Morgunblaðið - 07.04.1988, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 07.04.1988, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 7. APRÍL 1988 47 Grímur Engilberts ritstjóri—Minning Þeim fækkar nú óðum sem á fjórða áratugnum settu svip á bæj- arlífið í Reykjavík. Um það leyti er undirritaður kom til höfuðborg- arinnar frá sínum litla heimabæ og gerðist sendill á reiðhjóli hjá þekktu rafiðnaðarfyrirtæki í miðbænum, voru Kjarval og Steinn og Vilhjálm- ur í Skáholti jafn sjálfsagðir í Aust- urstræti og sjálft Pósthúsið og að jafnaldrarnir gengju í matrósaföt- um úr Braunsverslun eða Soffíubúð á hátíðum og tyllidögum. Þetta voru þeir tímar þegar kreppan margumtalaða þrúgaði líf landsmanna, stríð yfirvofandi í Evr- ópu og Hitler hét þrumandi ræður og kreppti hnefann, en Chamber- lane forsætisráðherra Breta veifaði regnhlífinni og lýsti yfir að friður væri tryggður um okkar daga. Langt í austri ríkti Stalín. Menn skiptust í flokka þá sem nú, en línurnar voru skarpari í pólitíkinni, kommúnistar og nasistar fóru fræg- ar kröfugöngur 1. maí og það var slegist. Börnum bannað að fara í miðbæinn á svona dögum, enginn vissi hvað fyrir gat komið. Þetta og margt fleira rifjaðist upp þegar minnst er góðs vinar, Gríms Engilberts ritstjóra. Svona voru tímarnir þegar hann var á mótunarskeiði, atvinnuleysi og landlæg fátækt. Lífsbaráttan var hörð. Hver og einn varð að hjálpa til við öflun lífsviðurværis. Hver sá sem hafði vinnu, enda þótt hún gæfi ekki ýkja mikið í aðra hönd, þótti hólpinn. Grímur fæddist á Njálsgötu 42 í Reykjavík hinn 19. maí 1912, fjórði sonur hjónanna Sigurjóns Grímssonar af Bergsætt og Birgittu Jónsdóttur frá Þurá í Ölfusi. Eldri bræður voru Bjarni, Sigursteinn og Jón. Húsráðendur á Njálsgötu 42 voru mikið dugnaðar- og ráðdeild- arfólk. Heimilið mitt á milli fátækt- ar og bjargálna. Þess er áður getið að línurnar í stjórnmálunum voru skarpar og átökin á ritvellinum hörð og það voru þau einnig þar sem tekist var á um kaup og kjör. Menn skipuðu sér í sveitir lengst til hægri og lengst til vinstri. Grímur gerðist harður vinstrimað- ur, með því gæti hann best lagt lítil- magnanum í þjóðfélaginu lið. Hann starfaði um árabil með ýmsum þeim mönnum sem voru leiðandi á vinstri væng stjórnmálanna og hafði þar varanleg áhrif. Þar kom þó að hann hætti afskiptum af stjórnmálum, enda þótt hann fylgdist grannt með því sem fram fór á vettvangi þjóð- mála. Árið 1930 hóf Grímur prentnám í ríkisprentsmiðjunni Gutenberg, sem þá var til húsa við Þingholts- stræti. Námið sóttist vel því ungi maðurinn var duglegur og greindur vel. Á þessum árum voru berklar landlægir. Grímur veiktist, senni- lega vegna smits á vinnustað. Hann átti við þennan erfiða sjúkdóm að stríða um nokkurn tíma, en náði síðar fullum bata. Vegna færni í starfi og reglusemi var Grími ung- um falin verkstjórn í setjarsal og þvístarfi gegndi hann lengi. Árið 1956 gerðist Grímur rit- stjóri barna- og unglingablaðsins Æskunnar. Þetta aldna og virðu- lega blað dafnaði vel undir stjórn hans, ferskleiki og nýjar hugmyndir voru alls ráðandi á síðum þess og fjöldi áskrifenda óx jafnt og þétt. Fyrstu árin sem Grímur var rit- stjóri Æskunnar var hann jafn- framt enn verkstjóri í setjarasal prentsmiðjunnar Gutenberg. Að sinna þannig tveim umfangsmiklum og vandsömum störfum samtímis er afrek sem fáir leika eftir. Þar kom að ritstjórinn varð ein- göngu ritstjóri, gerðist starfsmaður Stórstúku Islands. Enda þótt þeir sem þekktu Grím vissu hve góður og mikilvirkur blaðamaður hann var, kom hugkvæmni hans ogfersk- leiki í ritstjórn blaðsins mörgum á óvart. Hann innleiddi nýja nútíma- lega þætti sem undantekningalaust höfðuð til ungu lesendanna jafnt sem þeirra eldri og Æskan, þessi uppáhaldsgestur heimilanna í landinu um áratugi, blómstraði sem fífill í túni. Það var ekki einungis að efnistök Gríms á blaðinu væru á þann veg að afla Æskunni vinsælda. Hitt vissu færri að hann vann þarna margra manna verk, með því að skipuleggja blaðið út í ystu æsar. Próf. Þorbjörn Sigur- geirsson - Kveðjuorð lé Mig langar í örfáum orðum að minnast þess mikilhæfa heiðurs- manns, Þorbjörns Sigurgeirssonar, sem kvaddur var í gær. Við kynnt- umst við heldur óvanalegar aðstæð- ur, í eldgosinu í Heimaey 1973. Þorbjörn átti, eins og heimsfrægt varð, hugmyndina og frumkvæðið að því, að vatnskælingu hrauns var beitt til varnar höfn og byggð á Heimaey og var það í fyrsta sinn í veraldarsögunni sem vatnskæl- ingu var beitt til að hafa áhrif á rennslisstefhu hrauns. Hugmyndina setti Þorbjörn fram á allra fyrstu dögum gossins og var hún fyrst reynd með tiltölulega litl um dælum slökkviliðs Vestmanna- eyja. Áranguri'nn var strax augljós. Síðan var dælum fjölgað eftir föngum og með sívaxandi árangri. Allan tímann sem gosið stóð vann Þorbjörn nótt með degi að því að fylgjast með hraunstraumnum frá eldstöðvunum og við að ráðleggja hvernigtiltæku dæluafli skyldi beitt á hverjum tíma. Hann unni sér aldr- ei hvfldar og mörgum fannst hann oft hætta lífi sínu úti á rennand; hrauninu. Með þessu gaf Þorbjörn björgun- armönnum stórtækt varnarvopn í hendur sem breytti vonlítilli vörn í ófluga sókn áður en yfir lauk. Það er sannfæring mín og ann- arra sem vel hafa kynnt sér málin, að án þessara aðgerða væri byggð í Vestmannaeyjum nú aðeins svipur hjá sjón. Innsiglingin, mikill hluti hafnarinnar og mestur hluti mið- bæjarins'hefði fyllst af hrauni. Eftir gos vann svo Þorbjörn ötul- lega að því að finna ráð til að nýta hitann í hrauninu til upphitunar bæjarins. Fyrir allt þetta standa Vest- manneyingar og þjóðin öll í mikilli þakkarskuld við Þorbjörn Sigur- geirsson. Blessuð sé minning hans. Ég sendi aðstandendum hans mínar innilegustu samúðarkveðjur. Magnús H. Magnússon Umbrot var svo nákvæmt að þegar til prentsmiðjuvinnunnar kom þurfti vart að breyta nokkurri línu. Þegar svo fagmannlega er að verki staðið verður setning og umbrot fljótlegra og ódýrara en ella. Með þessari miklu nákvæmnisvinnu, sem að verulegu leyti var unnin heima á kvöldum og frídögum, sparaði rit- stjórinn útgáfunni mikla fjármuni. Það var á fyrstu ritstjórnarárum Gríms að samstarf okkar hófst. Við efndum til verðlaunagetrauna í Æskunni, þar sem fyrstu verðlaun voru utanlandsferðir með Flugfé- lagi íslands, en aukaverðlaun flug- ferðir innanlands og bækur. Með þessa verðlaunahafa fórum við Grímur víða um Evrópu og Ameríku. Myndir og frásagnir birt- ust síðan í blaðinu. Þátttaka í verð- launagetraunum var mikil og ýmis ungmenni sem hlutu utanlandsferð héldu tryggð við Grím í mörg ár. í skrifum Gríms Engilberts og því efni sem hann tók til birtingar í Æskunni kom glöggt í ljós hve annt hann lét sér um hina upp- vaxandi kynslóð. Að hafa gott fyrir börnum, segja þeim sögur sem laða hið jákvæða fram í mannssálinni. Ég vissi að honum sárnaði þegar yngri bókmenntasnobbar af vinstri vængnum veittust að þessum rit- stjórnarstíl. Hann lét það hins veg- ar ekki á sig fá og hélt uppeteknum hætti með mannbætandi lesefni í blaðinu. Annar ríkur'-þáttur í fari Gríms Engilberts var kímnigáfa. Hann gerði óspart grín að sjálfum sér og öðrum, sagði sögur sem voru ógleymanlegar. Hann var manna glaðastur í góðra vina hópi, eftir- herma svo af bar og maður fór allt- af í góðu skapi af fundi hans. Ég hefi aldrei þekkt mann svo gjörsam- lega lausan-við snobb og höfðingja- dýrkun sem Grím. í hans augum voru allir jafnir, manngildið var það sem gerði einn öðrum meiri. Grímur Engilberts kvæntist hinn 4. apríl 1944 eftirlifandi konu sinni, Lauf- eyju Magnúsdóttur Engilberts, mik- ilhæfri konu og mikilla mannkosta. Þau eignuðust einn son, Birgi Engilberts rithöfund og leikmynda- smið. Laufey dvelurá sjúkrahúsi í þann mund er þessar línur eru fest- ar á blað, hefír eins og Grímur átt við vanheilsu að stríða nú um hríð. Það er til marks um samhekini þess- arar fjölskyldu og fágæta fórnar- lund, að þegar þau hjón misstu heilsu með stuttu millibili, tók Birg- ir sonur þeirra frí frá störfum í Þjóðleikhúsinu til þess að annast þau og hjúkra heima á Njálsgötu 42. Grímur lést hinn 15. mars sl. Hafði verið á sjúkrahúsi en komið heim til stuttrar dvalar. Hann lagði upp í þá ferð sem okkur óllum er búin frá æskuheimilinu, sem var heimili hans alla tíð. Við minnumst góðs vinar, mikils mannkostamanns. Við María, synir okkar og fjölskyldur þeirra sendum Laufeyju og Birgi dýpstu samúðar- kveðjur. Sveinn Sæmundsson LÁTTU BÍLINN NJÓTA, SÍN. "Sö Talaðu við okkur um eldhústæki SUNDABORG1 S. 68 85 88-68 85 89 Gódan daginn! 4ra vikna vomámskeið hefst 25. apríl. Fjölbreytt og skemmti- legt kerfi fyrir alla aídurshópa (yngst4ára). Innritun og upplýsingar í síma 25620 kl. 15-16. Ballettskóli iL .? Eddu^ Scheving Skúlatúni 4
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.