Morgunblaðið - 22.03.1988, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 22.03.1988, Blaðsíða 46
46 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 22. MARZ 1988 HINN MANNLEGI ÞÁTTUR/ÁSGEIR HVÍTASKÁLD King Kong syndir 200 metra Bíllinn þaut eftir malbikuðum veginum í gegnum norskan furu- skóginn. Ég var þungur í höfðinu og sljór svo minnstu munaði að ég keyrði út af í sveigjunum. Var akkúrat að koma úr prófí; hafði setið í 4 tíma og skrifað svo hægri höndin var dofin. Stór furutré stóðu þétt sitt hvoru megin við veginn. Elgur gat komið á hverri stundu út úr skóginum og hlaupið í veg fyrir bílinn. Eina leiðin til að verða að manni eftir erfítt próf var að keyra yfír fjallið og fara í sund. Já, í sund þar sem var heit- ur pottur. Þar gæti ég dormað og látið mig dreyma um Vestur- bæjarlaugina. Þegar ég gat ekki lengur dreg- ið andnn í gufubaðinu stóð minn slappi líkami upp og gekk fram í sundhöllina. Líkaminn var byijað- ur að líkjast smjöri og sálin að komast í lag. En það var ekki hræða í lauginni. Þarna voru tvær litlar jaugar ein köld og önnur heit. Ég gekk að þeirri köldu og kastaði mér út í vatnið svo það skvettist upp á veggina og berg- málaði. Það var notalegt að fljóta eins og selur og gleyma öllum prófáhyggjum. Þegar ég hafði synt fram og til baka um stund fékk ég löngun til að láta eins og bam. Böm hafa jú leyfi til að gera heimska hluti. Ég var einn í lauginni og enginn sá mig, bara baðvörðurinn sem sat fyrir innan gler og reykti sígarettur og las dagblað. Fyrst byijaði ég að hoppa upp og niður í vatnsyfírborðinu eins og höfmngur. Það var þrælgam- an. Það hafði ég alltaf gert í Vesturbæjarlauginni þegar ég var strákur. Næst lék ég kafara. Svo var ég selur. Það er dásamlegt að vera undir yfírborðinu. í vatn- inu var líkaminn léttur, fímur og fallegur. Ég kafaði undir yfírborð- ið þar til vatnsflöturinn varð speg- ilsléttur. Þar á eftir setti ég nudd- strauminn í gang. Þá sprautaðist vatn með loftbólum út úr einum veggnum svo hægt var að nudda sig með því. En þar sem enginn var í lauginni þá náði bunan að mynda straum þannig að vatnið tók að hringsóla. Ég synti tíu hringi með straumnum til að auka hann. Nú byijaði baðvörðurinn að fylgjast með mér svona út undan blaðinu. En mér stóð á sama, því þetta var gaman. Ég fann nokkra björgunarhringi fyrir böm og spennti þá á mig svo ég gat látið mig fljóta eins og dauður. Ég barst hring eftir hring með straumnum. Nú hringsólaði vatnið í allri lauginni. En svo buslaði ég á móti straumnum, lék Súper- mann og barðist neðansjávar á móti nuddbununni. „Mér fínnst þú vera flinkur," sagði smá patti sem flaut í heitu lauginni með björgunarhring. „Jæja,“ sagði ég og hrökk upp af kappleiknum. „Það mætti halda að þú værir næstum eins sterkur og Súper- mann,“ sagði hann. Hann hafði stóra framtönn sem var að vaxa fram, flestar hinar tennumar vantaði, grannur. Ég tók að synda með tvo hringi á fótunum og notaði bara hendur til að halda mér fljótandi. Hann fylgdist með. Mér fannst hann athyglisverður því Norðmenn eru ekki vanir að láta jákvæðar mein- ingar sínar í ljós. Hann fylgdist með mér. meðan ég sjmti nokkrar ferðir. Ýmist var ég kafbátur, flugfískur eða hrað- bátur. Loks hoppaði ég yfír í heitu laugina til hans. Það leið ekki á löngu þar til hann kom svamlandi fil mín. „Geturðu haldið í þér andanum ofan í vatninu?" sagði hann. „Já, en getur þú?“ Hann dró andann djúpt, tók fyrir nefíð og stakk höfðinu á kaf. Svo kom hann upp og saup hveljur. „Kannt þú að stinga þér?“ spurði hann. „Já, en getur þú?“ Hann klifraði upp bakkann. Losaði af sér hringinn og stakk sér flott í vatnið. Fór á bólakaf, skaut síðan upp kollinum. „En ég kann ekki að synda," sagði hann hóstandi. „En það mun ekki líða langur tími þar til þú lærir það,“ sagði ég og hjálpaði honum að bakkan- um. „Geturðu kafað yfír?" spurði hann. „Já, en getur þú?“ Það var ekki langt yfír á hinn bakkann en virtist langt fyrir hann. Svo kafaði hann og svaml- aði rétt undir yfírborðinu og komst yfír að bakkanum án þess að anda. Hann kunni ekki að synda, samt tók hann rétt sundtök er hann kafaði, merkilegt. „Hvaðan kemur þú eiginlega?" sagði hann og hélt sér í bakkann. Hann hafði heyrt að ég hafði öðruvísi framburð. En sjálfur tal- aði hann góða nýnorsku. „Ég kem langt, langt að.“ „Ísrael.“_ „Ó nei. Ég kem frá íslandi." „Já, ertu íslendingur," sagði hann og skoðaði mig um stund. Næst hljóp hann eftir sund- laugarbakkanum því hann hafði Ásgeir Hvítaskáld uppgötvað sundgleraugun mín. Tvö plastaugu með teygju. „Má ég prufa kafaragleraugun þín,“ sagði hann. í hans augum voru þetta kaf- aragleraugu. „Já, já.“ Hann spennti á sig sundgler- augun og hoppaði út í. Um stund kafaði hann og skoðaði sig um undir vatnsyfírborðinu. En ég flaut í einu hominu á björgunar- hringjum. Þegar hann hafði kafað nægju sína klifraði hann upp á bakkann og settist hjá mér og buslaði með fótunum. „Hefurðu sé King Kong?“ spurði hann. „King Kong, nei. Hver er það?“ spurði ég en vissi vel hvað hann meinti. „Veistu það ekki? Það er heims- ins stærsta górilla." „Segirðu satt. Hefur þú hitt hann?“ „Já,“ sagði hann, kinkaði kolli en leit undan. „Hve stór er hann?“ spurði ég, vildi vita hvort það væri öðru vísi King Kong í Noregi. „Hann, hann er svo stór...,“ nú varð hann æstur og greip um tæmar sínar. „Mennimir em svo litlir hjá honum, að þeir eru eins og ...“, nú taldi hann tærnar þar til hann kom að litlu tá. „ ... eins og litla tá.“ „Jæja,“ sagði ég og var að springa úr hlátri. Mér líkaði vel við þennan dreng. Hann sagði skemmtilega frá; hafði æðislegt ímyndunarafl. „Hvar hefurðu séð hann?“ „Þeir hafa gert bíómynd um hann. Hann er svo stór, stærri en öli hús og allt.“ „Sástu hann í bíó eða videó?" Ég velti fyrir mér hvort þeir væru enn að sýna myndina í bíó- húsum. Því Norðmenn eru nokkuð gamaldags. „Hann var á videóspólu. Hann hafði náð sér í kærustu og hann geymdi hana í lófanum," sagði strákurinn og sýndi mér hvernig. „En akkúrat þegar þeir ætluðu að skjóta hann niður með flugvél- um og slíku, þá þurfti ég að fara.“ „Segirðu satt?“ „Já. Akkurat þegar allir her- mennimir vom komnir og ætluðu að skjóta hann niður, þá varð ég að fara,“ endurtók hann sorg- mæddur. Hann var flinkur að segja frá, rak aðalatriði söguþráðarins þannig að ég fékk góða hugmynd um myndina. Einmitt það sem svo fáir fullorðnir geta. „Hve gamall ertu?“ spurði ég. .,Ég er 6 ára, en var 5 ára í gær.“ „Jæja.“ Ég trúði honum mátulega. „Já ég átti afmæli í gær.“ „Og hvað fékkstu í afmælis- gjöf?“ „Ég fékk vömbíl sem getur keyrt fram og tilbaka og sturtað og allt.“ Þá kastaði hann sér í vatnið. „Sjáðu, ég er í Tarzan-sund- skýlu," sagði hann og benti ofan í vatnið, svamlandi nokkurs konar skriðsund. Sundskýlan var köflótt það var allt og sumt. En í hans augum var hún úr tígrisdýraskinni. Stór og digur maður kom út úr karla- klefanum, loðinn á öxlunum og strauk bumbu sína. Strákurinn kraflaði sig hratt að bakkanum og klifraði upp. „Hæ, pabbi," kallaði hann og hljóp á harðaspretti. Maðurinn gekk að köldu laug- inni. „Ég er búinn að kynnast íslend- ingi,“ sagði strákurinn og benti á mig þar sem ég flaut í letikasti. Strákurinn klifraði upp á axlir foður síns sem gekk út í köldu iaugina og lagðist til sunds. Þegar hann kafaði var það sérstaklega gert til að stríða stráknum, sem hélt sér fast um háls föður síns sama hvað á reið. Brátt vom þeir famir að leika. Faðirinn var krókódíllinn en sonurinn var Tarz- an. Þeir sem hafa ímyndunarafl eiga skemmtilegra líf. Ég hélt áfram að fljóta í leti- kasti. Og hugsanir mínar svifu í kringum þann stóra og gamla King Kong. Ég sá hann fyrir mér synda tvöhundmð metrana í Vest- urbæjarlauginni. Bjarni Ingvarsson, Saga Jóns- dóttir og Alda Arnardóttir í hlut- verkum sinum í „Sætabrauðs- karlinum". Revíuleikhúsið: „Sætabrauðs- karlinn“ endursýndur Revíuleikhúsið sýndi á síðasta ári ævintýrasöngleikinn „Sæta- brauðskarlinn" í Gamla bíói og er nú ætlunin að sýna hann í nýju leikhúsi í Félagsheimili Kópavogs, Höfuðbólinu. Leikstjóri verksins er Þórir Steingrímsson, aðstoðarleikstjóri er Lilja Guðrún Steingrímsdóttir, leikmynd gerði Stígur Steinþórs- son, Magnea J. Matthíasdóttir þýddi, tónlist er eftir David Wood, Ossur Geirsson útsetti, Helena Jó- hannsdóttir samdi dansa, lýsingu annaðist Jóhann Pálmason og Sig- urður Jónsson sá um hljóð. Með aðalhlutverk fara Þórarinn Ey- ijörð, Bjami Ingvarsson, Alda Am- ardóttir, Ellert Ingimundarson, Saga Jónsdóttir og Grétar Skúla- son. Revíuhljómsveitina skipa Sig- urður Marteinsson og Ómar Jó- hannesson. Ævintýrasöngleikurinn „Sæta- brauðskarlinn" var upphaflega kynntur af „Towngate“-leikhús- inu, Basildon, og settur þar upp af „Theatre Royal“ um jólaleytið 1976. Síðan hefur það tvisvar ver- ið sett á svið í „Old Vic“ leikhúsinu í London og einnig í „Royalty“- og „Westminster“-leikhúsunum og svo um landið í mörgum minni atvinnuleikhúsum þar. Einnig hefur það verið sýnt víðs vegar um heim og árin 1980 til 1981 var það valið vinsælasti bamaleikurinn í Vestur-Þýska- landi. Söngleikurinn gerist á gömlum elhússkenk og íj'allar um hinn ný- bakaða sætabrauðskarl og þær persónur sem hann kynnist á skenknum. Sætabrauðskarlinn verður sýnd- ur á laugardögum og sunnudögum næstu helgar. (Fréttatilkynning) ......... 11..... smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýsingar Vélritunarkennsla Vélritunarskólinn. S. 28040. □ FJÖUNIR 59882237 - Atk. Frl. I.O.O.F. 8 = 1693238Vz = 9.0. □ EDDA 59873227 = 3. I.O.O.F. R.b.1 = 1373228-8'/j I. □ Sindri 59883227 - 1 Svigmót Víkings verður haldið á skíðasvæði Vikings i flokkum 12 ára og yngri laugardaginn 26. mars. Þátt- tökutilkynningar berist fyrir mið- vikudagsvköld í síma 38668. Dagskrá auglýst siðar. Aðalfundur AD-KFUK og Vindáshliðar. Fundurinn verður á Amt- mannsstíg 2B og hefst kl. 20.00. Venjuleg aöalfundarstörf. Ath. breyttan fundartima. Allar konur velkomnar. AD-nefndin. Lífsvon Aðalfundur Lífsvonar verður 24. mars kl. 20.30 í hliðarsal Hall- grímskirkju. Stjórnin. FERÐAFÉLAG ÍSLANDS ÖLDUGÖTU3 SÍMAR11798 og 19533. Páskaferðir Ferðafé- lagsins: 1) Snaafellsnes - Snæfellsjökull (4 dagar). Gist i svefnpokaplássi i gistihús- inu Langholti, Staöarsveit. Gengið á Snæfellsjökul. Skoðun- arferðir á láglendi eins og tími leyfir. 2) Landmannalaugar - skfða- gönguferð (5 dagar). Gist í sæluhúsi F.í. i Laugum, en það er upphitaö og i eldhúsi er gas til eldunar og áhöld. Ekið aö Sigöldu og gengið þaðan á skiðum til Lauga (25 km.) Ferða- félagið annast flutning á far- angri. Þrír dagar um kyrrt i Laug- um og tíminn notaður til skiða- gönguferða um nágrennið. 3) Þórsmörk, 31. mars-2. apríl (3 dagar). 4) Þórsmörk, 2. aprfl-4. aprfl (3 dagar). 5) Þórsmörk, 31. mars-4. aprfl (5 dagar). í Þórsmörk er gist í Skagfjörðs- skála/Langadal. Hann er upphit- aður, svefnloft stúkuð, tvö eld- hús með öllum áhöldum og rúm- góð setustofa. Upplýsingar og farmiðasala á skrifstofu Ferðafélagsins, Öldu- götu 3. Brottför f allar ferðirnar er kl. 08 að morgni. Ferðafélag Islands. Kaupum bækur og málverk Gamalt og nýlegt. Metum einnig bóka- og málverkasöfn fyrir tryggingafélög og dánarbú. Bókavaröan, Vatnsstig 4, Rvk. Sími 29720
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.