Morgunblaðið - 07.04.1988, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 07.04.1988, Blaðsíða 60
upplýsingar £ uju vörur og þjónustu. bl ^ ttrgttttfrlnfetfe WRIGIEY’S FIMMTUDAGUR 7. APRÍL 1988 VERÐ I LAUSASOLU 60 KR. Fundi fulltrúaráðs KÍ fram haldið í dag: Aðger ðum frest- að til hausts? EKKI fékkst niðurstaða á 8 klukkutíma löngum fundi fulltrú- aráðs Kennarasambands íslands í gær um frekari aðgerðir í lyara- málum. Fundinum var frestað skömmu eftir miðnættið og verð- ur haldið áfram kl. 13 I dag. Verði kosið á ný um boðun verk- falls nú kæmi það til fram- kvæmda eftir um það bil þijár vikur. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins er einnig rætt um að fresta slíkum aðgerðum til haustsins. “ Svanhildur Kaaber formaður KI sagði við Morgunblaðið eftir fundinn að miklum tíma hefði verið varið í að ræða um úrskurð kjaradóms en hann komst að þeirri niðurstöðu að verkfallsboðun KÍ 11. apríl væri ólögleg. Svanhildur sagði það al- menna skoðun í fulltrúaráðinu að hlýta beri þessum dómi þótt fulltrú- aráðið telji að allra formsatriða hefði verið gætt við boðun verkfallsins. í yfírlýsingu frá fulltrúaráðinu segir að af dómskjölum Félagsdóms virðist mega ráða að ef verkfalls- boðunin hefði ekki verið dæmd ólög- mæt hefði verið 'fundið að því að atkvæðagreiðslan hefði ekki verið leynileg. Sú aðdróttun snúi ekki ein- göngu að KÍ heldur sé þar vegið að öllum félögum opinberra starfs- manna sem falli undir lög um kjara- samninga opinberra starfsmanna. Ríkisvaldið hafi með þessu gengið enn lengra en áður í hártogunum og orðhengilshætti. Gutenberg og Sementsverksmiðjan: Ríkisfyr irtæki að hlutafélögum NÝ stjómarf rumvörp um Sementsverksmiðju ríkisins og Rikisprentsmiðjuna Gutenberg em væntanieg á Alþingi innan skamms. Samkvæmt þeim skulu þessi ríkisfyrirtæki gerð að hlutafélögum. Verða allar eignir þeirra lagðar til hinna nýju hlutafélaga, en öll hlutabréf i þeim skulu vera eign rikissjóðs við stofnun þeirra og fer iðnað- arráðherra með umráð hluta- bréfana. y í núverandi lögum um Sements- verksmiðju ríkisins er kveðið á um skattgreiðslur verksmiðjunnar, en þau ákvæði eiga að falla niður, þannig að verksmiðjan greiði skatta eins og önnur hlutafélög. Hlutdeild Akraneskaupstaðar í landsútsvari Sementsverksmiðju ríkisins miðað við árið 1987 verður rúmar 4 millj- ónir króna en alls greiðir verksmiðj- an 11,5 milljónir króna í landsút- svar. Ef verksmiðjan greiddi að- stöðugjald, myndu tekjur Akranes- kaupstaðar af verksmiðjunni verða meiri eða um 7 milljónir króna Sjá nánar Viðskipti/atvinnulíf bls. Cl. * Islenskir tómatar aðkomaá markaðinn Svðra-Langholti. íslenskir tómatar eru að koma á markaðinn um þessar mundir. Kari Gunnlaugsson garðyrkjubóndi á Varmalæk í Hrunamannahreppi sendi fyrstu tómatana á markað skömmu fyrir páska en það mun ekki hafa gerst áður hér í sveit að tómatar hafi verið sendir á markaðinn í marsmán- uði. Uppskeran er almennt um það bil viku fyrr á ferðinni nú en í fyrra. Að sögn Guðmundar Sig- urðssonar, garðyrkjubónda á Ás- landi í Hrunamannahreppi, er þess þó ekki að vænta að full afköst náist fyrr en um næstu mánaðamót. Enn sem komið er hafa aðeins verið seldir 12 kass- ar, 72 kíló, á grænmetismarkaði Sölufélags garðyrkjumanna en þess er að vænta að framboðið aukist eftir því sem líður á mánuð- inn- Sig.Sigm. Morgunblaðið/Sig. Sigm. Karl Gunnlaugsson garðyrkju- bóndi á Varmalæk í Hruna- mannahreppi með kassa af nýtíndum tómötum úr gróður- húsi sínu. VR boðar verkfall í matvöruverslunum: 20 stórmarkaðir og alls 100 vinnustaðir lokast Trúnaðarmannaráð Verslun- armannafélags Reykjavíkur samþykkti í gær einróma að boða til vinnustöðvunar í stór- mörkuðum og matvöruverslun- um á félagssvæði VR frá og með fimmtudeginum 14. apríl hafi samningar ekki tekist fyrir þann tíma. Ef til verkfalls kem- ur gæti það lokað um 20 stór- mörkuðum og stærri verslunum og um 80-100 vinnustöðum alls. Fundur var haldinn hjá ríkis- sáttasemjara í gær milli samn- inganefnda VR og vinnuveit- enda. Ekkert þokaðist í samkomulags- átt á fundi samninganefnda VR r Keflavík: Maður skorinn á háls Komst af sjálfsdáðum á sjúkrahús og er úr lífshættu Keflavfk. UNGUR maður var um tíma í lífshættu í gær eftir að hafa verið skorinn á háls af félaga sinum. Maðurinn, sem er bú- settur I Keflavík, gekkst undir aðgerð í Borgarspítalanum í gær og er nú talinn úr lífshættu. Tvítugur félagi mannsins sem er grunaður um verknaðinn situr nú í gæslu- varðhaldi í Keflavík. Samkvæmt upplýsingum lög- reglunnar átti atburðurinn sér stað á sjötta tímanum í gærmorg- un á heimili mannsins sem fyrir árásinni varð. Hann komst af sjálfsdáðum í Sjúkrahúsið í Keflavík þar sem honum var veitt fyrsta hjálp og síðan var maður- inn fluttur í gjörgæsludeild Borg- arspítalans í Reykjavík þar sem hann er nú. Skömmu síðar kom annar maður í Sjúkrahúsið í Keflavík til að leita aðstoðar vegna áverka á höndum og játaði hann síðan við yfírheyrslu að hafa veist að félaga sínum með hníf. Ekki voru öll kurl komin til grafar í málinu í gærkvöldi þar sem ekki hafði verið hægt aó yfirheyra þann sem fyrir árásinni varð, en talið er fúllvíst að mennirnir hafí verið undir áhrifum fíkniefna þegar atburðurinn átti sér stað. BB og vinnuveitenda hjá ríkissátta- semjara á þriðjudag, að sögn Magnúsar L. Sveinssonar, form- anns VR. „Ég vona það nú að við náum samningum án þess að til verkfallsins komi, en það var ekki um neitt annað að ræða en að boða verkfall,“ sagði Magnús. „Það var samþykkt á félagsfundin- um þann 24. mars si. að beina til trúnaðarmannaráðsins að það boð- aði verkfall til að knýja á um frek- ari samningagerð." „Það sem virðist brenna heitast á fólki er vinnutíminn í verslunum, sem er mjög slæmur," sagði Magn- ús. „Það er ekki bara spuming um lengd vinnutímans, heldur hvenær unnið er; margt fólk verður að vinna öll kvöld. Til viðbótar þessu eru hin lágu laun og óánægja með afgreiðslutímann." Magnús E. Finnsson, fram- kvæmdastjóri Kaupmannasam- taka íslands, sagði að verkfallið myndi hafa alvarleg áhrif. Afkoma matvöruverslana hefði versnað á síðustu árum vegna harðnandi samkeppni og þær þyldu ekki langa stöðvun. Magnús sagði að langflestar matvöruverslanir á fé- lagssvæði VR myndu loka vegna verkfallsins, ef til þess kæmi, en nokkrar verslanir væru þó reknar af eigendum og fjölskyldum þeirra, og væri þeim heimilt að hafa opið. Bandaríkjamarkaður: Undirboð á eldislaxi UNDIRBOÐ virðast vera í gangi á íslenskum eldislaxi í Banda- rikjunum þessa dagana og að sögn Geirs Rögnvaldssonar hjá Sölu- stofnun lagmetis eru dæmi um að íslenskur lax sé seldur á lægra verði en kanadískur lax. íslenskur eldislax hefur verið seld- ur fyrir svipað verð og norskur lax, eða á um 4,45 dali pundið fyrir 4-6 punda lax. Nú munu vera dæmi þess að íslenski laxinn sé boðinn á 30-40 senta lægra verði fyrir pundið. Geir Rögnvaldsson sagði við Morgunblaðið að þetta hefði eðlilega mjög slæm áhrif á kaupendur og gæti orðið til þess að þeir þyrðu aldr- ei að kaupa íslenskan lax nema á lægsta verði því þeir treystu ekki íslenskum framleiðendum til að vera ekki með undirboð. Auk þessa gætu undirboðin haft þau áhrif að íslenski laxinn yrði ósjálfrátt flokkaður í sama gæðaflokk og sá kanadíski.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.