Morgunblaðið - 29.03.1988, Síða 59
MORGUNBLAÐIÐ;ÞRIÐJUDAGUR>29. MARZ' 1988
59
Margrét Guðmunds-
dóttirfrá A — Minning
Fædd 28. desember
Dáin 19. mars 1988
„Það er svo margt að minnast á
frá morgni æsku ljósum
er vorið hló við bamsins brá
og bjó þar skarti af rósum."
(Ingi T. Lárusson)
En það var vor, er leiðir okkar
Möggu lágu fyrst saman fyrir um
40 árum. Þá steig ég mín fyrstu
spor í túninu hennar við Breiða-
fjörðinn. Og undir handleiðslu henn-
ar og hans Bjama, átti ég fímmtán
sumur æskunnar við leiki og störf:
Magga á Á var hún alltaf kölluð
af gestum og gangandi, en fullu
nafni hét hún Margrét Guðmunds-
dóttir fædd 28. desember 1902, að
Hvammsdal í Saurbæjarhreppi, 12.
bamið í röðinni. En hún naut aldrei
umhyggju móður sinnar í æsku því
hún kvaddi þennan heim er Magga
fæddist. Hún þekkti því vel af eigin
raun aðbúnað smælingjans, enda
áttu margir afdrep og athvarf hjá
henni og Bjama á Á eftir að þau
hófu þar búskap. En sjálf eignuðust
þau þrjá syni, Jón búsettan í Vogum
á Vatnsleysuströnd, Ástvald búsett-
an í Keflavík, Trausta bónda á Á.
Einnig ólu þau upp Svanhildi Th.
Valdimarsdóttur sem búsett er í
Reykjavík. Svo og allir þeir drengir
og stúlkur sem þar hafa verið á
sumrin. En leiðir okkar Möggu hafa
legið saman allt frá því að ég steig
mín fyrstu spor í varpa og hefur
hún verið mér sem önnur móðir,
gefandi styrk og kraft, beinandi
sjónum að lífínu og tilgangi þess,
og sýndi fram á að við erum hér á
jörð til að beijast til sigurs og æðr-
ast ekki. En það sýndi hún allt til
dauðadags, því að síðustu dagarnir
hér á jörð kröfðu hana mikils. Nú
þegar komið er að kveðjustund, vil
ég þakka allar samverustundir, allt
það sem hún gaf, allt sem hún fóm-
aði fyrir mig og aðra. Megi nú góð-
ur guð styrkja hana og varðveita
og leiða um fyrirheitna landið svo
hún fái notið þess sem hún sáði.
Góði guð, gefðu ættingjum styrk á
þessari kveðjustund.
„Ég fell að fótum þínum
og faðma lífsins tré.
Með innri augum mínum
ég undur mikil sé.
Þú stýrir vorsins veldi
og vemdar hveija rós.
Frá þínum ástareldi
fá allir heimar ljós.“
(Davíð Stefánsson).
Hinsta kveðja frá öllum á Reykja-
vegi 80 Mosfellsbæ.
„Far þú í friði,
friður guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.“
(V. Br.)
Ella
Er ég tek mér penna í hönd, til
þess að minnast æskuvinkonu
minnar, Margrétar Guðmundsdótt-
ur, líður hugurinn vestur á Skarð-
strönd sem okkur báðum var svo
kær. En nú er hún hulin hvítri
slæðu, er hún leggur upp í sína
hinstu för héðan. En skammt er
þar til raddir vorsins munu þar
hljóma. En andi vorsins og hrein-
leiki hjartans var Margréti í blóð
borinn. Trúuð var hún og lét ekki
bugast þótt móti blési. En fátækleg
orð á kveðjustund mega sín lítils,
því margs er að minnast, því koma
mér í hug ljóðlínur Sigurðar frá
Amarvatni:
„Yndislega ættaijörð
ástarkveðju heyr þú mína,
Þakkarklökkva kveðjugjörð,
kveð ég líf þitt, móðir jörð.
Móðir bæði mild og hörð,
mig þú tak í arma þína.
Yndislega ættaijörð,
ástarkveðju heyr þú mína.“
Ströndin var henni allt, bærinn
hennar í túninu við litla fossinn í
ánni, efst í hulduhvamminum sem
söng hana í svefn að loknum löng-
um vinnudegi. En nú mun hann í
klakafjötrum vetrar svæfa hana
hinsta sinni, í þeirri mold sem var
henni hvað kærust. Ég veit að sá
sem öllu ræður mun styðja Mar-
gréti, varðveita og styrkja, handan
landamæranna miklu, þangað sem
engin sorg nær og fylgja henni á
fund þeirra sem á undan eru gengn-
ir og styrkja böm hennar, tengda-
böm og öll barnabömin.
Guð blessi minningu Margrétar.
Ninna
W gefur vs
%' mð sannu
’hátíðcibragM*
Waldorfsalat er víða orðinn ómiss-
andi hluti af hátíðamatnum, enda
bragðast það einstaklega vel með
fugla-, nauta- og svínakjöti, fyrir utan
hreindýrakjötið.
Við mcelum með þessari uþþskrift
úr tilraunaeldhúsinu okkar:
Waldorfsalat.
2 dósir sýrður rjómi — V4 tsk salt —
70 g sellerí — 300 g grœn vínber -
2 grœn eþli — 50 g valhnetukjamar.
Bragðbœtið sýrða rjómann með
saltinu. Skerið selleríið í litlarþunnar
rœmur, helmingið vínberin og fjar-
lœgið steinana, skerið eþlin í litla
teninga og saxið valhnetukjamana
Blandið þessu saman við sýrða
rjómann í þeirri röð sem það er talið
uþþ.
Fyrir utan bragðið hefur sýrði
rjóminn þann kost að í hverri
matskeið em aðeins 28 hitaeiningar!
Lítið atvinnuleyndarmál í lokin.
Setjið sýrðan rjóma í súþuna (ekki í
tcerar súþur) og sósuna, rétt áður en
þið berið þœr á borð. Það er málið.
Gleðilega hátíð.
Nýjar 1 lítra umbúðir
MEÐ KARAMELLURISTUÐUM HNETUM
AX„aramelIurist-
aöar hnetur og skafís.
Hljómar vel, ekki satt?
Hvað þá þegar
skafísinn er ekta
rjómaís.
AUK hf. 3.219/SlA