Morgunblaðið - 29.03.1988, Síða 13

Morgunblaðið - 29.03.1988, Síða 13
88ei SHAM .eg HUOAaUlGIHíJ .GlGAJflVIUOflOM MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 29. MARZ 1988 Sí 13 Þessi frímerki þóttu fallegust þeirra sem út komu á árinu 1987. Fallegasta frí- merkið 1987 NÝLEGA var efnt til skoðana- könnunar um fallegasta frímerkið 1987. Atkvæðaseðlar voru sendir þeim sem fá til- kynningar um nýjar útgáfur frá Frímerkjasölu Póst- og síma- málastofnunar, einnig lágu seðlar frammi i ölium póstaf- greiðslum landsins. Dreift var rúmlega 30 þúsund seðlum. Velja skyldi þrjú fallegustu frímerkin. Innkomnir seðlar voru 4.700 og þar af var 4.661 gildur. Fallegasta frímerkið var valið smáörk útgefin 9. október með mynd frá Djúpavogi eftir Auguste Mayer, verðgildi 30 krónur +15 krónur og hlaut það 2.173 at- kvæði. I öðru sæti var frímerki með mynd af stokkönd, útgefið 16. september, verðgildi 90 krón- ur. Þriðja fallegasta merkið var Ólafsvík, verslunarstaður í 300 ár, útgefíð 26. mars, verðgildi 50 krónur. Þröstur Magnússon teikn- aði merkin. Alls bárust seðlar frá 58 lönd- um. Flest voru atkvæðin frá Dan- mörku, 951, næstflest frá Vestur- Þýskalandi, 764, 620 frá Svíþjóð, 524 frá Noregi, 370 frá íslandi og frá Bandaríkjunum 343 at- kvæði. Dregið var úr öllum innsendum seðlum. Verðlaun eru 1 fyrsta- dagsumslag og 4 óstimpluð merki af öllum útgefnum frímerkjum 1988. 25 nöfn voru dregin út og skiptust þau milli 13 landa. Akveðið hefur verið að hafa skoðanakönnun um frímerki út- gefín 1988 með sama sniði. (Fréttatilkynning) XJöföar til Xl fólks í öllum starfsgreinum! Morgunblaðið/Sverrir í Háskólakórnum eru menn allt í senn; söngvarar, leikarar og leiktjöld. Tónlistin við Disney-rímur að geta orðið skemmtilegt yið- fangsefni því unga og ágæta söngfólki sem „syngur" í Há- skólakórnum. ORGELTONLEIKAR Tónlist Jón Ásgeirsson Það verður að segjast eins og er, að fyrir svo umfangsmikið ljóðverk sem Disney-rímur eru, þarf meiri fjölbreytni í tónskipan til að komast hjá því að tónlistin verði einhliða og jafnvel þreyt- andi. Þetta er í raun sá ókostur er fylgir því að uppfæra verkið sem kórverk og það án undir- leiks. Eitt atriði mætti ræða í þessu sambandi og vegna uppfærslu- aðferðarinnar. Ef það hefur ráð- ið einhverju að höfundur hafi talið hljóðfæraleik trufla kveð- andina, er það skoðun undirrit- aðs að svo hefði ekki þurft að vera, því söngfólkið (Háskóla- kórinn) kvað ekki, heldur blátt áfram söng verkið. Það er nefni- lega grundvallarmunur á því að kveða og syngja og nú til dags kunna fáir annað en að syngja „slétt". Það hefði gjörbreytt tón- rænum blæ verksins og líklegt að verkið hefði „slegið í gegn“ ef það hefði verið „kveðið", jafn- vel að hluta og söngurinn þannig notaður sem blæbrigðaleg and- stæða. Um lögin sjálf er það að segja að einstaka hending er vel hljóm- andi og hefði vel mátt kveða en í heild vantar nokkuð mikið á að höfundur hafi tóntiltektir rímnalagsins á valdi sínu og býr í þessu tilfelli til það sem al- mennt er kallað lög. Það er ekki aðeins að kvæðalistin byggist á sérstöku tóntaki í „söng“, sem nútímafólk kann ekki, nema þá helst til að afkárast með, heldur er þar að finna ýmis tónskipunar- fyrirbæri sem mjög voru íjarri í lögum Áma Harðarsonar. Hvað sem þessu líður var ekki ógaman að þessu tiltæki Áma og Háskólakórsins en í heild er rétt að skoða það sem tilraun. Vel mætti gera hér úr meira verk og margslungnara og jafn- vel blanda saman gömlu, nýju tónmáli og þar til hefur Ámi góða tónlistarkunnáttu. Kveð- andin, sem andstæða söngs, ætti Á vegum Listvinafélags Hall- grímskirkju hefur verið stofnað til fjögurra tónleika, þar sem kynna á nokkra af hinum svo nefndu „Norður-þýsku“ orgelleikurum. Einir tónleikar voru haldnir í síðasta mánuði og þá lék Þröstur Eiríksson verk eftir Dietrich Buxte- hude. Undirritaður gat ekki verið viðstaddur þá tónleika sem áreiðan- lega hafa verið hinir fróðlegustu. Aðrir tónleikar í þessari tónleika- röð voru haldnir sl. sunnudag og þá lék Ann Toril Lindstad verk eftir Böhm og Lubeck. Ann Toril Lindstad er góður orgelleikari og lék hún öll verkin af vandvirkni og festu en einnig af tilfinningu fyrir tónvefnaði og blæbrigðum, svo sem litla orgelið í Hallgrímskirkju leyfði. Á fyrri hluta efnisskrár voru þijú verk eftir Georg Böhm, en eftir því sem haft er eftir Philip Emmanuel Bach, mun Böhm hafa verið kennt af föður hans og bók- fest er, að Johann Sebastian til- nefndi Böhm sem sölumann sinn í Norður-Þýskalandi á annarri og þriðju partltunni. Það er engum vafa undirorpið að J.S. Bach lærði mikið af Böhm og Lubeck en eftir þann síðamefnda lék Ann Toril Lindstad Prelúdíu í C-dúr, langa og margbrotna sálmfantasíu yfir sálminn Ich ruf zu dir, Herr Jesu Christ og Praeambulum I E-dúr. Næstu tónleikar í þessari röð verða helgaðir Nikolaus Bruhns, sem var frá Slésvík-Holstein og lærði hjá Buxtehude. Hann mun hafa starfað I Kaupmannahöfn en síðar að Husum I Slésvík, þar sem hann lést aðeins 32 ára gamall. Samkvæmt frásögn Francois Jos- eph Fétis (1784—1871), er var belgískur sagnfræðingur og gagn- rýnandi, er haft fyrir satt, að Bruhn hafi einnig verið ágætur fíðlari og leikið meðal annars margraddað á fíðluna sína og þá stundum um leið bassann á fótspil orgelsins. Orgelleikari á næstu tónleikum verður Hörður Áskelsson. Daddi er skemmti- lega gamaldags ________leiklist____________ Hávar Sigurjónsson Leikfélag Mosfellssveitar: Dag- bókin hans Dadda Höfundur: Sue Townsend Guðný Halldórsdóttir staðfærði Leikstjóm: Svanhildur Jóhannesdóttir og Soffía Jakobs- dóttir Leikmyndj Halldór Þor- geirsson Lýsing: Ámi Magnússon. Dagbókin hans Dadda er frá- sögn unglings sem að eigin sögn og annarra er með öðruvísi ungl- ingaveiki en jafnaldrar hans. Daddi er snyrtilegur, skipulagður, hlýðinn, gamaldags, íhaldssamur, vel gefínn og smámunasamur; hann veit af þessu öllu og er al- veg hjartanlega sama. Daddi er persóna sem er jafn skemmtilegt að horfa á utan úr sal og hann væri leiðinlegur að þekkja per- sónulega. Þannig séð er Daddi ekkert ýkja frábmgðinn mörgum öðmm greindum og skemmtileg- um“ persónum í bama-og ungl- ingasögum frá síðustu ámm. Dagbókin hans Dadda hefur þó meiri dýpt en svo að einungis sé reynt að gera sérvitringinn Dadda hlægilegan, langt í frá; með því stilla Dadda upp sem staðfastasta pósti heimilisins fæst kostulegt sjónarhom á foreldrana og hitt fullorðna fólkið. Það er skemmst frá að segja, að Dag- bókin hans Dadda þeirra Mosfells- bæinga kemur flestum þeim þátt- um til skila sem þarf við ánægju- lega sýningu. Snorri Geir Steingr- ímsson er glettilega góður Daddi, hann haggast ekki á hveiju sem gengur og tekst vel að halda svipnum (eða svipleysi) sem er nauðsynlegur til að þessi sérvisku- púki verði sannfærandi. Daddi er um leið sögumaður sýningarinnar og mér sýndist hafa tekist bæri- lega að tengja saman atriðin þannig að Daddi yrði ekki utan- veltu, þar sem honum er ætlað að grípa inn í atburðarásina. Guðný Halldórsdóttir hefur staðfært verkið með tilþrifum og staðsett það í miðjum Mosfellsbæ og virtist það vekja kátínu meðal áhorfenda; einnig og ekki síður hefur Guðnýju tekist að feta milli- veg og losna við tilgerð sem svo oft loðir við slíkar uppdubbanir á leikritum. Þó held ég að hljóti að vera að Guðný hafi fetað fijáls- lega í kringum frumtextann á köflum, slíkar eru tilvísanirnar á þekktar persónur íslenskar stund- um. Svanhildur Jóhannesdóttir og Soffía Jakobsdóttir hafa skipt með sér verkum við leikstjómina. Hvemig þær hafa hagað þeirri samvinnu veit ég ekki og saknaði þess reyndar að leikskráin gæfi ekki slíkar upplýsingar. Tveir leik- stjórar eru ekki endilega betri en einn og að óreyndu hefði ég hald- ið að slíkt væri bara til vand- ræða. Ekki kemur það fram í sýn- ingunni á Dagbókinni hans Dadda, allt er þetta snyrtilegt og skýrt; á stöku stað vekur leik- stjómin athygli á sér fyrir þungla- maleika en oftar stendur leik- stjómin traust að baki skemmti- legri atburðarás. Þannig á það að vera. Auk góðs Dadda er ástæða til að nefna Herdísi Þorgeirsdóttur í hlutverki Pálínu, móður Dadda. Hún kemst vel til skila og er sann- færandi. Það er sannfæring undir- ritaðs að frumskilyrði vel hepp- naðrar leiksýningar með áhuga- mönnum sé skýr og góð fram- sögn. Komist textinn ekki óbren- glaður til skila er önnur vinna að mestu leyti unnin fyrir gíg. Án þess að frammistaða einstakra leikenda í Dagbókinni hans Dadda sé tíunduð, hefur sýningin þennan ótvíræða kost, textinn kemst til skila. Staðfærsla verksins bendir líka til þess að skilningur sé fyrir hendi af hálfu aðstandenda sýn- ingarinnar, á því fyrir hveija er fyrst og fremst verið að flytja þessa sýningu. Nefnilega íbúa Mosfellsbæjar. Ekki má misskilja þetta þannig að aðrir hafi ekki gaman af, langt í frá; en það er ánægjulegt að sjá og heyra að skynsamleg og raunsæ vinnu- brögð hafa ráðið ferðinni. Útkom- an er líka í samræmi við það.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.