Morgunblaðið - 07.04.1988, Side 39
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 7. APRÍL 1988
39
Shark Taboo
Shark Taboo
meðal annars
Ekki verður annað sagt en
að tónleikalíf sé með blómleg-
asta móti þetta fimmudags-
kvöld, enda eru tónleikar í
Reykjavík ýmist í ökkla eða
eyra.
Af viðburðum kvöldsins ber
einna hæst heimsókn bresku
sveitarinnar Shark Taboo til
íslands, en sveitin sú lék í
Reykjavík, á Akranesi og á Ak-
ureyri í águst síðastliðnum.
Tónleikar sveitarinnar verða
tvennir að þessu sinni; í Lækj-
artungli í kvöld með neðansjáv-
arsveitinni Múzzólíní og í Duus
á mánudagskvöld og þá með
Tíbet Tabú.
Þegar Shark Taboo kom
hingað til lands í águst var
sveitin við það að ná að vinna
sér varanlegan sess í bresku
nýbylgjunni og hafði þá nýlega
sent frá sér plötuna Everyone’s
a Freak á Big Beat merki Dem-
on. Ekki hefur sveitinni þó
gengið að fóta sig sem skyldi,
enda hörð samkeppni á Bret-
landsmarkaði. Fyrir skemmstu
hafði þó umsjónarmaður
Rokksíðunnar þó af því spurnir
að eitt stóru útgáfufyrirtækj-
anna bresku hefði tekið líklega
í að gefa út næstu plötu sveit-
arinnar.
í Tónabæ hefjast Músíktil-
raunir Tónabæjar í kvöld og
fram koma þar átta nýjar sveit-
ir auk gestasveitarinnar Cent-
aur, sem viðrar þá frumsamið
efni. Hljómsveitirnar átta leika
allar tegundir tónlistar og er
vísað í kynningu á Músíktil-
raununum á öðrum stað í blað-
inu í dag.
í Casablanca leikur Eftirlitið,
sveit sem stofnuð var uppúr
Rauðum flötum. Heimildamað-
ur Rokksíðunnar hermir að Eft-
irlitið sé á engan hátt framhald
af því sem Rauðir fletir voru
að fást við; tónlistin sé rokk-
aðri og heyra megi jass- og
blúsáhrif. Með Eftirlitinu leika
Sogblettir.
Þeim sem ekki hafa hug á
að hlusta á rokk í kvöld er svo
hægt að benda á Big Band
Gugge Hedrenius sem leikur
sveiflu og blús að hætti þeirra
Count Basie og Duke Ellington
og stórsveita þeirra í Hótel ís-
landi í kvöld.
Ljósmynd/BS
Davíð Traustason fyrrum söngvari Rauðra fiata sór nú um söng
í Eftirlitinu.
Langi Seli og Skuggarnir Ljósmynd/BS
Rokksaganmeð
tilbrigðum
Síðasta mánudagskvöld, ann-
an í páskum, hóldu Langi Seli og
Skuggarnir og Bleiku bastarnir
tónleika í Hótel Borg; tvær sveitir
sem ifta á rokki sem skemmtun
fremur en tónfræðilega loftfim-
leika og tilgerð. Segja* má að
Þessar tvær sveitir hafi spannað
rokksöguna að miklu leyti þetta
kvöld; Langi Seli og Skuggarnir
næsta kæruleysislega en Bast-
arnir með miklum látum.
Langi Seli
og Skuggarnir
Vísast hafa margir þeirra sem á
tónleikana komu komið til að
hlusta á Langa Sela og Skuggana,
enda hefur sveitin sú ekki komið
fram í hálf annað ár. Það mátti og
sjá að fólk var flest komið til að
hlusta og það var ekki fyrr en dag-
skrá sveitarinnar var vel hálf, að
fólk fór almennt að dansa og láta
illum látum.
Scotty Moore, sem lagði grunn-
inn að rokkinu með Elvis Presley,
sagði rokkabillí vera sveitakennda
danstónlist sem sprottin væri úr
einum allsherjar tónlistarhræri-
graut. Svo er og með tónlistina
sem Langi Seli og Skuggarnir
spila: rokkabillí sem í er keimur af
flestu því sem fram hefur komið í
rokkinu frá því í Memphis 1954
og fram til sýru-bílskúrsrokks ár-
anna uppúr 1965. Langi Seii og
Skuggarnir hafa á sínu valdi hvaða
afbrigði rokksins eða rokkabillísins
sem sveitin tekur sér fyrir hendur
og útkoman er með afbrigðum
skemmtileg danstónlist, sem höfð-
ar ekki síður til hugans en fót-
anna. Sveitin var þó nokkurn tíma
í gang, en þegar leitað var í heims-
Ljósmynd/BS
Dúi segir af grænum jakkafata-
manni.
bókmenntirnar og kyrjaður bragur
um Morgan Kane með grimmdar-
legum „slide“gítarleik small allt
saman og eftir það var ekkert út
á sveitina að setja.
Bleikir bastar
Að loknum leik Langa Sela og
Skugganna og uppklappi las Dúi
söguna um græna jakkafatamann-
inn og loðna skrímsliö, en síðan
komu Bastarnir á svið. Um leið og
sveitin byrjaði aö spila fylltist dans-
gólfið af fólki, enda var greinilegt
að fólk kom til að dansa, en ekki
bara að sitja og hlusta. Bastarnir
voru með nær skothelda tónleika-
dagskrá sem í var hæfileg blanda
af gömlum lögum og nýjum, sem
hljóma betur og betur við hverja
hlustun. í viðtali lýstu þeir eitt sinn
þeirri ætlan sinni að gera fólk villt
og þetta kvöld var öllum ráðum
beitt til þess með góðum árangri;
fólk varð villt og dansgólfið var
troðið. Keyrslan á sveitinni þetta
kvöld var meiri en nokkru sinni og
hefði veriö enn meiri ef sveitar-
menn hefðu verið fljótari að skipta
á milli laga. Tryggvi rytmagítarleik-
ari lék með Böstunum í síðasts^r
sinn þetta kvöld; hann hefur
ákveðið að setja saman eigin sveit
til að leika hrárri tónlist en Bastarn-
ir og sú ákvörðun hans að segja
skilið við sveitina hafði þau áhrif á
hann að hann lifnaði við á sviðinu
og var nú allur annar og líflegri en
oftast áður.
Bastarnir voru klappaðir upp
með látum og tóku tvö aukalög
áður en Skuggarnir komu á svið.
í sameiningu fluttu sveitirnar Birth-
day Bítlanna á einkar sannfærandi
hátt og luku þannig tónleikunum.
Ljósmynd/BS
Tveir Bastar; só til hægri reyndar fyrrverandi þegar þetta birtist.