reka fleyg á milli Norð-
urlanda og NATO. Meðal annars
í þessu Ijósi ber að skoða Múrm-
ansk-tillögur Mikhaíls Gorba-
tsjovs, Sovétleiðtoga, frá 1. okt-
óber sl, sagði Clive Archer, kenn-
ari í alþjóðamálum og forstöðu-
maður Rannsóknastofnunar i
vamarmálum við háskólann i
Aberdeen í erindi, sem hann
flutti á fundi Samtaka um vest-
ræna samvinnu og Varðbergs sl.
laugardag. Á hinn bóginn taldi
ræðumaður, að af hálfu Atlants-
hafsbandalagsins hefðu menn
sýnt þessum tillögum of litinn
áhuga og verið of svifaseinir að
svara þeim.
Erindi sitt nefndi Clive Árchen
Vamir á Norður-Atlantshafí og við-
brögð vestrænna þjóða við Múrm-
ansk-ræðu Gorbatsjovs. Minnti Arc-
her á, að í ræðu sinni 1. október
1987 hefði Gorbatsjov rætt um
ýmis sameiginlég vandamál á norð-
urhveli jarðar. Sovéski leiðtoginn
fór jákvæðum orðum um aðild Nor-
egs og Danmerkur að NATO, þar
sem hvorugt ríkið heimilaði erlend-
ar herstöðvar eða kjamorkuvopn
innan landamæra sinna á friðartím-
um. Á hinn bóginn gagnrýndi hann
„ískaldan gust af heimskauta-
stefnu" Pentagons og hinn gífur-
lega fjölda kjamorkuvopna um borð
í kafbátum og herskipum. Gorba-
tsjov sagðist óttast stýriflaugar í
flugvélum og skipum eftir að samið
hefði verið um upprætingu meðal-
drægu eldflauganna á landi. Sovét-
menn vildu að norðurheimskautið
yrði friðarsvæði og lagði sovéski
leiðtoginn til að ríki ræddu um sam-
drátt í hemaðarlegri starfsemi á
norðurslóðum. Lagði hann fram sex
tillögur, tvær um öryggismál og
fjórar um nýtingu auðlinda og um-
hverfísmál.
Kjarnorkuvopnalaust
svæði á Norðurlöndum
Gorbatsjov ítrekaði tillöguna um
kjamorkuvopnalaust svæði á Norð-
urlöndunum. Archer minnti á, að
hún hefði fyrst verið kynnt af Búlg-
anin, forsætisráðherra Sovétríkj-
anna, á árinu 1958. í ræðu sinni
gerði Gorbatsjov tvö tilboð innan
ramma tillögunnar um kjamorku-
vopnalaust svæði. í fyrsta lagi sagði
hann að Sovétmenn myndu með
einum eða öðmm hætti ábyrgjast
kjamorkuvopnaleysið. í öðru lagi
sagði hann, að Sovétmenn væm
tilbúnir til þess að ræða við fulltrúa
Norðurlanda um vandamál tengd
svæðishugmyndinni. Hann sagði,
að Sovétmenn kjmnu að fjarlægja
kjamorku-eldflaugabáta sína frá
Eystrasalti og þeir hefðu auk þess
fíarlægt meðaldrægar eldflaugar
frá Kóla-skaga (líklega SS-5) og
flestar eldflaugar sínar á Len-
ingrad-herstjómarsvæðinu. Þá
hefðu ýmsar skammdrægar flaugar
verið fíarlægðar og hömlur settar
á heræfingar nálægt landamærum
Skandinavíu.
Clive Archer sagði að tilboð
Gorbatsjovs um ábyrgð væri eins
og tvíeggjað sverð. Það væri unnt
að skilja það sem boð um „nei-
kvæða ábjrrgð", það er loforð um
að beita ekki kjamorkuvopnum
gegn löndum á svæðinu. En það
gæti einnig þýtt, að Sovétmenn
vildu geta gengið úr skugga um,
að staðið væri við ákvæði samnings-
ins, það er að Sovétríkin og önnur
kjamorkuveldi hefðu rétt til eftirlits
í löndunum. Slík tilhögun yrði í
andstöðu við grundvallaratriði nor-
rænnar öiyggisstefnu síðan 1949,
en hún hefði miðað að því að halda
afskiptum risaveldanna innan
Norðurlanda í lágmarki.
Um fækkun í herafla Sovétríkj-
anna sagði Archer, að ekki mætti
giejrma því, að á Kóla-skaga við
landamærí Noregs, Svíþjóðar og
Finnlands væri öflugasta víghreiður
veraldar. Þótt heraflanum þar væri
ætlað hiutverk gegn Vesturlöndum
í heild, mjmdi þeim hersveitum, sem
ættu að verja víghreiðrið, verða
beitt gegn Norðurlöndunum. Þær
ráðstafanir sem Gorbatsjov nefndi
breyttu litlu í þessu efni. SS-5
flaugamar væru gamlar og úreltar.
Eldflaugakafbátamir á Eystrasalti
væru 6 af Golf-gerð, nokkram
þeirra hefði þegar verið lagt vegna
úreldingar.
Eins og málum er nú háttað leyf-
ir ekkert Norðurlandanna kjam-
orkuvopn innan landamæra sinna á
friðartímum, sagði Archer. í þessu
felst að þau kunna að veita leyfi
fyrir vopnunum á hættu- eða ófrið-
artímum í samræmi við þá stefnu
NATO, sem kennd er við sveigjan-
leg viðbrögð, og byggist meðal ann-
ars á því, að beita kjamorkuvopnum
að fyrra bragði, ef ráðist er á
NATO-ríkin. Þessi vamarstefna á
að fæla óvininn frá því að gera
árás með venjulegum vopnum, á
meðan hefðbundinn herafli NATO
dugar ekki til þess að halda óvinin-
um í skefjum. Ottast þeir sem semja
vamaráætlanir NATO, að aðild ein-
hverra NATO-ríkja að kjamorku-
vopnalausu svæði auki líkur á stjnj-
öld með venjulegum vopnum. Áuk
þess fínnst NATO-ríkjum að
óheppilegt sé að banna einstakar
gerðir vopna við allar aðstæður á
einhveiju svæði innan NATO, þegar
unnið er að því að ná samningum
um takmörkun vígbúnaðar og aukið
traust milli rílga í allri Evrópu.
Takmörkun flotaumsvifa
Gorbatsjov lagði til að flotaum-
svif á norðurslóðum yrðu takmörk-
uð og fulltrúar frá NATO og Var-
sjárbandalaginu ræddust við um að
ferðum herskipa um Eystrasalt,
Noðursjó, Noregshaf og Græn-
landshaf yrði fækkað. Þá taldi hann
heppilegt að dregið jrrði úr gagnkaf-
bátaaðgerðum á þessum slóðum,
tilkynnt jrrði um meiriháttar flota-
æfíngar og eftirlitsmenn fengju að
vera við slíkar æfingar. Þá taldi
hann æskilegt að ferðir herskipa
jrrðu bannaðar á umsömdum svæð-
um, svo sem á alþjóðlegum sundum
og mikilvægum siglingaleiðum.
Lagði hann til að þau ríki, sem hlut
ættu að máli, sendu fulltrúa til ráð-
stefíiu í Leníngrad.
Clive Archer taldi þessar tillögur
Gorbatsjovs ekki beinlínis aðlaðandi
fyrir ríki, sem ættu mikið undir sigl-
ingum svo sem Bandaríkin og Bret-
land. Stefíia NATO væri að halda
uppi frjálsum siglingum á heims-
höfunum og ekki síst á Norður-
Atlantshafí, sem tengdi banda-
lagsríkin saman. Gorbatsjov hefði
lagt til takmarkanir á tveimur höf-
um á svæði Vesturlanda, Græn-
landshafi og Noregshafi, og einu,
sem væri bæði á svæði NATO og
Varsjárbandalagsins, Eystrasalt-
inu. Hins vegar hefði hann ekki
minnst einu orði á Barentshaf, þar
sem væri helsta athafnasvæði sov-
éskra skipa á Kóla-skaga, eða
Heimskautahafíð.
Hvað vakir fyrir
Sovétmönnum?
Eftir að hafa drepið á tillögur
Gorbatsjovs um nýtingu auðlinda,
vísindalega samvinnu, umhverfís-
vemd og siglingu skipa norðaust-
ur-Ieiðina, ræddi Clive Archer
hvaða ástæður lægju að baki ræðu
Gorbatsjovs. Hann sagði, að uppi
væra tvö sjónarmið um þær.
Sumir teldu að hér væri um leik-
fléttu Sovétmanna að ræða, sem
miðaði að því að losa um tengsl
Norðurlanda við önnur vestræn ríki.
Markmiðið væri að gera þau háðari
Sovétrfkjunum og sérstaklega að
veikja aðild íslands, Danmerkur og
Noregs að NATO. Rökin fyrir þess-
ari skoðun væra meðal annars þau,
að með aðild að kjamorkvopnalausu
svæði og samkomulagi um tak-
mörkun flotaumsvifa væri skorið á
sérstök tengsl við Bandaríkin og
Bretland samhliða því, sem Sovét-
menn fengju rétt til að hlutast til
um öiyggismál þessara ríkja. Auk
þess væra tillögumar um nýtingu
auðlinda þess eðlis, að þar hlytu
Sovétríkin í krafti stærðar sinnar
að geta sett minni ríkjum stólinn
fyrir dymar. Næðu hugmyndir Sov-
étmanna fram yrði Kóla-skaginn
enn sem fyrr öflugasta víghreiður
veraldar og sovéski norðurflotinn
hefði undirtökin á norðurslóðum.
Aðrir teldu að Múrmansk-ræðan
væri til marks um nýja hemaðar-
steftiu Sovétmanna á norðurslóð-
um. Stefnu sem mótuð hefði verið
á grandvelli hugmynda Gorbatsjovs
um perestrojku (umbætur) og
glasnost (upplýsingamiðlun). Mark-
miðið væri að nýta auðlindir á svæð-
inu og auk þess að draga þar úr
spennu samhliða því sem ráðstafan-
ir yrðu gerðar til að minnka hætt-
una af flotastefnu Bandaríkjanna.
Rökin fyrir þessari skoðun væru
meðal annars þau, að unnið hefði
verið að mótun stefnunnar í ræð-
unni um nokkurt skeið. Meginefni
hennar væri í raun eðlilegt fram-
hald af fyrri umræðum um þessi
mál. Sovétmenn hefðu nú miklar
áhyggjur af umhverfisvemd og á
nýlegri ráðstefnu um mengun á
Clive Archer flytur erindi sitt á
fundi Samtaka um vestræna sam-
vinnu og Varðbergs.
Kóla-skaga hefðu sovéskir sérfræð-
ingar látið í ljós miklar áhyggjur
jrfír þróun mála í því efni. Þá þyrftu
Sovétmenn nú að taka ákvarðanir,
ef þeir ætluðu að hefja olíuvinnslu
í Barentshafí eftir 20 ár. Það jrðu
þau að gera til að koma í veg fyrir
orkuskort.
Archer taldi eðlilegt að líta þann-
ig á, að bæði þessi sjónarmið ættu
við rök að styðjast. Allir þessir
þættir hlytu að hafa komið til álita,
þegar tillögumar í Múrmansk-ræðu
Gorbatsjovs vora mótaðar.
Viðbrögð Vesturlanda
Clive Archer sagðist hafa orðið
fyrir vonbrigðum jrfir því, hve
NATO hefði sýnt lítinn áhuga á
þessum tillögum Gorbatsjovs, ekki
aðeins vegna þess hvað sovéski leið-
toginn hefði sagt heldur einnig
vegna þess að ástæðulaust væri að
láta Sovétmönnum eftir framkvæð-
ið. En í stuttu máli mætti segja,
að Bandaríkjamenn, Bretar, Evr-
ópubandalagið og Atlantshafs-
bandalagið hefðu bragðist neikvætt
við tillögum Gorbatsjovs. Á Norð-
urlöndum hefðu menn sýnt meiri
varkámi í viðbrögðum sínum. Mesta
athygli hefði ræðan vakið í Noregi.
Hefði Gro Harlem Brandtland, for-
sætisráðherra, fagnað ýmsu í ræðu
Gorbatsjovs.
í janúar 1988 hefði svo Nikolaj
Ryzhkov, forsætisráðherra Sov-
étríkjanna, heimsótt Svíþjóð og
Noreg. í Svíþjóð hefði hann samið
um skiptingu yfírráða við Gotland
á Eystrasalti. Hefðu Norðmenn þá
aiið með sér góðar vonir um að
Ryzhkov myndi semja um lausn
deilunnar um jrfirráð á Barents-
hafi, þegar hann kæmi til Ósló.
Annað hafi hins vegar orðið upp á
teningnum, því að Ryzhkov bauð
ekki annað en sameiginlega stjóm
á „gráa svæðinu" og samnýtingu
auðlinda þar, sem Norðmenn gætu
alls ekki samþykkt. Þetta vakti
mikil vonbrigði í Noregi og síðan
hafa Norðmenn verið neikvæðari
en áður í afstöðu sinni til tillagna
Gorbatsjovs en Ryzhkov áréttaði
hemaðarlegan þátt þeirra á meðan
hann var í Ósló.
í hugmyndum Ryzhkovs fólst
þetta meðaJ annars: 1) Aðeins einu
sinni annað hvert ár verði efnt til
flota- og flughereæfínga á hafsvæð-
um við Norðurlönd. 2) Mörkuð verði
svæði á norður- og vesturhluta Atl-
antshafs þar sem bandalögunum
verði bannað að grípa til gagnkaf-
bátaaðgerða, það er kafbátum verði
búinn einskonar griðastaður á
mörkuðum svæðum. 3) Engar flota-
æfingar verði á helstu siglingaleið-
um á Norður-Atlantshafí eða á ver-
tíðarbundnum fískimiðum. 4) Settar
verði takmarkanir um fjölda og teg-
undir herekipa á alþjóðlegum sund-
um. Þessar takmarkanir eigi sér-
staklega við á sundunum inn í
Eystrasalt, Ermarsundi, Græn-
landshafí og „sundinu" frá íslandi
um Færeyjar til Skandinavíu.
Taldi Archer, að í heild væra
þessar tillögur enn meira Sovét-
mönnum einhliða í hag en tillögur
Gorbatsjovs í Múrmansk. Þær væra
eins og listi yfír umræðupunkta á
samningafundi, þar sem ýtrastu
kröfur væra kjmntar fyrst.
Undir lok ræðu sinnar lýsti Clive
Archer því, hvemig hann teldi, að
Vesturlönd ættu að bregðast við
þessum sovésku tillögum. í fyrsta
lagi ættu þau ekki að lejrfa Sovét-
mönnum að ná því framkvæði, sem
þeir náðu með Múrmansk-ræðunni
en töpuðu með heimsókn Ryzhkovs
til Noregs. í einkasamtali hefði
háttsettur embættismaður NATO
lýst því sem „hneyksli" hve banda-
lagið væri seint að bregðast við
sovésku framkvæði af þessu tagi.
En þetta sýndi ef til vill ekki annað
en að bandalagið gæti ekki farið
hraðar en þau aðildarríki, sem fara
hægast.
I öðra lagi ættu Vesturlönd ekki
að halda þannig á málum, að Norð-
menn, Danir og íslendingar ein-
angraðust í samskiptum sínum við
Sovétríkin. í öllum þessum löndum
ættu stóra vestrænu ríkin viðskipta-
hagsmuna að gæta en oftast væri
aðeins litið á þau með verslun og
viðskipti í huga, menn gleymdu
gjaman stjómmálalegu mikilvægi
þeirra.
í viðræðum við Sovétmenn ætti
fyret að líta á þau atriði, þar sem
ágreiningur væri minnstur. Væri
um að ræða lið í endurmati á stefnu
Sovétríkjanna heima fyrir hjá þeim
væri skynsamlegt að fara sér hægt
og fylgjast náið með þróuninni.'
Nauðsjmlegt væri að halda Sovét-
mönnum við einstök og sérgreind
atríði og ekki láta þá komast upp
með að ræða aðeins málin almenn-
um orðum í áróðureskyni.
Skynsamleg' stefna íslands
Að loknu erindinu svaraði Clive
Archer spumingum fundarmanna.
Var hann meðal annars spurður um
það, hvað honum fyndist að Íslend-
ingar ættu að gera miðað við þá
þróun, sem hann hefði lýst.
Archer sagðist hafa fylgst náið
með þróun fslenskra öryggismála
undanfarin ár og umræðum um
þau. Gæti hann ekki annað en hrós-
að íslenskum stjómvöldum fyrir
þær ákvarðanir, sem teknar hefðu
verið á þessum áram. Hann sæi
ekki annað en íslendingar hefðu
bragðist hárrétt við og metið stöðu
sína rétt. Þeir hefðu tekið mið af
útþenslu sovéska flotans og flug-
hersins frá Kóla-skaga. íslendingar
gætu ekki sigrað norðurflota Sov-
étríkjanna eins og breska flotann
og þess vegna væri rétt hjá þeim
að treysta sem mest tengslin við
NATO. Sagðist Archer pereónulega
fagna þessu sem stuðningsmaður
bandalagsins.
í öðra lagi sagðist hann telja,
að umræður um öryggismál hér á
landi bæra þess merki, að menn
vildu ræða ákveðin úrlausnarefni,
sem snertu öryggi þeirra og væru
í tengslum við raunveraleikann. Á
íslandi virtust umræðumar ekki
snúast um ímyndanir og eitthvað
sem hugsanlega gæti geret eins og
það, ef allt norðurhvel heims yrði
kjamorkusprengju að bráð, um
þetta værí til dæmis gjarnan deilt
I Danmörku. Hér áttuðu menn sig
á því, að gera yrði ráðstafanir til
að halda norðurflota Sovétmanna í
skefíum. Þetta væri í samræmi við
flotastefnu Bandaríkjanna og við-
brögð þjóða í Evrópu eins og Norð-
manna, Hollendinga og Þjóðveija.
í þessari varðstöðu væri ísland
lífsnauðsynlegt. Hér væri aðstaða
fyrir eftirlitssveitir og fjarskipta-
stöðvar, sem væri ómetanleg. Væri
mikils virði að íslendingar héldu
áfram á sömu braut og hingað til
í samvinnu við bandamenn sína f
þessu efni, það væri mikils virði
fyrir bandalagið og stuðlaði að friði
og öryggi.
Morgunblaðið/Þorkell
Frá undirskriftinni f Garðastræti í morgun. Víglundur Þorsteinsson, formaður Félags íslenskra iðnrek-
enda, og Guðmundur Þ. Jónsson, formaður Landssambands iðnverkafólks, takast í hendur, en til vinstri
við þá er Þórarinn V. Þórarinsson, framkvæmdastjóri Vinnuveitendasambands íslands.
Iðnverkafólk og verslunarmenn;
Samningar tókust
eftir 16 tíma fund
NÝR kjarasamningur var undirritaður af fulltrúum iðnverkafóiks,
verslunarmanna og vinnuveitenda f Garðastræti um klukkan 9:30 í
gærmorgun eftir um 16 tíma viðræður. Samkvæmt samningnum
munu lægstu laun hækka um 15,55% á samningstímabilinu, sem er
til 10. april 1989, en laun yfir 40.000 krónur á mánuði munu hækka
um 14,3%. Samningar VMSÍ og vinnuveitenda, sem felldir voru í
flostum félögum, gerðu ráð fyrir 13,45% laumdiækkun á einu ári.
í Landssambandi iðnverkafólks eru um 4.500 félagar og í Lands-
sambandi íslenskra verslunarmanna eru um 17.000 manns.
Samkvæmt samningunum munu
laun hækka um 5,1% við undir-
skrift, en ívið meira hjá fólki með
mánaðarlaun undir 40.000 krónum.
Allir launataxtar hækka að lág-
marki um 2.025 krónur á mánuði,
sem þýðir 6,25% hækkun á lægstu
laun. VMSÍ-samningurinn gerði
hins vegar ráð fyrir lágmarks-
hækkun um 1.525 krónur. Að öðra
lejrti hækka grannlaun á samn-
ingstímanum um 3,25% þann 1.
júní, um 2,5% þann 1. september,
um 1,5% 1. desember og um 1,25%
þann 1. mars á næsta ári. Þetta
er eins og í VMSÍ samningnum,
nema hvað tvær síðasttöldu hækk-
animar koma í staðinn fyrir eina
hækkun um 2% l.febrúar 1989.
í sambandi við vinnutíma er tek-
ið fram að upphaf dagvinnu geti
verið brejrtilegt á tímabilinu 7-8
enda ákvarði vinnuveitandi slíka
skipan til að minnsta kosti tíu vikna
með að minnsta kosti tveggja vikna
fyrirvara. Guðmundur Þ. Jónsson,
formaður Landssambands iðn-
verkafólks, sagði að vinnutímakerf-
ið í samningnum væri breyting á
VMSÍ-samningnum og það væri
skilgreint betur. Hjá iðnverkafólki
kemur einn jrfirvinnutaxti, sem
greiðist með 80% álagi á dagvinn-
utímakaup í stað eftir- og nætur-
vinnu, en í samningnum við verelun-
armenn er hveiju félagi gefíð vald
á því hvort menn vilja breyta yfír-
vinnukerfínu.
Af öðram atriðum sem skipta
máli í nýju samningunum neftidi
Guðmundur að nú væri allt iðn-
verkafólk komið í fastlauna- og
starfsaldurskerfi, sérstök leiðrétt-
ing hefði fengist á kjöram fólks í
matvæla- og hreinlætisiðnaði,
breytingar hefðu verið gerðar á
vaktakerfí og vaktaálag hækkað,
ákvæði væra um flutning á veik-
indaréttindum við skipti á vinnu-
stöðum, og desemberappbót tæki
áfangahækkunum. Desemberapp-
bót verður 4.500 krónur fyrir fólk
sem skilar 1.700 dagvinnustundum,
en ákveðið hlutfall af þeirri upphæð
fyrir fólk sem vinnur skemmri tíma.
Séretök bókun fylgir samningi
við iðnverkafólk, þar sem m.a. er
kveðið á um námskeiðahald fyrir
starfsfólk í matvæla- og hreinlætis-
vöraiðnaði á vegum Fræðslumið-
stöðvar iðnaðarins og Iðntækni-
stofnunar íslands. Gert er ráð fyrir
að fyrsta námskeiðið hefíist 20.
ágúst næstkomandi.
Byggt yfir Austurstræti?
BORGARYFIRVÖLD eru að
kanna möguleika á að byggja
yfir Austurstræti að hluta og
hafa verið lagðar fram nokkrar
hugmyndir, sem sýna götuna
með gler- eða plastþaki. Aætlað-
ur kostnaður er talinn vera á
bilinu 6 til 8 milljónir króna.
Endanleg ákvörðun um fram-
kvæmd liggur ekki fyrir þar sem
hugmyndin hefur enn ekki verið
kynnt í nefndum og ráðum borg-
arinnar.
„Þetta eiga ekki að vera alger
göng heldur þak, sem tekur af rign-
ingu og þess háttar," sagði Davíð
Oddsson borgaretjóri. „Skipulag
miðbæjarins gerir ráð fyrir minna
þaki eftir miðju Austurstræti, en
hugmyndin gerir ráð fyrir að byggt
verði yfir það og þakinu þá væntan-
lega haldið uppi með límtrésbitum,"
sagði Davíð. „Þessi hugmynd hefur
verið að fæðast og er svona milli-
stig frá miðbæjarskipulaginu gamla
og þeirra sem voru að velta því
fyrir sér, að lífga upp á Austur-
stræti með því að hleypa á gegnum-
akstri. Þeir sem fjölluðu um þá til-
lögu vora þeim ekki sammála og
þannig varð þessi hugmynd til. Ég
held að kaupmenn séu spenntir fyr-
ir þessari hugmjmd."
Mynd/Svipmyndir
Líkan af Austurstræti eins og það mun líta út ef byggt verður jifir það.