Morgunblaðið - 07.04.1988, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 07.04.1988, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 7. APRÍL 1988 19 Síðastatæki- færi Toms litla Herra ritstjóri. Ég sá^í blaði þínu athyglisverða frétt um sjálfsmorð unglinga í Dan- mörku og mig langar að minna á hana um leið og ég sendi ykkur úrklippu úr stærsta blaði Noregs (Verdens Gang), þar sem fjallað er um 16 ára gamlan Norðmann sem sendur .er til íslands þar sem gera á úrslitatilraun til að lækna hann af fíkniefnum og þeim hræðilega sjúkdómi sem þau valda. Efnið vínandi er einhver öflug- asti þunglyndisvaldur sem þekkist og ég tel að hin mikla vínanda- neysla Dana, og þá sérstaklega í formi bjórs, eigi mikinn þátt í því hve margir ungir Danir svipta sig lífi eins og sagt er frá í fyrrnefndri frétt. Norska greinin sýnir það mikla álit sem íslenzkar meðferðarstofn- anir og starfslið þeirra njóta á Norð- urlöndum og það er athyglisvert að læknar, sem starfa á þessu sviði hafa opinberlega lýst andstöðu sinni við bjórfrumvarpið sem nú liggur fyrir Alþingi til afgreiðslu. Þeir telja frumvarpið stórt skref afturábak í þeirri ánægjulegu þróun sem orðin er hér á landi í baráttunni við vímu- efni. En snúum okkur í lokin að greinni í VG. Þar segir m.a. að „Litli-Tom", 16 ára, sitji í fangelsi í Kristiansand og hafi afbrota- hneigð hans komið í ljós þegar hann var 10 ára gamall. Frá þeim tíma hefur hann notað vínanda, töflur og eiturlyf. Nú á Litli-Tom að fá sitt síðasta tækifæri. Hann er send- ur til afskekkts staðar á íslandi þar sem gerð verður tilraun til að koma honum á réttan kjöl, en blaðið seg- ir að fyrrverandi alkar og fíkniefna- neytendur starfræki heimilið. Þá er enn sagt í fréttinni að for- eldrar Toms litla hafi gefist upp. Félagsmálastofnunin hefur fengið leyfi móðurinnar til að gera það sem hún vill til að reyna að bjarga Tom litla, svo framarlega sem hún reyn- ir. Litli-Tom er mesta vandamál sem lögreglan í Mandal þarf að greiða úr. Drengurinn hefur verið yfír 100 daga á vegum lögreglunnar og lög- fræðingurinn Steinar Skeie segir að hann hafi hlotið marga dóma. Það hlýtur að vera eitthvað að mér í höfðinu, sagði drengurinn, þegar hann var settur inn í síðasta sinn. Nú á hann að sitja inni í fimm vikur samkvæmt fyrrgreindri frétt í norska blaðinu. Hún birtist 21. mars sl. En fangelsin gera Litla-Tom ekki að betri manni, síður en svo. Ég þarfnast hjálpar, segir hann, ég hlýt að vera eitthvað truflaður í höfðinu. Litli-Tom hefur fengið þau svör að hann sé ekki nægilega sjúkur til að hljóta meðferð. Hann hefur oft og einatt brotið af sér og skemmt mannvirki fyrir hundruð þúsunda norskra króna. En nú er hann að lotum kominn. Jan Áge Fjugstad í Vestur- Ögðum dregur enga dul á að litið er á ísland sem nýtt tækifæri fyrir Opinn bréfstúf- ur til f oreldra AUir fæðast jafnir, stendur ein- hvers staðar. En nokkrir fæðast ójafnari en aðrir. Sum barna okkar fæðast með dulda galla, sem ekki sýna sig fyrr en síðar. Margir vilja meira að segja aldrei sjá þá. Samt eru þeir til staðar. Barnið er ef til vill seint til þess að hreyfa sig, seint til þess að segja hljóð og orð, seint til þess að setja hlutina í „rétt" samhengi. Stundum er það ofvirkt og getur aldrei verið til friðs. Sér- fræðingar hafa kannað, greint og fylgst með mörgum þessara barna og eru að ýmsu leyti engu nær. Erlendu útskýringuna Minimal Bra- in Dysfunction, skammstað MBD, hefur Sveinn Már Gunnarsson barnalæknir þýtt með orðunum væg truflun á heilastarfsemi. Orðið mis- þroski er að vinna sér sess í málinu yfir þessi einkenni. Þau börn, sem greinast sem mis- þroska, eru af öllum gerðum og stærðum, en eitt eiga þau langflest sameiginlegt. Það má lýsa þeim með orðinu „gloppótt"! Við foreldr- ar erum misjafnlega í stakk búin til þess að aðstoða þessi börn og þess vegna hefur nú hópur okkar ákveðið að taka höndum saman og stofna foreldrafélag til þess að reyna að styðja við bakið á börnum okkar og annarra í þeirri hörðu baráttu sem lífið er þeim. Haldinn var undirbúningsfundur á Hótel Sögu í febrúar og var þátt- taka framar öllum vonum. Starfs- hópur var settur í gang og boðar hann nú til stofnfundar þann 7. apríl kl. 20 í Kennaraháskóla ís- lands við Stakkahlíð. Við vonumst til þess að sjá sem flesta foreldra þar. Undirbúningshópurinn. Matthías Kristiansen, Bólstaðarhlíð 42. Stykkishólmur: Rysjótt veður var um páskana Stykkishólmi. VEÐUR um páskana var hér mjög rysjótt. Gekk á með éljum en skaplegt á milli. Rúturnar stöðvuðust þó ekki enda kom það sér vel að áætlanir stóðust því margt fólk kom hingað um pásk- ana bæði vegna ferminga og í heimsóknir til vina og vanda- manna. Bátarnir tóku upp net sín um páskana en fóru út aðfaranótt þriðjudags og lögðu netin. Afli í Stykkishólmi var eins og annars staðar hér á Nesinu með afburðum lélegur miðað við árin áður og I marsmánuði veiddust tæp 1.000 tonn af fiski á 11 báta. Afli einstakra báta var sem hér segir: Þórsnes veiddi 135,4 tonn í 23 róðrum, Andey 105,5 tonn í 22 róðrum, Ársæll 92,1 tonn í 15 róðr- um, Grettir 101,8 tonn í 20 róðrum, Þórsnes II 78,4 tonn í 16 róðrum, Sif 102 tonn í 20 róðrum, Jón Freyr 90,2 tonn í 18 róðrum, Sigurðu- Sveinsson 75 tonn í 19 róðrum o^ Anna 71,4 lestir í 18 róðrum. Tveir smærri bátar, Arnar og Már, veiddu 84 lestir í 15 róðrum og 25 lestir í 18 róðrum. Þrír hæstu bátar frá áramótum voru Þórsnes með 293 lestir í 44 róðrum, Ársæll með 240 lestir í 43 róðrum og Andey með 248 lestir í 46 róðrum. - Arni «EIIAE-TOM»s SISTE SJANSE KKISTIAISSAND (VCi) 1 Kritiluuuuiil kreta- tcnfMl •llter -llllr- Tom» [lti). Hmi krlmlnel- le lapebane atartel lar bao mr 10 ar. Slden den (»n(t har hnn mvrl rundl pA alkohol, ptl- ler or narkollka- Ne far -llllo Tom- ala afete *}aa»e. Hm vndn tll «1 Mte aled pl Uland — tll rn bphaadllnnlii>Utti«j«n eom drtvea »v taUkareac * ~&*3 J^lSSrS Sjálfsmorð algengasta dánarorsökin SJÁLFSilORÐ eni nú «i-_ gengasta danarorsök Dana a;« aldrínum milli þrítugn og fer- tuffs. Sjalfsmoroum fer al- mennt fjðlgandi I Danmörku. og ef yngstu aldurah6pamirUi eru undanskildir, Látast tveini- ur og half u ainni fleíri af völd- um sjalfavlga en umferðar- alyaa. U.þ.b. 1600 Danir falla ár hvert fyrir eigin bendi, en sjalf smcrdstilraunir eru ¦* Tom litla til að venja sig af eiturefh- unum. í Agða-fylki hefur áður ver- ið greitt fé til slíkrar meðferðar á Sögueyjunni, segir blaðið. Orvinglaðir foreldrar frá Krist- iansandi sendu á eigin reikning 14 ára gamla dóttur sína til íslands. Nú, mörgum mánuðum eftir með- ferðina, hefur stúlkan náð sér og neytir engra fíkniefna. Það er vegna ferðar þessarar stúlku til Islands sem Tom litli verður nú sendur þangað og er litið svo á að með- ferðin á íslandi sé hans síðasta von. Átta vikna meðferð kostar um það bil 70.000 norskar krónur, seg- ir VG ennfremur. En það eru smá- peningar samanborið við þann kostnað sem af því leiðir að greiða fyrir fíkniefnaneytendur á vegum velferðarstofnana. Hér að framan hef ég endursagt lauslega það sem í þessu norska blaði segir um ógæfu unglinganna tveggja í Noregi. Það er skemmti- legt til þess að vita að ísland skuli vera fyrirheitna landið. Þangað skuli þetta ógæfufólk líta vonaraug- um. Við skulum gera allt sem í okkar valdi stendur til að eyði- leggja ekki þann orðstír sem við höfum afiað okkur á þessum vett- vangi. Rúnar Guðbjartsson Höfundur er flugstjóri hjá Flug- leiðum. t9ÍOÍ,"S? veitaiT.ögu.eiKaa leiðtii Heimilistæki hf SÆTÚNI8-SÍMI6915 00
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.