Morgunblaðið - 07.04.1988, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 07.04.1988, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 7. APRÍL 1988 Umbótaáætlun stjórnvalda í Sovétríkjunum: Akveðnir þjóðf élagshöp- ar hafa fyllst örvæntingu - segir Míkhaíl S. Gorbatsjov Sovétleiðtogi Monkvu, Reuter. MÍKHAÍL S. Gorbatsjov Sovétleiðtogi sagði á þriðjudag að „örvœnt- ing" hefði gripið um sig meðal ákveðinna þjóðfélagshópa vegna umbótáætlunarinnar, sem kennd er við „perestroiku". Gorbatsjov lét þessi orð faUa er hann ræddi við Willy Brandt, fyrrum kansl- ara Vestur-Þýskalands, og birti fréttastofan Tass umtnæli hans. Þá birtist í Prövdu, m'algagni sovéska kommúnistaflokksins, ítar- leg úttekt á þeirri hugmyndafræði sem býr að baki umbótaáætlun Gorbatsjovs og hugmyndinni um opinskáa umfjöllun (glasnost) og var þar óspart vegið að fyrri stjómarherrum í Kreml. Tass-fréttastofan hafði eftir Gorbatsjov að stuðningur við um- bótaáætlunina færi vaxandi en hún hefði á hinn bóginn valdið nokkrum ruglingi. „Ákveðnir menn hafa fyllst örvæntingu. Sumir telja að sjálft þjóðfélagið riði til falls," sagði Gorbatsjov er hann ræddi við Brandt í Moskvu. Líkti Sovét- leiðtoginn þessu við eðlisfræðilegar uppgötvanir í byrjun aldarinnar og sagði að þá hefði mörgum þótt sem grundvöllur raunvísinda, sjálft efh- Grænland: Ottastað alnæmis- faraldur brjótist út Kaupmannahöf n. Frá Nils Jörgen Bruun, f réttarítara Morgunblaðsíns. LANDLÆKNIRJNN í Græn- landi, Jens Misfeldt, hefur sagt opinberlega, að hann óttist, að alnæmisfaraldur kunni að brjót- ast út þar í landi. Tfu manns hafa nú greinst með alnæmis- smit, en Misfeldt telur nær sanni, að tala smitaðra sé milli 20 og 30. Fundist hafa smitberar utan stærsta áhættuhópsins, homma. Smit hefur greinst hjá einum gagn- kynhneigðum karli. Allir smitber- arnir tiu eru karlar, og hefur sjúk- dómurinn ekki brotist út hjá neinum þeirra. Landlæknirínn sagði í viðtali við dagblaðið Grönlandsposten, að sú staðreynd, að smit hefði fundist meðal gagnkynhneigðra, gæfi til- efni til að óttast, að faraldur gæti brotist út. ið, hefði „horfíð" út úr heimsmynd vísindanna. Nú óttuðust sumir að hið sama ætti við um sósíalismann. Gorbatsjov bætti við að hann myndi engu að síður halda fast við umbótaáætlunina f því skyni að „bæta líf Sovétborgara". íhaldsmenn gagnrýndir í umfjöllun Prövdu var harka- lega vegið að andstæðingum um- bótaáætlunarinnar og voru „íhaldsmenn" sakaðir um að þrá stöðnun og spillingu, sem einkennt hefði valdaskeið Brezhnevs, fyrr- um Sovétleiðtoga. Þá voru þeir hinir sömu fordæmdir fyrir þær sakir að hafa haldið uppi vörnum fyrir Jósef Stalín. Um þann síðar- nefnda sagði í úttekt Prövdu að hann hefði haldið uppi skipulegri kúgun og beitt aðferðum sem hefðu í engu verið í samræmi við stjórnunarhætti sósíalismans. Af- leiðingarnar hefðu verið skelfílegar fyrir íbúa landsins og tafið stórlega fyrir framförum í Sovétríkjunum. Minnast menn þess ekki að Pravda hafi gagnrýnt Stalín á svo afdrátt- arlausan hátt og telja sérfræðingar um sovésk málefni engan vafa leika á því að skrif þessi hafi hlot- ið blessun stjórnmáladeildar so- véska kommúnistaflokksins. Áhersla logð á lýðræði í viðræðum sínum við Willy Brandt sagði Gorbatsjov að um- bótatilraunir Níkíta Khrútsjovs, sem tók við af Stalín, hefðu mistek- ist vegna þess að forystumenn flokksins hefðu ekki verið reiðu- búnir til að gefa almenningi færi á að taka virkan þátt í breytingun- um. Sagði hann Kremlverja af þessum sökum nú leggja höfuðá- herslu á aukið lýðræði á öllum sviðum þjóðlífisins. Vandinn væri sá að jafnframt þyrfti að koma á „andlegum umbótum" eða algerri umskipan hugans til þess að Sovét- borgarar gætu hrint t framkvæmd HITACHI HUOMTÆKJASETT með geislaspilara róttækum breytingum á samfélag- inu. Gorbatsjov. sagði að umbótaá- ætlunin hefði vakið athygli erlend- is og margir væru reiðubúnir til að styðja þessa viðleitni stjórn- valda. Hins vegar reyndu „ákveðin öfl" á Vesturlöndum að hindra framgang umbótastefnunnar vegna þess að þau óttuðust að Sovétríkin elfdust auk þess sem þessi „öfl" væri uggandi vegna stefnubreytingar Sovétstjórnarinn- ar á sviði utanríkismála. Sovétríkin: Reuter Gamla aðferðin valin Ve8tur-Þj6ðverjinn Johann Kammerer notar tvo hesta til að flytja þrjá trjáboli úr skógi nálægt Milnchen. Hann kýs gömlu aðferðina við trjáflutningana vegna þess að vélar sem áður voru notaðar höfðu valdið spjöllum á skóginum. Hugsanlega slakað á regl- um um vegabréfsáritanir Helsinki, Reuter. LEV Zaikov, yfirmaður Moskvu- deildar sovéska kommúnista- flokksins og einn valdamesti maður landsins, sagði í viðtali, sem birtist í gær f finnsku dag- blaði, að ráðamenn væru þessa dagana að fhuga hvort slaka bæri á reglum um végabréfsá- rítanir til Sovétríkjanna. Um þessar mundir eru 40 ár liðin frá því að Finnar og Sovétmenn gerðu með sér vináttusáttmála, sem kveður á um samstarf ríkjanna tveggja á sviði efna- hags- og stjórnmála. Zaikov sagði í viðtali við dag- blaðið Helsingin Sanomat að nú- verandi kerfi væri í endurskoðun Bandaríkin: Lögbundið gæða- mat á fiskmeti enn á döfinni Wahington, frá ívari Guðmundssyni, fréttaritara Morgunblaðsins. ^•RONNING •//'// heimilistæki KRINGLUNNI -SfMI (91)685868 TUTTUGU neytendafélög f Bandaríkjunum hafa enn skor- að á Bandaríkjaþing að lög- binda sem allra fyrst strangt gæðamat á f iskmeti til manneld- is. Þingið hefir til þessa dregið að taka afstöðu fyrr en fiski- málanefnd, sem rannsakar mál- ið, hefir lokið stðrfum. Lee Wedding, framkvæmda- stjóri Fiskistofnunar Banda- ríkjanna (National Fisheries Instit- ute), hefir hvatt til varfærni í þessu máli og lagt til, að Banda- ríkjaþing fresti aðgerðum þar til fyrir liggur skýrsla frá sérstakri fiskimálanefnd, sem hefir mats- málið til athugunar. f kappræðum, sem nýlega fóru fram á vegum NFI og Neytenda- sambandsins, benti Lee Wedding á, að þingið hefði þegar látið gera nákvæma rannsókn á öllum atrið- um, sem snúa að heilnæmi í með- ferð fiskmetis samkvæmt núgild- andi lögum og reglum. Rannsókn fískimálanefndarinnar muni vafa- laust leiða í ljós, hvort núgildandi lög og reglur um meðferð fiskmet- is eru nægjanlegar eða ekki. Þar til þær niðurstöður liggi fyrir sé ekki tímabært að setja ný lög um þetta atriði. Frú Ella Hass, sem mælti fyrir munn neytendasamtakanna, taldi, að það væri greinilegt, að það væru svo margar ástæður fyrir að setja ný lög og strangari en nú gilda um meðferð fiskmetis til manneldis, að það mætti ekki dragast lengur að þingið sam- þykkti lög uni strangara mat og eftirlit með fískmeti en nú ætti sér stað. Fiskmatið er eitt af þeim mál- um, sem snerta sjávarútveg Bandaríkjanna og fískframleið- endur, sem selja físk á Bandaríkja- markaði. Málið verður tekið til meðferðar á ársþingi NFI, sem að þessu sinni verður haldið í lok þessa mánaðar í New York-borg. en samkvæmt gildandi reglum ber útlendingum að sækja um vega- bréfsáritun hyggist þeir sækja Sovétríkin heim. „Ég tel að við munum smátt og smátt falla frá þessum reglum. Þegar litið er til samskipta Finnlands og Sovétríkj- anna kann að fara svo að Finnar geti fyrstir Vesturlandabúa ferðast til Sovétríkjanna án vegabréfsárit- unar," sagði hann. Zaikov, sem almennt er talinn þriðji valdamesti maður Sovétríkj- anna á eftir þeim Míkhaíl S. Gor- batsjov, aðalritara sovéska komm- únistaflokksins og Jegor Ligatsjov, helsta hugmyndafræðingi Kreml- verja, nefhdi engar ákveðnar dag- setningar í þessu sambandi og benti á að bæta þyrfti verulega ferðamannaþjónustu í Sovétríkjun- um. „Það þarf að bæta vegakerfíð ,reisa hótel og skipuleggja tjald- svæði," sagði Zaikov og bætti við að ef til vill gætu Sovétmenn og erlendir aðilar stofnað hlutafélög í þessu skyni. Zaikov er staddur í Finnlandi vegna hátíðarhalda í tilefni þess að 40 ár eru liðin fraá því að Finnar og Sovétmenn gerðu með sér vináttusáttmála. Samkvæmt ákvæðum hans er Finnum meðal annars skylt að verjast sérhverri árás sem Þjóðverjar eða banda- menn þeirra kunna að hefja til austurs í átt að Sovétríkjunum. Bretland: Uggandi um aukin „gróðurhúsaáhrif" St. Andrews. Frá Guðmundi Heiðari Fríraannssyni, fréttaritara Morgunblaðsins. BRESKIR vfsindamenn hafa komist að raun um, að hitinn á jörðinni hafí aldrei mælst hærrí en á sfðastliðnu árí. Ástæðan er mengun og þau „gróðurhusa- áhrif", sem hún veldur. Vísindamenn við háskólann í Áustur-Anglfu hafa rannsakað vandlega gögn um hitastig á síðast- liðnu ári og komist að raun um, að hitinn á jörðinni hafí aldrei mælst hærri. Meðalhiti ársins var 0,33 gráðum hærri en meðaltal áranna 1950 til 1979, sem var 15 gráður. Hæstur hiti hafði áður mælst árið 1983. Dr. Phil Jones, einn vísindamann- anna, sagði, að þessi niðurstaða bryti ekki í bága við gróðurhúsa- áhrifín, sem eru í því fólgin, að koltvigyldi, sem stafar af mengun, hleypir ekki út sólarhita frá jörð- inni. Aðrar skýringar á þessari hita- breytingu dygðu ekki, hvorki aukin virkni sólarinnar né ryk frá eldgos- um. Vísindamenn óttast langtíma- áhrif þessara hitabreytinga, bráðn- un heimskautajöklanna og hækk- andi sjávarborð. Einnig gæti veður- lag breyst. Vísindamennirnir komust að raun um, að þessar breytingar hefðu ólík áhrif á ólíkum stöðum. í Alaska og á Yukon-skaganum hefði hiti hækkað, i Skandinavíu hefði hann lækkað lftillega, en eng- in breyting orðið í Vestur-Evrópu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.