Morgunblaðið - 29.03.1988, Qupperneq 38

Morgunblaðið - 29.03.1988, Qupperneq 38
3&.)p MQRGUNBLAÐIÐ,. ÞRIBJUDAGUR 29ifMARgr 3,988 Greenpeace: Hvatt til viðskipta- banns á Flugleiðir ZUrich, frá Önnu Bjarnadóttur, fréttaritara Morgunblaðsins. GREENPEACE í Lúxemborg hefur nú hengt 50 auglýsingaspjöld með mynd af hval og textanum „Boycott Icelandair" upp í höfuð- borg landsins. Þejtta er fjórda spjald samtakanna í herferð þeirra gegn hvalveiðum íslendinga. Á fyrri spjöldum var ísland tengt dauð- a„síðasta hvalsins". Roger Spautz, talsmaður Green- peace í Lúxemborg, sagði að sam- tökin hvettu nú til viðskiptabanns á Flugleiðir til að auka þrýsting á Islendinga um að hætta hvalveið- um. Hann fullyrti að Greenpeace í Lúxemborg hefði safnað 10.000 undirskriftum gegn hvalveiðum á undanfömum mánuðum. Einar Aakrann, framkvæmda- stjóri Flugleiða í Lúxemborg og aðalræðismaður íslands í landinu, sagðist ekki hafa séð nýju auglýs- ingaspjöldin en vonaði að þau myndu ekki hafa áhrif á viðskipti Flugleiða. Hann sagðist ekki búast við að eiga fund með fulltrúum Greenpeace um hvalveiðar íslend- inga. „Þær eru málefni íslenska ríkisins en ekki Flugleiða," sagði hann. Aakrann taldi rétt að fara sem fæstum orðum um baráttu Greenpeace og vona að hún vekti litla eftirtekt. Portúgal: Fjölmennasta verk- fall í sögu landsins Lissabon, Reuter. UM tvær milljónir manna lögðu niður störf í Portúgal í gær til að mótmæla fyrirhuguðum breyting- um stjórnvalda á verkalýðslögjöf- inni. Þetta mun vera fjölmennasta verkfall í sögu landsins. Boðað var til eins dags allsherjar- • verkfalls í gær vegna tillögu sem ríkisstjóm Portúgals hefur lagt fram og tryggir atvinurekendum aukinn rétt til að segja starfsmönnum upp störfum. Ríkisstjómin telur að verka- lýðslöggjöf sú sem nú er í gildi sé dragbítur á efnahagsframfarir í landinu. Breytingartillagan verður brátt tekin til umflöllunar á þingi og er talið líklegt að hún verði sam- þykkt. Anibal Cavaco da Silva, for- sætisráðhe'rra Portúgals, kvaðst í gær ekki hafa áhyggjur af mótmæl- um þessum. „Þetta verkfall hefur ekki spillt svefnfriði mínum," sagði hann og bætti við að stjómin hygð- ist ekki falla frá lagabreytingunum umdeildu. „Þátttakan í verkfallinu fór fram úr okkar björtustu vonum,“ sagði Manuel Carvahlo da Silva, formaður Sambands portúgalskra verka- manna. Þetta er í fyrsta skipti sem sambandið, sem lýtur stjóm komm- únista, og Almenna verkamanna- sambandið, sem sósíalistar ráða, gangast í sameiningu fyrir verkfalls- aðgerðum. Rúmlega helmingur þeirra 4,5 milljóna verkamanna sem starfa í Portúgal tilheyrir þessum tveimur verkalýðsfélögum. Argentína: Brottför loftbelgs- ins frestað Buenos Aires, Reuter. FYRIRHUGAÐRI heimsreisu á loftbelg sem leggja átti í á laug- ardag frá bænum Mendoza í Argentínu hefur verið frestað vegna veðurs. Tveir Bandaríkjamenn, Rowland Smith og John Petrehn, sem hugð- ust reyna að fljúga loftbelg um- hverfis jörðina og ætluðu að leggja af stað á laugardag, neyddust til að fresta förinni vegna þess að óveður gekk yfir austanverða Arg- entínu. Félagarnir ætluðu að leggja upp frá bænum Mendoza í vestan- verðri Argentínu og fljúga yfir svæðið þar sem ofsaveður geysaði um helgina. Mikið rok er á þessum slóðum og rignt hefur 250 milli- metrum á síðustu fimm dögum. Talsmaður stuðningsfélags loft- belgsfaranna sagði að að þeir væru hinir rólegustu og hefðu ákveðið að bíða nokkra daga þar til veðrið hefði gengið niður. Þeir ætla að fljúga umhverfis jörðina án þess að lenda og notfæra sér háloftavinda á suðurhveli sem þeir gera ráð fyr- ir að beri þá á níu til fjórtán dögum umhverfis jörðina. Yitzhak Shamir, forsætisráðherra ísraels (til hægri), og Shimon Perez utanríkisráðherra greinir á um afstöðuna til friðaráætlunar Bandaríkjastjómar. Israel: Þúsundir araba hafa verið handteknar Reuter Farþegar bíða brottfarar í biðsal portúgalska ríkisflugfélagsins í gær. Sökum verkfallsins lágu samgöng- ur að mestu niðri í landinu. Flug- áætlanir gengu úr skorðum og ferðir strætisvagna og jámbrauta lögðust af. Þátttaka verkamanna í ríkisverk- smiðjum var mjög mikil og hið sama gilti um hafnaverkamenn. Verkfallið hafði hins vegar lítil áhrif í þjónustu- fyrirtælq'um og fyrirtækjum í einka- eigu. Margir bankar voru opnir og flest öll stærri dagblöðin komu út þó að Jomal de Noticias undanskildu. Verkfallið fór friðsamlega fram. Raunar lenti verkfallsmönnum og lögreglu saman í Lissabon er verka- menn hugðust koma í veg fyrir vinnu við dagblað eitt þar í borg en engin slys urðu á mönnum. Jerusalem. Reuter. FJÓRIR Palestínumenn féllu fyrir kúlum ísraelskra hermanna á sunnu- dag. Þá var einnig fjöldi manna handtekinn. Yitzhak Rabin, varnarmála- ráðherra ísraels, skýrði frá því á ríkisstjórnarfundi á sunnudaginn, að nærri 4.000 Palestínumenn hefðu nú verið handteknir af ísraelum. Palestínumenn og starfsmenn alþjóðlegra hjálparstofnana telja fjölda hinna handteknu á hinn bóginn á bilinu 5.000 til 8.000. Á fundi ísra- elsku stjómarinnar kom enn fram, að stjómarflokkana greinir á um afstöðu til friðaráætlunarinnar, sem er kennd við George Shultz, ut- anríkisráðherra Bandarikjanna. George Shultz heldur af stað til ísraels á páskadag, 3. apríl nk., og ætlar enn að freista þess að fá ísra- elsk stjómvöld og aðra til að fallast á tillögur sínar um alþjóðlega friðar- ráðstefnu um málefni Mið-Austur- landa. Yitzhak Shamir, forsætisráð- herra ísraels, og Likud-flokkur hans vilja ekki að til slíkrar ráðstefnu verði boðað. Hinn stjómarflokkurinn, Verkamannaflokkurinn, undir for- ystu Shimons Peres, utanríkisráð- Filippseyjar: Dauðasveitir kommúmsta skjóta sjö menn úr launsátri Manila, Reuter. SEX menn skutu á borgarstjóra í útborg Manila höfuðborgar Filippseyja úr launsátri í gær. Hann særðist í árásinni og sjö menn í fylgdarliði hans létu lífið. Talið er að árásarmennirair séu í kommúnistasamtökum sem fóru að láta til sín taka i Manila á síðasta ári. Nokkrum klukku- stundum eftir árásina á borgar- stjórann var bróðir eins af leið- togum vinstrimanna veginn úr launsátri. Prospero Oreta, borgarstjóri Mala- bon, sem er tengdur Corazon Aquino forseta Filippseyja flölskyldubönd- um, særðist alvarlega í árásinni sem var gerð við heimili hans. Lögregla telur að dauðasveitir kommúnista beri ábyrgð á skotárásinni, en sam- tökin hafa staðið að baki öðrum viðlíka árásum í Manila frá því á síðasta ári. Oreta og lífverðir hans voru á leið til bæjarskrifstofunnar í tveim bílum þegar sex menn skutu að bifreiðum þeirra. Oreta og einn lífvörður særðust hættulega og sjö Reuter Sjö menn létu lífið er dauðasveitir kommúnista skutu á borgarstjó- rann í Malabon i gær. þeirra sem voru með í bílunum létust. Á meðan ekki var ljóst hveijir báru ábyrgð á árásinni á Oreta gerðu nokkrir hópar hægrimanna og kommúnista árásir hvorir á aðra með það fyrir augum að hefna fyrir árás- ina. Sú er talin ástæða þess að bróð- ir Jose Castros leiðtoga vinstrimanna var skotinn til bana átta klukku- stundum eftir árásina á Oreta. herra, styður frumkvæði Shultz. Heimildir herma, að á ríkisstjóm- arfundi í ísrael á sunnudag, hafi verið hart deilt um afstöðuna til til- lagna Shultz. Ekki hafí verið gengið til atkvæða um málið í stjóminni en forsætisráðherrann hafí látið þau orð falla, að bandarísku tillögumar væru aðeins settar fram til að kanna við- brögð deiluaðila og það væri unnt að vísa þeim á bug „án þess að stór- vandræði hlytust af því“. Eldflaugar Saudi-Araba í fréttum frá ríkisstjómarfundin- um segir, að Moshe Shahal, úr Verkamannaflokknum, hafí krafist þess að Shamir ræki ritara ríkis- stjómarinnar, Yossef Ben Aharon. Ritarinn gaf það til kynna í síðustu viku, að Israelar kynnu að ráðast á skotpalla undir meðaldrægar kínver- skar eldflaugar, sem Saudi-Arabar hafa verið að koma fyrir í landi sínu. Segja heimildarmenn, að Shamir hafí svarað þessari kröfu með þeim hætti að hún væri „fáránleg". Um- mæli Aharons leiddu til þess^ að stjómvöld í Washington vöruðu Isra- ela við öllum slíkum ráðagerðum. Þá lýstu arabaríki, þeirra á meðal Egyptar, yfír því, að þau myndu styðja Saudi-Araba ef ísraelar fram- kvæmdu slíkar hótanir. í því skyni að draga úr áhyggjum Egypta sendi Shamir orðsendingu til Hosnis Mubaraks, forseta Egypta- lands, vegna eldflaugamálsins, en Egyptaland er eina arabaríkið, sem hefur gert friðarsamning við ísraela. í orðsendingunni segir, að ísraelar hafí ekki gert annað en látið í Ijós áhyggjur vegna eldflauganna í Saudi-Arabíu. Þeir væm ekki með neinar stríðsaðgerðir í hyggju. Fjöldahandtökur Næstkomandi miðvikudag er svo- kallaður Dagur landsins í ísrael. Arabar í ísrael hafa undanfarin ár minnst þess 30. mars, að 1976 voru sex arabískir mótmælendur drepnir í átökum við stjómvöld vegna upp- töku á landi í Galíleu. Er talið að fjöldahandtökur á aröb- um í ísrael undanfama daga eigi meðal annars rætur að rekja til ótta stjómvalda við, að mótmælin á morg- un verði ákafari en áður vegna þess hættuástands, sem ríkt hefur á her- teknu svæðunum í landinu síðan 9. desember. En með þeim sem féllu um siðustu helgi hafa samtals 115 Palestínumenn týnt lífí í átökum við ísraelska hermenn á þeim mánuðum, sem síðan eru liðnir. Einn ísraelskur hennaður hefur fallið. í ritskoðuðu skeyti frá Reuters- fréttastofunni segir, að líkur séu taldar á því, að ísraelsstjóm grípi til þeirra óvenjulegu aðgerða að banna fréttamönnum að vera á herteknu svæðunum, vesturbakka Jórdanár og Gaza-svæðinu, á morgun. Þá verða ísraelskir hermenn sendir til Galíleu til að aðstoða 4.000 manna lögreglu- lið þar. Pravda vill leyfa bjarn- dýraveiðar Moskvu. Reuter. PRAVDA, málgagn sovézka kommúnistaflokksins, hvatti f gær til þess að fsbjöraum yrði fækkað. Sagði blaðið að björa- um hefði fjölgað stórlega og ógnuðu þeir nú byggð á stórum landssvæðum. Blaðið lagði til að ísbjamaveið- ar yrðu leyfðar í heimskautahér- uðum Sovétríkjanna en að haft yrði strangt eftirlit með veiðinni. Sagði Pravda að vemdun ísbjam- arins hefði haft í för með sér að fjöldi þeirra hefði fjórfaldast á 30 árum og væru nú um 40.000 ísbimir í Sovétríkjunum. Væri að þeim talsverð truflun, þeir ynnu skemmdir á mannvirkjum og réð- ust að fólki. Blaðið skellti einnig skuldinni á íbúa heimskautasvæðanna, sem það sagði tæla bimina til sín með því að leggja út fyrir þá æti til þess að geta ljósmyndað þá.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.