Morgunblaðið - 07.04.1988, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 07.04.1988, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 7. APRÍL 1988 35 Morgunblaðið/Friðþjófur Helgason Linda Pétursdóttír er nftján ára Vopnfirðingur. Guðrún Erna Þórhallsdóttir frá Höfn í Hornafirði. Hún er tvítug. Fegurðarsamkeppni íslands: Ungfrú Austurland kjörin á laugardag Fegurðarsamkeppni Austur- lands mun fara fram næstkom- andi laugardag í Egilsbúð á Neskaupstað. Þetta er síðasta landshlutakeppnin af sjö, sem háðar eru fyrir aðalkeppnina í Reykjavík 23. maí næstkom- andi. Sex stúlkur á aldrinum nítján til tuttugu og eins árs taka þátt í keppninni á Neskaupstað. Þær heita Linda Pétursdóttir, Guðrún Erna Þórhallsdóttir, Guðlaug Jak- obsdóttir, Eydís Lúðvíksdóttir, Björk Sigurðardóttir og Jóhanna Jóhannsdóttir. Sigurvegarinn tek- ur þátt í lokakeppninni ásamt sex öðrum stúlkum, sem borið hafa sigur úr býtum í sínum lands- hluta, en auk þeirra keppa fimm aðrar stúlkur um titilinn Ungfrú Island. Háskóli íslands: Fyrirlestur um með- f erð dauðvona f ólks DR. THOMAS West, yfirlæknir St. Christopher's Hospice í Lon- don, heldur f yrirlestra hér á landi dagana 7. og 8. apríl nk. f boði Krabbameinsfélags íslands. Auk fyrirlestranna tveggja, sem dr. West heldur á vegum Krabba- meinsfélagsins, mun hann halda einn fyrirlestur í boði Háskóla íslands f Odda, stofu 101, kl. 13—15 fimmtudaginn 7. apríl. Dr. West er kunnur á alþjóðavett- vangi sem einn af helstu brautryðj- endum Hospice-hreyfingarinnar, þ.e.a.s. meðferðar dauðvona fólks. NÝSKÖPUN og sjálfvirkni í hús- gagna- og innréttingaiðnaði er viðfangsefni þemadags Iðn- tæknistofnunar f tréiðnaði, sem haldinn verður fimmtudaginn 7. apríl f Borgartuni 6 og hefst kl. 13. Á þemadeginum segir Guðni Jónsson, Stálhúsgagnagerð Stein- ars hf., frá vöruþróun í fyrirtækinu og fjallar um markaðsmál og frek- ari samvinnu á vettvangi Form ís- land. Ari Arnalds, Verk- og kerfis- + MicROSon: HUGBÚNAÐUR Guðlaug Jakobsdóttir f rá Skafta- felli f Oræfum, tuttugu og eins árs. / Eydís Lúðvfksdóttir, tuttugu og eins árs, frá Neskaupstað. Björk Sigurðardóttir, nítján ára Breiðdalsvíkingur. Jóhanna Jóhannsdóttir, tvítug Neskaupstaðarmær. St. Christopher's Hospice er fyrsta meðferðarstofnun sinnar tegundar í hinum vestræna heimi, en hug- myndafreeði Hospice hefur nú breiðst mjög út, bæði í Bandaríkjunum og í Evrópu. Ýmis líkön hafa verið þró- uð þar sem þessi hugmyndafræði er lögð til grundvallar og útfærð og má í því sambandi nefna heimahlynningu og skipulag deilda á sjúkrahúsum. Eitt af aðalmarkmiðum Alþjóða- heilbrigðismálastofnunarinnar er aframhaldandi þróun á þessari stefnu í meðferð dauðvona sjúklinga (termi- nal care — palliative care). (Fréttatilkynning) Þemadagur í tréiðnaði fræðistofunni, sem hannaði tölvu- stýringar hjá Tré-x, Keflavík, og Eiríkur Þorsteinsson, Iðntækni- stofhun, fjalla um reynslu af tölvu- stýringum og framtíðarmöguleika og Hallgrímur Guðmundsson kenn- ari fjallar um fagnám fyrir ófag- lærða, hvernig það verður flutt inn í fyrirtækin. Þemadeginum lýkur með heim- sókn til Kristjáns Siggeirssonar hf. þar sem gestir skoða húsgagna- verksmiðjuna. (Fréttatílkynning:) M JUNCKERS Parket er okkar fag þér íhag edl arna/on >JPARKETVAL Ármúla 8 - Reykjavík - Sími 91-82111. fca ¦-. — ¦- ' ... •' -;- w2 avsJsM ibnfil e,mr,\ llob 00! r' -go cifillob i6'j;il .mLrni-ni-mjlé^K í mu^nil
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.