Morgunblaðið - 07.04.1988, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 07.04.1988, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 7. APRIL 1988 49 einnig samkomur bæði í húsi KFUM & K og í kristniboðshúsinu Betaníu. A yngri árum lagði hún kristilegum kórum lið með góðri altrödd sinni og tónnæmi. Og alla tíð naut hún þess að taka undir almennan söng bæði í kirkjum og samkomuhúsum. Jóhanna vissi að fagnaðarerindið um Jesúm Krist er kraftur Guðs til hjálpræðis. Þess vegna lagði hún boðun þess, bæði hér heima og úti á kristniboðsakrinum, allt það lið, sem hún gat í bæn og fórn. Um peningagjafir hennar til þess mál- efnis vissi Guð best. En oft mun það hafa verið aleigan, sem þar var lögð fram eins og hjá ekkjunni, sem Jesús talaði um forðum. Auk þess var Jóhanna ætíð fús að vitna um Drottin sinn og frelsara, hvort sem var opinberlega eða í einkasamtali. Hér í Reykjavík héldu systkinin heimili 'með móður sinni, meðan hún lifði. Þegar hún var látin og systir- in Kristín gift og flutt að heiman, voru Jóhanna og Sigurður ein eftir. Til þeirra var alltaf gott að koma. Þau voru höfðingjar heim að sækja. Snyrtimennska á heimilinu var mik- il og gestrisni ásamt hjartahlýju vermdi alla. Arin settu mark sitt á Jóhönnu eins og okkur öll, sem eigum þau mörg að baki. Þrek hennar fór dvínandi og sjónin dofnaði. En frá- bærri heym og minni hélt hún alla tíð. Síðastliðinn vetur veiktist hún mjög og dvaldi í sjúkrahúsi nokkurn tíma. Vinir hennar og ættingjar álitu þá fyrst í stað að dagar henn- ar væru taldir. Svo var þó ekki þá. Hún kom aftur heim til bróður síns og var þar um tíma. En í fyrravor flutti hún inn á Elliheimilið Grund. Þar bjó hún síðan á herbergi sem elskulegri konu sem hún hrósaði mikið. Um það bil viku fyrir andlát sitt veiktist Jóhanna alvarlega. Var hún þá flutt í sjúkrahús og skorin upp. Fyrst í stað var telið að hún kæm- ist yfir þann hjalla. En líkams- þrekið fjaraði út. Ævidagurinn var að kvöldi kominn. Við, sem áttum Jóhönnu að vini, félagsystur og fyrirbiðjanda, þökk- um Guði af heilum hug fyrir líf hennar og starf. Þegar ég kveð hana nú eru mér efst í huga þessi orð Jesú: „Gott þú góði og trúi þjónn ... Gakk inn í fögnuð herra þíns.“ Himinn hans var takmark henn- ar. Því takmarki hefur hún nú náð. Systkinum Jóhönnu, fóstursystk- inum og öðrum nákomnum ættingj- um sendi ég einlægar samúðar- kveðjur. Lilja S. Kristjánsdóttir Skákkeppni fyrirtækja og stofnana SKÁKKEPPNI stofnana og fyr- irtækja 1988 hefst í A-riðli mánu- dag 11. apríl kl. 20 og í B-riðli miðvikudag 13. apríl kl. 20. Teflt verður í félagsheimili Taflfélags Reykjavíkur á Grensásvegi 44—46. Keppnin verður með svip- uðu sniði og áður. Tefldar verða sjö umferðir eftir monrad-kerfí í hvorum riðli um sig. Umhugsunartími er ein klukku- stund á skák fyrir hvom keppanda. Hver sveit skal skipuð fjórum mönnum auk 1—4 til vara. Fjöldi sveita frá hveiju fyrirtæki eða stofnun er ekki takmarkaður. Sendi stofnun eða fyrirtæki fleiri en eina sveit skal sterkasta sveitin nefnd a-sveit, næsta b-sveit o.s.frv. Þátttökugjald er 6.500 krónur fyrir hveija sveit. Nýjar keppnissveitir hefja þátttöku í B-riðli. Keppni í A-riðli fer fram á mánu- dagskvöldum, en í B-riðli á miðviku- dagskvöldum. Þátttöku í keppnina má tilkynna í síma Taflfélagsins á kvöldin kl. 20—22. Lokaskráning í A-riðil verð- ur sunnudag 10. apríl kl. 14—17, en í B-riðil þriðjudag 12. apríl kl. 20-22. (Fréttatilkynning) t Frændi minn, GUÐMUNDUR VALGEIRSSON, Ljósheimum 16a, sem lést föstudaginn 1. april, verður jarðsunginn föstudaginn 8. apríl frá Fossvogskirkju kl. 13.30. Þeir sem vildu minnast hans, vinsamlega látið íþróttafélag fatl- aðra og eða aðrar líknarstofnanir njóta þess. Fyrir hönd ættingja og vina, Lina Jónsdóttir, Gnoðarvogi 28. t Þökkum innilega ausýnda samúð og vinarhug við andlát og útför eiginkonu minnar, móður og ömmu, INGU BERGRÓSAR BJARNADÓTTUR, Hringbraut 79, Keflavík. Bjarni Skagfjörð, Valgerður Maria, Inga Anna og aðrir aðstandendur. t Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför ÁRSÆLS JÓNSSONAR húsasmíðameistara, Heiðarbraut 63, Akranesi. Margrét Ágústsdóttir, Guðmundur Á. Ársælsson, Hrafnhildur Ingólfsdóttir, Guðrún J. Ársælsdóttir, Peter Elbek, Edda H. Ársælsdóttir, Angantýr V. Jónasson, Gunnar H. Ársælsson, Maria I. Gunnbjörnsdóttir og barnabörn. t Þökkum sýnda samúð og hlýhug við andlát og útför eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður og afa, RAGNARS KRISTJÁNSSONAR fyrrum yfirtollvarðar, Seljavegi 21. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki á deild 2B, Landakotsspítala. Jóhanna Jóhannsdóttir, Jóhann Kristján Ragnarsson, Guðný S. Þorleifsdóttir, Nína Björg Ragnarsdóttir, Halldór Jóhannsson, Gunnar Ragnarsson, Margrét Ingvarsdóttir, Auður Ragnarsdóttir, Ragnar Ragnarsson, Ragnheiður Hjarðar, Jón Ragnarsson, Guörún Guömundsdóttir og barnabörn. t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda vináttu og samúð við andlát og jarðarför eiginmanns mins, föður okkar, tengdaföður og afa, GUNNARS ÓLAFSSONAR, Óðinsgötu 14, Reykjavík, er lést 26. febrúar sl. Sigriður Sigursteinsdóttir, Birgir Gunnarsson, Margrét Guömundsdóttir, Sigrún E. Gunnarsdóttir, Sigurjón Ragnarsson, Kristín Ó. Gunnarsdóttir, Gunnar Gunnarsson, Kristín U. Sigurðardóttir, Sigursteinn Gunnarsson, Sigurbjörg Sigurgeirsdóttir, Ólafur Gunnarsson og barnabörn. t Þökkum innilega auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför móður minnar, stjúpmóður, tengdamóður, ömmu og langömmu, GUÐRÍÐAR JÓNSDÓTTUR. Gunnar Pétursson, Unnur Pétursdóttir, Pétur Pétursson, Sigríður Skarphéðinsdóttir, Þórey Ingvarsdóttir, barnabörn og barnabarnabarn. t Þökkum innilega auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og út- för föður okkar, tengdafoður, afa og langafa, HINRIKS SIGURÐAR JÓHANNESSONAR, Dvalarheimilinu Höfða, Akranesi. Lúðvík Sigurðsson, Birgir Sigurðsson, Elsa Sigurðardóttir, Hlöðver Sigurðsson, Ingvi Þór Sigurðsson, Tómas Sigurðsson, Jóhannes P. Sigurðsson, Rósa Sigurðardóttir, afabörn og Lillý Jóhannesdóttir, Ásgerður Haraldsdóttir, Lárus Pálsson, Sesselja Sveinbjörnsdóttir, Þóra Hlöðversdóttir, Marta Sigurðardóttir, Guðrún Aðalsteinsdóttir, Guðbjartur Ellertsson, langafabörn. t Þökkum öllum þeim, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við and- lát og útför eiginmanns míns, sonar, föður, tengdaföður og afa, JÓNS EIRÍKSSONAR, Klapparstíg 12, Ytri-Njarðvík. Sérstakar þakkir sendum við starfsfólki deild A-4 á Borgarspítalan- um og starfsfólki sjúkrahússins í Keflavík. Rannveig Guðmundsdóttir, Sveinbjörg Ormsdóttir, Eyrún Jónsdóttir, Magnús Daníelsson, Halla Jónsdóttir, Böðvar Halldórsson, Guðmunda Jónsdóttir, Guðmundur Ólafsson, Sigrún Jónsdóttir, Eyjólfur Guðlaugsson og barnabörn. t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda vinnáttu og hlýhug við andlát og útför KRISTÍNAR GUÐMUNDSDÓTTUR, Bollastöðum. Guöjón Guðjónsson, börn og tengdabörn. OfTlROn AFGREIÐSLUKASSAR Svefnpokar ajimgilak. Ajungilak er án efa einn stærsti svefnpokaframleiðandi í heimi. Allar tegundir poka fyrirliggjandi og við hjálpum þér dyggilega við val á poka eða pokum sem henta þínum þörf- um. Mundu að ráðleggingar okkar eru byggðar á reynslu. SKÁTABÚÐIN Snorrabraut 60 sími 12045
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.