Morgunblaðið - 29.03.1988, Page 1

Morgunblaðið - 29.03.1988, Page 1
96 SÍÐURB 74. tbl. 76. árg. ÞRIÐJUDAGUR 29. MARZ 1988 Prentsmiðja Morgnnblaðsins Botswana: Utsendarar S-Afríku myrða fjóra Gaborone, Reuter. YFIRVÖLD í Suður-Afríku skipulögðu í fyrrinótt vopnaða árás á hús í Gaborone, höfuð- borg- Botswana. Menn vopnaðir vélbyssum myrtu fjóra íbúa hússins í árásinni, þrjár konur og einn karlmann. Suður-afrísk hermálayfirvöld segja að hinir látnu hafi verið „hryðjuverkamenn" í Afríska þjóð- arráðinu, ANC. í yfirlýsingu frá Quett Masire, forseta Botswana, segir hins vegar að hinir látnu hafí verið saklausir borgarar. Að minnsta kosti tvær kvennanna voru að hans sögn ríkisborgarar í Bots- wana en karlmaðurinn suður- afrískur flóttamaður. Perez de Cuellar, framkvæmda- stjóri Sameinuðu þjóðanna, for- dæmdi morðin harðlega í gær. Hann skoraði á stjómvöld í Suður- Afríku að virða sjálfstæði Bots- wana og láta af árásum á land- svæði þess. + Israel: Reuter Hermaður á vesturbakkanum sýnir fréttamanni sjónvarpsstöðvar plagg þess efnis að svæði nærri bænum Silwad hafi verið lýst „lok- að hemaðarsvæði“. Skömmu eftir að myndin var tekin var vestur- bakkanum öllum og Gaza-svæðinu lokað. Sex njósnarar handteknir í V-Þýskalandi: Mikið áfaJl fyrir starfsemi KGB — segir ríkissaksóknari V-Þýskalands Karlsruhe, Vestur-Þýskalandi, Reuter. SEX MENN hafa verið handteknir í Vestur-Þýskalandi grunaðir um njósnir fyrir sovésku leyniþjónustuna, KGB. Kurt Rebmann, ríkissak- sóknari Vestur-Þýskalands, segir handtökuna vera „mesta áfall fyrir starfsemi sovésku leyniþjónustunnar í landinu frá því Sambandslýð- veldið Vestur-Þýskaland var stofnað árið 1949.“ Mennimir voru handteknir í síðustu viku og var fjölmiðlum fram- an af bannað að greina frá hand- tökunum. Einn hinna handteknu heitir Helmut Stefan Kolasch, fædd- ur í Vínarborg. Er talið að hann hafí undanfarin 17 ár látið Sovét- mönnum í té upplýsingar um tvö mikilvæg verkefni í Vestur-Evrópu á sviði vamarmála, smíði nýrrar herþotu, Eurofighter, á vegum fjög- urra ríkja og smíði Tornedo orrustu- þotunnar á vegum NATO. \ Þrír hinna handteknu em verk- fræðingar sem sakaðir em um að hafa njósnað fýrir KGB í áraraðir. Einnig vom handteknir tveir kennar- ar. Annar þeirra heitir Eduard Neu- fert, fæddur í Sovétríkjunum en fluttist til Vestur-Þýskalands fyrir 11 ámm. Rebmann sagði að Neufert Jerúsalem, Reuter. ÍSRAELSKI herinn tilkynnti í gær að loka ætti vesturbakka Jórdan- ár og Gaza-svæðinu í þrjá daga til að koma í veg fyrir óeirðir á morgun, miðvikudag, á hinum svokallaða Degi landsins. Þetta er í fyrsta skipti síðan svæðin tvö voru hernumin árið 1967 að gripið er til slíkra aðgerða. „Frá morgni þriðjudags á vest- urbakkanum og frá mánudags- kvöldi á Gaza-svæðinu fram til föstudags mega íbúar svæðanna ekki fara til ísraels ,“ segir í yfir- lýsingu hersins. Lokunin mun' hindra íbúa vesturbakkans í því að fara austuryfir ána til Jórdaníu. Brýmar verða aftur á móti opnar fyrir þá sem vilja fara frá Jórd- aníu til vesturbakkans. Fregnir herma að Rafah-hliðið milli Gaza-svæðisins og Egypta- lands verði opið. Einnig verður þeim 70.000 ísraelum sem búa á hemumdu svæðunum leyft að fara fijálsum ferða sinna. „Fréttamenn mega ekki athafna sig á hemumdu svæðunum án samþykkis og fylgdar fulltrúa hersins," segir ennfremur í yfirlýs- ingu hersins. Verður það í fýrsta skipti sem athafnafrelsi frétta- manna er skert á gjörvöllum her- numdu svæðunum. Heimildamenn innan hersins segja að gripið hafí verið til þess- ara ráðstafana vegna upplýsinga um að Palestínumenn á hemumdu svæðunum hefðu í hyggju að grípa til ofbeldisverka á Degi landsins. Aðgerðir hersins hefðu að mark- miði að ijúfa tengslin milli íbúa hemumdu svæðanna og 700.000 Palestínumanna í ísrael. í ráðstöfunum hersins felst enn- fremur að útgöngubann verður á sumum svæðum og vegum milli stærri borga á hemumdu svæðun- um verður lokað. Herinn mun auka eftirlit með ökutækjum og hert verða viðurlög við því að vera á ferli án skilríkja. 4.000 hermenn Nagorno-Karabakh: Yerkföll lama allt atvinnulíf Moskvu, Reuter. ARMENAR í Nagorno-Karabakh ögra nú stjórnvöldum I Sov- étríkjunum með verkföllum sem lamað hafa lestarkerfi og iðnað í héraðinu, segir í frétt Prövdu, málgagns sovéskra stjórn- valda. Stjórnmálaskýrendur telja einsdæmi í sögu Sovétríkj- anna að greint sé opinberlega frá verkfalli sem hafi það að markmiði að láta í Ijós óánægju með stjórnvöld. í blaðinu segir meðal annars að lestarstarfsmenn í Stepanakert, höfuðborg hins umdeilda héraðs, hafi neitað að afferma lestarvagna nú um helgina í trássi við þá yfir- lýsingu stjómvalda að hraða skuli þróun og framfömm í héraðinu. í dagblaðinu Izvestiu er sagt frá því að loka hafí þurft silki- og skóverksmiðjum í Stepanakert vegna verkfalla. Námsmenn mæta ekki í skólann og mæður halda bömum sínum heima í stað þess að fara með þau á bamaheimilið. Blaðið gefur í skyn að Azerbajdzh- anar sem em í minnihluta í hérað- inu hafi einnig lagt niður vinnu til að styðja verkfall Armenanna. hefði notað aðstöðu sína sem rússn- eskukennari við málaskóla ríkisins í nágrenni Kölnar til að safna upplýs- ingum um starfsmenn hins opinbera sem stunduðu nám við skólann. Rebmann sagði að undanfarna daga hefði mikilvægur hluti sovéska njósnakerfisins í landinu verið af- húpaður. Hann spáði því að fleiri ættu eftir að verða handteknir. í Bem í Sviss var frá því greint í gær að lögregla hefði handtekið fertugan verkfræðing í tengslum við handtökumar í Vestur-Þýskalandi. Herinn lokar herteknu svæðunum í þriá daffa i__i_r»_*_ verða í viðbragðsstöðu á morgun og herþyrlur verða til reiðu ef til átaka kemur. Lögreglan hefur ein- ungis heimilað fjórar kröfugöngur araba í ísrael á morgun. Sjá ennfremur „Þúsundir araba . . .“ á bls. 38. Snjóflóð í Pakistan: Ottastað 50 manns hafi farist lslamabad, Reuter. ÓTTAST er að fimmtíu manns að minnsta kosti hafi farist þegar snjóflóð féll á þorpið Arandgul í Himalaya- fjöllum. Samkvæmt frétt útvarpsins í Islamabad í gær féll snjóskriðan aðfaranótt sunnudags. Leit stendur yfír að þorpsbúum en einungis hafa fundist þijú lík grafin í snjó. Þetta er í annað skiptið á stuttum tíma sem manntjón verður á svæðinu af völdum snjóflóðs. Fyrir tveimur vikum létust 24 menn er skriða féll á þorp í nágrenni Arandgul. Reuter Yfirvöld í Moskvu hafa lokað kirkjugarði Arrnena í Moskvu til að hindra að mótmælafundir fari þar fram. Á skiltinu til vinstri á myndinni stendur að enginn megi fara inn í garðinn án sérstaks leyf is. Ástæða verkfallanng nú er sú um Armena í Nagomo-Karabakh að stjómvöld Sovétríkjanna neit- um að héraðið sameinaðist Arm- uðu í síðustu viku að láta að kröf- eníu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.