Morgunblaðið - 29.03.1988, Síða 56
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 29. MARZ 1988
>56*
Þjóðartekjur og framfærsla
-4)pið bréf til fjármálaráðherra
eftir Guðbjörn
Jónsson
Hr. fjármálaráðherra!
Mér áskotnaðist eintak af fjár-
lögum yfírstandandi árs núna um
helgina. Eg verð að segja að ég
varð dálítið hissa, þegar ég leit
yfír þessa rekstraráætlun þína.
Ég hafði, kannski eins og vafa-
laust margir aðrir, verið í þeirri
trú að forsjárhyggja stjómvalda
væn með svolítið öðrum blæ en
kemur fram í þessu riti.
Samkvæmt framfærsluvísitölu
janúarmánaðar sl. kostar fram-
færsla þjóðarinnar yfír árið (án
verðhækkana) kr. 197.510 millj-
ónir. Eitthundrað níutíu og sjö
milljarða fímmhundruð og tíu
milljónir.
í öllum spám fyrir yfírstandandi
ár er ekki gert ráð fyrir verð-
hækkunum á afurðum okkar.
Verðmæti þeirra á sl. ári var kr.
53.053 milljónir. Ef við reiknum
6% gengisfellinguna um daginn
inn í þetta má vænta þess að tekj-
ur yfírstandandi árs verði kr.
56.236 milljónir.
Mér sýnist því augljóslega, að
okkur sé ætlað að velta því af þjóð-
artekjunum, sem ekki eru sendar
beint úr landi í fyrstu umferð, þar
til sú upphæð skilar kr. 141.274
milljónum til þess að framfæri
þjóðarinnar sé ekki í hættu.
Mikið værir þú nú góður ef þú
vildir útskýra fyrir mér hvemig
þetta er gert.
Annað dæmi í þessari rekstrar-
áætlun þinni (fjárlögunum) skil ég
ekki alveg. En það varðar það að
fjárlögin séu hallalaus. Ef við
skoðum þetta aðeins nánar sýnist
mér dæmið líta svona út.
Heildartekjur þjóðfélagsins
kr. 56.236 milljónir.
Heildartekjur ríkissjóðs
kr. 63.091 milljónir.
Velta umfram þjóðartekjur
kr. 6.855 milljónir.
Jafnframt þess gerið þið ráð
fyrir innflutningi umfram útflutn-
ing fyrir á annan tug milljarða.
Það vekur athygli mína, að
þó þið setjið dæmið svona upp
„Mér finnst það athyg-1-
isvert, að þið skulið
áætla að brúttótekjur
þjóðfélagsins geti farið
fjórar umferðir í þjóð-
félaginu hjá verslun,
þjónustu og ríki.“
eins og sýnt er hér að framan,
gerið þið ráð fyrir að fjármagna
Iánsfjárþörf ykkar innanlands.
Einhvern veginn tekst mér aldr-
ei að leggja fyrir og spara þeg-
ar ég eyði meiru en ég afla.
Hvernig ferð þú að því?
Er það hugsanlegt, að þið
gerið ráð fyrir því, að einhveij-
ir dragi til sín það stóran hlut
af tekjum þjóðarinnar, að þeir
geti lánað ykkur? Hvað þá um
hina? Gæti þá viðskiptahallinn
kannski orðið minni, ef þessi
skipting yrði endurmetin?
Það vekur einnig athygli
mina, að þið gerið ráð fyrir að
þurfa að taka ný lán, svo til upp
á sömu upphæð og afborganir
eldri lána eru. Er það ekki halli
á rekstri, þegar ekki er hægt
að standa við afborganir nema
með nýjum lántökum?
A undanförnum árum hefur
oft verið deilt á of mikla mið-
stýringu, og að kerfið sé of við-
amikið.
í fjárlögum fyrir árið í ár er
gert ráð fyrir að ríkið taki til
sín með sköttum 93,44% af brút-
Söluskattsskyld velta
Söluskattur (fjárlög)
Smásala (dæmi)
Heildsala (dæmi)
Tollar og aðflgj. (fjárlög)
Innflutningur
tótekjum þjóðarinnar. Getur þú
sagt mér hversu mikill munur
er á þessu og ráðstjórn Sovéska
alþýðulýðveldisins?
Eg geri mér fuUa grein fyrir
því, að fjármagn gengur á milli
manna í þjóðfélaginu. Það sem
mig langar til þess að spyija
þig um, er, hvað mikið hlutfall
NÝ
þið reiknið með að bindist í
hverri grein við gegnumstreymi
fjármagnsins?
Ég spyr að þessu vegna tekna
þeirra sem j»ið ætlið að hafa af
söluskatti. Eg vil taka það fram,
vegna dæmis þess sem hér fylg-
ir á eftir, að þetta er aðeins
líkingadæmi, ekki staðreyndir.
í fjárlögunum er hvergi að
finna sundurliðun á tekjum af
söluskatti. Engin leið er því að
vita hvað mikið er frá verslun
eða þjónustu. Af eftirfarandi
dæmi gæti verið að söluskatts-
tekjur í fjárlögum væru bara
frá verslun.
Upphæð ! HlutfaU af
milljónum þjóðartekjum
kr. 159.300 283,27%
kr. 31.860 56,65%
kr. 33.040 58,75%
kr. 18.271 32,48%
kr. 6.029 10,72%
kr. 70.100 124,65%
Mér fínnst það athyglisvert, að
þið skulið áætla að brúttótekjur
þjóðfélagsins geti farið fjórar um-
ferðir í þjóðfélaginu hjá verslun,
þjónustu og ríki. Hvað áætlið þið
að þjóðartekjumar fari margar
umferðir alls? Hvað áætlið þið að
þær fari margar umferðir í fram-
leiðslugreinunum?
Hvað áætlið þið að það bindist
mikið fé við umferð þess um fram-
leiðslugreinarnar? Samkvæmt
þeim upplýsingum sem ég hef, eru
bara afskriftir framleiðslugrein-
anna um 20% af brúttótekjum
þjóðarinnar. Getur verið að þetta
sé eitthvað nærri lagi?
Ég varð dálítið hissa þegar ég
var að horfa á fundinn í Neskaup-
stað í sjónvarpinu um daginn. Þar
kom fram hjá Hjörleifí Guttorms-
syni, að stjómvöld vita ekki hvem-
ig tekjur þjóðarinnar myndast í
hverjum landshluta. Mér skildist
að til stæði að skipa nefnd til þess
að kanna þetta mál. Mig langar
nú til þess að benda ykkur á að
þið getið sparað þessi útgjöld ef
þið viljið. Ég er nefnilega svo til
búinn að vinna þetta fyrir okkur
í Þjóðarflokknum. Ég á einungis
eftir að ganga frá nákvæmari
skiptingu á tæpum 6% af tekjun-
um, sem myndast frá landbúnaði
og smáiðnaði.
Þið getið fengið þetta, ykkur
að kostnaðarlausu, fyrir árið 1986.
Og ef þið sendið mér tölumar yfir
árið 1987. Getið þið fengið niður-
stöðumar daginn eftir.
Það olli mér nokkrum erfíðleik-
um, þegar ég var að vinna úr
gögnum frá stofnunum ykkar,
hvað þeim ber illa saman um sömu
mál. Ég gæti trúað að það stafi
af of lítilli samvinnu milli þessara
stofnana um úrvinnslu. Og einnig
á sviði hugbúnaðar í tölvunum hjá
þeim.
Með bestu kveðjum.
Höfundur er í málefnanefnd Þjóð-
arflokksins.
\
POTT-
ÞETTAR
PERUR
AGOÐU
Allar RING bílaperur
bera merkið ©
sem þýðir aö þær
uppfylla ýtrustu
gæðakröfur E.B.E.
EGCIN
Á MARKADNUM
ALLTAÐ
50% VERÐMUNUR
SENDING
páskaegglmSf*0
Fyllt með sœlgœti, leikföngum og íslenskum málshœtti
SAMKVÆMT
VERÐKÖNNUNUM
290 g. Kr. 490. -
RISASTÓRA
STRUMPAPÁSKAEGGIÐ
ER AUÐVITAÐ
Á SÍNUM STAÐ.
390 g. Kr. 595.-
520 g. Kr. 895.-
Auk þess höfum við allar stærðir
af páskaeggjum
frá NÓA og MÓNU.
PASKA TILBOÐ KJÖTMEISTARANNA í MIKLAGARÐI
Nautapottréttur Kr. 617.- pr. kg.
Smáskorin nautasteik með blönduðu grænmeti og Miklagarðsmaríneringu.
Miklagarðs smásteik Kr. 530.- pr. kg.
Smásagað lambakjöt, sérkryddað.
Páskasteik Kr. 778.- pr. kg.
Úrbeinað lambalæri, kryddað að hætti sælkerans.
Beikonsteik Kr. 559.- pr. kg.
Reykt og soðið svínakjöt frá Goða.
FERMINGARGJAFIR í MIKLU ÚRVALI.
HEITUR OG KALDUR MATUR íFERMINGARVEISLUNA.
/MIKLIG4RDUR
MIKIÐ FYRIR LÍTIÐ