Morgunblaðið - 07.04.1988, Page 34

Morgunblaðið - 07.04.1988, Page 34
Gunnar Örn sýnir í Gallerí Glugganum GUNNAR Örn heldur málverka- sýningu í Gailerí Glugganum við Glerárgötu 34 á Akureyri dag- ana 8. tál 17. apríl. Sýningin er opin daglega frá kl. 14 til 18 nema mánudaga. Gunnar Öm hélt fyrstu mál- verkasýningu sína árið 1970 í Unu- húsi. Síðan hefur hann haldið 20 einkasýningar, meðal annars í Reylqavík, Kaupmannahöfn, New York og tekið þátt í samsýningum víða, meðal annars á Norðurlöndun- um, Evrópu, New York, Chicago, Sao Paulo og Tokyo. Verk Gunnars Arnar eru víða í söfnum, Listasafni íslands, Lista- safni ASÍ, Listasafni Háskóla ís- lands og Listasöfnum Akureyrar, Borgamess og Keflavíkur. Einnig í Guggenheim safninu í New York. v (Fréttatilkynningj Gunnar Örn Einvígi Jóhanns og Karpovs á Akureyri? Akureyrarbær býður 3,2 millj. kr. verðlaunafé Skáksamband íslands hefur fyrir hönd Akureyrarbæjar sent Karpov boð um að einvígi hans við Jóhann Hjartarson verði haldið á Akureyri í ágúst eða septembermánuði. Akureyrarbær bauð 80.000 dollara verðlaunafé, eða sem svarar til 3,2 milljónum króna. Auk þess mun bærinn þurfa að greiða ferðir og uppihald fyrir keppend- ur og aðstoðarmenn þeirra. Sigfús Jónsson bæjarstjóri sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að Friðrik Ólafsson hefði flogið til Bmssel á skírdag til viðræðna við Karpov og Campomanes formann FIDE. Friðrik er nýkomin úr þeirri för og eru þeir Campomanes og Karpov nú staddir í Moskvu þaðan sem vænta má niðurstöðu innan skamms. „Ég bara bíð eftir því að heyra í FIDE, annaðhvort beint eða í gegnum Friðrik. Mér skilst að við eigum góða möguleika á því að halda mótið og stöndum við fremst- ir af þeim sem boðið hafa í það. Vissulega er Akureyri einskonar heimavöHur fyrir Jóhann, en ég held að Islendingar hafi það mikið traust á erlendum vettvangi, að það sé eftirsótt hjá alþjóðlegum skák- meisturum að koma hingað til að tefla. Mikil virðing er borinn fyrir Islendingum í skákheiminum, bæði hvað varðar framkvæmd móta og eins hvað áhorfendur eru tillits- samir. Ég held að af þeim stöðum, sem buðu verðlaun, lítist Karpov best á Akureyri," sagði Sigfús. Hann sagðist gera sér góðar von- ir um að einvígið gæti hafist um mánaðamótin ágúst/september, en því þyrfti að vera lokið áður en ólympíuleikamir hæfust í Seoul vegna erlendra sjónvarpssendinga. Sigfús sagði að meiningin væri að láta mótshaldið standa undir sér enda hefði bæjarsjóður engin ráð á greiða með sér. Meiningin væri að selja sjónvarpsréttindi, auglýsingar og annað það sem mótshaldi fylgir. Keppendumir sjálfir munu ákveða hvernig verðlaunaféð skiptist á milli þeirra, en Sigfús taldi ekki ósenni- legt að sigurvegarinn fengi 50.000 dollara og hinn 30.000 dollara. Atvinnuleit fyrir fatlaða: Jákvæð viðbrögð atvinnu- rekenda mest um verð segir Inga Magnúsdóttir Atvinnuleit fyrir fatlaða hef- ur formlega verið komið á fót á Akureyri. Inga Magnúsdóttir hefur verið ráðinn forstöðumað- ur og hefur hún aðstöðu á Fé- lagsmálastofnun Akureyrarbæj- ar. Skrifstofan opnaði nú eftir páskana og er stofnun hennar til komin samkvæmt lögum um málefni fatlaðra sem gera ráð fyrir að fatlaðir komist út á hinn almenna vinnumarkað. Slíkum skrifstofum hefur verið komið fyrir í ýmsum stærri byggð- arkjömum landsins svo sem í Garðabæ, Kópavogi, Hafnarfirði, Keflavík og Reykjavík. Akureyrar- skrifstofan er því sú eina sem opn- uð hefur verið utan stór-Reykjavík- ursvæðisins. „Mitt hlutverk er að aðstoða andlega eða líkamlega fatlaða einstaklinga við að leita að heppilegu starfi auk þess að aðstoða þá við að komast í endur- hæfíngu því vissulega má gera ráð Keppni verður haldið áfram á föstudag kl. 10.00 með stórsvigi karla og svigi kvenna og seinnipart- inn verður keppt í stökki og göngu. Á laugardag fer svigkeppni fram auk lengri skíðagangna og á sunnu- dag verður keppt í paragöngu og boðgöngu. Lokahófið og verðlauna- afhending fer fram í Sjallanum á sunnudagskvöld og hefst kl. 19.00. Alls hafa 35 keppendur verið skráð- ir í keppni í .alpagreinum, þar af 23 karlar og 12 konur. Tólf kepp- endur taka þátt í lengri og styttri skíðagöngum. Sjö keppendur verða í skíðastökki, sem má teljast óvenju- góð þátttaka. Flestir stökkvaranna koma frá Ólafsfirði, auk Akur- eyringa og ísfírðinga. Heildarkepp- endatala á Skíðamóti íslands verður því 54. Styrktaraðili mótsins að þessu sinni verður Kaupfélag Eyfirðinga og eru verðlaunagripir allir gefnir af styrktaraðila Skíðasambands ís- lands sem er VISA. Verðlaunagrip- ir verða til sýnis í verslunarglugga KEA eftir helgi. Starfsfólk mótsins verður álíka margt og keppendur. Magnús Gíslason verður stökk- stjóri, Hermann Sigtryggsson göngustjóri og leikstjóri í alpagrein- um verður Óðinn Ámason. Skíðaráðsmenn hafa undanfarn- ar vikur og mánuði verið í sam- bandi við júgóslavneska skíðagarp- inn Bojan Krizaj og skíðakonuna frá sama landi Mataya Swet og fyrir að margir þurfí á starfsendur- hæfíngu að halda áður en haldið er út á vinriumarkaðinn," sagði Inga í samtali við Morgunblaðið. Inga sagðist ekki hafa starfað áður að slíkum málefnum þó áhug- inn hefði fyrir fyrir hendi. Hún hóf störf í Utvegsbankanum á Akur- eyri er hún flutti norður frá Hafn- arfírði fyrir níu ámm síðan, en hætti þar í lok síðasta árs. „Mér skilst að aðstaða fyrir fatlaða hér norðanlands sé tiltölulega góð mið- að við aðra staði. Hér er Bjarg á vegum Sjálfsbjargar, Iðjulundur rekinn af svæðisstjóm og tveir nýlegir starfsskólar annar fyrir unglingaög hinn yrir fullorðna sem þurfa á sérkennslu að halda. Þá hefðu allir landsmenn aðgang að Reykjalundi og að Tölvuskólanum, sem er nýlegur skóli fyrir líkam- lega fatlaða.“ Inga sagði að vissu- lega væri þetta nýja starf sitt mjög einstaklingsbundið. Verið væri að vom góðar líkur á að þau kæmu til Akureyrar og kepptu á mótinu sem gestir. Hinsvegar fékkst það endanlega staðfest í gær að þau kæmust ekki sökum anna annars staðar. Tveir sænskir skíðagöngu- menn em væntanlegir, þeir Anders Larson sigurvegari í svokölluðu VASA-móti fyrir skömmu, sem er 90 km ganga með yfir 12.000 kepp- endur, og Lars Holand, einn af efni- legustu göngumönnum Svía af yngri kynslóðinni. Þeir félagarnir verða hér á landi í viku. Þröstur Guðjónsson formaður Skíðaráðs Akureyrar sagði að Krizaj væri að kanna möguleika á komu annarra júgóslavneskra skíðamanna í hans stað, en ekki væri þó bjart yfir því. Morgunblaðið/JI Inga Magnúsdóttir, forstöðu- maður atvinnuleitar fyrir fatl- aða. vinna með og hjálpa einstaklingum sem hefðu allir sín eigin persónu- einkenni og augljóslega þyrfti að taka tillit til hvers þeirra fyrir sig. Inga sagði að öll verksmiðju- vinna væri heppileg andlegum fötl- uðum einstaklingum. Yfirleitt væri þetta fólk mjög samviskusamt ef það kynni ákveðið verk innan framleiðslunnar. Hinsvegar væri óheppilegt fyrir það að hlaupa á milli hinna mismunandi starfa. „Ég hef ekki ennþá gefíð mér tíma til að ræða við atvinnurekendur svo að ég veit ekki nægilega vel hvem- ig þeir taka fötluðu fólki í atvinnu- leit. Stefnan hjá hinu opinbera er sú að koma fötluðum út á hinn frjálsa atvinnumarkað þó til séu ýmsir vemdaðir vinnustaðir.“ Inga á sæti í nýjum starfshóp ásamt aðilum frá Bjargi, Iðjulundi og svæðisstjóm sem ætlað er að hafa með höndum ákvarðanatöku og ráðgjöf varðandi hvem einstakl- ing sem þarf á starfsendurhæfíngu að halda. Hinsvegar mun Inga sjá um það fólk sem er tilbúið út á vinnumarkaðinn án endurhæfing- ar. „Fatlaðir þurfa að vita hvaða valkosti þeir hafa. Árangurinn af starfí mínu hér er undir jákvæðum viðbrögðum atvinnurekenda kom- inn. Fatlaðir em vel hæfir til vinnu og yfirleitt er mjög góð reynsla af störfum þeirra enda vita þeir manna best hvað atvinnuleysi er. Á meðal þeirra ríkir starfsgleði, samviskusemi og vilji til að standa sig. Ég hef ekki minnstu hugmynd um ennþá hve mörg störf ég þarf að fínna. Þetta er ákveðin sölu- mennska og númer eitt er að fólk láti vita af sér ef það heldur að hér sé aðstoð að fá,“ sagði Inga að lokum. Skíðamót íslands 14.-17. apríl: 54 keppendur skráðir til leiks Tveir sænskir göngngarpar væntanlegir til Akureyrar Fimmtugasta Skíðamót íslands verður haldið í Hlíðarfjalli dagana 14.-17. apríl nk. og er þetta i fyrsta skiptið sem mótið er ekki hald- ið um páska. Akureyringar héldu Skíðamót íslands síðast fyrir fjór- um árum síðan og í þetta sinn er búist við 54 keppendum. Mótið hefst um hádegi 14. apríl með skíðagöngu, en setning mótsins fer ekki fram fyrr en um kvöldið i Akureyrarkirkju. Hljóðfæraleikarar frá Tónlistarskólanum leika, sera Pálmi Matthíasson flytur ávarp auk formanns Skíðasambands íslands Hreggviðs Jónssonar og mun forseti bæjarstjórnar Gunnar Ragnars síðan setja mótið.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.