Morgunblaðið - 07.04.1988, Blaðsíða 59

Morgunblaðið - 07.04.1988, Blaðsíða 59
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 7. APRÍL 1988 59 HANDKNATTLEIKUR / LANDSLIÐ Þriú mörk á 24 mínútum ÞAÐ er óhœtt að segja að slæmu kaflarnir hafi orðið íslenska landsliðinu að falli gegn Japan í gær. Leiknum lauk með jafntefli, 17:17, og vart hægt að segja annað en að það séu sanngjörn úrslit. íslending- ar skoruðu aðeins þrjú mörk á síðustu 24 mínútum leiksins. Íslendingar skoruðu fyrsta mark- ið og eftir fjórar mínútur var staðan jöfn 2:2. Þá kom hræðilegur kafli þar sem íslendingar skoruðu ekki mark níu LogiB. mínútur og aðeins Eiðssón tvö mörk á 20 skrífar mínútum! Japanar fóru hinsvegar á kostum og breyttu stöðunni í 4:12. íslendingar náðu þó að rétta úr kútnum með sex mörkum í röð og í leikhléi var munurinn tvö mörk, 10:12, Japan f vil. íslendingar byijuðu síðari hálfleik- inn af miklum krafti og náðu yfir- höndinni, 14:13, með fjórum mörk- um í röð. Það leit því allt út fyrir að íslendingar væru loks komnir á skrið og lifnaði heldur yfir áhorf- endunum. En á þeim 24 mínútum sem eftir voru af leiknum skoruðu íslendingar aðeins þijú mörk, þrátt fyrir að fá fjölda dauðafæra. Þegar 12 mínútur voru til leiksloka var staðan 15:17, Japan í vil. Sig- urður Gunnarsson minnkaði mun- inn í eitt mark og Júlfus Jonasson jafnaði þegar rúmar tvær mínútur voru til leiksloka. Þegar ein og hálf mínúta var til leiksloka varði Guðmundur Hrafnkelsson vítakast og hann varði aftur vel skömmu síðar. íslendingar fengu því boltann þegar 50 sekúndur voru til leiks- Island - Japan 17 : 17 Vináttulandsleikur ( handknattleik, Laugardalshöllin, miðvikudaginn 6. aprfl 1988. Gangur leiksins: 1:0, 2:2, 2:9, 4:9, 4:12, 10:12, 10:13, 14:13, 14:14, 15:14, 15:17, 17:17. Mörk íalands: Júlíus Jonasson 5/1, Bjarki Sigurðsson 3, Atli Hilmarsson 3, Sigurður Gunnarsson 3/2, Þorgils Ottar Mathiesen 2 og Guðmundur Guð- mundsson 1. Varin skot: Guðmundur Hrafnkelsson 8/1 og Einar Þorvarðarson 2. Utan vallar: 4 mínútur. Mörk Japan: Toshiyuki Yamamura 4, Kazuhiro Miyashita 3, Seichi Taka- mura 2, Shinichi Shudo 2, Izumi Fujii 2, Kodo Yamamoto 2/1, Kepji Tama- mura 1 og Yoshihiro Nikawadori 1. Varin skot: Yukihiro Hashimoto 19/2. Utan vallar: 6 mínútur. Dómarar: Szsyna og Wroblewski frá Póllandi og dœmdu þokkalega. Áhorfendur: 1200. loka, en fóru illa með síðustu sókn- ina. Hashimoto varði síðasta skot leiksins frá Sigurði Gunnarssyni og tryggði Japan jafntefli. Þetta var óneitanlega með slakari leikjum landsliðsins og mistökin ótrúlega mörg. Sóknamýtingin var í lágmarki og furðulegt hvemig hvert færið af öðru fór í vaskinn. Vömin var slök í fyrri hálfleik, en mun skárri í þeim síðari. Fékk þá aðeins á sig fimm mörk. Þrátt fyrir að lið Japan væri skipað lágvöxnum leikmönnum virtust þeir ekki eiga í miklum vandræðum með að lyfta sér yfir vöm Islands. Júlíus Jonasson og Þorgils_ Óttar Mathiesen voru bestu menn íslands og Guðmundur Hrafnkelsson varði vel. Markvörðurinn Yukihiro Hashimoto var yfirburðamaður í liði Japan. Hann varði 19 skot, þar af tvö víta- köst. Miyashita og Yamamura áttu einnig góðan leik. Þetta var síðasti landsleikur þjóð- anna í bili. íslendingar unnu tvo, en einum lauk með jafntefli. Þjóð- imar mætast þó fljótlega því íslend- igar fara í keppnisferð til Japan í lok apríl. Morgunblaðlð/Þorkell Júlíus Jónasson, besti leikmaður (slenska liðsins, sést hér sækja að marki Japans. Júlíus skoraði fimm mörk í leiknum. KORFUKNATTLEIKUR / URSLITAKEPPNIN Valsmenn auðveld bráð NJARÐVÍKINGAR sigruðu Vals- menn örugglega, 88:75, í fyrri leik liðanna í Njarðvík í gær- kvöldi. Valsmenn áttu ágæta spretti, sérstaklega f fyrri hálf- leik og sfðan f síðari hálfleik þegar þeim hafði nánast tekist að jafna, en Njarðvfkingar voru sterkari á lokasprettinum og sigruðu örugglega. Staðan í hálfleik var 43:38 fyrir UMFN. Valsmenn eru alltaf erfiðir and- stæðingar og þeir léku vel í kvöld," sagði Valur Ingimundarson þjálfari og leikmaður UMFN. „Sig- ■■■■■ urinn í kvöld var Bjöm sætur og við ætlum Blöndal okkur ekkert annað skrifar en sjgTjr ; sl'ðari leiknum gegn þeim, það mega þeir bóka,“ sagði Valur ennfremur. „Það var leikmaður númer 11, Teitur Örlygsson sem fyrst og fremst skóp sigur UMFN að þessu sinni og við réðum ekkert við hann,“ sagði Steve Bergmann þjálfari Vals. Bergmann sagðist vera ánægður með margt hjá sinum mönnum en betur mætti ef duga skyldi í síðari leiknum á laugardag- inn og með góðum leik gæti lið sitt áreiðanlega velgt íslandsmeistur- unum undir uggum. Mikil barátta var í leiknum, Vals- menn voru betri til að byija með, en Njarðvíkingar sem eru þekktir fyrir allt annað en að gefast upp náðu síðan undirtökunum sem þeir sfðan heldu út allan leikinn. Vals- menn gerðu örvæntingafulla tilraun til að jafna metin í síðari hálfleik og náðu þá að minnka muninn í eitt stig og þá var staðan 65:64. En góður lokasprettur Njarðvíkinga try&Éfð’ þeim öruggan sigur að þessu sinni. Teitur Örlygsson, Hreiðar Hreiðarsson, Helgi Rafns- son og Valur Ingimundarson voru bestir hjá Njarðvfkingum, en Svali Björgvinsson, Torfí Magnússon, Leifur Gústafsson og Þorvaldur Geirsson voru atkvæðamestir í liði Vals. Stig UMFN: Teitur örlygsson 24, Hreiðar Hreiðarsson 16, Valur Ingi- mundarson 16, Helgi Rafnsson 13, Sturla Örlygsson 8, ísak Tómasson 5, Friðrik Rúnarsson 4 og Ami Lárusson 1 stig. Stig Vals: Torfi Magnússon 16, Svali Björgvinsson 14, Leifur Gú- stafsson 12, Þorvaldur Geirsson 11, Bjöm Zoega 10, Einar Ólafsson 7 og Tómas Holton 5 stig. Dómarar vor Jón Otti Olafsson og Gunnar Valgeirsson og dæmdu þeir ágætlega. Ikvöld Keflavík og Haukar leika fyrri leik sinn í úrslitakeppni KKÍ í Keflavík í kvöld kl. 20.00. HÞróttur og Valur leika í Reykjavíkurmótinu í knatt- spymu á gervigrasinu í Laug- ardal kl. 20.3Ó í kvöld. KNATTSPYRNA / V-ÞYSKALAND u Enn ein rósin í hnappagat Ásgeirs Sigurvinssonar: „Sigurvinsson er bestur Sagði þjálfarinn heimskunni Udo Lattek í Bild Sport í gær „ÁSGEIR Sigurvinsson er bestur af þessum leikmönn- um. Hans vandamál hefur verið hvað oft hann hefur verið meiddur að undan- förnu,“ sagðí Udo Lattek, þjálfarinn heimskunni - fyrr- um þjáifari Bayern Munciíen og Barcelona, I gær í Bild Sport, þegar hann sagði sína skoðun á skoðanakönnun blaðsins. Blaðið spurði 216 leikmenn í Bundesligunni, hvaða útlend- ingur væri bestur f V-Þýskalandi. Ásgeir fékk 30 atkvæði eins og sænski Ieikmaðurinn Robert Prytz hjá Uerdingen. Fyrir ofan þá vom Ungveijinn Lajos Detari hjá Frankfurt, 40 atkvæði og Pólveij- inn Miroslav Okonski hjá Hamb- urgar, 35 atkvæði. „Detari hefði átt að fara til Barcelona, eftir minni ráðgjöf. Hann hefur ekki náð að gera stór hluti hjá Frankfurt, sem ætti að láta hann fara til Barcelona. Okonski er ekki með nægilegt jafnvægi. Hann getur sýnt leik á heimsmælihvarða einn daginn, en dottið niður í meðalmennsku hinn daginn. Ásgeir er betri leikmaður en þeir. Hans vandamál er bar- átta við meiðsli," sagði Lattek. Olaf Thon hjá Schalke fékk flest atkvæði, 39, þegar spurt var hver væri besti leikmaður V-Þýska- lands. Lothar Matthaus hjá Bay- em var í öðm sæti, 22. Rudi Völler, Roma, var næstur með 16. og Jurger Klinsmann, Stuttgart, fékk 15. atkvæði. Jurgen Kohler hjá Köln fékk 147 atkvæði í kjöri besta vamarleik- mannsins. Andreas Múller hjá Dortmund, er talinn efnilegasti leikmaðurinn — 54 atkvæði. 68 kusu Otto Rehhagel besta þjálf- arann. Christoph Daum, Köln, kom í öðm sæti með 18 atkvæði og Udo Lettek, fyrmm ráðgjafi hjá Köln, fékk 11 atkvæði. ÍÞfémR FOLK- I HELGI A. Eiríksson, ungur kylfingur úr GR, fór holu í höggi á hinum fræga golfvelli í Tensa íw Oklahoma um síðustu helgi. Helgi dvaldi í Oklahoma hjá frændfólki sínu um páskana og notaði tæki- færið og spilaði golf með þessum ágæta árangri. ■ MILL WALL vann mj ög sætan sigur, 2:1, yfír Leeds á Elland Road í Leeds í gærkvöldi í enski^ _ 2. deildarkeppninni. Millwall skaust þar með upp að hlið Aston Villa á toppnum. Bæði liðin em með 70 stig, en Millwall á tvo leiki til góða. H ÍTALSKA blaðið Gazetta dello Sport sagði frá því í gær að miklar likur væm á því að Michael Laudrup væri á fömm frá Juvent- us til Arsenal. H GRIKKLAND og Austurríki gerðu jafntefli, 2:2, í vináttulands- leik í knattspymu í Aþenu í gær- kvöldi. H MARK Chamberlain leikur ekki meira með Sheffield Wednes^Mr day á þessu keppnistímabili. Hann brákaðist á fæti í leik gegn Luton og missir því að síðustu leikjum . Sheffield. H PAUL Gascoigne neitaði í gær tilboði Newcastle um fímm ára samning. Hann hefði fengið 2.000 pund í laun á viku eða um 120.000 fsl. kr. Cascoigne sagðist ekki vilja binda sig svo lengi hjá félaginu, en mörg félög hafa reynt að kaupa hann. Hann mun þó líklega skrifa undir tveggja ára samning við Newcastle. H KERRY Dixon mun missa af þýðingarmiklum leilgum með Chelsea í botnbaráttunni í 1. deild- ini á Englandi. Hann verður frá í rúmar þijár vikur vegna meiðsla. Hann tognaði á ökkla í leik Chelsea gegn Arsenal. MMICHAEL Laudrup tapaði veð- máli hans og Klaus Berggreen, um veislu á góðum matsölustað, þegar Juventus tapaði fyrri leik sínum gegn Tórínó f undanúrslitum ítölsku bikarkeppn- innar, 0:2, í gær- kvöldi. Berggreen leikur með Tórínó. 40 þús. áhorf- endur voru hér á Stadio Commu- nal, heimavelli Tórinó. Þrátt fyrir stórleik Laudrup og Ian Rush, náði Juventus ekki að sýna tenn- umar. Tullio Gritti og Ezio Rossi skoruðu mörkin á 57. og 67. mín. „Juventus er ekki eins sterkt og áður. Það vantar fleiri landsliðs- menn í liðið," sagði Michel Plat- ini, sem var á meðal áhorfenda hér. Inter Mílanó og Sampdoría gerðu jafntefli, 0:0, í hinum undan- úrslitaleiknum. KNATTSPYRNA íslendingur með sænska landsliðinu Jón Karlsson, íþróttalæknir, gegnir mikilvægu hlutverki með sænska landsliðinu í knattspymu, sem sigraði eftirminnilega á §ög- urra liða móti í Vest- ur-Þýskalandi um páskana. Svíar lögðu heimamenn fyrst og síðan Sovét- menn í úrslitum. Jón, sem lék með ÍR í körfubolta á árum áður, er einn af læknum liðsins ásamt Lars Pettersson, sem er einn virtasti íþróttalæknir heims. Jón starfar í Gautaborg og er einnig einn af læknum IFK Gautaborg. Frá Biynju Tomer ÍTórinó Frá Magnúsi Ingimundarsyni iSviþjóð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.