Morgunblaðið - 07.04.1988, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 07.04.1988, Blaðsíða 15
ggei JÍÍHA .7 íTOOAŒJTMMrí .aiOAJaWUOHOM H MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 7. APRÍL 1988 15 Sýning Ráðhildar Ingadóttur Myndllst Valtýr Pétursson í Nýlistasafhinu við Vatnsstíg stendur nú yfir sýning á verkum Ráðhildar Ingadóttur, en hún til- einkar sýningu þessa, látinni móður sinni, Borghildi Vilmundardóttur. Tuttugu og tvö verk eru á sýningu Ráðhildar, öll unnin á pappír með akrýl- og olíulitum. Öll eru þessi verk nafnlaus og nokkuð samstillt bæði hvað form og litameðferð snertir. Það er freistandi að flokka þessa sýningu undir stílheitið mínímal- isma, því að sparlega er farið með form og lit. Ég er þó ekki viss um, að allir yrðu mér sammála í því efni, og læt ég því ógert að stimpla sýningu Ráðhildar undir nefnt stílheiti, enda slík flokkun lítils virði. Verkin sjálf tala sínu máli og allt er maður þarf að vita felst í framsetningu og innihaldi. Það er einkennandi fyrir myndlistarmann- inn Ráðhildi Ingadóttur, að hún kemur til dyra eins og henni er eðlilegast og notar hvorki skraut né ankannalega uppfyllingu í mynd- gerð sína. Allt er einfalt og gerir engar kröfur til að vera annað en form í myndfleti, umvafið fáum, en sterkum iitum, og einmitt þetta atriði er ef til vill það, sem gerir þessi verk bæði trúverðug og lif- andi. Hér er farið eins sparlega með og unnt er, og stundum verður maður svolítið undrandi yfir, hve efniviðurinn er naumur. Það stendur víst til, að Nýlista- safnið verði að yfirgefa núverandi húsnæði. Ég er einn þeirra, sem mundi sakna safnsins á þessum stað, en vonandi verður húsnæðis- leysi þó ekki til þess, að starfsemi safnsins verði lögð niður í þeirri mynd, semverið hefur á undanförn- um árum. Ég hafði ánægju af þess- um verkum Ráðhildar Ingadóttur. Myndllst Valtýr Pétursson Ein kjarkmesta listakona okkar hefur opnað sýningu á málverkum sínum á Kjarvalsstöðum. Það er Sigþrúður Pálsdóttir, öðru nafni Sissú, sem hér er á ferð og þrátt fyrir þá staðreynd að hún hélt sýn- ingu á verkum sínum fyrir nokkrum mánuðum í vinnustofu, sem hún hafði við Hverfisgötuna, eru hér og nú fjórir tugir málverka til sýnis og það ekki af minni gerðinni. Það jaðrar því við að vera óskiljanleg afköst, er þessi dugmikla listakona sýnir með núverandi sýningu, þegar þess er gætt að þar er eingöngu um ný verk að ræða. Þetta er önnur sýningin sem ég sé frá hendi Sissú og það fer hvergi milli mála, að hér fer hún allt að því hamförum í málverki sínu. Lit- irnir eru hreinir og sterkir og ná tilætluðum áhrifum í mörgum til- fellum, og stundum má líta all snarpa kafla í myndum Sissú, sem vitna um mikið skap og áræði. Hún er óhrædd við að nota breiða og sterka línu, sem styður að forminu og skapar spennu, sem gerir mörg verk hennar furðu frísk og fram- sækin í eðli sínu. Það er kraftur og þrek í flestum þessara verka, og öll eru þau gerð af mikilli mál- aragleði. Þarna eru einnig önnur verk, sem sitt hvað mætti finna að, en heildaráhrif af þessari sýningu eru á þann veg, að það jákvæða hefur sannarlega yfirhöndina. Megnið af þessum verkum er unnið í olíu á striga, og aðeins örfá eru unnin með blandaðri tækni. Ég nefni hér aðeins nr. 2, 25, 34 og 36 sem dæmi um þann árangur, sem er hvað ljósastur. Þetta eru sannkölluð málverk. Ekki man ég á stundinni hvað ég skrifaði um sýningu Sissú á Hverfisgötunni hér á dögunum. En hvað með það, hér er á ferð miklu veigameiri sýning í öllu tilliti, og ég fæ ekki betur séð en að Sissú hafi stigið stóran síðan fundum okkar bar seinast saman. Ég er óhræddur við að mæla með þessari sýningu og geri það hér með. HITACHI HUÓMTÆKI HITACHI FERÐATÆKI &K ^/•RÖNNING •//'// heimi istæki KRINGLUNNI - SÍMI 91-685868 eiYiunTii r iaim CjiilILLll IILliJ/ir/\ Perlm1 ljóðlislmimiar eru sígild eign í haust verða liðin 80 ár frá því skáldið Steinn Steinarr fæddist. Póstur og sími heiðrar minningu skáldsins með útgáfu nýs frímerkis og okkur hjá Vöku-Helgafelli þykir við hæfi að minna á að í einni bók er að finna heildarútgáfu á verkum Steins Steinarr, bæði í lausu máli og bundnu. Kvæðasafn og greinar Steins Steinarr er gullfalleg fermingargjöf sem heldur gildi sínu um ókomin ár. í bókaflokknum ÍSLENSK ÖNDVEGISSKÁLD er einnig að finna safnrit annarra sniilinga á borð við Jónas Hallgrímsson, Þorstein Erlingsson, Hannes Hafstein, Stefán frá Hvítadal, örn Arnarson og marga fleiri. Við minnum einnig á að níu binda ritsafn þjóðskáldsins Davíðs Stefánssonar frá Fagraskógi er fáanlegt í bókabúðum eða með , afborgunarkjörum - beint frá forlaginu. Gefðu sígilda fermingargjöf-verk íslenskra öndvegisskálda. HELGAFELL W-k SÍÐUMÚLA29, SÍMI6 88-300
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.