Morgunblaðið - 07.04.1988, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 07.04.1988, Blaðsíða 46
46 88ei JÍÍHA .7 SUDAaUTMMtÍ .GIGAJ8WU0S1OM MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 7. APRÍL 1988 Krístján Guðmundsson bóndi - Kveðjuorð Fæddur 27. september 1918 Dáinn28.marsl988 Foreldrar hans voru hin Iands- kunnu hjón, Guðmundur Einarsson, bóndi og refaskytta á Brekku og Guðrún Magnúsdóttir, alkunn, stjórnsöm og hög húsmóðir. Bæði voru þau borgfirskrar ættar. Fluttu þau til Vestfjarða 1899. Kristján var 14. barn þeirra hjóna, af 17 er þeim fæddust. Hinn látni vinur minn var bóndi á Brekku frá 1946, lengi samherji $ byggða- og félagsmálum okkar kæra heimadals. Ævisaga Kristjáns er mér vel kunn, frá fyrstu dögum hans út í varpa Brekkubæjarins til hans hinstu daga, dánardægurs hans 28. mars sl. Það var skemmtilegt að veita þessum unga dreng eftirtekt strax í bernsku. Hann varð að veita öllu umhverfi í náttúru athygli. Fögur er útsýnin frá heimabæ hans, Brekku, í miðjum dal Ingjaldssands- ins, landnámsbæ Gríms Kögurs, er fyrstur allra á íslandi veitti vatn á „engi" sín frá læknum Ósóma í íandi hans. Hver sem kemur á bæjarhólinn á Brekku fyllist eins konar áhrifum náttúrunnar innan sjóndeildarhrings, þaðan jafnt um láglendi, hraun, hlíðar, fjöll, fjalla- brúnir með heiðardrögum, tindum, giljum og berghillum. Allt þetta þekkti Kristján manna best, enda má segja „að hann elsk- aði það". Hann naut þess vel í bernsku, æsku og fulltíða að leita til háfjalla og afdala, þá aðrir sváfu. Ekki má Jónsmessunóttin verða útundan, að sjá kvöldsólina prýða ! dalinn hans sólgylltri skikkju sinni. Þessum unga dreng var létt um sporið enda göngumaður mikill og viljugur. Landsþekking hans var mikil og eftir að bfllinn gat létt för kynntist hann vfða góðu fólki, byggðum þess og örnefnum. Margir fyrri búendur á Ingjalds- sandi munu minnast óbeðinnar hjálpar hans, þá veikindi gerðu húsbændum erfitt fyrir með dag- legu störfin. Þá var oft Kristján kominn og bauð hjálp sína við mjalt- ir og gegningar. Slíkt er mér ógleymanlegt, þá litið er í liðna minningartíð. „Það er svo gaman," sagði hann „að vita ykkur batnar fyrr, ef ykkur er hjálpað." Það traust hafði Kristján af læknum á Flateyri að geyma meðul á heimili sínu, sem læknir gæti vísað til, ef með þurfti. Þetta var ágætt og kom sér vel, vegna fjar- læerðar læknanna. I félagsmálum okkar Sands- manna var Kristján heilsteyptur og áhugasamur félagsmaður, lengi formaður Umf. Vorblóms og ritari félagsblaðsins Ingjalds. Einnig var hann sterkur og glöggur við störf og fjármál bændafélagsins Eining- ar, og áttum við-þar samstarf í 20 ár, með rekstur jarðýtu félagsins að vegagerð yfir Sandsheiði, rækt- un á löndum heima og utan sveit- ar, ásamt vegagerð í Isafjarðar- og Barðarstrandarsýslum. Kristján var söngvinn vel, og skemmtinn á mannafundum og heim að sækja. Fundarstjórn tókst honum vel, enda leikinn við formannsstörf fyrir Umf. Vorblóm, einnig er hann verð- ur formaður Búnaðarfélags Mýra- hrepps. Þar fannst mér hann réttur maður á réttum stað. Þá stjórnaði hann löngum fjársmölun og fjár- réttum á Ingjaldssandi. Iðinn var hann við eftirleitir fjár og hjálp við sauðfé í illgengum fjöllum. Yndi hans var að leita og bjarga. Kona Kristjáns er Arelía Jó- hannsdóttir frá Flateyri af eldri Hraunsætt á Ingjaldssandi — frá Tómasi Eiríkssyni í Mesdal, Álfta- dal og Hrauni. Kvongaður Þuríði Guðrún S. Helga- dóttir - Minning Pálsdóttur, Hákonar prests á Álfta- mýri, Mála Snæbjarnar bónda af Álfadal og Sæbóli. Þeim hjóhum varð 12 barna auðið.en 2 dóu ung en 10 lifa, Annaðist Árelía heimilis- störfin og uppeldi þessa stóra barnahóps með ágætum. Dæturnar sex og synirnir fjórir talin í fæðing- arröð eru: Eygló, Guðrún Elísabet, Guðný, Guðmundur bóndi á Brekku, Jóhannes, Kristján, Finnbogi, Helga og Halla, búkonur í Tröð og Kirkju- bóli í Bjarnardal í Önundarfirði. ÓU er fjölskyldan söngelsk og sómdi sér vel meðal söngfólks í kirkju og samkomum. Á heimsóknarstundum mínum frá Reykjavík til þeirra skemmti- lega, fagra heimilis naut ég oft gestrisni þeirra, gleði og urhhyggju, allt { ljósi gamalla minninga. Fleiri störfum Kristjáns mætti skýra frá og þess munu aðrir minn- ast í umsögn sinni um hann. Eiginkonu hans og börnum þeirra bið ég varðveislu Guðs og góðra vætta í framtíðinni. Ég kveð Kristján. Farsæld fylgi vini mínum. I Guðs friði. Guðmundur Bernharðsson frá Ástúni. RNAMSKEIÐ 7 vikna námskeið frá 11. apríl - 31. maí i I Leikfimi I Dansleikfimi I Þolfimi KENNARAR: Bryndís Petra Bragadóttir Ellsabet Guðmundsdóttlr Callle McDonald Hafdfs Árnadóttir I Jassdans I Nútímadans I Ballett I Blues I Stepp KENNARI: Keith Taylor I Flamenco KENNARI: Concha (frá Granada) FYRIR BÓRN: Leikir-spuni (4-7 ára) KENNARI: Anna Richards I Jassdans (7-11 ára) KENNARI: Keith Taylor I Leiklist fyrir börn og unglinga K E N N A RI: Sigríður Eyþórsdóttir -MORGUNTÍMAR • HÁDEGISTÍMAR • SÍÐDEGISTÍMAR •KVÖLDTÍMAR ATH!: Sértímar fyrir karla í hádeginu Innritun hafln! S:15103 og 17860 Fæddl9.októberl917 Dáin 25. mars 1988 Mig langar að minnast hennar Siggu frænku með nokkrum orðum. Hún var svo elskuleg og góð alla tíð. Guðrún Sigríður Helgadóttir var yngst barna þeirra hjóna Helga Guðmundssonar frá Heyholti í Borgarhreppi og Katrínar Maríu Jónsdóttur frá Drápuhlíð í Helga- fellssveit. Þau hjónin Katrín og Helgi hófu búskap í Borgarnesi og eignuðust þar þrjú börn: Guðmund Óskar (1912), föður minn, Þorstein Axel (1913, d. 1980) og síðast Guðrúnu Sigríði (1917). Þau hjónin höfðu eignast börn áður en þau giftuaát. Hann átti Margréti sem ólst upp á Akranesi en hún átti tvö börn Guðrúnu Sigríði sem dó ung og Jón sem ólst upp hjá móður sinni. Borgarnes var Siggu afar kært og minntist hún oft barnæsku sinnar þar, þó stutt væri, því 6 ára gömul fluttust foreldrar hennar til Hafnarfjarðar ásamt bræðrum hennar: Munda, Steina og Nonna eins og þeir voru alla tíð kallaðir. í Hafnarfirði eignaðist Sigga nýjar vinkonur og þar fór hennar skóla- ganga fram. Sigga var einstaklega skemmti- leg, jafnt unglingur sem fullorðin kona. Hún var sérstaklega orð- heppin og bjó yfir sérstökum hú- mor, þannig að smávægilegir at- burðir urðu svo sérstaklega skemmtilegir í frásögn hennar. Hún var afar trygg þeim sem hún tók og átti sína vini til dauðadags. Þegar hún var 14 ára gömul tók fjölskyldan sig upp og fluttist vest- ur í Hraunhrepp á Mýrum að bæn- um Hólmakoti, þá voru bræðurnir um tvítugt. Hún sagði mér að þar hefði henni leíðst mikið fyrst, sem nærri má geta að flytjast úr kaup- stað á þessum aldri í sveit þar sem hún hafði aldrei verið, en vinirnir sópuðust að henni vegna hennar einstöku kæti og létta lundarfars. Þegar hún var 18 ára gömul flutt- ist hún að Hamraendum í sömu sveit til Gísla Frímannssonar, eign- uðust þau tvær dætur: Helgu Katrínu og Maríu, þau slitu sam- vistum eftir tveggja ára samveru og varð María þá eftir hjá föður sínum og ólst þar upp til 15 ára aldurs er hún fluttist til Reykjavík- ur. En Sigga fór til Hafnarfjarðar og eignaðist þar dóttur, Svölu Svan- fjörð Guðmundardóttur, vegna ýmissa erfiðleika varð hún að koma litlu stúlkunni í fóstur og fór hún til móðurömmu minnar sem var þá komin yfir fimmtugt og reyndist henni sem besta móðir alla tíð, hún fluttist með hana til Reykjavíkur þegar Svala var 6 ára. Ég veit að þetta reyndist Siggu afar erfitt að þurfa að skilja við tvær dætur sínar. Sigga var af þeirri manngerð að hún faldi innra með sér sínar sorg- ir og tár, þótt miklir erfiðleikar steðjuðu að bar hún höfuð ætíð hátt. Síðan kynntist hún Hjálmtý Hjálmtýssyni og eignuðust þau þrjá drengi: Hjálmtý Guðmund, Elvar Berg og Hólmar Heiðdal. Eru öll börn hennar gift svo eru barnabörn orðin mörg og eins bamabarna- börnin. Sigga og Hjálmtýr bjuggu lengst af í Mosgerði 5 og fluttist Helga líka þangað þar sem hún fylgdi móður sinni alla tíð. í Mosgerði var alltaf gaman að koma ef manni leiddist eitthvað, það var gaman að fara til Siggu^ þá breyttist allt, það var svo gaman að glaðværð hennar og þessu einstaka frjálslyndi sem henni var lagið. Henni féll aldrei verk úr hendi, alltaf var hún að venda gömlum flíkum og saumaði úr þeim fín og snyrtileg föt á dreng- ina sína, allt var svo hreint og snyrtilegt þótt litlir peningar væru milli handa hennar. Hún hafði þá eiginleika að geta gert hreysi að höll ef svo má segja. Oftast kom hún vestur á Mýrar á sumrin þegar hún gat því við kom- ið, þar sem bræður hennar bjuggu. Það var mikil tilhlökkun hjá okkur þá lifnaði allt af kátínu og oft man ég eftir að mikið var hlegið út af litlu þegar þessi einstaka gaman- semi sem henni einni var lagið kom ölllum í gott skap. Sigga og Hjálmtýr slitu sam- vistum og fór hún þá að vinna ýmsa vinnu, enda voru drengirnir að verða uppkomnir. Þegar hún var komin undir sextugt varð hún þeirr- ar gæfu aðnjótandi að kynnast önd- vegismaniiinum Þorgrími Her- mannssyni frá Hofsósi og fluttist til hans sem ráðskona norður á Hofsós þar sem Þorgrímur reisti lítið og fagurt hús, þá kominn á áttræðisaldur. Snyrtimennsku áttu þau bæði í ríkum mæli, allt var svo snyrtilegt. Þorgrímur sá um allar smíðar sem léku í höndum hans, en hún sá um allt innanstokks, sá um að allt væri svo snyrtilegt. Á Hofsósi bjuggu þau Þorgrímur í rúm 10 ár. Fyrir um einu og hálfu ári flutt- ust þau til Reykjavíkur, að Iðufelli 12 í litla snotra íbúð, en dvöl henn- ar var ekki lengi þar, í september síðastliðinn kenndi hún sér þess meins sem leiddi hana til dauða. Reyndist Þorgrímur henni einkar vel í veikindum hennar og kom þá vel fram hvern mann hann hafði að geyma. Hún andaðist á Landakotsspítala þann 25. mars síðastliðinn, eftir þungbæra sjúkdómslegu. Við sem kynntumst henni söknum hennar sárt. Nú er þessi þrautastund hennar á enda runnin og er hún horfin á vit feðra sinna, gengin inn í þann fögnuð á landi því sem allra bíður, þar sem ástvinir sem á undan eru gengnir finnast á ný og fagna end- urfundum. Nú ertu leidd mín ljúfa lystigarð Drottins í þar áttu hvíld að hafa hörmunga og rauna frí. Við guð þú mátt nú mæla miklu fegrí en sól. • Unan og eilífð sæla erþínhjálambsinsstól. (H.P.) Guð blessi minningu hennar. Hinsta kveðja. María Þorsteinsdóttir Birtíng afmælis- og minningargreina. Morgunblaðið tekur af- mælis- og minningargreinar til birtingar endurgjaldslaust. Tekið er við greinum á rit- stjórn blaðsins á 2. hæð í Aðal- stræti 6, Reykjavik og á skrif- stofu blaðsins í Hafnarstræti 85, Akureyri. Athygli skal á því vakin, að greinar verða að berast með góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðviku- dagsblaði að berast síðdegis á mánudegi og hliðstætt er með greinar aðra daga.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.