Morgunblaðið - 29.03.1988, Blaðsíða 58

Morgunblaðið - 29.03.1988, Blaðsíða 58
58 MORGUNBLAÐIÐ; ÞRIÐJUDAGUR 29. MARZ 1988 Stjörnu- speki Umsjón: Gunnlaugur Guðmundsson „Agæti þáttur! Mig langar að varpa fram spumingu sem mér sjálfri heftir ekki tekist að svara varðandi stjömu- speki. Hvers vegna er miðað við fæðingu mannveru þegar afstaða stjamanna er reiknuð út en ekki getnað? Ég veit að það er erfitt og yfirleitt ómögulegt að finna út hvenær getnaður á sér stað, en getur ekki verið að það sé hið eina rétta? Það er þá sem upphafið að mannveru verður til. Hugs- anlega mætti segja sem svo að orkan í umhverfinu hafi ekk: áhrif fyrr en mannveran kemur út í umhverfið (í fæð- ingu) en þó; líkami konu, þ.e. húð og sinar og legvatn og allt það, eru samt ekki svo einangrandi að t.d. tónlist nái ekki þar i gegn. Hvað þá orka himintunglanna? Þetta er alla vega verðugt umhugsunarefni að mínu mati. Kær kveðja. Ahugamaður um stjömu- speki.“ GetnaÖarkort Ég þakka kærlega fyrir ágætt bréf og fróðlega fyrirspum. Innan stjömuspeki finnst skóli sem leggur áherslu á að gera stjömukort fyrir getnaðar- stund. Mig minnir að það hafi verið Kínveijar sem stóðu hvað fremst í rannsóknum á getnaðarkortum, a.m.k. fyrr á tímum. Óljós getnaÖartimi Ástæðan fyrir þvi að ekki er stuðst meira við getnaðartíma en raun ber vitni er sú, sem þú sjálf bendir á, að erfítt er að finna tímann. Ég er hins vegar viss um að slík kort gætu sagt töluvert um mótun persónuleikans. Sjálfstæöi Aðalástæðan fyrir því að við notum fæðingarstund en ekki getnaðarstund er hins vegar önnur. Hún er sú að við fæð- ingu verður maðurinn sjálf- stæð vera, þ.e.a.s. bamið er ekki lengur hluti af móður- inni. Fram að fæðingu er bam- ið háð örlögum móður en fæð- ingin er upphafið að sjálfstæð- um lífsferii, bamið er eitt síns liðs. Landakort Sú samlfking hefur verið notuð að segja að stjömukortið sé landakort eða vegvtsir sem bamið fær við upphaf lífsferð- arinnar miklu, þ.e.a.s. við fæð- inguna. Það er hins vegar rétt hjá þér að utanaðkomandi kraftar hafí áhrif á bamið í móðurkviði, t.d. tónlist. Við verðum hins vegar að gera okkur grein fyrir því að margt annað en stjömuspeki hefur sitt að segja þegar persónu- leiki manna er skoðaður. Erfðaþættir skipta máli, einn- ig uppeldi og tíðarandi innan þjóðfélagsins. Upplag og umhverfi Stjömukortið varpar fyrst og fremst ljósi á upplag okkar og hlutverk í ltfinu. Það þýðir hins vegar ekki að aðrir þætt- ir séu án áhrifa. Enda má líkja upplagi við garð t eigu okkar. Við vitum að það þarf að rækta garðinn. Það sama á við um manninn. Ró á með- göngutima, hlýtt viðmót for- eldra, stuðningur og skilning- ur hjálpar okkur að rækta persónuleikann. Ólik mál Það sem ég er að reyna að segja er að við verðum að skilja að eitt útilokar ekki endilega annað. Þó getnaðar- kort sé merkilegt getur verið að það sýni annað en fæðing- arkortið. Hugsanlega er getn- aðarkort fyrst og fremt með- göngukort, þ.e. sýnir þróun bamsins á meðgöngutíman- um, á meðan fæðingarkortið sýnir upphafið að sjálfstæðum einstaklingi. GARPUR GRETTIR X FVRSTA s/nn í söq- { UNNI HBFVR. TEKIST AP re&TA 'A FILMV HEQPAM TÓ/MATSÚPUFtSKSý INS 'A HRyQNiNöAR TIMAUOM CLfCK DÝRAGLENS SMÁFÓLK PIE7 YOU KNOU) THAT UJOMEKÍ CAN JOIN THE ROTARY CLUB NOW? Vissirðu að nú geta konur gengið í Rotary-klúbbana? Hvað gera þeir í Rotary, herra? Ég held að þeir borði mat og móðgi hver annan . . . Það passaði vel fyrir okkur, ekki rétt, herra? Umsjón: Guðm. Páll Arnarson Minnstu munaði að tvær sveitir frá Siglufirði kæmust í úrslit íslandsmótsins i sveita- keppni, en 32ja sveita undan- keppni var spiluð í Gerðubergi nú um helgina. Þetta voru sveit- ir Valtýs Jónassonar og Ásgríms Sigurbjömssonar. Sveit Valtýs fékk slæman skell á móti Verð- bréfamarkaði Iðnaðarbankans snemma móts, en steig svo upp töfluna og endaði naumlega í þriðja sæti. Bræðumir Sigur- bjömssynir voru hins vegar efst- ir í sínum riðli fyrir síðustu umferðina. Þá mættu þeir sveit Polaris, sem var í þriðja sæti, og þurfti 20—10 vinning til að komast áfram. Grettir Frimannsson frá Akureyri var í öðm sæti. Polaris gerði gott betur, vann 25—2 og tryggði með því sveit Grettis sæti í úr- slitunum. Síðasta spilið í leikn- um milli Asgrims og Polaris var mjög athyglisvert: Norður gefur; NS á hættu. Norður ♦ KD10976 ▼ 109 ♦ 43 ♦ Á109 Vestur ♦ 43 ▼ 86 ♦ 987 ♦ DG8765 Austur ♦ ÁG8 ▼ ÁK752 ♦ 2 ♦ K432 Suður ♦ 52 ▼ DG42 ♦ ÁKDG1065 ♦ - í lokaða salnum vom Bogi og Anton með spil NS gegn Þorláki Jónssyni og Guðm. P. Amarsyni í AV. Sagnir gengu: Vestur Norður Austur Suður Guðm. Anton Þorl. Bogi — 2 tígiar 2 hjörtu Pass, Pass 2 spaðar Pass 3 grönd Pass Pass Pass Opnun Antons á tveimur tíglum gat verið byggð á sexlit í hálit og 6—10 punktum eða mjög sterkum spilum. Bogi ákveður að bíða eftir frekari upplýsingum, en stingur sér svo í þijú grönd, þrátt fyrir eyðuna í laufi. Hjartaáttan kom út, Þorlákur drap á kóng og Bogi lét gosann detta undiri Með því vildi hann hvetja Þorlák til að halda áfram með hjarta. Sem hann og gerði, tók ásinn og spilaði sjöunni. Bogi reyndi nú að „stela“ slag á spaða, en Þorlákur átti ásinn og tók spilið niður með 53 í hjarta. Á hinu borðinu vom spilaðir fimm tfglar redoblaðir í NS, tveir niður og 1000 í dálk Siglfirðing- anna. SKÁK Umsjón Margeir Pétursson Á fjögurra manna minningar- móti um Max Euwe í Amsterdam nú í marsmánuði kom þessi staða upp í skák þeirra Anatoly Karpovs, fyrrum heimsmeistara, sem hafði hvítt og átti leik, og Nigel Shorts. 38. Hxc6! og Short gafet upp, því eftir 38. . . . Dxc6. 39. Dd4+ Hg7. 40. Rxf5 lendir hann í gjörtöpuðu peðsendatafli. Þrátt fyrir þetta sigraði Short á mótinu, með flóra vinninga af sex mögu- legum. Þeir Karpov og Ljubojevic urðu með þijá og hálfan vinning, en Timman rak lestina með einn vinning.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.