Morgunblaðið - 07.04.1988, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 07.04.1988, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 7. APRÍL 1988 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aðstoðarritstjóri Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri Arvakur, Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, ÁrniJörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónssoji. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033. Áskriftargjald 700 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 60 kr. eintakið. Um háskólanám o g efnamun DEILT UM AFSTÖÐU TIL PLO Aundanförnum misserum hafa verið gerðar ýmsar breytingar á lánamálum náms- manna. Þessar breytingar hafa m.a. miðað að því að bæta af- greiðsluhætti lánasjóðs náms- manna. Það hefur óumdeilan- lega tekizt. Námsmenn geta nú yfírleitt gengið að því vísu, hvenær þeir fá lán og vita með góðum fyrirvara, hvað þeir fá í lán. Þetta er mikil breyting til bóta frá því sem var, þegar námsmenn gátu búizt við því, að afgreiðsla lána drægist vik- um saman. Þetta öryggi um afgreiðslu námslána er líka nokkurra peninga virði. Á hinn bóginn hafa breyt- ingar á starfsháttum lána- sjóðsins stefnt að því að ná betri tökum á lánakerfinu í heild sinni og marka því ákveð- inn ramma. Ekki verður um það deilt, að í þessum efnum, sem öðrum, verður að gæta þess, að vel sé farið með fé skattborgaranna. Útgjöld hins opinbera vegna námslána höfðu vaxið svo ört, að óhjá- kvæmilegt var að setja því ein- hver takmörk. Eins og alltaf vill verða, þegar gripið er til slíkra ráðstafana, sýnist sitt hverjum. Það er hins vegar ljóst, að nýjar reglur lánasjóðs- ins hafa takmarkað töluvert lánveitingar til námsmanna. Rejmslan hefur sýnt okkur, að lánamál námsmanna eru afar viðkvæm. Metnaður þjóð- arinnar í menntamálum er mik- ill, sennilega meiri en flestra annarra þjóða. Fólk vill leggja töluvert á sig til þess að gera bömum sínum kleyft að öðlast góða menntun. Það hefur verið eitt helzta einkenni á íslenzku þjóðfélagi, að ungt fólk hefur getað aflað sér þeirrar mennt- unar, sem hugur þess hefur staðið til, hvort sem það átti efnaða að, eða ekki. Þess vegna ekki sízt er ástæða til að staldra við bréf, sem birtist hér í Morgunblaðinu fyrir páska. Bréf þetta var birt í opnu bréfí til menntamálaráð- herra frá fulltrúum náms- manna f stjóm lánasjóðsins. í hinu opna bréfí var skýrt frá því, að bréfíð hefði borizt til stjómar lánasjóðsins í byrjun febrúar en nöftium væri breytt. Bréfíð væri hins vegar birt opinberlega með samþykki bréfritara. Efni þessa bréfs er það, að einstæð móðir sækir um auka- fyrirgreiðslu til lánasjóðsins. Hún hafði lokið stúdentsprófi eftir nám í öldungadeild og síðan hafíð háskólanám. Lán úr lánasjóðnum höfðu gert henni kleyft að stunda háskóla- nám ásamt því að sjá fyrir bami sínu. Þessar lánveitingar breyttust hins vegar sl. haust í framhaldi af þeim ráðstöfun- um, sem gerðar vom og áður var vikið að. Síðan segir í bréfí hinnar einstæðu móður: „Ég kem ekki úr efnaðri fjölskyldu og foreldrar mínir eru ekki aflögufærir. Ég á í stuttu máli engan að, sem ég get leitað til fjárhagslega. Og nú hrannast reikningamir upp og í fyrsta sinn sé ég ekki fram á önnur ráð en að hætta námi að óbreyttu ástandi. Er það mjög súrt í broti, þar sem ég er búin að fá hálfgildings loforð um starf, sem krefst Y-rétt- inda. Ég er full örvæntingar og sárinda, þegar námslokin em svo skammt undan. Ég vil reyndar leyfa mér að halda því fram, að nú sitji í Háskóla Is- lands að miklum meirihluta böm efnaðra foreldra og fólk, sem á sér fyrirvinnu. Hinir, sem minna eiga en þráast þó við, verða því annað hvort að stofna sér í miklar bankaskuld- ir eða hætta námi. Þetta er ekki jafnrétti til náms.“ Hér skal ekkert fullyrt um, hvort þetta tilfelli, sem hér er um rætt sé undantekning, eða hvort margir námsmenn standa í sömu eða svipuðum spomm. Það er hins vegar óþolandi, ef samfélag okkar er að þróast á þann veg, að efna- munur geti ráðið úrslitum um það, hvort fólk geti lokið há- skólanámi eða ekki. Sú spum- ing hefur ekki verið á dagskrá í nokkra áratugi. Hún má ekki komast á dagskrá á ný vegna þess, að þá lifum við í verra þjóðfélagi heldur en við gerð- um fyrir nokkmm ámm. Það skiptir höfuðmáli, að það verði leitt í ljós, hvort eitt- hvað er hæft í því að ungt fólk hrekist frá námi vegna efna- skorts. Komi í Ijós að svo sé verður að gera ráðstafanir til þess að ráða þar bót á. Morg- unblaðið treystir Birgi ísl. Gunnarssyni, menntamálaráð- herra, til þess að hafa forystu um slíka athugun og aðgerðir, ef þörf krefur. eftir Björn Bjarnason Afstaðan til PLO eða frelsis- samtaka Palestínumanna varð allt í einu að deilumáli í íslenskum stjómmálum eftir að Steingrímur Hermannsson, utanríkisráðherra, hóf að tala máli samtakanna á Alþingi og lét í útvarpsviðtali i ljós vilja til að hitta Yasser Arafat, leiðtoga PLO. Yfirlýsinguna á þingi gaf utanríkisráðherrann 17. mars sl. og 20. mars ræddi hann við Elías Davíðssón í útvarpi Rót. 23. mars hitti utanríkisráðherra síðan fulltrúa PLO að máli í Stokk- hólmi. 29. mars var rætt um þessi mál öll í ríkisstjóminni. Eftir fund- inn sagði Þorsteinn Pálsson, for- sætisráðherra, það ágreinings- laust að ríkisstjómin myndi ekki efna til formlejgra viðræðna við PLO þar sem Island viðurkenndi ekki samtökin. Er ljóst af öllum gangi og gögnum málsins, að ut- anríkisráðherra hefur skipt um skoðun. Á hinn bóginn telur mál- gagn Framsóknarflokksins og ut- anríkisráðherra, Tíminn, að hér hafi verið um „vindhögg íhaldsins í utanríkismálum" að ræða og þjóðin hafí enn einu sinni „orðið vitni að því hvers kyns afturhald og siðblinda einkennir viðhorf Sjálfstæðisflokksins í utanríkis- málum", eins og sagði í forystu- grein blaðsins á skírdag. Á fyrstu stigum málsins að minnsta kosti fögnuðu talsmenn PLO fram- göngu utanríkisráðherra. Sendi- herra ísraels á íslandi hefur á hinn bóginn sagt, að fundir með PLO, hvort heldur formlegir eða óform- legir séu ekki .til stuðnings neinni friðarviðleitni til að leysa deiluna milli ísraela og araba. í þessari grein verður leitast við að draga höfuðþætti þessa máls saman. Fyrsta spumingin sem vaknar er þessi: Hvers vegna sá utanríkis- ráðherra ástæðu til að hefja af- skipti af deilum ísraela og araba? í upphafí gaf utanríkisráðherra til kynna, að hann gæti lagt sitt af mörkum til að stuðla að friði í þessum heimshluta. Síðar hefur Tíminn lagt á það megináherslu, að utanríkisráðherra hafí viljað fordæma ofbeldisverk ísraela á hemámssvæðum þeirra. Þá hafa talsmenn utanríkisráðherra lagt á það áherslu, að íslendingar eigi að breyta afstöðu sinni til PLO eða eins og sagði í forystugrein Tímans 30. mars: „Á Norðurlönd- um og í Evrópu yfirleitt ber enginn sómakær stjómmálamaður sér í munn lengur að PLO sé hryðju- verkasamtök, og Arafat sé byssubófí." Önnur spumingin sem vaknar er þessi: Er það ætlun utanríkis- ráðherra að hefía svipuð afskipti ad öðmm deilum í heiminum? Hafa íslendingar frekar hagsmuna að gæta á þessum slóðum en annars staðar, þar sem ekki ríkir friður? Megum við vænta þess að utanrík- isráðherra íslands hefíi afskipti af stríði íraks og írans? Eða geri sér ferð á þær slóðir til að kynna sér sjálfur gang málsins? Helsta röksemd Steingríms Hermanns- sonar fyrir því, að hann þurfi að ræða við PLO er, að hann géti ekki á annan hátt kynnt sér af- stöðu samtakanna, honum finnist hann standa halloka gagnvart norrænum starfsbræðmm þegar þetta mál ber á góma í norrænu samhengi. Afstaða Norðurlanda Á síðasta fundi utanríkisráð- herra Norðurlandanna var sam- kvæmt fréttatilkynningu rætt um ástandið í Mið-Ameríku, deiluna í Mið-Austurlöndum og ástandið í Suður-Afríku. 'Ætlar Steingrímur Hermannsson að leggja land undir fót til að kynna sér af eigin raun sjónarmið allra, sem eiga aðild að eða hagsmuna að gæta í þeim deilum, sem hér um ræðir? Utanríkisráðherra hefur ekki látið þess getið, þegar hann ræðir þekkingu starfsbræðra sinna á Norðurlöndunum á deilum ísraela við nágrannaríkin, að þau halda öll úti herafla í nágrenni ísraels á vegum Sameinuðu þjóðanna. Norskir (864), sænskir (774) og fínnskir (495) hermenn em í UNIFIL-sveitunum fyrir norðan landamæri ísraels í Líbanon, þar sem hryðjuverkasamtök á vegum PLO hafa einmitt látið að sér kveða. Finnar hafa auk þess sent hermenn til Sýrlands og Danir taka þátt í friðargæslu SÞ á Kýp- ur. Hemaðaryfírvöld þjóðanna hafa þannig átt fulltrúa sína á þessum slóðum um nokkurt ára- bil. Ef íslendingar héldu úti liðs- afla til friðargæslu í Mið-Austur- löndum kallaði öryggi þeirra manna, sem þar dveldust á að íslensk stjómvöld og stjórnmála- menn gerðu það, sem í þeirra valdi stæði til að tryggja líf þeirra og limi. í því vemdarstarfi fælist meðal annars upplýsingaöflun af því tagi sem norrænir ráðherrar, sendiráð, leyniþjónustur og stjóm- arerindrekar hafa stundað um ára- bil meðal araba og ísraela. Það er norrænum þjóðum sem halda úti friðargæslusveitum á vegum Sameinuðu þjóðanna kappsmál að aðhafast ekkert á stjómmálasvið- inu, sem getur stofnað lífí her- manna eða annarra starfsmanna þeirra á þessu óróasvæði í hættu. Óvarlegt svar á þingi í skýrslu utanríkisráðherra sem lögð er árlega fyrir Alþingi er minnst á helstu málefni á alþjóða- vettvangi. Enginn gerir þá kröfu til utanríkisráðherra að hann hafi sjálfur og einn aflað sér persónu- lega þekkingar á öllu því, sem rætt er um í skýrslunni. Á hinn bóginn hljóta menn að gera þá kröfu til ráðherrans, að hann viti nákvæmlega með aðstoð embætt- ismanna hveijir eru megindrættir í einstökum málum, sem um er spurt á Alþingi og svarað er eftir hæfílegan fyrirvara. Upphaf PLO-málsins er að mínu mati óvarlegt svar utanríkisráðherra við fyrirspum frá Svavari Gests- syni, sem kom til umræðu á Al- þingi 17. mars sl. Málið tók svo nýja stefnu í útvarpsviðtali ráð- herrans við Elías Davíðsson. Síðan hefur ráðherrann og málgagn hans leitast við að færa málflutn- inginn í stærra pólitískt samhengi. Af skýrslu utanríkisráðherra um utanríkismál, sem var lögð fram á Alþingi í febrúar sl. má ráða, að ráðherrann hefur ekki haft í hyggju að auka afskipti íslenskra stjómvalda af deilunum fyrir botni Miðjarðarhafs. í svari sínu 17. mars tekur Steingrímur hins vegar undir það með Svavari Gestssyni að stefna beri að því að ráðstefna verði haldin hið fyrsta um vandamálin fyrir botni Mið- jarðarhafs „og PLO á að sjálf- sögðu að eiga aðild að þeirri ráð- stefnu", sagði Steingrímur og bætti við: „Sömuleiðis tel ég sjálf- sagt að PLO fái sjálfstæði á her- teknu svæðunum.“ Ályktað í Tromsö í ályktun utanríkisráðherra Norðurlandanna á fundi í Tromsö 23. til 24. mars, sem Steingrímur Hermannsson sat, er lýst yfir stuðningi við að kölluð verði sam- an alþjóðleg friðarráðstefna undir handaijaðri Sameinuðu þjóðanna og með þátttöku allra sem eiga beina aðild að deilunum í Mið- Austurlöndum til að ræða alla þætti þeirra. „Á slíkri ráðstefnu skulu þeir vera fulltrúar Palestínu- manna sem njóta fulls trausts þeirra," segir í ályktun ráðherr- anna sem Steingrímur samþykkti. Þama stendur hvergi að PLO eigi að vera fulltrúi Palestínumanna. Ráðherramir forðast að taka af- stöðu til þess. Þá ítreka ráðherr- amir eindregin tilmæli sín til deilu- aðila þess efnis, að þeir reyni sem fyrst að fínna friðsamlega lausn, sem byggist á sáttmála Samein- uðu þjóðanna, ályktunum Öryggis- ráðs SÞ 242 og 338 og rétti pa- lestínsku þjóðarinnar til sjálfs- ákvörðunar og verði þá tekið tillit til alls þess, sem í þeim rétti felst. Þama segir hvergi að PLO eigi að fá sjálfstæði á herteknu svæð- unum. í þessu tilliti hefur sjónar- mið Steingríms Hermannssonar, sem hann kynnti á Alþingi 17. mars einnig orðið undir. Eða kannski fylgdi hann því alls ekk- ert eftir í Tromsö? Einhvers staðar sagði Steingrímur, að á Alþingi hefði hann ekki átt að nefna PLO í þessu samhengi. En meinti hann það ekki, að Palestínumenn ættu að fá sjálfstæði á herteknu svæð- unum? Á það er ekki heldur minnst einu orði í ályktuninni frá Tromsö. Þorsteinn Pálsson hefur sagt, að ríkisstjómin standi einhuga að baki ályktun fundar utanríkisráð- herranna í Tromsö. Sá eini af íslensku ráðheirunum, sem hefur látið orð falla á annan veg en gert var í Tromsö er sjálfur ut- anríkisráðherrann sem þó stóð að Tromsö-ályktuninni. Er ef til vill brýnna fyrir utanríkisráðherra að kynna sér viðhorf starfsbræð- ranna á Norðurlöndum en það, sem Yasser Arafat hefur til mál- anna að leggja? Boð til Arafats? Áður en Steingrímur Her- mannsson svaraði spumingum El- íasar Davíðssonar fíilltrúa PLO á íslandi í útvarpi Rót hafði utanrík- isráðherra svarað bréfí Elíasar um
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.