Morgunblaðið - 29.03.1988, Qupperneq 30

Morgunblaðið - 29.03.1988, Qupperneq 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 29. MARZ 1988 Útvarpsvekjarar frá SIEMENS til fermingargjafa RG 278: Venjuleg skifu- klukka. Vekur með útvarps- dagskrá eða suðhljómi. Blundhnappur. Verð: 2680 kr. RG 281: Vekur með út- varpsdagskrá eða suð- hljómi. Blundhnappur. Svæfir. Verð: 2370 kr. RG 296: Með snaelduhólfi. Vekur með útvarpsdagskrá, suðuhljómi eða snælduleik. Blundhnappur. Svæfir. Verð: 2860 kr. RG 283: Vekur með út- varpsdagskrá eða suð- hljómi. Blundhnappur. Svæfir. Verð: 2020 kr. SMITH& NORLAND NÓATÚNI 4 - SlMI 28300 MICRQSO HUGBÚNAÐUR FT * „Óson- eftir Tryggva. Helgason Trúlega hafa flestir einhvem tíma heyrt minnst á „óson-lagið“. En hvaða lag skyldi þetta vera — ætli þetta sé eitthvert lag í nýjustu söngvakeppnina, eða hvað? Nei, þetta er sagt vera þunnt lag eða einhverskonar skán hátt í lofti, sem umlyki jörðina og vemdi allt líf á henni fyrir stórhættulegum útfjólu- bláum geislum frá sólinni. Þá fylgja gjaman ógnþmngnar lýsingar á því, hvað myndi gerast ef göt kæmu á þetta lag. Húð- krabbamein myndi aukast og hætta væri á, að líf á jörðinni myndi þurrk- ast út. Allskyns iðnaðarkukl vorra daga væri farið að ógna þessu óson- lagi, svo sem freon-gas úr úðabauk- um, sem þjóti rakleitt upp í háloftin og hakki í sig ósonið, eins og grimm- ir hundar. Ósonlagið væri því óðum að þynn- ast og jafnvel farin að detta á það göt. Rannsóknamánar em sagðir hafa veitt þær upplýsingar að yfir suðurpólnum væm komin göt á lag- ið, og jafnvel álitið að suðurpóllinn væri eitt stórt gat. Er þetta kannski eins og ósýnileg- ur plastpoki eða blaðra sem umlykur jörðina og getur spmngið hvenær sem er, eða rifnað eins og þegar galsi hleypur í köttinn og hann læt- ur sig hanga á klónum í „stórisun- um“? En ef allt þetta er eintómt bull og vitleysa — hvað og hvemig í ósköpunum er það þá, þetta marg- nefnda „óson-lag“? Lítum nánar á það. Andrúmsloftið er að mestu köfn- unarefni eða 78%, og súrefni 21%. Það sem á vantar, eða 1%, em allar aðrar loft- og gastegundir sem finnast í andrúmsloftinu. Ein af þessum lofttegundum er „óson“ sem finnst í örlitlum mæli. Óson er alls staðar i loftinu, allt frá yfirborði jarðar til efstu laga lofthjúpsins, og maður andar því að sér í hveijum andardrætti. En það er afar mismikið. Við sjáv- armál er þéttleikinn einungis sem svarar 1 á móti 50 milljón hlutum lofts. Þetta svarar til þess að magn ósons inni í meðalíbúð, gæti fyllt holrúm á stærð við títupijónshaus. Þegar ofar dregur vex ósonið og nær hámarki, venjulega í um það' bil 22 km hæð, þar sem magn á rúmmetra getur orðið allt frá þrisv- ar sinnum, og upp í 20-sinnum meira en við jörðu. Sem hlutfall getur munurinn þó orðið enn meiri, vegna loftþynning- arinnar, eða 10 hlutar ósons á móti milljón hlutum lofts í 35 km hæð. Sú hæð þar sem óson mælist í hámarki er mjög breytileg og getur verið allt frá 15 km og upp í 35 km hæð — en þama höfum við þá loksins fundið hið eiginlega „óson- lag“. Það er sem sagt nokkurra kíló- metra þykkt lag hátt yfir jörðu, þar sem óson mælist í hámarki, en þó mjög breytilegu, bæði hvað snertir hæð og magn. Óson, sem er nánast viss útgáfa af súrefni, er stanslaust að myndast og eyðast í efstu lögum lofthjúpsins vegna áhrifa hinna svokölluðu út- fjólubláu geisla sólarinnar, en hvemig það gerist nákvæmlega, er ekki vitað með vissu. Þó er talið að myndunin sé í því sem kalla mætti „sjálfrænt jafnvægi" en það er að ávallt myndast jafnmikið og eyðist, og aukist sólgeislunin þá eykst myndun ósons. Þá myndast óson í eldingum. Lofthjúpurinn er ekki kyrrstæður og vindamir blanda ósoninu saman við andrúmsloftið, og flytja það al- veg niður að yfirborði jarðarinnar. Óson hefur þann furðulega eigin- leika að geta dregið úr sólgeislun á nokkrum stöðum í litrófi sólarljóss- ins, þó mest á tíðnisviði hins út- fjólubláa ljóss, og þótt óson sé ein- ungis agnarlítið brot af lofthjúpnum í heild þá hindrar það næstum al- gjörlega útfjólublátt ljós að ná til yfírborðs jarðar. En við það að stöðva þessa sól- geislun þá hitnar ósonið og veldur því að í 50 km hæð mælist 10 til 20 stiga hiti. Óson er hægt að framleiða með ýmsu móti, og það er dálítið notað í iðnaði. Þá er óson í útblæstri bif- reiða og getur orðið hættulega mik- ið í stórborgum, svo sem Los Ang- eles, þar sem stöðugt er fylgst með því með mælingum. Hvort iðnaður framleiði meira óson en hann eyðir, eða eyði meira en hann framleiðir, er ekki vitað. Tryggvi Helgason Magnið af óson í mismunandi hæð er mjög breytilegt frá degi til dags, og jafnvel frá klukkustund til klukkustundar, og það breytist eftir árstíðum, sumar og vetur. Það er því ákaflega erfitt að segja til um það, hvort óson sé að minnka eða aukast, nema með mjög nákvæmum samanburðarmælingum í tugi ára. Eins og gefur að skilja þá er afar erfitt og dýrt að mæla þessa hluti með nákvæmni, og því eru flestar mælingar svokallaðar „óbeinar mælingar" sem er nokkurskonar viðmiðun eða jafnvel ágiskun. Það sem sett hefur verið fram, um eyðingu ósons úr lofthjúpnum, er einungis kenning upprunnin á tilraunastofu. Þegar óson og freon var blandað saman í tilraunaglasi, þá eyddi freonið ósoninu. En hvort það gerist þannig úti í geimnum, þar sem aðstæður eru gjörólíkar þeim sem eru í tilrauna- glasi, er ekki vitað, og hefur ekki verið sannað. Mælingar, sem bandaríski herinn gerði fyrir mörgum árum með hálof- taflugvélum, bentu til þess að óson yfír Bandaríkjunum væri frekar að aukast en minnka. Nýlegar athuganir gerðar á loft- myndum frá rannsóknamánum benda til þess að óson sé þynnra yfir pólnum, heldur en annars stað- ar. Hvort það er eitthvað óeðlilegt veit enginn. Ef til vill hefur þetta verið þannig síðustu milljón árin. Að öllu samanlögðu held ég að menn geti sofið rólegir vegna þessa ósonlags, og þurfi varla að hafa áhyggjur af því, næstu 100 aldimar í það minnsta. Höfundur er flugmaður. Eigendur og útgefendur skuldabréfa Vegna mikillar eftirspurnar óskum við eftir góðum skuldabréfum í umboðssölu. Helstu skuldabréf í sölu hjá Verðbréfaviðskiptum Samvinnubankans Ný spariskírteini 7,2-8,5% Eldri spariskírteini 8,5-8,8% Veðdeild Samvirmubankans 10.0% Samvinnusjóður íslands hf.* 10,5% Lindhf.* 10,8% Glimirhf. 11,1% önnur örugg skuldabréf 9,5-12,0% Fasteignatryggð skuldabréf ávöxtun umfram verðbólgu ávöxtun umfram verðbólgu ávöxtun umfram verðbólgu ávöxlun umfram verðbólgu ávöxmn umfram verðbólgu ávöxtun umfram verðbólgu ávöxtun umfram verðbólgu ávöxtun umfram verðbólgu 12-15,0% * Með endursöluábyrgð Samvinnubanka íslands hf. • Við innleysum spariskírteini ríkissjóðs fyrir viðskiptavini okkar Nánari upplýsingar í Bankastræti 7, Reykjavík, 3. hæð, ® 91 - 20700 UERDBREFflUHJSKIPTI fjármál eru V/ SAMVINNUBANKANS okkar fag
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.