Morgunblaðið - 07.04.1988, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 07.04.1988, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 7. APRÍL 1988 39 Shark Taboo Shark Taboo meðal annars Ekki verður annað sagt en að tónleikalíf sé með blómleg- asta móti þetta fimmudags- kvöld, enda eru tónleikar í Reykjavík ýmist í ökkla eða eyra. Af viðburðum kvöldsins ber einna hæst heimsókn bresku sveitarinnar Shark Taboo til íslands, en sveitin sú lék í Reykjavík, á Akranesi og á Ak- ureyri í águst síðastliðnum. Tónleikar sveitarinnar verða tvennir að þessu sinni; í Lækj- artungli í kvöld með neðansjáv- arsveitinni Múzzólíní og í Duus á mánudagskvöld og þá með Tíbet Tabú. Þegar Shark Taboo kom hingað til lands í águst var sveitin við það að ná að vinna sér varanlegan sess í bresku nýbylgjunni og hafði þá nýlega sent frá sér plötuna Everyone’s a Freak á Big Beat merki Dem- on. Ekki hefur sveitinni þó gengið að fóta sig sem skyldi, enda hörð samkeppni á Bret- landsmarkaði. Fyrir skemmstu hafði þó umsjónarmaður Rokksíðunnar þó af því spurnir að eitt stóru útgáfufyrirtækj- anna bresku hefði tekið líklega í að gefa út næstu plötu sveit- arinnar. í Tónabæ hefjast Músíktil- raunir Tónabæjar í kvöld og fram koma þar átta nýjar sveit- ir auk gestasveitarinnar Cent- aur, sem viðrar þá frumsamið efni. Hljómsveitirnar átta leika allar tegundir tónlistar og er vísað í kynningu á Músíktil- raununum á öðrum stað í blað- inu í dag. í Casablanca leikur Eftirlitið, sveit sem stofnuð var uppúr Rauðum flötum. Heimildamað- ur Rokksíðunnar hermir að Eft- irlitið sé á engan hátt framhald af því sem Rauðir fletir voru að fást við; tónlistin sé rokk- aðri og heyra megi jass- og blúsáhrif. Með Eftirlitinu leika Sogblettir. Þeim sem ekki hafa hug á að hlusta á rokk í kvöld er svo hægt að benda á Big Band Gugge Hedrenius sem leikur sveiflu og blús að hætti þeirra Count Basie og Duke Ellington og stórsveita þeirra í Hótel ís- landi í kvöld. Ljósmynd/BS Davíð Traustason fyrrum söngvari Rauðra fiata sór nú um söng í Eftirlitinu. Langi Seli og Skuggarnir Ljósmynd/BS Rokksaganmeð tilbrigðum Síðasta mánudagskvöld, ann- an í páskum, hóldu Langi Seli og Skuggarnir og Bleiku bastarnir tónleika í Hótel Borg; tvær sveitir sem ifta á rokki sem skemmtun fremur en tónfræðilega loftfim- leika og tilgerð. Segja* má að Þessar tvær sveitir hafi spannað rokksöguna að miklu leyti þetta kvöld; Langi Seli og Skuggarnir næsta kæruleysislega en Bast- arnir með miklum látum. Langi Seli og Skuggarnir Vísast hafa margir þeirra sem á tónleikana komu komið til að hlusta á Langa Sela og Skuggana, enda hefur sveitin sú ekki komið fram í hálf annað ár. Það mátti og sjá að fólk var flest komið til að hlusta og það var ekki fyrr en dag- skrá sveitarinnar var vel hálf, að fólk fór almennt að dansa og láta illum látum. Scotty Moore, sem lagði grunn- inn að rokkinu með Elvis Presley, sagði rokkabillí vera sveitakennda danstónlist sem sprottin væri úr einum allsherjar tónlistarhræri- graut. Svo er og með tónlistina sem Langi Seli og Skuggarnir spila: rokkabillí sem í er keimur af flestu því sem fram hefur komið í rokkinu frá því í Memphis 1954 og fram til sýru-bílskúrsrokks ár- anna uppúr 1965. Langi Seii og Skuggarnir hafa á sínu valdi hvaða afbrigði rokksins eða rokkabillísins sem sveitin tekur sér fyrir hendur og útkoman er með afbrigðum skemmtileg danstónlist, sem höfð- ar ekki síður til hugans en fót- anna. Sveitin var þó nokkurn tíma í gang, en þegar leitað var í heims- Ljósmynd/BS Dúi segir af grænum jakkafata- manni. bókmenntirnar og kyrjaður bragur um Morgan Kane með grimmdar- legum „slide“gítarleik small allt saman og eftir það var ekkert út á sveitina að setja. Bleikir bastar Að loknum leik Langa Sela og Skugganna og uppklappi las Dúi söguna um græna jakkafatamann- inn og loðna skrímsliö, en síðan komu Bastarnir á svið. Um leið og sveitin byrjaði aö spila fylltist dans- gólfið af fólki, enda var greinilegt að fólk kom til að dansa, en ekki bara að sitja og hlusta. Bastarnir voru með nær skothelda tónleika- dagskrá sem í var hæfileg blanda af gömlum lögum og nýjum, sem hljóma betur og betur við hverja hlustun. í viðtali lýstu þeir eitt sinn þeirri ætlan sinni að gera fólk villt og þetta kvöld var öllum ráðum beitt til þess með góðum árangri; fólk varð villt og dansgólfið var troðið. Keyrslan á sveitinni þetta kvöld var meiri en nokkru sinni og hefði veriö enn meiri ef sveitar- menn hefðu verið fljótari að skipta á milli laga. Tryggvi rytmagítarleik- ari lék með Böstunum í síðasts^r sinn þetta kvöld; hann hefur ákveðið að setja saman eigin sveit til að leika hrárri tónlist en Bastarn- ir og sú ákvörðun hans að segja skilið við sveitina hafði þau áhrif á hann að hann lifnaði við á sviðinu og var nú allur annar og líflegri en oftast áður. Bastarnir voru klappaðir upp með látum og tóku tvö aukalög áður en Skuggarnir komu á svið. í sameiningu fluttu sveitirnar Birth- day Bítlanna á einkar sannfærandi hátt og luku þannig tónleikunum. Ljósmynd/BS Tveir Bastar; só til hægri reyndar fyrrverandi þegar þetta birtist.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.