Morgunblaðið - 07.04.1988, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 07.04.1988, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 7. APRÍL 1988 Vegagerðin: Tímabært að endur- skipuleggja þjónustuna - segir Reinhard Reynisson, sveitarstjóri Reykhólahrepps „ÞAÐ er orðið tímabært að endurskipuleggja þjónustu Vegagerðar- innar á landsbyggðinni, einkum með tilliti til snjómoksturs, en þessi mál hafa verið í ólestri, að minnsta kosti hér um slóðir ," sagði Reinhard Reynisson, sveitarstjóri í Reykhólahreppi í Austur-Barða- strandasýslu, í samtali við Morgunblaðið. Reynir nefndi nýlegt dæmi frá þvf á skírdag síðastliðinn, en þá fórst fyrir að moka veginn um Gilsfjörð, þrátt fyrir fyrirheit Vegagerðarinnar þar að lútandi. Reynir sagði að því hefði verið um til snjómoksturs, voru í Gilsfirði lýst yfir af hálfu Vegagerðarinnar að mokað yrði í Gilsfirði fram til klukkan 19.00 á skírdag. Veghefíll sem var í Gilsfirði hefði hins vegar bilað og vegna snjókomu hefði veg- urinn lokast. Reynir taldi að þó hefði verið hægt að halda veginum opnum, eins og lofað hafði verið, þar sem tvær bifreiðar í eigu Vega- gerðarinnar, sem útbúin eru tækj- umræddan dag. Reynir sagði að tfmabært væri að endurskoða fyrirkomulag snjó- moksturs á vesturleiðinni, meðal annars með því að viðkomandi aðil- ar, sem annast snjómoksturinn, mokuðu suður fyrir sig, í stað norð- ur, þar sem meira væri f húfí að halda veginum opnum til suðurs, og því ættu menn meiri hagsmuna að gæta með því fyrirkomulagi. Þá taldi Reynir að það fyrirkomulag, að moka aðeins á ákveðnum dögum og á ákveðnum tímum dagsins, óraunhæft. „Færðin er oft góð á þessum ákveðnu snjómoksturs- dögum, en svo er kannski ófært á öðrum dögum. Hins vegar virðist útilokað að hnika nokkru til í þess- um efnum og því þarf að breyta," sagði Reynir. Þessar elskulegu kisur virðast ekki líklegar til að standa í stórf elldu smáfugladrápi, en raunin er ef til vill önnur, ef marka má fréttir af frændum þeirra á Bretlandi. Stærsti kór lands- ins á Hótel Islandi Sönglistahátíð Pólýf ónkórsins lýkur með hófi á sunnudagskvöld Lítið um kvartanir vegna veiðiglaðra heimiliskatta STÆRSTI kór landsins mun að öllum líkindum syngja á Hótel íslandi á sunnudagskvöld en þá lýkur Sönglistahátíð Pólýfón- kórsins með hófi. Hátfðin er haldin f tilef ni SO ára hljómleika- halds undir nafninu Pólýfón og um 220 manns, söngvarar og hljóðfæraleikarar, munu koma fram á Sönglistahátíðinni. Alls hafa rúmlega 1000 manns sungið með kórnum frá upphafi og tekið þátt í um 400 opinberum hljómleikum hans í 10 löndum. Um 60 einsðngvarar, innlendir og er- lendir, hafa komið fram með kórn- um og eru meðal þeirra mörg þekkt nöfh f tónlistarheiminum. Sönglistahátfðinni lýkur með af- mælishófí á Hótel íslandi á sunnu- dagskvöldið og þar mun stærsti kór landsins taka lagið ef að líkum lætur, því að hófið verður opið eldri kórfélögum og öllum sem á einn eða annan hátt hafa tengst starfí kórsins f 30 ár, bvo og velunnurum sem óska að taka þátt í hátfðinni ogheiðra stjórnandann, Ingólf Guð- brandsson. Veisluréttir verða bornir fram og skemmtiatriði og ávörp meðan á borðhaldi stendur en mik- ið sungið og dansað. Heiðursgestir kvöldins verða borgarstjórinn í Reykjavík Davfð Oddsson og frú og ftalska stórsöng- söngkonan Eugenia Ratti sem eitt sinn raddþjálfaði kórinn og er nú stödd hér á landi að halda nám- skeið með fyrrverandi nemendum sínum. Aðgöngumiðar að Sönglistahá- tfðinni eru senn uppseldir en ósóttar pantanir og aðgöngumiðar að hóf- inu fást í Gimli við Lækjargötu. Stærð kattastofnsins íslenska óþekkt Ekki mun vera mikið um kvartanir vegna fugla- eða smádýra- dráps íslenskra heimiliskatta, að því er fram kom hjá ýmsum aðilum sem Morgunblaðið hafði samband við vegna fréttar á forsfðu blaðs- ins f gær. Þar segir að sex milljónir breskra heimiliskatta valdi miklum usla í fuglastofnum og drepi hundrað milljónir fugla og smádýra árlega. Fjöldi heimiliskatta á landinu virðist þó mjög á reiki. Að sögn Soffíu Sigurjónsdóttur, kvarti yfír köttum sem óhreinka gjaldkera Kattavinafélagsins, ber- ast félaginu stundum kvartanir vegna veiðiglaðra heimiliskatta. „Það er hins vegar alveg fáránlegt hvað fólk, sem hringir f okkur, læt- ur út úr sér," sagði Soffia. „Fólk vill láta drepa ketti, sem stunda fuglaveiðar, spyr hvort ekki séu til lög sem-banna útivist veiðikatta og fleira f þeim dúr. En þetta eru fá tilvik, og það er meira um að fólk þvott eða gerast óboðnir gestir í íbúðum þess," sagði Soffía. „Ann- ars er það auðvitað eðli kattarins að veiða sér til matar," sagði Soffía. „Það er nú einu sinni gangur nátt- úrunnar." Soffía sagðist engar tölur hafa um fjölda heimiliskatta á höfuð- borgarsvaíðinu, en félagar í Katta- vinafélaginu væru um níu hundruð og margir ættu fímm ketti eða fleiri. Hjá Dýraspítalanum í Víðidal fengust þær upplýsingar að þar væru á skrá á að giska þrjú þúsund kettir, sem notið hefðu læknisþjón- ustu þar, en það væri þó aðeins brot af heildarfjölda katta á höfuð- borgarsvæðinu. Varðstjóri hjá lögreglunni í Reykjavfk sagði að þangað bærust engar kærur eða kvartanir á hendur köttum, einu afskipti löggæslu- manna af köttum væri að tilkynna lát katta, sem orðið hefðu fyrir bif- reið eða aflffa slasaða ketti. Vand- ræði af völdum villikatta munu hafa minnkað mjög á siðustu árum, Sofffa hjá Kattavinafélaginu sagði að félagið hefði beitt sér fyrir því að villtir kettir væru svæfðir á Dýraspítalanum. BREYTINGAR A REYKINGAVENJUM ÍSLENDINGA FRÁ 1985 TIL 1987 (18-69 ÁRA) % 40 t— 1985 1986 1987 Reyklaus dagur í dag: Reyklausir hvatt- ir tíl að„ættíeiða" reykingamenn Félag einstæðra foreldra: Fundur tíl að kynna Kvennaráðgjöfina Stefna Krabbameinsfélagsins er reyklaust island árið 2000. Hér má sjá breytingar á reykinga- venjum á undanfttrnum 3 árum. REYKLAUS dagur er haldinn f fjórða sinn f dag, 7. apríl. í tíl- efni dagsins eru þeir sem ekki reykja hvattír tíl að „ættleiða" reykingaiuann f einn dag og að- stoða hann við að hætta að reykja. Þá verður almenningi boðið upp á fræðslu um skaðsemi reykinga og námskeið kynnt fyr- ir þá sem vilja hætta að reykja. Að sttgn Þorvarðar Ornólfsson- ar, formanns Krabbameinsfélags Reykjavfkur, verður starfið FÉLAG einstæðra foreldra held- ur fund í Skeljanesi 6 f dag, rimmtiidaginn 7. aprfl kl. 20.30 og fer þar fram kynning á Kvennaráðgjöfinni. f Kvennaráðgjöfínni eru starf- andi 4 hópar. Ein kona úr hverjum hópi á svo sæti I miðstjörn. Þær konur sem starfa hjá Kvennaráð- gjöfínni eru félagsráðgjafar og fé- lagsráðgjafarnemar, lögfræðingar og lögfræðinemar. Tvær konur frá Kvennaráðgjöf- inni koma á fund hjé FEF til að kynna Kvennaráðgjöfina og svara spurningum. Enginn vafi er á þvf að margir félagsmenn innan FEF hafa hinar ýmsu spurningar til kvennanna, bæði hvað varðar fé- lagslegu hliðina og hina lögfræði- legu. Þó verið sé að kynna Kvennaráð- gjöfina þýðir það engan veginn að karlmenn séu ekki velkomnir. Síður en bvo, við hvetjum alla til að fjöl- menna á fundinn. (Fréttatilkynninjf) REYKINGAVENJUR ISLENDINGA 1987 (18-69 ÁRA) REYKJA DAGLEG/ HAFA ALDREI REYKT REYKJA STUNDUM HÆTTIR AÐ REYKJA Skffurit er sýnir reykingavenjur fslendinga á sfðasta ári. meira og ví ðtækara en áður, ekki sfst vegna þess að nú er þáttur heilbrigðisyfirvalda meiri en áð- ur vegna tílmæla Alþjóðaheil- brigðisstofnunarinnar. „Átakið er fyrst og fremst bund- ið heilsugæslu og við væntum þess að það verði sem víðast um land. Þannig nýtist. það best til áfram- haldandi ráðgjafar við þá sem vilja hætta að reykja," sagði Þorvarður. í Reykjavfk verður Krabbameins- félagið með ráðgjöf við þá sem vilja hætta að reykja í veitingahúsinu Lækjarbrekku milli kl. 12 og 18 og fluttir fyrirlestrar kl. 15 og 17.15. Einnig verða fulltrúar félagsins upplýsingar í Kringlunni frá kl.13- 18. Það sama er uppi á teningnum í heilsugæslustöðvum, þar sem veitt verður fræðsla auk þess sem farið verður af stað með námskeið. Veggspjöldum og áskorunum hefur verið dreift á alla vinnustaði sem skráðir eru hjá Vinnueftirliti ríkisins. Þá verður dregin út bekkj- arferð reyklauss 9. bekkjar í Þórs- mörk f beinni útsendingu á Rás 2 og dregið í vísna- og slagorðasam- keppni æm Tóbaksvarnarnefnd stendur fyrir. Að reyklausum degi standa Heil- brigðisráðuneytið, Landlæknisem- bættið og Tobaksvarnarnefnd.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.