Morgunblaðið - 29.03.1988, Qupperneq 32

Morgunblaðið - 29.03.1988, Qupperneq 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 29. MARZ 1988 PÁSKASPIL Hvar er hr. X? Spennandi eltingarleikur um alla London. BARNAVINAFÉLAGIÐ SUMARGJÖF VÖLUSKRÍN KLAPPARSTfG 26 DYRAVÖRÐURINN SEM ALDREI SEFUR ÁVERÐINUM Þú þarft ekki lengur að taka úr þér hrollinn þegar heim kemur eftir að Stanley bílskúrshurðaropnarinn er kom- inn í þjónustu þína. Pú ýtir á senditækið, það kviknar Ijós, bílskúrshurðin opnast og þú ekur inn í ylinn og stígur þurr- um fótum út úr heitum bílnum þínum. ÞÚ FERÐ BETUR MEÐ BÍLINN PINN Á morgnana losnar þú við að skafa ísinn af rúðunum, eða þurrka snjóinn af og bíllinn fer strax í gang. Þetta er ekki sagt út í bláinn því að reynslan sýnir að það eru ótrúlega margir sem nenna ekki að láta bílinn inn í bílskúr ef mikið er fyrir því haft. Opnarinn er samþykktur af Rafmagnseftirliti Ríkisins og Radíóeftirliti Landsímans. Stanley bílskúrshurðaropnarar fást í öllum helstu bygg- ingarvöruverslunum. 1. Sterk og örugg færslubraut. 2^Við uppsetningu er óþarfi að fjarlægja mótorhlífina því að það ér hægt að stilla búnaðinn utanfrá. 3. Öryggisljós kviknar í hvert sinn er hurðin opnast og lokast, — logar í 3'A mínútu - slokknar sjálfkrafa. ALLAR STANLEV VÖRUR ERU VIÐURKENNDAR FYRIR GÆÐI STANLEY Jón Baldvin Hannibalsson fjármálaráðherra: Rafmagn til húshitunar lækki með olíuverðlækkun JÓN Baldvin Hannibalsson fjár- málaráðherra sagði á flokksráðs- fundi Alþýðuflokksins á laugar- dag að Landsvirkjun yrði að hag-a sér á orkumarkaði eins og viðskiptafyrirtæki eigi að gera og lækka raforkuverð til hús- hitunar til samræmis við lækkun olíu. Sagði fjármálaráðherra að það væri skylda Landsvirkjunar að koma til móts við breyttar markaðsaðstæður og að eftir því yrði gengið. A flokksráðsfundinum boðaði fjármálaráðherra einnig aukið að- hald í ríkisrekstri, að stjórnendum ríkisfyrirtækja og stofnana yrði ekki liðið að líta á ijárlög'sem mein- ingarlausa viljayfirlýsingu. Hann nefndi sem dæmi að forsvarsmenn Landakotsspítala færu þessa dag- ana mikinn í fjölmiðlum og segðu að hallárekstur spítalans væri vegna vanáætlunar í fjárlögum. Fjármálaráðherra sagði þetta rangt og hlutur spítalans hefði í mörgum tilfellum verið stærri en annara spítala á fjárlögum. „Það er ekki nógu gott þegar forstöðumenn slíkra sjúkrahúsa ætla að bregða skurðarhnífnum á barka forsvars- manna almannavaldsins og segja: peningana eða lífið, þegar stað- reyndin er sú að þeir hafa ekki tek- ið hið minnsta tillit til fjárlaga og ráðist í framkvæmdir og fjárfest- ingar án þess að spyija kóng eða prest,“ sagði Jón Baldvin. Á fundinum boðaði Jón Sigurðs- son dómsmálaráðherra að komið yrði á lögfræðiaðstoð við almenning og verður lagafrumvarp um það lagt fyrir næsta þing. Jón Baldvin sagði einnig að kaupleigufrumvarp Jóhönnu Sigurðardóttur félags- málaráðherra yrði að ná fram að ganga á þessu þingi enda hefðu formenn hinna stjómarflokkanna gefíð loforð um það. Einnig sagði Jón Baldvin að verkaskiptingu ríkis- og sveitarfélaga yrði að ljúka í sam- ræmi við fyrirliggjandi frumvarp. Fyrsti Lionsklúbburinn eingöngu skipaður konum STOFNUN fyrsta Lionsklúbbs- ins sem eingöngu er skipaður konum, var haldin hátíðleg laug- ardaginn 12. mars siðastliðinn. Lionessuklúbbnum Eir barst full viðurkenning 12. janúar á þessu ári en á alþjóðaþingi Lionshreyf- ingarinnar i júlí í fyrra, var lög- um um hana breytt og orðið „male“ fellt úr stofnskrá þess. Margt gesta var á stofnskrár- hátíð Eirar og má þar nefna fjölum- dæmisstjóra Lionshreyfíngarinnar á íslandi, Inga Ingimundarson og frú, umdæmisstjóra umdæmis 109A, Halldór Svavarsson, Ásgeir Einarsson svæðisstjóra og frú, formann Lionsklúbbsins Víðarrs, Kristinn Guðjónsson og frú, svo og eiginmenn klúbbfélaga. Fram að þesssu hafa konur ein- ungist starfað sem Lionessur, á ábyrgð Lions-föðurklúbbs án til- lögu- og atkvæðisréttar. Lionessuklúbburinn Eir var stofnaður 1984 og hefur frá upp- hafí stefnt að því að öðlast full réttindi innan hreyfíngarinnar. Hefur hann notið til þess stuðnings föðurklúbbs síns. Þegar eftir laga- setninguna í júlí var samþykkt að leggja Lionessuklúbbinn niður og Formaður Lionsklúbbsins Eirar, Þórhildur Gunnarsdóttir tekur við stofnskrárskjali klúbbsins úr hendi Halldórs Svavarssonar umdæmis- stjóra umdæmis 109 A. stofna þess í stað Lionsklúbb. Er Eir þriðji Lionsklúbburinn á Norð- urlöndum sem eingöngu er skipað- ur konum en nú þegar hafa verið stofnaðir 76 Lionsklúbbar úr Lio- nessuklúbbum um allan heim. Stofnfélagar Lionsklúbbsins Eir í Reykjavík eru 46 talsins og fyrstu stjóm hans skipa; Þórhildur Gunn- arsdóttir formaður, Steinunn Magnúsdóttir ritari og Steinunn Friðriksdóttir gjaldkeri. ■Ir' w.&\ U ■ f i i _ 'jgj mmm ' 1 fí Mfú <- Z ’{m Á tónleikum í Fríkirkjunni á morgun koma fram málmblásarar og slagverksmenn úr Sinfóníuhljóm- sveit íslands ásamt öðrum hljóðfæraleikurum. Tónleikar á skírdag í Fríkirlqunni TÓNLEIKAR verða haldnir í Fríkirkjunni í Reykjavík á morgun, skirdag. Þar koma fram málmblásarar og slagverksmenn úr Sinfóníu- hljómsveit íslands ásamt öðrum hljóðfæraleikurum. Á efnisskrá tónleikanna eru verk frá flestum tímabilum tónlistarsögunnar, m.a. eftir Gabrieli, J.S. Bach, Grieg og Copland. Tónleikamir heíjast kl. 17. (Fréttatilkynning)
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.