Morgunblaðið - 07.04.1988, Blaðsíða 57

Morgunblaðið - 07.04.1988, Blaðsíða 57
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 7. APRÍL 1988 57 innviðina og þá um leið þá mót- heija sem ísland fær að glíma við. Ég vona bara að stjóm KKÍ taki við sér og stígi þetta skref. Landsliðið er andlit íþróttarinnar og það verður að byggja það upp aftur." „Mun fúslega koma til liös við landsllðlA" - Myndir þú gefa kost á þér í iantls- liðið ef reglunum verður breytt eins og flest bendir tíl? „Þótt reglunum verði breytt er ekki útséð með það hvort liðin í NBA- deildinni gefí sitt samþykki. Náist hins vegar samkomulag við lið mitt mun ég fúslega koma til liðs við landsliðið ef einhver not verða fyrir mig.“ - Hvað ber framtíðin í skauti sér, verður þú áfram með San Antonio Spurs? rÞað kemur ekki í ljós fyrr en í vor. Eg verð með lausa samninga svo allt getur skeð. Nú í vor bætast við tvö ný lið í NBA-deildina: Charlotte Homets,, frá Norður-Karólínu-fylki og Miami Heat frá Flórída. Regiumar segja fyrir um það að öll 23 liðin í NBA-deildinni veiði að láta lausa sína leikmenn að undanskildum 8. Þ.e. þau mega halda 8 leikmönnum eftir en nýju félögin mega svo velja úr hinum leikmönnunum, þó ekki fleiri en einn leikmann úr hveiju liði, hvort félag. Ég veit ekki enn hvort ég verð einn af þeim 8 sem haldið verður eftir, það er nokkuð ljóst að það verða þeir David Robinson, Greenwood, Robert- son, Dankins, Berry, Anderson, og Brikowsky en hver 8. maðurinn veið- ur kemur ekki í ljós fyrr en í vor. „Ég vill komast I annað líð“ Ég vona þó að það verði ekki ég þvf ég vil komast í annað lið. Mér hentar illa leikstfll þjálfarans, þessi stanslausa keyrsla og skotgleði ýmissa leikmanna, þannig að ég held að það gæti orðið góður hlutur fyrir mig að komast í annað nýju liðanna. Þar svífur örugglega ferskur blær yfir vötnunum og það væri gaman að taka þátt í að byggja upp nýtt félag." „Ég stafnl hoim í sumarog hyggst asfa hlaup og lyftlngar" - Ertu nokkuð væntanlegur heim á næstunni? „Eins og málin standa nú þá stefn- um við á úrslitakeppnina og ég á von á að okkur takist að komast í hana. Að lokinni þeirri keppni tekur við leikmannavalið („draft") og samningaþref o.fl. en ég stefni heim í sumar og hyggst æfa vel bæði hlaup og lyftingar. Þá mun ég standa fyrir körfuboltaskóla og vona að ég fái einhveija félaga mína úr San Antonio til að heim- sækja mig á íslandi í sumar og hjálpa mér með skólann. Ég hef ekki komið heim í tvö ár og hlakka mikið til.“ „Vegurinn upp á tlndlnn er ekki beinn og breiður" - Við þökkuðum Pétri spjallið og báðum hann að endingu um að gefa ungum körfuboltamönnum ráð til þess að bæta sig i fþrótt- inni. „Æfíngin skapar meistarann og því er það mjög mikilvægt að byija snemma að iðka körfuknattleik t.d. 5—6 ára. Þá er einnig svo þröngt Um æfingatíma á íslandi að æfing- ar skóla og félaga nægja engan veginn til þess að ná úrangri. Notaðu því allan þinn frítíma til þess að leika þér með bol.tann. Ef ekki eru körfur tiltækar þá getur þú æft knattrek og boltameðferð. Sögur eru sagðar um snillinga sem ffifðu sig í knattreki á leið I skólann og kreistu golfkúlu I lófanum t tvö ár til þess að fá sterkara grip. Gerðu þér grein fyrir því að vegurinn upp á tindinn er ekki beinn og breiður heldur holóttur og liggur oft niður á móti. Því er nauðsynlegt að láta aldrei hugfallast heldur stefna ótrauður að markinu þar til því hefur verið náð.“ KNATTSPYRNA / UNDANÚRSLIT EVRÓPUMÓTANNA Hollensku liðin á góðri leið í úrslit Real Madrid og Steaua Búkarest langtfrá sínu besta á heimavelli Real Madrid og Steaua Búkarest náðu aðeins jafntefli á heima- velli í Evrópukeppni meistaraliða, Real gerði 1:1 jafntefli við PSV Eindhoven og ekkert var skorað í viðureign Steaua og Benfica. Yfirburðlr Benfica FYRRI leikirnir í undanúrslitum Evrópumótanna í knattspyrnu fóru fram í gœrkvöldi. Báðum leikjunum í meistarakeppninni lauk óvœnt með jafntefli, Ajax er nær öruggt í úrslit í keppni bikarhafa og 2. deildarlið Atalanta hélt áfram að koma á óvart. Þá setti Leverkusen met í Evrópukeppni, hefur leikið 13 Evrópuleiki og aldrei tapað. Benfica hafði yfírburði á öllum svið- um gegn Steaua í Búkarest,, sótti stíft, en slapp með skrekkinn á lokamínútunum, er Silvino, mark- vörður liðsins, bjargaði tvívegis meistaralega. Portúgalska liðið gaf mótheijunum aldrei frið til að byggja upp spil og heimamenn réðu ekki við leik þess. Gestimir sköpuðu sér mörg marktækifæri, náðu und- irtökunum snemma í fyrri hálfleik, voru mun aðgangsharðari eftir hlé, en gáfu eftir í lokin. „Við sýndum aðeins 50% af því sem við getum,“ sagði Anghel Iordanescu, óánægður þjálfari Steaua, eftir markalaust jafriteflið. „En ef til vill eigum við meiri möguleika í Lissabon, því þar verður Benfíca að sækja," bætti hann við. „Þetta var lakasti leikur okkar á þessu tímabili og það er slæmt að slíkt skuli gerast í Evrópuleik,“ sagði Leo Beenhakker, þjálfari Real eftir 1:1 jafnteflið gegn PSV, en bætti við að PSV hefði leikið mjög vel og yfírvegað. „Úrslitin eru okk- ur hagstæð, en seinni leikurinn er eftir og Real hefur náð sér á strik eftir verri útreið," sagði Guus Hidd- ink, þjálfari PSV. Sanchez skoraði úr umdeildri víta- spymu á 6. mín., en Linskens jafn- aði um miðjan fyrri hálfleik eftir góðan samleik. Hollendingamir iéku skynsamlegan vamarleik og beittu vel útfærðum skyndisóknum, en spil Spánveijanna var of þröngt. Evrópukeppnl blkarhafa „Þetta er besta liðið, sem við höfum íeikið gegn í keppninni," sagði Aad de Mos, þjálfari Mechelen, eftir nauman 2:1 sigur gegn Atalanta, sem stefnir að þvf að verða Evrópu- meistari, fyrst annarrar deilda liða. Eli Ohana frá ísrael setti sitt fjórða mark í keppninni, kom Mechelen yfír á sjöundu mínútu, en Svíinn AJax vann Marseille 3:0 í Frakklandi og er nær öruggt i úrslit í Evrópukeppni bikarhafa. Reuter Glenn Strömberg jafnaði tveimur mínútum síðar eftir að hafa hrisst af sér tvo vamarmenn. Sókn heima- manna var þung eftir hlé og þeir uppskáru sigurmarkið skömmu fyr- ir lokin. Ajax er nær öruggt í úrslit eftir 3:0 sigur gegn Marseille í Frakk- landi. Liðið hafði mikla yfírburði og svo getur farið að tvö hollensk lið verði Evrópumeistarar í ár. Evrópukeppnl félagsllða Bayer Leverkusen vann Werder Bremen 1:0 og hefur nú leikið 13 Evrópuleiki, ekki tapað neinum, og bætti þar með met Valencia á Spáni, sem tapaði Frá ekki í fyrstu 12 Jóhannilnga Evrópuleikjum <?,u,nS'?r?syr'.' sínum. Þetta var 11 i -Þýs aan / jnnbyrðis viðureign vestur-þýskra liða í Evrópukeppni. Bremen lék ámóta og sænska lands- liðið í fjögurra þjóða keppninni um páskana, gaf mótheijunum aldrei frið. Gestimir höfðu undirtökin all- an fyrri hálfleik, en hvorugt liðið skapaði sér verulega góð marktæki- færi. Á 50. mínútu komst Karl-Heinz Riedle inn fyrir vöm Leverkusen, en skaut framhjá, og tíu mínútum síðar gerði Alois Reinhardt eina HANDKNATTLEIKUR Slgurður Pálsson til liðs við Hauka Sigurður Pálsson, einn besti leikmaður 1. deildarliðs Þórs frá Akureyri í handknattleik á síðasta keppnistímabili, hefur ■■■■■I ákveðið að leika með Frð Haukum í 2. deild Rf.yni næsta vetur. ssyn/ ■ Sigurður Pálsson er ureyn skytta góð og skor- aði 67 mörk í 1. deild fyrir Þór í vetur. Hann kemur til með styrkja Haukaliðið verulega. Það er greinilegt að Haukar ætla sér stóra hluti næsta keppnistíma- bil. Þeir hafa einnig fengið Snorra Leifsson í sínar raðir frá Noregi og einnig er talið líklegt að Siguijón Sigurðsson, markakóngur 1. deildar 1987, leiki með liðinu næsta vetur. Slgurður Pálsson. mark leiksins. Uli Borowka braut á Christian Schreier, sem varð að fara af velli, gestimir hreinsuðu illa eftir aukaspymuna og skot Rein- hardts frá vítateig fór t stöng og inn. Heimamenn sóttu í sig veðrið við markið, en gestimir sóttu stíft síðustu 15 mínútumar, fengu góð færi, en tókst ekki að skora. Liðin hafa nú leikið 16 innbyrðis leiki og hefur Werder Bremen að- eins tapað þremur, en Leverkusen hefur yfírleitt leikið betur í Bremen. Club Brugge lék sannfærandi og vann Espanol 2:0. Fyrra markið kom ekki fyrr en rétt fyrir hlé, en gestimir sóttu meira í seinni hálf- leik og Gallart var óheppinn að jafna ekki á 49. mín. Hann kórón- aði síðan óheppnina með sjálfs- marki fímmtán mínútum fyrir leiks- lok. Evrópumótin Fyrri leikir f undanúrslitum Evrópukeppnl melstaraliða Real Madrid (Spáni) — PSV Eindhoven (Hollandi).........1:1 Hugo Sanchez (vltasp. 6.) — Edward Linskens (20.). Áhorfendur: 90.000 Steaua Búkarest (Rúmeníu) — Benfica (Portúgal).........0:0 Áhorfendur: 35.000 Evrópukeppni blkarhafa Mechelen (Belgíu) — Atalanta (Ítalíu)..................2:1 Eli Ohana (7.), Piel den Boer (88.) — Glenn Stromberg (9.) Áhorfendur: 11.700 Marseille (Frakklandi) — Ajax (Hollandi)...............0:3 — Rob Witschge (12.,42.), Denis Bergkamp (89.). Áhorfendur: 45.000 Evrópukeppnl félagsllða Club Brugge (Belgíu) — Espanol (Spáni).................2:0 Jan Ceulemans (42.), Jose Galiart (sj&lfsm. 74.). Áhorfendun 30.000 Bayer Leverkusen (V-Þýskal.) — Werder Bremen (V-Þýskal.)...l:0 Alois Reinhardt (61.). Áhorfendur: 15.000 KNATTSPYRNA Lárusæfirmeð Víðl í Hollandi Lárus Guðmundsson, landsliðs- maður í knattspymu, er hætt- ur að æfa með Kaisterslautem. „Eftir að ljóst var að ég færi frá félaginu, þá hætti ég að mæta á æfíngar þjá því,“ sagði Lárus, sem heldur sér f æfíngu með því að hlaupa og æfa þrek. Láms hefur ákveðið að bregða sér til Hollands 15. aprfl og hitta það leikmenn Vfðis f Garði og æfa með þeim í viku. Þar hittir hann fyrrum félaga sinn úr Vfkingi, Heimi Karlsson, sem er þjálfari Vfðis. „Þetta er tilvalið tækifæri til að æfa og leika knattspymu, áður en ég kem heim,“ sagði Lár- us.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.