Morgunblaðið - 22.03.1988, Side 70

Morgunblaðið - 22.03.1988, Side 70
70 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 22. MARZ 1988 „ pxr hjálpa pér ekki tíl cxb sofaa., en þxr munu hIndra. þig ■ cti> bylta. þ'eralla. nótlina." í mínum huga skiptir ekki máli hverja þú þekkir held- ur hveijir þekkja mig, drengur minn! HÖGNI HREKKVÍSI l'ATTÚSEM po SJAltZ EKXI 5KILTIB>! " Óhress með fréttir af „Austfirðingnum“ Til Velvakanda. Ég get nú ekki orða bundist á fréttaflutningi á Stjömunni, t.d. í hádeginu 8. mars. Hvað er eiginlega að þeim? Er nauðsynlegt að ausa yfir fólk sem hlustar á þessa stöð, í hveijum einasta fréttatíma, frétt- um af þessum vesaling frá Aust- Q'örðum, meira að segja að hringja til móður hans og spyija hvað bam- inu sé nú gefið að borða. Fær hann bara krukkumat, eða fisk? Finnst þeim ekki nóg komið af þessu umtali um dreng sem ekki getur farið út að skemmta sér nema haga sér eins og auli? Er sjálfsagt að ala upp í honum stærilætið og frekjuna, er hann ekki búinn að verða sér nóg til skammar? Mér fínnst nú liggja í augum uppi að hann gerir í því að láta löjrregluna vita hvar hann er, með allskonar ólátum og stælum og hélt ég satt að segja að flestir væru nú famir að sjá hvemig þessi dreng- ur lætur og hvað hann er að leika. Hann er enginn píslarvottur og hann verður tæplega örkumla þó hann hafi handleggsbrotnað, það hafa fleiri gert, og orðið jafn góðir eftir. Það er svo skrítið að ef lögreglu- maður slasast í sínu starfí, eins og til dæmis lögreglumaðurinn sem fékk fyrir stuttu bætur eftir að slas- ast í átökum við drukkinn mann, þá er ekki ástæða til að minnast á það, og er þessi lögreglumaður þó talinn 27% öryrki eftir þau átök. Ég man ekki til þess að tönnlast hafi verið á þeirri frétt í heila viku eða meira. Svo ekki sé nú minnst á viðtals- þáttinn í sjónvarpinu fyrir stuttu sem var til skammar að öllu leyti. Ég vinn ekki í lögreglunni og hef aldrei gert en mér fínnst allt þetta gaspur í fréttamönnum óþolandi og stétt þeirra til mikillar minnkunar. Og að lokum, hvert er leitað ef eitthvað ber út af og aðstoðar er þörf, er ekki hringt til þessara manna sem verið er að skíta út? Og hvað haldið þið að þeir þurfí að hafa samskipti af mörgum mis- munandi manneskjum á degi hveij- um, og geri það án þess að það sé brotið eða sært á nokkum hátt. Ég vildi að fféttamenn væru ekki miskunnarlausari en lögreglumenn, það era ótalin skiptin sem frétta- menn særa fólk, þó andleg séu era það líka sár og þau era oft lengi að gróa. Fv. Stjörnuhlustandi, 8283-3692 „Vakið Sandgerðingar“ Kæra Sandgerðingar. Ég er ekki sú eina sem tekur það nærri sér þegar fólk er að segja manni að það sé ljótt í Sandgerði og víðar suður með sjó í þessum sjávarpláss- um. En í Sandgerði era tvær perlur sem prýða þann stað, en þið sjáið ekki að það era Sandgerðistjömin og Skólatjömin sem við sem voram alin þar upp þekkjum svo vel. En núna er hörmung að horfa á þetta, plastdollur og plastpokar og spýtn- arasl og alls konar drasl „prýða“ tjamimar núna. Og svo fær rán- fuglinn að ráða þar ríkjum. En sjá- ið þið fuglalífíð við Norðurkot. Þar era ræktaðir fuglar sem geta líka og eiga að vera í Sandgerði. Ég vona að Sandgerðingar fari að vakna til vitundar er vorið er á leið- inni. Ef þeir skyldu athuga málið eftir þessar línur. Þá verður gaman að koma og sjá fegurðina, sólina glampandi við Snæfellsjökul, skipin siglandi í kvöldsólinni, æðarfuglinn syngjandi á Ijöminni og fleiri fugla. Þá væri þetta líkt því sem maður ólst upp við. Jóna Sigurðardóttir Skrifið eða hringið til Velvakanda Velvakandi hvetur lesendur til að skrifa þættinum um hvað- eina, sem hugur þeirra stendur til — eða hringja milli kl. 10 og 12, mánudaga til föstudaga, ef þeir koma því ekki við að skrifa. Meðal efnis, sem vel er þegið, eru ábendingar og orða- skiptingar, fyrirspumir og frásagnir, auk pistla og stuttra greina. Bréf þurfa ekki að vera vélrituð, en nöfn, nafnnúmer og heimilisföng verða að fylgja öllu efni til þáttarins, þó að höfundur óski nafnleyndar. Sérstaklega þykir ástæða til að beina því til lesenda blaðsins utan höfuðborgarsvæðisins, að þeir láti sinn hlut ekki eftir liggja hér í dálkunum. Yíkverji skrifar Haraldur J. Hamar hefur í meira en aldarfjórðung, ef Víkveiji man rétt, . haldið uppi ^merkilegri útgáfustarfsemi um ísland og íslenzk málefni á ensku. En Víkveiji varð samt sem áður steinhissa, þeg- ar hann fékk í hendur fyrir skömmu eintak af blaðinu “News from Ice- land“, sem Haraldur gefur út ásamt tímaritinu Iceland Review. Blað þetta er prentað á dagblaðapappír og er í dagblaðsformi. I því er ótrú- legt magn frétta um það, sem er að gerast á líðandi stundu hér á landi á nánast öllum sviðum þjóðlífsins. Þessi útgáfa er svo myndarleg, að ekki verður annað sagt en að litlu blaði hafi vaxið svo fískur um hrygg á nokkram áram, að með ólíkindum er. Það fer ekkert á milli mála, að fyrir þá, sem vilja sjá er- lendum viðskiptaaðilum eða öðram fyrir reglulegum upplýsingum um íslenzk málefni á ensku er þetta blað góður kostur. Raunar er útg- áfustarfsemi þessi til sérstakrar fyrirmyndar. XXX Nú um helgina mátti sjá í Morg- unblaðinu, að umsvif kvenna á ýmsum sviðum þjóðlífsins era mikil. A.m.k. þijár myndlistarkonur hafa verið að opna sýningar að undanfömu, Sigrún Harðardóttir, Lísbet Sveinsdóttir og Halldóra Thoroddsen og e.t.v. era þær fleiri. I tónlistargagnrýni hér í blaðinu fyrir helgi, segir að Sigrún Eðvalds- dóttir sé orðin fíðlusnillingur. í ópe- ranni er verið að sýna ópera, sem leikstýrt er af konu, Þórhildi Þor- leifsdóttur, auk þess sem nokkrar sönkonur koma þar mjög við sögu. Alþýðuleikhúsið hefur sýnt við miklar vinsældir í marga mánuði tvö leikrit, sem ieikstýrt er af konu, Ingu Bjamason. Verkakonur í Vest- mannaeyjum ríða á vaðið í verk- fallsaðgerðum, sem þær hafa raun- ar frestað um tíma a.m.k. Kennara- samtökin undirbúa verkfallsaðgerð- ir undir forystu kvenna. Kvennalist- inn er orðinn annar stærsti stjóm- málaflokkur þjóðarinnar, skv. skoð- anakönnunum. í forystu fyrir and- stæðingum ráðhússins er Guðrún Pétursdóttir. Svona mætti lengi telja. Það er stundum talað um , að barátta kvenna undanfarinn ára- tug hafi lítinn árangur borið. Ekki er það að sjá af þessari upptalningu - eða hvað? XXX En af því að minnzt var á Al- þýðuleikhúsið hér að framan er ekki úr vegi að geta þess, að sýning þess á tveimur leikþáttum eftir Harold Pinter, er eftirminnileg, eins og raunar nokkrar aðrar sýn- ingar lítilla leikhópa hafa verið á þessum vetri. Það fer að verða spuming, hvemig hægt er að greiða úr húsnæðisvanda þessara leikhópa. Nú er að vísu ekki nema eitt og hálft ár þangað til Borgarleikhúsið opnar. Þá flytur Leikfélag Reykjavíkur væntanlega úr Iðnó eftir að hafa starfað þar meiri hluta þessarar aldar. Hvað verður um Iðnó? Auðvitað er æskilegt og nauðsyn- legt, að það merka hús verði áfram notað fyrir leiksýningar. Þótt þröngt hafí verið um Leikfélagið þar lengi, verður það eins og höll fyrir litlu leikhópana. Hitt er svo annað mál, hvað eigendur hússins hyggjast fyrir. Það hefur ekki verið upplýst, en með einhveijum ráðum þarf að tryggja að leikstarfsemi haldi áfram við tjömina.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.