Morgunblaðið - 29.03.1988, Page 61

Morgunblaðið - 29.03.1988, Page 61
»r<oMORGUNBLAjÐlÐi ÞJRIBJtlDAGUR 29.iMARZi 1988 »61 Kvikmyndir Amaldur Indriðason Þrír menn og barn („Three Men and a Baby“). Sýnd í Bíóborginni. Bandarísk. Leikstjóri: Leonard Nimoy. Handrit: James Orr og Jim Cruickshank. Framleiðendur: Ted Field og Robert W. Cort. Kvik- myndataka: Adam Greenburg. Tónlist: Marvin Hamlish. Helstu hlutverk: Tom Selleck, Steve Gutt- enberg, Ted Danson, Nancy Tra- vis, Margaret Colin og Paul Guilfo- yle. Þakíbúðin þeirra er piparsveina- paradís. Það er ekki nóg með að hún sé á stærð við flughöfn og innréttuð eins og leiktækjasalur með kúluspili, djúkboxi, sjónvarpsvegg og billjard- borði fyrir strákana, heldur gengur kvenfólk þar út og inn eins og Hættu- leg kynni sé bara bíómynd. Þeir eru þrír piparsveinamir sem lifa þama hinu áhyggjulausa munað- arlífi. Það er Peter (Tom Selleck), sem er arkitekt og kletturinn í hópnum, Michael (Steve Guttenberg), sem teiknar skopmyndir, og Jack (Ted Danson), sem er þriðja flokks leikari en fyrsta flokks kvennamaður. Það eina sem þeir þurfa að hugsa um þessir þrír drengir, sem aldrei ætla að fullorðnast, er að þeim líði vel, vel, vel. Helsta áhyggjuefnið þeirra hingað til er hitastigið á borðvíninu. En tæmið hægt úr vínglösunum, kveðjið vini í bráð og njótið nætur- svefnsins, því bráðum skellur ógæfan yfir. Það stafar ekki beint lífshætta af henni, en hún getur lagt líf í rúst. Hún getur skollið á í dag eða á morg- un, kannski núna á eftir, liggjandi værðarlega á dyrahellunni, búin að kukka. Hún er sex mánaða gömul stúlka og gerir kröfur sem þeir hafa aldrei á ævinni þurft að hugleiða, hvað þá lifa með. Eins og franska frummyndin „Tro- is Hommes et un Couffin“ er banda- ríska endurgerðin Þrír menn og- bam(„Three Men and a Baby“), sem sýnd er samtímis í bæði Bíóhöllinni og Bíóborginni (enn ein Evrópufmm- sýningin), stórslysamynd frá sjónar- hóli piparsveinanna þriggja, sem einn Guttenberg, Selleck og Danson þeirra. daginn vakna við það að sex mánaða gamalt stelpukom hefur verið skilið eftir á dyrahellunni hjá þeim og þeir neyðast til að skjóta sinni litlu paradís á frest og hugsa um aðra en sjálfa sig — í fyrsta skipti á ævinni. Fyrir áhorfendur er myndin, sem slegið hefur aðsóknarmet í Banda- ríkjunum svo um munar, hins vegar hin ánægjulegasta skemmtun; mjúk, blíð, indæl og fyndin og bræðir hjörtu áhorfenda rétt eins og stelpan bræð- ir um síðir hjörtu þremenninganna. Líkt og franska myndin eftir Coline með stúlkunni sem breytir lífi Serreau snýr sú bandaríska kynja- hlutverkunum við á smellinn og hug- myndaríkan hátt og plantar móður- hlutverkinu inná þtjá karlmenn sem þekkja ekki ungböm frá dúkkum og eru næstum eins ósjálfbjarga með bamið og það er ósjálfbjarga sjálft. Bandaríska myndin er í flestum atriðum sniðin nákvæmlega eftir þeirri frönsku sem þeir ættu að muna er sóttu hér franska kvikmyndaviku á síðasta ári. Leikstjórinn Leonard Nimoy finnur réttu stemmninguna, frá því hið við- eigandi titillag („Boys will be boys“; um það snýst myndin) hljómar, til fyrstu viðbragða piparsveinanna við ungbaminu og til þess er hin móður- lega umhyggja skín úr andlitum þeirra eins og móðir Teresa. Og þótt tilfinningasemi og hjartnæmi frönsku myndarinnar taki þessari að nokkm leyti fram, kemur það varla að sök, því kringumstæðumar em svo skemmtilegar, næstum þvi hvemig sem farið er með þær. Munurinn á myndunum tveimur liggur aðallega í hinu yfirdrifna ameríska neysluþjóðfélagi; myndin tútnar út í alsnægtum. íbúðin pipar- sveinanna er risastórt bamaherbergi fullt af tækjum og tólum að leika sér í; þegar Peter fer að kaupa bleyjur og bamamat týnist hann í úrvalinu í stórmarkaðinum. Einnig gerir bandaríska myndin meira úr fyndinni hliðarsögu sem varðar dópsendingu til Jacks. Hlutverk feðranna bjóða karlleik- umm, sem annars sjást varla með ungbam uppá arminn, að sýna á sér björtu hliðamar, og það gera hinir viðkunnalegu Tom Selleck, Steve Guttenberg og Ted Danson. Selleck er senuþjófurinn í hlutverki hins trausta og umhyggjusama Peters. Þrír menn og bam er sérlega hugguleg og indæl mynd, eins og sæt, lítil stelpa með bleika slaufu í hárinu sem hjalar ánægjulega í vögg- unni sinni og gerir áhorfendum sínum flest til geðs. 100g MEIRIJOGURT ÞEGAR ÞÚ KAUPIR 500g DÓS!* * Eða réttara sagt 102 g þegar miðað er við verð á jógúrt í 180 g dósum. Tilheyrir þú samrýndri fjölskyldu sem kemur sér Sjáðu nú til: 500 g dós af jógúrt kostar 73 kr.* saman um hlutina, þar á meðal bragðtegundir? 180 g dós af jógúrt kostar 33 kr.* Þú drýgir heimilispeningana með því að kaupa Sem sagt: Það er 20,4% ódýrara að kaupa stóra dós. eina stóra dós af jógúrt frekar en 2-3 litlar. Það~er óneitanlega smábúbót þessa dagana. \ HVERVIU.EKKIGERAGÓDKAUP?-TT\S~

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.